Morgunblaðið - 07.11.2018, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 07.11.2018, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 2018 ✝ Sigurður S.Svavarsson fæddist 14. janúar 1954 í Reykjavík. Hann lést á heimili sínu 26. október 2018. Hann var sonur hjónanna Svavars Júlíussonar, f. 1920, d. 1976, og Ingibjargar Hönnu Pétursdóttur, f. 1926, d. 2012. Systkini Sigurðar eru Pétur, Ágúst og Sigrún Sig- ríður. Sigurður kvæntist Guðrúnu Svansdóttur, náttúrufræðingi, forstöðumanni við Blóðbank- ann, f. 1952, þann 28. september 1974. Þau eignuðust tvö börn; Svavar, sölustjóra, f. 1975, og við skólann til 1995. Hann starf- aði sem bókmennta- og leikl- istargagnrýnandi á Helgarpóst- inum 1980-1982. Hann var kennslubókaritstjóri Máls og menningar frá 1986 til 1995, þegar hann tók við sem fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins til ársins 2000. Hann réðst til Eddu-útgáfu 2000, þar sem hann var útgáfustjóri til 2007. Í ársbyrjun 2008 stofnaði hann, í félagi við Guðrúnu Magnúsdóttur, eigið fyrirtæki: Bókaútgáfuna Opnu. Megin- starfsemi Opnu hefur verið út- gáfa fræðibóka og bóka al- menns efnis. Sigurður gegndi ýmsum trún- aðarstörfum fyrir kennara, var m.a. formaður Samtaka móður- málskennara 1982-1986, for- maður Kennarafélags MH, rit- stjóri BK-blaðsins og formaður verkfallsstjórnar HÍK. Hann var formaður karla- nefndar Jafnréttisráðs 1994 til 1997 og formaður norrænnar nefndar um karla og jafnrétti 1996-1997. Sigurður sat í stjórn Félags íslenskra bókaútgefenda og var formaður þess um tíma. Hann þýddi ýmis rit ásamt konu sinni, Guðrúnu, og ritstýrði fjölda bóka, auk þess sem hann tók þátt í að semja kennslu- og sýnisbækur í íslensku. Hann sat í skólanefnd MS árin 1999-2005 og í samstarfsnefnd MS frá 2005 til dánardags. Sigurður var einn af stofn- endum Vina Árnastofnunar og var formaður stjórnar frá stofn- un félagsins í apríl 2016 til dánardags. Sigurður var íþróttamaður á yngri árum og lék á fjórða hundrað meistaraflokksleiki í handknattleik á árunum 1974- 1987 með ÍR og Fram. Hann þjálfaði handbolta bæði hjá Fram og Íþróttafélagi stúdenta. Hann sat um skeið í stjórn hand- knattleiksdeildar ÍR og í Hand- knattleiksráði Reykjavíkur. Útförin fer fram frá Hall- grímskirkju í dag, 7. nóvember 2018, klukkan 15. Ernu, náttúrufræð- ing, f. 1977. Svavar er kvæntur Virg- inie Cano, f. 1975. Þau eiga tvo syni, Maël Lionel, f. 2001, og Raphaël Svan, f. 2007. Erna er gift Joseph Johns, f. 1976. Þau eiga tvö börn, Vikt- oríu Guðrúnu, f. 2004, og Magnús James, f. 2007. Sigurður ólst upp í Reykjavík. Hann varð stúdent frá MT 1974 og lauk BA-prófi í íslensku og almennri bókmenntafræði frá HÍ 1978. Sigurður var stunda- kennari við MK einn vetur. Hann kenndi íslensku við MH 1978-1988 og var stundakennari Yndislegur bróðir og mágur var tekinn frá okkur svo snögg- lega og skilur eftir sig risavaxið skarð. Minningarnar hafa hrannast upp undanfarna daga. Minning- ar um allar skemmtilegu sam- verustundirnar okkar. Það er yndislegt að ylja sér við þær en jafn sárt að hugsa til þess að eiga ekki eftir að safna fleirum í minningabankann með þér. Ógleymanlegar sögustundir kryddaðar af þér eins og þér var einum lagið. Stóri faðmur- inn og góða knúsið. Stríðnis- púkarnir á öxlum þínum sem þú slepptir svo oft lausum. Brosið blíða, hlýjan sem skein úr aug- unum og kurrandi innibyrgði hláturinn. Orðin sem þú settir svo oft á blað og talaðir til okk- ar þegar við þurftum á því að halda. Allar gleðistundirnar á heimili ykkar Rúnu sem alltaf hefur staðið opið okkur öllum