Morgunblaðið - 07.11.2018, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 07.11.2018, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 2018 ✝ SigurjónGunnarsson matreiðslumeistari fæddist í Hafnar- firði 11. febrúar 1944. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 25. október 2018. Foreldrar hans voru hjónin Gunn- ar Halldór Sigur- jónsson loftskeyta- maður, f. 29.11. 1909, d. 20.2. 1985, og Gertrud Sigurjónsson húsmóðir, f. 20.10. 1917, d. 14.8. 2006. Bræður Sigurjóns eru Þór Gunnarsson, f. 2.10. 1940, maki Ásdís Valdimar- sóttir, f. 12.5. 1942, og Ludwig Heinrich Gunnarsson, f. 10.9. 1945, maki Guðrún Jónsdóttir, f. 4.5. 1950. Sigurjón var kvæntur Þor- björgu Bernhard, f. 9.10. 1946, þau slitu samvistum. Þorbjörg og Sigurjón eignuðust tvö börn: 1) Svava Bernhard Sig- urjónsdóttir, f. 16.3. 1968, maki Vilhjálmur Vilhjálmsson, f. 27.11. 1965. Börn þeirra gagnfræðingur frá Flensborg- arskólanum vorið 1961. Síðar sótti hann um inngöngu í Hót- el- og veitingaskóla Íslands og útskrifaðist þaðan með sveins- réttindi í matreiðslu vorið 1966. Árið 1971 öðlaðist hann meistararéttindi í þeirri iðn. Lengs af starfaði Sigurjón í mötuneyti Landsbanka Ís- lands, Frímúrarahúsinu í Reykjavík og hjá Fram- kvæmda- og byggðastofnun Íslands. Um tíma rak hann veitingahúsið Listakaffi í List- húsinu við Laugardal. Hann lauk sínum starfsferli sem matreiðslumeistari á hjúkr- unarheimilinu Hlévangi. Sigurjón tók virkan þátt í íþrótta- og félagsstarfi. Um tíma sinnti hann formennsku við handknattleiksdeild Hauka og tók þátt í ýmsum verkefnum á þeirra vegum. Hann var virkur félagsmaður í golfklúbbi Keilis og árið 2010 tók hann að sér for- mennsku Golfklúbbsins í Sandgerði. Sigurjón stundaði íþróttir og aðrar tómstundir af eldmóði alla tíð, má þar helst nefna golf, skíði og stangveiði. Útför Sigurjóns fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 7. nóvember 2018, og hefst at- höfnin klukkan 13. eru: a) Sigurjón Friðbjörn, f. 1.9. 1988, maki Linda Hrönn, f. 23.9. 1988. Börn þeirra eru: Svava Bern- hard, f. 24.12. 2011, og Steinarr Karl, f. 27.8. 2013. b) Hinrik Steinar, f. 13.9. 1992, maki Halldóra Björg, f. 10.6. 1992. c) Þor- björg Bernhard, f. 1.5. 1995. d) Vilhjálmur Andri, f. 11.8. 2004. 2) Gunnar Halldór Sigurjónsson, f. 10.5. 1972, maki Guðrún Anna Pálsdóttir, f. 17.11. 1977. Barn þeirra er Kristín Björg, f. 12.11. 2012. Sigurjón ólst upp í Hafnar- firði fyrst á Garðavegi 4 en síðar á Álfaskeiði 57. Þor- björg og Sigurjón keyptu sína fyrstu íbúð í Bröttukinn 4 og eignuðust þar börnin Svövu og Gunnar. Síðar fluttu þau á Arnarhraun 48. Sigurjón var einnig búsettur í Sandgerði um tíma. Sigurjón útskrifaðist sem Sigurjón Gunnarsson, faðir minn, lést á Hrafnistu í Hafnar- firði 25. október síðastliðinn eft- ir harða baráttu við veikindi. Pabbi var einn af þeim sem þurfa alltaf að hafa eitthvað fyr- ir stafni. Íþróttir áttu hug hans allan og nutu íþróttafélög oft góðs af vinnusemi hans. Hjarta hans sló alltaf hraðast fyrir Haukana og var hann um tíma formaður handknattleiksdeildar Hauka auk þess að vinna fjöl- mörg sjálfboðastörf fyrir félag- ið. Þegar pabbi þurfti að sinna einhverju fyrir Haukana var ég oft með í för og urðu Haukarnir fljótt sameiginlegt áhugamál okkar. Minnisstæðustu stundir mín- ar með pabba voru þegar við fórum í stangveiði. Fjögur sum- ur í röð rákum við „fiskeldi“ í stórum steinsteyptum heitapotti