Morgunblaðið - 07.11.2018, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 07.11.2018, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 2018 N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Filippa borðstofuhúsgögn Opið virka daga 11-18 laugardaga 11-15 Komið og skoðið úrvalið DRAUMAEIGN Á SPÁNI Nánar á www.spanareignir.is ÞÚ ERT Í ÖRUGGUMHÖNDUMHJÁ OKKUR Aðalheiður Karlsdóttir Löggiltur fasteignasali adalheidur@spanareignir.is Sími 893 2495 Ármúla 4-6, Reykjavík Karl Bernburg Viðskiptafræðingur karl@spanareignir.is Sími 777 4277 Ármúla 4-6, Reykjavík NÝ OG FLOTT PARHÚS Á FRÁBÆRU VERÐI í ekta spænsku þorpi, stutt frá Alicante, strönd og golfvelli. Verð frá: 17.250.000 kr* • Veitingastaðir og verslanir í göngufæri • 10 mínútna akstur á Bonalba golfvöllinn • 10 - 15 mínútna akstur á El Campello ströndina • Fallegar hjóla- og gönguleiðir • 30 mínútna akstur til Alicante • Gott veður allt árið Los Altos De Alicante *(125.000 evrur + kostnaður. Gengi: 1 evra = 138 kr.) Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Kaupsýslumaðurinn Friedrich Merz nýtur mests fylgis meðal Þjóðverja af þremur formannsefnum sem sækjast eftir því að taka við af An- gelu Merkel kanslara sem leiðtogi Kristilegra demókrata. Merz er gamall keppinautur Merkel og kveðst vera frjálslyndur umbóta- sinna í efnahagsmálum en íhalds- samur í samfélagsmálum. Baráttan um formannsstólinn hófst í vikunni sem leið þegar Merkel skýrði frá því að hún hefði ákveðið að sækjast ekki eftir endur- kjöri sem leiðtogi Kristilegra demó- krata en hygðist gegna kanslara- embættinu út kjörtímabilið sem lýkur árið 2021. Flokkurinn hafði þá goldið afhroð í kosningum til þings sambandslandsins Hessen og systurflokkur hans hafði einnig beð- ið ósigur í kosningum í Bæjaralandi. Eftirmaður Merkel verður kjörinn á landsfundi Kristilegra demókrata 7. og 8. desember. Könnun sem gerð var fyrir við- skiptablaðið Handelsblatt bendir til þess að 23% Þjóðverja styðji Merz. Um 17% sögðust styðja Annegret Kramp-Karrenbauer, framkvæmda- stjóra Kristilegra demókrata, sem hefur verið kölluð „litla Merkel“ vegna þess að pólitísk viðhorf þeirra hafa verið áþekk. Þriðja formanns- efnið, heilbrigðisráðherrann Jens Spahn, nýtur aðeins stuðnings 7% Þjóðverja, ef marka má könnunina. Hann hefur verið þekktastur fyrir að hvetja til þess að innflytjendalög- gjöfin verði hert. Ekkert þessara formannsefna nýtur eins mikils stuðnings og Merkel sem er enn á meðal vinsælustu stjórnmálamanna landsins. Nýleg könnun bendir til þess að nær helmingur landsmanna sé ánægður með störf hennar í kanslaraembættinu. Þurfti að víkja fyrir Merkel Formannsefnin þrjú tilkynntu framboð skömmu eftir að Merkel skýrði frá ákvörðun sinni og hugsan- legt er að fleiri bjóði sig fram. Merz er 62 ára að aldri, lögfræð- ingur að mennt og var þingmaður á árunum 1994 til 2009. Hann varð for- maður þingflokks Kristilegra demó- krata árið 2000 en missti þá stöðu tveimur árum síðar til Merkel sem var þá orðin leiðtogi Kristilegra demókrata og vildi einnig vera þing- flokksformaður til að styrkja stöðu sína í baráttunni um kanslaraemb- ættið. Hún varð síðan kanslari í nóvember 2005, fyrst kvenna. Að sögn þýskra fjölmiðla hefur Friedrich Merz notið stuðnings Wolfgangs Schäuble, forseta þings- ins, sem var leiðtogi Kristilegra demókrata árið 2000 þegar hann neyddist til að segja af sér eftir að flett var ofan af ólöglegri fjár- mögnun flokksins. Merkel var þá kjörin leiðtogi flokksins. Hermt er að Schäuble hafi unnið vikum saman á bak við tjöldin að því að tryggja að Merz verði formaður Kristilegra demókrata. Á meðal helstu bandamanna Merz er Armin Laschet, forystumaður flokksins í sambandslandinu NordrheinWest- falen. Tæpur þriðjungur fulltrúanna á landsfundinum kemur þaðan, þannig að stuðningur Laschet gæti reynst mjög mikilvægur. Aftur til upprunans? Kaþólskir og íhaldssamir karl- menn frá vestanverðu Þýskalandi hafa verið mjög áhrifamiklir í flokkn- um. Merkel er