í fjölskyldunni til veisluhalda og samverustunda sem hafa gefið okkur ómetanlegar minningar og aðrir eins gestgjafar eru vandfundnir. Króksferðirnar þar sem þér leið svo vel og miðlaðir svo miklum fróðleik til okkar. Við að syngja saman, sem var ósjaldan, og svo ótal- margt annað. Þessi lagstúfur festist í huga litlu systur þinnar þegar hún heyrði þig æfa sönglag með góðum félögum í Grundarland- inu forðum daga og oft sungum við hann saman: Því ég elska sólina og mánann. Mig gleður flóran og fánan. Kann vel við hafið, þykir verulega vænt um þig. Já, okkur þykir svo verulega vænt um þig, elsku brósi og mágur, og það er sársaukafullt að kveðja ástvin sem hefur átt svo stóra hlutdeild í lífi manns. Engum sárara þó en elskulegri eiginkonu og jafnframt besta vini, börnunum þeirra, tengda- börnum og barnabörnum. Elsku Rúna okkar, Svavar, Erna, makar og börn. Megi guð og gæfan vaka yfir ykkur öllum og ljúfar minningar um elsku Sigga okkar veita ykkur líkn með þraut. Vertu kært kvaddur elsku Siggi og takk fyrir allt og allt. Ef ég ætti eina ósk. Ég myndi óska mér að fengi ég að sjá þig brosa á ný, eitt andartak á ný í örmum þér. Á andartaki horfin varstu mér. (Hannes Örn Blandon) Þín elskandi systir, brósi og mágur. Sigrún Sigríður Svavarsdóttir. Að eiga Sigga að var mikil gæfa fyrir fjölskyldu okkar. Hann var sérstaklega ljúfur maður, traustur og örlátur á ástúð. Dætur okkar, Gríma og Svanhildur, áttu með honum ótal unaðsstundir allt frá fyrstu vikum og mánuðum í lífi þeirra þangað til hann féll frá. Öll jólin okkar heima á Íslandi voru haldin á heimili þeirra Sigga og Rúnu – og „Siggi frændi“ var þar í aðalhlutverki með bóka- gjöfum sínum og umvefjandi nærveru. Barnelska og mildi voru honum í blóð borin. Þegar þurfti aðstoð við íslenskunám var hann alltaf reiðubúinn að hjálpa og sat löngum stundum með dætrum okkar við stafsetn- ingaræfingar, orðflokkagrein- ingu og ritgerðasmíð. Stílabókin sem þau Svanhildur notuðu í fyrra þegar setningafræðin var brotin til mergjar er nú, al- gjörlega óvænt, brunnur hlýrra minninga um Sigga. Hún hefur geyma gnótt dæma um það hversu mikið hann lagði sig fram við að nálgast nemendur sína á þeirra forsendum: „Svan- hildur frænka mín er mjög góð í ballett. Hún svífur um gólfið eins og engill og teygir hendur til himins og brosir til áhorf- enda.“ Setninguna átti hún að greina í orðflokka. Hann gat verið stríðinn og kenndi þeim ekki aðeins ypsílon-regluna heldur líka að hafa húmor fyrir sjálfum sér og í lífinu almennt. Glettið augnaráð og kurrandi innibyrgði hláturinn, sem hann sagðist hafa erft frá föður sín- um, bar vitni um manngæsku hans og skarpskyggni. Í veik- indum sem annað okkar hefur glímt við síðastliðin ár hefur hann reynst okkur ómetanleg- ur. Umhyggju sína sýndi hann meðal annars með því að koma upp rakarastofu hálfsmánaðar- lega þar sem hár og skegg voru snyrt og höfuð og axlir nudd- aðar. Þá var augum lygnt aftur og þess notið að vera elskaður. Það var alltaf gaman að vera nálægt Sigga. Hann var höfð- ingi, öðlingur og töffari. Við erum honum þakklát fyr- ir rausnina og hlýjuna. Hjarta okkar slær með Rúnu, Svavari og Ernu. Hans verður sárt saknað. Vertu kært kvaddur, elskulegur. Geir og Irma. Hann Siggi föðurbróðir minn kvaddi þennan heim snöggt og fyrirvaralaust, langt fyrir aldur fram. Sorgin er sár og sökn- uðurinn mikill. Frændi minn elskulegi sem ljómaði af lífi með hjartað hlýja og faðminn mjúka. Siggi var sannkallaður lífs- kúnstner og bókaunnandi með ríka réttlætistilfinningu. Ógleymanlegur með kurrandi innibyrgða