Morgunblaðið - 07.11.2018, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.11.2018, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 2018 Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is silestone.com Bakteríuvörn Kvarts steinn frá Silestone er fáanlegur í fjölbreyttum áferðum og litum. Silestone bjóða einir upp á borðplötur með varanlegri bakteríu- og sveppavörn. Gefðu heimilinu ferskleika og líf á þínum forsendummeð Silestone. Blettaþolið Sýruþolið Högg- og rispuþolið Kvarts steinn í eldhúsið Nú eru píratar búnir að funda umeinelti innan flokksins og ræða drög að reglum til að banna einelti og margs konar aðra óæskilega hegðun. Enginn sjá- anlegur árangur hefur orðið af funda- höldunum en Jón Þór Ólafsson þing- maður segir flokk- inn vilja vera lausan við „svona fjand- samlega hegðun sem hrekur fólk í burtu“.    Annar þingmað-ur, Helgi Hrafn Gunnarsson, greinir vandann og segir að valddreifing og auk- ið lýðræði hafi ekki þjónað tilgangi sínum og að vandinn í flokknum sé nú stærri en áður.    Báðir telja þeir þó að vandinnverði leystur, en er það víst? Vissulega kann að vera að hann „leysist“ af sjálfu sér þegar búið er að hrekja alla úr flokknum sem ekki vilja lúta þeirri klíku sem kvartað hefur verið undan. En er það lausn?    Svo má velta öðru upp. Getur ver-ið að vandinn sé djúpstæðari en svo að reglusetning og önnur form- festa dugi til að leysa hann?    Er ekki hugsanlegt að vandi pír-ata sé sá að flokkurinn snýst ekki um neitt?    Píratar hafa enga stefnu í helstumálum, nema þá ef það að vilja ræða mál og skrifa reglur flokkast undir pólitíska sýn.    Starf pírata hefur ekki snúist umannað en að ná kjöri og völdum og í því ljósi þarf ekki að koma á óvart þó að reglulega sjóði upp úr. Jón Þór Ólafsson Valdapólitíkin felur í sér valdabaráttu STAKSTEINAR Helgi Hrafn Gunnarsson Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ „Niðurstaðan staðfestir að Hæstirétt- ur telur vina- og venslatengsl dómara ekki valda því að dómari teljist hlut- drægur gagnvart aðilum máls og efn- is þess,“ segir Ólafur Ólafsson í Sam- skipum í yfirlýsingu sem hann sendi fjölmiðlum eftir að Hæstiréttur hafði í gær staðfest úrskurð Landsréttar um að hafna kröfu Ólafs um að lands- réttardómaranum Vilhjálmi H. Vil- hjálmssyni beri að víkja sæti í áfrýjuðu máli gegn Ólafi fyrir Lands- rétti. Í málinu er tekist á um kröfu Ólafs um endurupptöku á þætti hans í Al Thani-málinu. Krefst Ólafur endur- upptöku m.a. vegna þess að hann tel- ur að Markús Sigurbjörnsson, dómari í Hæstarétti, sem Ólafur segir að sé vinur Vilhjálms, hafi ásamt öðrum sem í dómnum sátu metið sönnunar- gögn í Al Thani-málinu rangt. Þá tel- ur hann Vilhjálm vanhæfan vegna neikvæðrar umfjöllunar tveggja sona Vilhjálms um mál Ólafs. Þannig telur Ólafur að sonur Vil- hjálms, Ingi Freyr blaðamaður, hafi á margra ára tímabili kappkostað að skrifa um sig og ávallt undir neikvæð- um formerkjum. Bendir Ólafur á að Ingi Freyr hafi skrifað bók um hrunið og í formála þeirrar bókar þakki hann föður sínum fyrir að hafa þrýst á sig að skrifa bókina. „Fyrir mig, sem utanaðkom- andi mann, verður ekki dregin önnur ályktun af því en sú að faðirinn hafi kunnað vel að meta skrif sonar- ins. Þannig lítur það allavega út,“ segir Ólafur í yfirlýsingu sinni. „Ég verð að viðurkenna að ég á bágt með að skilja niðurstöðu Lands- réttar og nú Hæstaréttar um þetta atriði. Mér finnst það afar óheppilegt að nú eigi að fara að dæma í mínu máli, máli sem hefur tengingu við hrunið, og að dómarinn sé faðir blaðamannsins sem hefur haft það sem viðfangsefni um langt árabil að skrifa neikvæðar greinar um mig. Þá er mér fyrirmunað að skilja, í ljósi þessarar aðstöðu, hvers vegna Vil- hjálmur kaus ekki strax að hafa ekki afskipti af málinu. Það eru jú fimm- tán skipaðir dómarar við Landsrétt og jafnan þrír sem dæma í hverju máli. […] Þessi vinnubrögð eru ekki til þess fallin að auka traust mitt á dómurunum í máli mínu eða íslensku dómskerfi yfirleitt,“ segir Ólafur enn fremur. Kröfu hafnað um að dómari víki sæti Ólafur Ólafsson  Skilur ekki niðurstöðu dómstóla Karen María Jónsdóttir hefur verið sett for- stöðumaður Höfuðborgar- stofu. Hún var áður deildarstjóri Upplýsingamið- stöðvar ferða- manna í Reykja- vík og þar áður verkefnastjóri hjá Höfuðborgar- stofu. Þá vermdi hún fjórða sæti á lista Samfylkingarinnar á Sel- tjarnarnesi í sveitarstjórnarkosning- um á árinu. Karen María er með BA-gráðu í listdansi, diplómu í opinberri stjórn- sýslu og MA-gráður í stjórnun stofnana, í leikhúsfræðum og í þver- faglegri listgreinakennslu. Vigdís Hauksdóttir, oddviti Mið- flokksins í Reykjavík, gagnrýnir setningu hennar í stöðu forstöðu- manns. „Þetta hefur hvergi verið auglýst að því er ég best veit,“ segir hún. „Reykjavíkurborg ber að aug- lýsa öll störf og fara eftir ráðningar- og innkaupareglum. Borgin hagar sér eins og einkafyrirtæki og það verður ekki liðið. Nóg hefur gengið á í starfsmannamálum í ráðhúsinu og í Orkuveitunni á kjörtímabilinu,“ segir hún. Arna Schram, sviðsstjóri menn- ingar- og ferðamálasviðs Reykjavík- urborgar, segir að heimild sé til að setja fólk í stöður tímabundið í allt að eitt ár án auglýsingar. „Þarna er verið að færa til manneskju í starfi, en upplýsingamiðstöðin sem áður tilheyrði Höfuðborgarstofu var lögð niður um mánaðamótin. Hún er því tímabundið sett í starfið fram á næsta haust eða þar til fyrir liggur ný ferðamálastefna og útfærsla á því hvernig borgin ætlar að sinna þessum málaflokki,“ segir Arna, en starfsemi Höfuðborgarstofu verður „í láginni“ og engir nýir starfsmenn ráðnir þar til borgin hefur mótað nýja ferðamálastefnu. Karen María Jónsdóttir Karen María stýrir Höfuðborgarstofu  Setning án auglýsingar gagnrýnd  Tímabundin ráðning sögð vera í lagi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.