Morgunblaðið - 07.11.2018, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.11.2018, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 2018 Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is Frá því Katalóninn JordiPujolà fluttist hingað tillands frá Barcelona fyrirfimm árum ásamt ís- lenskri eiginkonu sinni og tveimur börnum hefur hann notað hvert tækifæri til að kynna Ísland fyrir löndum sínum og öfugt – Spán fyrir Íslendingum. Fljótlega eftir búferla- flutninginn stofnaði hann bloggsíð- una escritorisislandia.com/blog, sem fær æ fleiri heimsóknir og að sama skapi verður efnið fjölbreyttara. Fyrir rúmu áru voru heimsóknirnar tólf þúsund á mánuði, en eru nú komnar upp í tuttugu þúsund. „Markmiðið er að skapa menn- ingarleg tengsl milli Íslands annars vegar og Spánar og Rómönsku Am- eríku hins vegar og taka í því skyni viðtöl við íslenska sem og spænska rithöfunda, myndlistarmenn, tónlist- armenn sem og fólk í fjölmiðlum og pólitík svo dæmi séu tekin. Ég skrifa líka um allt milli himins og jarðar, gagnlegar upplýsingar um land og þjóð, mat og matarsiði, veit- ingastaði og veðrið og ekki síst mína persónulegu reynslu og upplifun,“ segir Jordi og upplýsir að blogg- síðan eigi rætur að rekja til þess að Íslenska fjallaleiðsögumenn vantaði efni á spænsku fyrir spænska ferða- menn. Sneri alveg við blaðinu Jordi er hagfræðingur að mennt og starfaði árum saman sem fasteignasali í heimaborg sinni áður en hann sneri gjörsamlega við blaðinu, fluttist til Íslands og hóf að helga sig ritstörfum. Raunar ekki eingöngu því hann stundaði í tvö ár ís- lenskunám við Há- skóla Íslands, starf- aði sem þjónn og í birgðadeildinni hjá Íslenskum fjallaleið- sögumönnum. „Ég hef skrifað tvær skáldsögur á spænsku þar sem Ísland er að mestu leyti sögusviðið og sú þriðja er vel á veg komin. Eftir útkomu bókar númer tvö, Barþjónn Reykjavíkur, birtist viðtal við mig í La Vanguardia, einu virtasta dag- blaði Spánar, þar sem bókin fékk líka góða gagnrýni,“ segir Jordi og kveðst ekki geta kvartað yfir við- tökum beggja bókanna. Það segir kannski sína sögu að honum hefur verið boðið á Guada- lajara-bókastefnuna í Mexíkó í nóvember til að ræða um bók- menntir og Ísland. Hann skortir ekki hugmyndaflug til að vekja athygli á Íslandi og Íslend- ingum, menningunni og náttúrunni á blogginu sínu. „Mér fannst vanta upplýsingar á spænsku fyrir Spánverja, en þeir eru stór hluti þeirra erlendu ferðamanna, sem sækja landið heim og eru yfirleitt ekkert sérstaklega sleipir í ensku. Margir hafa ekki hugmynd um að Íslendingar geti státað af Nóbels- verðlaunahöfundi og, að mínu mati, virkilega góðum rithöfundum, sem ég legg áherslu á að kynna með við- tölum og umfjöllun um bækur þeirra.“ Gagnkvæm ást þjóðanna Jordi segist vera rétt að byrja. Þegar hafa birst á blogginu viðtöl við rithöfundana Árna Þórarinsson, Sjón, Andra Snæ Magnason og Hallgrím Helgason. Einnig Úu, út- gáfustjóra Forlagsins, og Maríu Rán Guðjónsdóttur hjá Angústúra bókaútgáfunni, sem þýtt hefur fjölda bóka úr spænsku. Umfjöllun um kvikmyndir er næst á dagskrá. Jordi lét sig því ekki vanta á nýaf- staðna RIFF-kvikmyndahátíð þar sem hann fékk tækifæri til að hitta og spjalla við áhugaverða listamenn. „Ég hef einnig tekið viðtöl við Íslendinga, búsetta á Spáni, til dæmis Óttar Norðfjörð rithöfund og Halldór Má gítarleikara. Þá var mér boðið sem blaðamanni á tónlistarhá- tíðina Secret Solstice þar sem ég tók viðtöl við við HAM, Agent Fresco, Aron Can, Jóa Pé, Úlf Úlf, Bigga í Maus og fleiri. Síðan er meiningin að taka þátt í Iceland Airwaves- hátíðinni með svipuðum hætti. Spánverjar elska Ísland og allt sem íslenskt er og miðað við ferðir Ís- lendinga til Spánar í áratugi virðist ástin vera gagnkvæm,“ segir Jordi brosandi. Hann er hvergi nærri hættur og er með á lista fjölda fólks sem hann hyggst koma að máli við á næstunni. Fylgist bara með á escri- torislandia.com/blog. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Skartar íslenskri lopapeysu Jordi Pujola býr á Íslandi með íslenskri eiginkonu sinni og er hann einstaklega öflugur við að byggja menningarbrú milli Spánar og Íslands, með bloggi sínu þar sem hann birtir viðtöl og fleira. Spánverjar elska Ísland og allt sem íslenskt er Spánverjum og spænskumælandi er ekki í kot vísað vilji þeir fræðast um Ísland og Íslendinga, bókmennt- ir og listir, náttúruna og alls lags íslenska siði og skringilegheit. Jordi Pujolà frá Barcelona lætur fátt fram hjá sér fara á bloggsíðunni sinni. Bloggsíðan á ræt- ur að rekja til þess að Íslenska fjalla- leiðsögumenn vant- aði efni á spænsku fyrir spænska ferðamenn. Á köldum vetrarkvöldum getur verið notalegt að bregða undir sig betri fætinum og verða einhvers vísari, hlusta á eitthvað af þeim erindum sem víða er boðið upp á. Siðfræði- stofnun Háskóla Íslands og menn- ingarhúsið í Hannesarholti bjóða til heimspekispjalls í kvöld, miðviku- dagskvöld, kl. 20 og er yfirskriftin: Ábyrgð og traust – refsing og lær- dómar. Viðburðurinn verður í Hannesar- holti, sem er til húsa við Grundarstíg í Reykjavík, og frummælendur verða dr. Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, dós- ent í opinberri stjórnsýslu, og dr. Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Þau munu kynna hugleiðingar sínar í framhaldi af rannsóknum á því hvernig brugðist var við í kjölfar hrunsins til að draga lærdóm af hruninu og endurheimta það traust sem hrundi með fjármálakerfinu 2008. Spurt er: Hverjir áttu að læra af þessu hruni og þá hvað? Hverjir áttu að axla ábyrgð og þá hvers konar ábyrgð? Hvernig er sambandið milli ábyrgðar og trausts? Ókeypis er inn á heimspekispjallið en gestir geta keypt kvöldverð á und- an spjalli í veitingastofum Hannesar- holts. Borðapantanir í síma 511-1904 og á hannesarholt@hannesarholt.is. Heimspekispjall í Hannesarholti í kvöld Hvernig er sambandið milli ábyrgðar og trausts? Frummælendur Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, dósent í opinberri stjórnsýslu, og Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands.          www.tonastodin.is Landsins mesta úrval af trommum         faglega þjónustu,       

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.