hláturinn. Hann hafði einstaklega þægi- lega nærveru, enda leituðu börnin í fjölskyldunni ósjaldan til hans. Sjálfur eignaðist hann hæfileikarík börn sem hann var sérlega stoltur af. Skilaboð frá Sigga til mín í Hollandi voru ávallt falleg og uppörvandi eins og hann var sjálfur. Ég laðaðist strax að Sigga og Rúnu þegar ég var lítil stelpa. Þau voru yngri en foreldrar mínir, bjuggu á forvitnilegum stöðum og áttu áhugaverðar bækur. Eftir að ég flutti til Hol- lands gisti ég reglulega hjá Sigga og Rúnu á ferðum mínum til Íslands. Alltaf var ég vel- komin, ósjaldan með Nínu litlu með mér. Þegar pabbi minn, elsti bróð- ir Sigga, dó var Siggi kletturinn sem ég þurfti á að halda. Ég er honum og Rúnu ávallt þakklát fyrir þeirra stóra framlag í lífi mínu og fjölskyldu minnar. Siggi og Rúna voru svo sam- hent hjón og eiginlega alltaf kærustupar í mínum huga. Ávallt ljúft og gaman að vera með þeim. Skarðið sem Siggi skilur eftir sig í fjölskyldunni verður ekki fyllt með öðru en yndislegum, ljúfum og þrælskemmtilegum minningum. Elsku Rúna, Svavar og Erna, hjörtu okkar eru hjá ykkur. Að lokum læt ég orð frænda míns Hannesar Péturssonar fylgja Sigga. Þyrstum huga safna ég lífinu saman í sérhverri hreinni nautn: í lestri, í kossi – svo allt verður tilfinning, dýrmæt og daglega ný. En Dauðinn á eftir að koma. Hann veit hvar ég bý. Með tárum og trega kveð ég þig. Ingibjörg Hanna Pét- ursdóttir og fjölskylda. Elsku Rúna, Svavar og Erna. Það er erfitt að hugsa sér til- veruna án Sigga og líka ykkur án hans. Hann var sólargeisli, gleði- gjafi og höfuð fjölskyldunnar. Síðast en ekki síst naut hann þeirrar gæfu að eiga Rúnu sína að lífsförunaut, ykkur börnin og barnabörnin. Minningin er ljóslifandi um fallega brosið á 12 ára strák þegar stóri bróðir kom með kærustuna í fyrsta skipti í kaffi til væntanlegra tengdaforeldra minna fyrir meira en 50 árum. Nú get ég ekki lengur spurt hvort orðaröðin hefði kannski átt að vera öðruvísi. Með hlýjum kveðjum frá okkur Birni. Anna Pálsdóttir. Elsku Siggi. Ég veit ekki hvar ég á að byrja, þar sem ég er enn í algjörri afneitun. Ég trúi ekki að ég fái aldrei aftur að faðma þig, sjá þig brosa eða lesa skemmtilegu færslurnar og athugasemdirnar frá þér á fésbókinni. Þú varst tekinn alltof snemma frá okkur, en ég þakka óendanlega fyrir allar góðu minningarnar sem hafa yljað hjarta mínu síðustu daga og munu gera áfram um ókomna tíð. Þar til við hittumst á ný, hafðu það sem allra best í sumarlandinu. Þótt sólin nú skíni á grænni grundu, er hjarta mitt þungt sem blý. Því burt varst þú kölluð á örskammri stundu, í huganum hrannast upp sorgarský. Fyrir mér varst þú ímynd hins göfuga og góða, svo gestrisin, einlæg og hlý. En örlög þín ráðin – mig setur hljóða, við hittumst ei framar á ný. Megi algóður Guð þína sálu nú geyma, gæta að sorgmæddum, græða djúp sár. Þó komin sért yfir í aðra heima mun minning þín lifa um ókomin ár. (Sigríður Hörn Lárusdóttir) Berglind Svava Arngrímsdóttir. Du skal få en dag i mårå – á morgun bíður nýr dagur og blaðið autt og ótalmargir litir. Heldur hráslagalegan dag í októbermánuði árið 1997 stóð- um við Siggi fyrir framan kjall- aratröppur í hliðargötu í Frank- furt og biðum eftir hálfníræðri konu. Það valt á henni hvort veisla sem við höfðum boðið níutíu útgefendum frá fjölda landa til myndi lukkast eða fara í vaskinn. Boðið var í tilefni af sextíu ára afmæli Máls og menningar, en Siggi var þá orð- inn framkvæmdastjóri félags- ins, eftir að hafa byggt upp öfl- uga kennslubókadeild af miklum dug og framsýni. Hann var hugsjónamaður í