í garðinum heima. Pabbi átti græna hitakassa með loki sem við tókum með okkur þegar við fórum að veiða í Kleifarvatni. Aflanum úr Kleifarvatni héldum við á lífi í kössunum og komum honum fyrir í heitapottinum þar til fiskarnir voru orðnir vel væn- ir, þá slepptum við þeim lausum í lækinn í Hafnarfirði. Þegar mest lét voru fiskarnir 72 í pott- inum og sást ekki til botns það sumarið. Þegar pabbi var 42 ára gam- all var hann nauðbeygður til þess að taka þátt í golfmóti Hauka í Hvammsvík. Á þessum tíma þótti pabba golfið ekki vera íþrótt. Hann ákvað því að taka mig og veiðistangirnar með og var búinn að skipuleggja að láta sig hverfa úr miðju móti til þess að fara með mér að veiða. Álit hans á golfinu breyttist við fyrsta högg. Eftir þetta átti golfið hug hans allan og fækkaði þá veiðitúrum okkar feðga en á móti kom að við fórum að spila golf. Annað sameiginlegt áhuga- mál okkar feðganna voru bílar. Það var sama hversu kraftmikla bíla pabbi keypti, alltaf þurfti hann að breyta bílunum sínum til þess að gera þá kraftmeiri. Pabbi gerði mikið af þessum breytingum sjálfur heima á Arnarhrauninu og var ég þá yfirleitt með honum til aðstoðar. Bílaáhuginn fylgdi pabba alla tíð. Lexusinn var síðasti bíllinn hans og var hann tjúnaður vel yfir 400 hestöfl. Síðustu mánuði pabba á Hrafnistu fórum við oft í bíltúr á bílasölur og eftir að hann hætti að geta farið út skoðuðum við bílablöð saman og ræddum það helsta sem var í gangi í bílaheiminum. Pabbi var mikill áhugamaður um flugelda og rak hann í mörg ár flugeldasölu fyrir Haukana ásamt öðrum sjálfboðaliðum. Hann smitaði mig og systur mína af flugeldabakteríunni og höfum við viðhaldið þeirri hefð að hafa mikið af flugeldum á gamlárskvöld. Síðasta gamlárs- kvöld rennur okkur seint úr minni. Þrátt fyrir að pabbi væri orðinn mjög veikur vildi hann koma og fá að vera með okkur systkinunum og barnabörnum. Þrátt fyrir þrekleysið fór hann nokkrar ferðir á flugeldasölurn- ar til þess að tryggja að „réttu“ sprengjurnar yrðu keyptar. Hann naut sín í botn þetta kvöld og tók ekki annað í mál en að fá að sitja á stól, vafinn í teppi, fyrir utan húsið hennar Svövu systur til þess að fylgjast með flugeldunum og finna púð- urlyktina. Hvíldu í friði elsku pabbi. Þinn Gunnar Halldór Vertu duglegur og sýndu styrk elsku litli drengur í öllu því sem þú tekur þér fyrir hendur. Þó þú sért smár eftir aldri þá getur þú allt sem þú ætlar þér ef þú ert vinnusamur og duglegur. Að vera í sveit fjarri fjölskyldu og vinum tekur á, en ef þú sinnir verkefnum þínum vel og ert samviskusam- ur getur þú stoltur horft til baka og glaðst yfir vel unnum verkum. Leyfðu þér að njóta þess að vera ungur og ævintýra- gjarn. Að leika með bræðrum sínum, vinum og frændum er bæði góð skemmtun og þrosk- andi. Vertu ávallt traustur vinur og félagi. Þú ert stolt okkar ungi maður. Þú hefur byggt þér yndislegt líf með konunni þinni og börnum og ert svo duglegur. Þú ræktar garðinn þinn vel og samviskusamlega. Fjölskyldan þín blómstrar og þú stendur þig frábærlega í því sem þú hefur valið að gera að þínu ævistarfi. Félagsstörf og alls konar áhuga- mál eiga hug þinn allan og þar stendur þú þig vel eins og ann- ars staðar. Styrkur þinn er mikill elsku miðaldra maður. Flest hefur gengið þér í haginn í lífinu en þó ekki allt. Þú hefur mætt þeim áskorunum sem þú hefur tekist á við af fádæma dugnaði og heiðarleika svo eftir er tekið. Flestir draumar