ekki aðeins kona, heldur einnig mótmælendatrúar, frá Austur-Þýskalandi og hefur verið gagnrýnd fyrir að vera of frjálslynd og hafa fært flokkinn of langt til vinstri. Merz er kaþólskur íhalds- maður og fari hann með sigur af hólmi má segja að hann færi flokkinn aftur til upprunans. Kramp-Karrenbauer er 56 ára að aldri og fyrrverandi forsætisráð- herra Saarlands, minnsta sam- bandslandsins. Hún telst til miðju- manna í flokknum en er álitin heldur íhaldssamari í samfélagsmálum en Merkel. Talið er að það geti hamlað henni í baráttunni um formannsstól- inn að hún hefur unnið í skugga kanslarans. Spahn er yngstur formannsefn- anna, 38 ára að aldri, og hefur notið vaxandi stuðnings meðal íhalds- manna í flokknum. Hann varð fyrst- ur frammámanna flokksins til að gagnrýna stefnu Merkel í innflytj- endamálum eftir að hún ákvað að halda landamærum Þýskalands opn- um árið 2015 þegar flóttmanna- straumurinn frá Sýrlandi og Norður-Afríku var í hámarki. Misstu fylgi til Græningja Talið er að Kristilegir demókratar og systurflokkur þeirra í Bæjara- landi, CSU, hafi tapað talsverðu fylgi til þjóðernisflokksins Annars kosts fyrir Þýskaland, AfD, sem hefur gagnrýnt innflytjendastefnu Merkel. Hann er þó ekki eini flokk- urinn sem hefur aukið fylgi sitt á kostnað Kristilegra demókrata og Sósíaldemókrata því að Græningjar, sem aðhyllast opin landamæri, hafa einnig verið í mikilli sókn. Þeir fengu 17,5% atkvæðanna í kosningum í Bæjaralandi 14. október og urðu næststærsti flokkurinn. Systur- flokkur Kristilegra demókrata missti þá meira fylgi til Græningja (um 170.000 atkvæði) en til þjóð- ernisflokksins AfD (160.000 at- kvæði), samkvæmt könnun rann- sóknafyrirtækisins Infratest Dimap. Kristilegir demókratar misstu einn- ig meiri fylgi til Græningja í kosn- ingunum 28. október í Hessen (99.000 atkvæði) en til þjóðernis- flokksins (96.000 atkvæði). Forystumenn Græningja rekja fylgisaukninguna til þess að skýr stefna flokksins í innflytjendamálum hafi tryggt honum stuðning margra miðjumanna sem séu óánægðir með hringlandahátt Kristilegra demó- krata og Sósíaldemókrata í þessum málum. Stjórnmálaskýrendur segja þó að fleira hafi komið til, meðal ann- ars óánægja kjósenda með innbyrðis deilur innan flokkanna tveggja frá því að þeir mynduðu samsteypu- stjórn eftir þingkosningarnar í Þýskalandi á síðasta ári. Á sínum tíma hafi verið eining meðal Græn- ingja, sem hafi oft verið þekktari fyr- ir innanflokksdeilur. Takast á um formannsstól Merkel  Gamall keppinautur kanslarans vinsælastur þriggja formannsefna Kristilegra demókrata  Íhalds- maður etur kappi við „litlu Merkel“  Flokkurinn missti meira fylgi til Græningja en þjóðernissinna Willy Brandt 4,5 ár Helmut Kohl 16 ár Helmut Schmidt 8,5 ár Kurt Georg Kiesinger 3 ár Ludwig Erhard 3 ár Konrad Adenauer 14 ár Kanslarar Þýskalands Gerhard Schröder 7 ár Angela Merkel Tæp 13 ár 1949 1963 1966 1969 1974 1982 1998 2005 2018 2021 CDU/CSU SPD Kristilegir demókratar Sósíaldemókrataflokkurinn 22. nóv. 27. okt 1. okt. 16. maí 15. sept. 16. okt 1. des. 21. okt. 6. maí AFP Formannsefnin þrjú Annegret Kramp-Karrenbauer, framkvæmdastjóri Kristilegra demókrata í Þýskalandi, Jens Spahn, heilbrigðisráðherra landsins, og kaupsýslumaðurinn og lögfræðingurinn Friedrich Merz. Peking. AFP. | Fornleifafræðingar telja sig hafa fundið um það bil tvö þúsund ára gamalt vín í bronspotti sem var lokaður og geymdur í gröf í Henan-héraði í Kína. Í pottinum voru um 3,5 lítrar af gulum vökva sem fornleifafræðingarnir segja að hafi verið með sterka vínlykt. Vökvinn verður sendur til frekari rannsókna. Í gröfinni fannst einnig lampi sem er í laginu eins og gæs, auk líkamsleifa manna. Talið er að vínið sé frá valdatíma Han-ættarinnar sem ríkti á árunum 202 fyrir Krist til 8 eftir Krist. Talið er að hrísgrjónavín hafi verið mikil- vægur þáttur í ýmsum helgi- athöfnum á þessum tíma. Telja sig hafa fundið 2.000 ára gamalt vín KÍNA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.