þeirri út- gáfu og bjó að því að hafa verið frábær kennari, en útgáfan reyndist líka mikið gæfuspor fyrir félagið. Þarna vorum við hins vegar æði áhyggjufullir að pöntun okkar, hrópuð milli landa símleiðis í eyru konu sem heyrði mjög illa og talaði þýsku með þykkum pólskum hreim, hefði hugsanlega farist fyrir. En annað kom á daginn: Ma- múska, eins og sú gamla var kölluð, brást okkur ekki og veislan varð stórbrotin og ógleymanleg þeim sem hana sóttu – öðru fremur vegna Sigga. Hann naut sín sem veislustjóri og forsöngvari og gestir nutu eðliskosta hans: hlýju, vináttu og einstakrar nærveru. Um nóttina lyfti hann Mamúsku í dansi og hún hafði aldrei kynnst slíkum manni á sinni löngu ævi. Við vorum nán- ir samverkamenn í sautján ár, og hann var örlátur á sína kosti, en einn þeirra var líka að geta tekið alvarlegar umræður og erfiðar ákvarðanir í málum stærstu bókaútgáfu landsins. Milli okkar var sterkur þráður sem trosnaði um skeið á erf- iðum árum í rekstri Eddu og Máls og menningar á árunum upp úr 2003, en í framhaldi af þeim stofnaði Siggi sína eigin útgáfu í félagi við Guðrúnu Magnúsdóttur, Opnu, sem gaf út mörg öndvegisverk. Þar naut hann víðfeðms menningaráhuga síns og einstakrar smekkvísi í bókagerð. Við bárum gæfu til þess að taka þráðinn upp aftur árið 2010 þegar gefið var út kver mitt um Mamúsku, og Siggi kom með mér í sömu kjallarakrá til að kynna verkið og við héldum veislu, og eins og hann sagði sjálfur varð hún til þess að harðsoðnir þýskir blaðamenn, sem höfðu ætlað að líta inn í hálftíma, fóru klökkir út um miðja nótt, og kunnu allir að syngja norska lagið: „Du skal få en dag i mårå som rein og ubrukt står og med blanke ark og farjestifter tel“ (Alf Prøysen). Enn hef ég ekki hitt þann Norðmann sem kann að fara jafn fallega með þetta kvæði og Siggi. Nú eru aðeins örfáar vikur síðan við endurtókum leikinn í Frankfurt með mörgum af góð- um vinum Sigga, og hann var upp á sitt besta og hlýr og elskusamur á sinn einstaka hátt. Daginn eftir sendi hann mér skilaboð og sagði: okkur tókst þetta einu sinni enn, fé- lagi. Þannig var Siggi, það tókst allt einu sinni enn með honum, og nú verður það aldrei samt án hans. Íslensk bókaútgáfa, ís- lensk bókmenning er stórum fá- tækari fyrir vikið. Við Anna vottum Rúnu, Ernu og Svavari og þeirra fjölskyldum okkar dýpstu hluttekningu. Han skal få en dag i mårå. Halldór Guðmundsson. Sum stórvirki eiga sér sinn stað í bókahillu heimilisins og hvort sem ritið hverfur um lengri eða skemmri tíma minnir skarðið stöðugt á sig. Siggi Svavars var slíkt stór- virki. Við kynntumst fyrir al- vöru þegar við unnum saman að því að halda í fyrsta skipti viku bókarinnar í lok tíunda ára- tugarins. Meðal nýjunga var að við söfnuðum saman smásögum eftir níu þjóðþekkta höfunda í bók sem gefin var bókakaup- endum en lesendur áttu síðan að finna út úr því hver ætti hvaða sögu. Ári síðar fengum við glæpasagnahöfunda til að skrifa saman krimma en þá var þessi bókmenntagrein algjört jaðarfyrirbæri. Um haustið urðu íslenskar glæpasögur loks- ins gjaldgengar á jólabóka- markaðnum. Í baráttunni fyrir bókina naut Siggi sín, að vekja athygli á þessum gamla en síunga miðli – hvetja fólk til að lesa. Metn- aður hans fyrir bókinni birtist meðal annars í því að hann hafði forgöngu um það að Félag íslenskra bókaútgefenda lagði fram sérstaka bókmenningar- stefnu, sem hann átti allan heið- ur af, fyrir alþingiskosningar 2016. Kjarninn í hugmyndum Sigga rataði síðan inn í skýrslu starfshóps á vegum mennta- málaráðherra um bókmenn- ingarstefnu ári síðar. Siggi