þínir hafa ræst og þér hefur tekist að ná því allra besta út úr aðstæðum þínum. Þú hefur sýnt þroska og styrk og ert börnum þínum, ættingjum og vinum fyrirmynd á mörgum sviðum. Þú getur horft sáttur til baka og litið björtum augum til framtíðar. Elsku duglegi rúmlega sjö- tugi maður. Það eru engin orð nógu sterk til að lýsa því hvað við dáumst mikið að þér. Æðru- leysi þitt og dugnaður í aðstæð- um þínum eiga sér ekki tak- mörk. Að horfa á þig berjast daglega við erfið veikindi með gleði, húmor og ákveðni að leiðarljósi er ótrúlegt. Við vilj- um öll læra af þér og líkjast þér í lífinu. Þú hefur markað djúp spor í sálu okkar og ert ógleym- anlegur. Þú ert styrkur og æðruleysi, dugnaður og ákveðni allt í senn og við elskum þig af öllum lífs og sálar kröftum. Sofðu rótt elsku pabbi minn. Hvíldu í friði. Þú þarft ekki að berjast lengur. Þú hefur skilað okkur út í lífið búin öllum þeim verkfærum er þarf til að við verðum góðir og sterkir einstak- lingar. Við höfum notið leið- sagnar þinnar, ástar og dugn- aðar allt okkar líf og nú er komið að leiðarlokum. Missir er erfiður og fyrir pabbastelpu allt að því óbæri- legur. Ein meginstoð mín í líf- inu er ekki lengur til staðar fyr- ir mig. Hann er farinn, dáinn. En ég er dóttir pabba míns og ég mun ná áttum og sýna styrk, því það er eitt af ótalmörgu sem pabbi kenndi mér. Í hjarta mínu spyr ég samt í hljóði, er hægt að óska sér að einhver lifi að ei- lífu. Svava. Elskulegur tengdafaðir minn Sigurjón Gunnarsson er fallinn frá. Að eiga tengdaföður sem góðan vin er ekki sjálfgefið, en vinátta okkar var fölskvalaus og frá fyrsta degi byggð á trausti og virðingu. Sonni hafði sterkar skoðanir á mönnum og málefn- um og maður gat gengið að því vísu hvar maður hafði kappann. Hann lá ekki á skoðunum sínum og ef enginn var til að hlusta þá var bara skrifuð grein, nú eða hringt í útvarpið og þjóð gert kunnugt hvernig hlutirnir virka. Snyrtimennsku og stundvísi kynntist ég ekki af alvöru fyrr en ég hitti Sonna. Ef boðið var til veislu klukkan fjögur þá var minn maður mættur klukkan tvö, alltaf á nýbónuðum bíl, snyrtimennskan uppmáluð og í nýpússuðum skóm. Hann var hins vegar oft farinn þegar aðr- ir gestir komu, kannski var búið að bóka rástíma, nú eða hann þurfti að hitta félagana og taka spjallið við þá. Hjálpsemina vantaði ekki. Ef eitthvað bjátaði á var Sonni mættur. Nú vaknar maður ekki lengur á sunnudags- morgnum klukkan sjö við garð- slátt og ekki kemur maður heim úr vinnu og það er búið að mála glugga, spúla stéttina og gróð- ursetja blóm í garðinn. Því orð eins og dugnaður, hjálpsemi, snyrtimennska og heiðarleiki koma upp í hugann þegar mað- ur minnist Sonna. Ég veit þú er sáttur þegar ég segi við þig að gildi þín eru til staðar hjá börn- um þínum og barnabörnum. Þau voru þér mikils virði og minning þín mun lifa um ókomin ár Sonni minn. Takk fyrir sam- veruna og vináttuna. Þinn tengdasonur. Vilhjálmur Vilhjálmsson Við barnabörnin eigum marg- ar ótrúlega góðar minningar um hann afa okkar og því miður geta þær ekki orðið fleiri. Hann kom oft með bakkelsi um helgar og átti góða stund með okkur, kom okkur öllum í golfið, smit- aði okkur af sprengjuæðinu og sýndi því sem við tókum okkur fyrir hendur ávallt áhuga. Hann var stríðinn og uppá- tækjasamur með meiru eins og allir vita sem hann þekktu. Þeg- ar Sonni fermdist gaf hann hon- um páskaegg að gjöf, sem allt í einu hringdi, og inni í því leynd- ist sími. Þegar allir fylgdust með litadýrðinni á gamlárskvöld henti hann kínverjabelti við fæt- ur okkar og hló dátt þegar allir hrukku við. Hvort hann missti tærnar vegna krókódíls, hákarls eða sláttuvélar er okkur enn óljóst enda breyttist sagan í hvert skipti. Það var aldrei dautt augnablik þegar hann afi okkar átti í hlut. Í minningunni var hann alltaf stundvís, kannski einum of. Sumarbústaðarferðin til Hellu er gott dæmi um það. Hann ætl- aði mögulega að kíkja á laug- ardeginum og taka einn golf- hring með okkur en um klukkan sex um morguninn rumskar mamma við að bíll er í hlaðinu og þar situr hann afi okkar og bíður eftir að einhver vakni. Sá golfhringur var tekinn snemma. Þær voru ófáar bústaðaferðirn- ar sem við fórum með honum og þar hófst dagurinn snemma á veglegum morgunverði eins og honum einum var lagið. Margt var brallað og í minningunni var alltaf gott veður. Við minnumst afa sem dugn- aðarforks sem tamdi sér góða siði eins og stundvísi, gleði, vinnusemi og heiðarleika. Að ganga í verkin jafnóðum og klára þau og koma vel fyrir. Þetta eru gildi sem hann reyndi eftir bestu getu að kenna okkur. „Hysja upp um sig buxurnar og gyrða bolinn“ er setning sem við höfum heyrt ósjaldan. Við höfum öll reynt að temja okkur þessi gildi í lífi og starfi og hugsum til þín með söknuði í brjósti. Hvíldu í friði, elsku besti afi okkar. Við elskum þig. Sigurjón Friðbjörn Björnsson, Hinrik Stein- arr Vilhjálmsson, Þor- björg Bernhard Vilhjálmsdóttir, Vilhjálmur Andri Vilhjálmsson. Sigurjón bróðir minn er lát- inn. Hann var alltaf kallaður Sonni og var annar í röð okkar þriggja bræðra. Barnæskunni eyddum við á Garðavegi í Hafnarfirði en á unglingsárun- um fluttum við á Álfaskeiðið í hús sem faðir okkar byggði. Ungur lærði Sonni að verða matreiðslumaður og vann víða en þó lengst hjá Fram- kvæmdastofnun og Lands- bankanum. Seinna opnaði hann sinn eigin veitingastað í List- húsinu í Laugardal. Hann var einstaklega góður kokkur og óeigingjarn á tíma sinn ef ein- hver í fjölskyldunni þurfti á að- stoð hans við veislur að halda. Alltaf boðinn og búinn og hafði lítið fyrir því að skella í góða veislu. Það var alltaf líf og fjör í kringum Sonna og hann lá ekki á skoðunum sínum. Hann var fullur af orku og miklum krafti. Fengi hann hugmynd var hún framkvæmd. Sonni var mikill stuðningsmaður Hauka og spilaði handbolta með þeim á sínum yngri árum. Hann átti mörg áhugamál í gegnum tíð- ina, stundaði laxveiði og var lunkinn við að ná í laxinn. Á veturna fór hann á skíði ef opið var í Bláfjöllum og svo átti golfið hug hans allan. Sonni var sérstaklega duglegur í golfinu og náði hann m.a. að fara holu í höggi í einni golf- ferðinni. Hann var líka mikill bíladellukall og því meiri kraft- ur því betri var bíllinn. Allir sem þekktu Sonna fylgdust með ævintýrinu þegar hann eignaðist Eagle-inn og varð að setja í hann forþjöppu svo krafturinn yrði nægur. Lífið breyttist mikið hjá bróður mínum er hann greind- ist með Parkinson-sjúkdóminn. Hann gat ekki lengur farið eins hratt um og fljótlega átti hann erfitt með að stunda golf- ið. Hann beindi þá orkunni í aðrar áttir og orti m.a. ljóð sem hann gaf út sjálfur. En alltaf hafði hann skoðanir á mönnum og málefnum og elsk- aði að taka þátt í lífinu. Minning um góðan bróður og góðan dreng lifir í hjörtum okkar. Elsku Svava, Gunni og fjöl- skyldur, við Ásdís vottum ykk- ur okkar dýpstu samúð. Þór