var örlátur á tíma sinn í þágu bókarinnar, rithöfundum, útgefendum og lesendum til heilla. En hann var líka örlátur á hrós og hvatningu; lét sér- staklega vita ef hann hefði hrif- ist af bók sem maður hafði gefið út, leit inn ef hann hafði komist í kynni við prentsmiðju sem bauð gott verð og þjónustu, nefndi bók sem hann hafði rek- ist á en passaði ekki fyrir hans útgáfu en gæti kannski hentað öðrum. Á samkomum útgefenda gekk hann á milli manna, klapp- aði kollegum á bakið, sagði stutta sögu, hló og skríkti, skrapp út í sígarettu; stundum söng hann „Du ska få en dag i mårå“. Þótt við hefðum ekki unnið undir sömu kennitölu nema í tæp fjögur ár leit ég aldrei á hann sem keppinaut heldur samverkamann á bókaakrinum. Um árabil sátum við saman á stjórnarfundum í Félagi ís- lenskra bókaútgefenda þar sem hann átti það til að halla sér að mér og hvísla einhverri mein- fyndinni athugasemd í eyra mér. Og hann var alstaðar ná- lægur í bókaheiminum, í sam- tölum manna á milli í brans- anum bar hann iðulega á góma. Svo var einnig föstudaginn örlagaríka. Ég var að ljúka fundi með sameiginlegum kunn- ingja okkar og talið barst vita- skuld að Sigga. Ég sagði að mér hefði fundist gaman að fylgjast með honum á bóka- messunni í Frankfurt skömmu áður. Hann hefði orðið að sleppa því að mæta í fyrra út af krankleika en nú hefði hann gengið glaðbeittur um ganga, hitt gamla vini í bókaútgerð- inni; Opna væri í góðum far- vegi, spennandi verkefni fram undan. Og þó að hann hefði að- allega verið að sýsla með stór- virki leyndi sér ekki hvað hann hlakkaði til að gefa út fallega ljóðabók eftir móðurbróður sinn, Hannes Pétursson, nú í nóvember. Síðan kvöddumst við og á meðan ég beið eftir lyft- unni barst mér hin mikla harmafregn um andlát míns góða vinar. Og nú vantar stórvirki í bókahilluna. Við Ragnheiður vottum Rúnu, börnum þeirra og fjöl- skyldum innilegustu samúð okkar. Pétur Már Ólafsson. Sigurður Svavarsson var ekki bara stór og stæðilegur maður heldur var hann líka stórvinur vina sinna, alltaf ráðhollur, glaðvær og hvetjandi. Við sáumst fyrst á gamla Framvell- inum við Skipholt, hann stór strax sem krakki en ég písl og næstum tveimur árum yngri að auki, og mér fannst ég hafa lítið að gera í návígi við slíkan kappa. Svo fylgdist maður með honum og vissi af honum, í handbolta og íslenskunámi í Háskólanum en svo lágu leiðir saman fyrir alvöru þegar hann fór að starfa við útgáfu hjá Máli og menningu þar sem mínar bækur komu út. Og það var ekkert svona viðskiptasamband heldur smullum við strax saman í náinn vinahóp ásamt mörgu skemmtilegu fólki í kringum út- gáfuna. Að auki vorum við Siggi báðir Framarar og ófáar voru ferðirnar saman á völlinn að horfa á okkar menn, eða sam- verurnar yfir alþjóðlegum kappleikjum, fyrir utan að við spiluðum saman innanhúss í nokkur ár ásamt góðum mönn- um, meðal annars gömlum fé- lögum úr ÍR. Að ekki sé talað um síðdegin og kvöldin yfir öli og endalausum sögum, og svo voru það margar ferðir til út- landa þar sem Siggi sópaði allt- af að sér athygli í félagsskap og sérstaklega naut hann sín á Norðurlöndum enda þekkti hann menningu og sögu allra landanna og kunni skandinav- ísku málin ekki bara hvert og eitt heldur gat brugðið fyrir sig ótal mállýskum innan þeirra. Það er skrýtið og gerir veröld- ina fátæklegri að eiga ekki von á að hitta Sigga oftar með ör- læti sitt og hlátur og alltumvefj- andi fas. Blessuð sé minning hans. Einar Kárason. Sigurður S. Svavarsson  Fleiri minningargreinar um Sigurð S. Svavarsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.