Gunnarsson. Sigurjón, vinur minn, er all- ur eftir langa og stranga bar- áttu við Parkinson-sjúkdóminn. Vinátta okkar á sér langa sögu, en hún hófst fyrir alvöru á unglingsárunum. Þá þegar vorum við báðir Hauka-strákar og síðar bættust við mikil sam- skipti í vinnunni. Sonni, eins og hann var jafnan kallaður, var fljótt ákveðinn í því að verða kokkur og dró mig með sér í þá atvinnugrein. Við hófum störf í Glaumbæ sem þótti fínn veitingastaður í þá daga og margt var brallað. Á þessum tíma lést móðir mín eftir stutt veikindi og þá var Gertrud, móðir Sonna, betri en enginn. Eftir útskrift úr kokkanám- inu fór Sonni á sjóinn, en síðan starfaði hann á ýmsum stöðum, þar á meðal á Hótel Holti, í Landsbankanum, hjá Fram- kvæmdastofnun og síðast á Sjúkrahúsinu í Keflavík. Auk þess stofnaði hann og rak um tíma veitingastað í Listhúsinu í Laugardal. Við félagarnir áttum mikið saman að sælda um langt ára- bil. Við giftum okkur á svip- uðum tíma, leigðum í Kinnun- um í Hafnarfirði og eignuðumst okkar fyrstu börn með mán- aðar millibili. Við ferðuðumst saman, innanlands og utan, og nokkrum sinnum fórum við til laxveiða vestur á Mýrum. Þar veiddi Sonni 22 punda lax sem reyndist vera sá stærsti það sumarið. Honum var margt annað til lista lagt. Til dæmis hafði hann græna fingur, eins og garður- inn þeirra Þorbjargar á Álfa- skeiði bar glöggt merki. Og áhugamálin voru fjölbreytt. Síðustu árin átti golfið hug hans og ekki má gleyma öllum fínu bílunum. Mér finnst ekki mjög langt síðan Sonni kom til mín á litla svarta sportbílnum, snyrtipinninn sjálfur, klæddur Ulster-frakka og sagði: „Tóti, nú förum við á kaffihús.“ Nú er stríðinu lokið og hvíld- in eflaust vel þegin. Ég þakka góða og trausta vináttu í ár- anna rás og við Edda vottum aðstandendum Sonna okkar dýpstu samúð. Þórður Sigurðsson. Kveðja frá Knattspyrnu- félaginu Haukum Góður félagi og vinur er nú genginn á vit feðra sinna eftir erfið veikindi. Sigurjón, Sonni, gekk ungur til liðs við Hauka. Eftir langan þyrnirósarsvefn er félagið að vakna aftur til lífsins á árunum eftir 1955 undir handarjaðri Guðsveins Þorbjörnssonar og fleiri og er Sonni í hópi þeirra pilta sem áttu eftir að láta að sér kveða næstu áratugina í uppbyggingu og eflingu félags- ins. Hann valdist snemma til forystu í handknattleiksdeild félagsins – formaður 1978-1979, varaformaður 1983-1987 og sit- ur í aðalstjórn félagsins 1983- 1987. Á þessum árum er upp- gangur og gróska í félaginu, lokið er uppbyggingu Hauka- hússins og margir titlar koma í hús. Þá eins og nú var fjáröflun eitt helsta viðfangsefni stjórn- armanna. Að frumkvæði Sonna var farið í óvenjulega fjáröflun sem heppnaðist vel – maraþon- handbolti var leikinn í alls 48 klst. og 20 mínútur og heims- met slegið sem enn stendur að sögn kunnugra. Í fersku minni er einnig úrslitaleikur í bik- arkeppninni gegn KR 1980 í Laugardalshöll. Sonni rak þá veitingastað í Laugardalnum og bauð stuðningsmönnum Hauka í upphitun fyrir leikinn. Talið er að allt að 400 manns hafi lagt leið sína til Sonna þennan dag og þegið veitingar. Haukar urðu bikarmeistarar í handknattleik í fyrsta sinn þennan dag. Nú á kveðjustund þakkar fé- lagið langa samfylgd og góð störf í þess þágu. Fjölskyldu Sigurjóns eru sendar innilegar samúðarkveðjur. Megi minning um góðan dreng lifa. F.h. aðalstjórnar Hauka, Bjarni Hafsteinn Geirsson Sigurjón Gunnarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.