Morgunblaðið - 07.11.2018, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 07.11.2018, Blaðsíða 27
handritshöfundur, hljóðmaður og framleiðandi. Hann framleiddi m.a. mynd um HAM og aðra um Erró og gerði í samvinnu við Þorgeir Guð- mundsson tveggja þátta seríu um rokkbæinn Keflavík. „En það er miklu auðveldara að hóa saman í hljómsveit heldur en gera bíómynd.“ Óttarr sat í stjórn Besta flokksins í Reykjavík 2010-2014, var í borgar- stjórn Reykjavíkur og borgarráði 2010-2013. Hann sat í stjórn Sam- bands íslenskra sveitarfélaga 2010- 2013 og var fulltrúi á sveitarstjórnar- vettvangi EFTA 2010-2013. Síðan tók við Björt framtíð og sat Óttarr í stjórn hennar frá 2012 og var for- maður 2015-2017. Hann var alþingis- maður 2013-2017 og heilbrigðis- ráðherra 2017. „Ég var plataður í pólitíkina af Jóni Gnarr, æskuvini mínum, og hún bara gleypti mig hratt og örugglega og skilaði mér ekki aftur fyrr en um síð- ustu áramót. Pólitíkin er mjög mikil- vægur vettvangur en líka skemmti- legur. Að fara á kaf í ákveðin verkefni var mjög gaman fyrir nörd eins og mig en svo er pólitíska rifrildið nokk- uð sem ég átti aðeins erfiðara með og var mjög lýjandi til lengdar.“ Núna er Óttarr verslunarstjóri í Bóksölu stúdenta. „Maður er kominn aftur í bækurnar og búinn að fá stór- an hluta af sólarhringnum aftur til baka. Ég vinn í skemmtilegum bransa á mjög góðum vinnustað og get komist í ný tónlistarverkefni með- fram vinnu, sem var erfitt þegar mað- ur var ráðherra.“ Fjölskylda Sambýliskona Óttars er Svanborg Þórdís Sigurðardóttir, f. 5.2. 1967, bóksali. Foreldrar hennar eru hjónin Sigurður Guðni Sigurðsson, f. 31.5. 1936, skrifstofumaður, bús. í Reykja- vík, og Elfa Ólafsdóttir, f. 23.1. 1938, d. 3.9. 2011, skrifstofumaður og bók- ari í Reykjavík. Systkini Óttars eru Jón Sverrir Proppé, f. 20.2. 1962, listheimspek- ingur í Reykjavík, en kona hans er Guðrún Björk Kristjánsdóttir ís- lenskufræðingur, og dóttir Jóns er Ólöf Andra, og Ragnheiður Hulda Proppé, f. 23.1. 1971, mannfræðingur í Reykjavík, og synir hennar eru Ævar og Krummi. Foreldrar Óttars eru hjónin Ólafur J. Proppé, f. 9.1. 1942, fyrrverandi rektor Kennaraháskóla Íslands, og Pétrún Pétursdóttir, f. 26.8. 1942, fyrrverandi forstöðumaður Hafnar- borgar, menningar- og listamið- stöðvar. Þau eru búsett í Garðabæ. Óttarr Proppé Ragnheiður Guðmundsdóttir úsfreyja á Neðri-Brunná og í Hafnarfirði Elías Guðmundsson bóndi á Neðri-Brunná í Saurbæ, Dal. og sjómaður í Hafnarfirði Pétur Árnason skipstjóri í Rvík Guðbjörg Loftsdóttir húsfreyja í Hlíð Árni Ólafsson bóndi í Hlíð í Þorskafirði Pétrún Pétursdóttir fv. forstöðumaður Hafnarborgar, fósturfaðir hennar var Jón Björnsson vélstjóri Elsa Jóns- dóttir land- fræð- ngur Thelma Aðal- steins- dóttir fim- leika- drottn- ing i Aðal- steinn Finnboga- son raf- hönnuður í Kópavogi h Jón Finnboga- son bankamaður og varabæjar- fulltr. í Kópavogi Ólafur Árnason tjónamatsmaður hjá Sjóvá Benney Ólafsdóttir kennari Jóhann Hjörleifsson trommuleikari Sálarinnar Ólafur Hjörleifsson lögfræðingur í samgöngu- og sveitarstjórnarráðun. Þuríður Kristjánsdóttir flugfreyja Viðar Víkingsson kvikmyndagerðarmaður Kristján Franklín Magnús leikari Ingibjörg Árnadóttir húsfreyja í Rvík Andrea Gísladóttir húsfr. og saumakona í Rvík Ólafur Guðmundsson kennari í Rvík óhanna Sigríður Guðmunds- dóttir húsfr. í Noregi JAndrea Gylfadóttir söngkona skar Gíslason gullsmiður í RvíkÓEdda Óskarsdóttir myndlistarmaður lafía Gísladóttir húsfr. í KópavogiÓBjörg Atla myndlistarmaður Friðbjörg Friðleifsdóttir húsfreyja í Rvík Hrafnhildur Proppé húsfr. í Garðabæ Hulda Dögg Proppé kennari og söngkona Gísli Jóhannesson trésmiður í Rvík Guðrún Hulda Proppé húsfr. í Rvík og Garðabæ Óttarr Proppé forstjóri í Reykjavík Áslaug Hall Proppé húsfr. á Þingeyri og í Rvík Carl Proppé erslunar- stjóri á Þingeyri v Carla Hanna roppé úsfr. í Rvík P h Hugo Lárus órisson álfræð- ingur Þ s Hróar Hugosson mann- auðsstjóri hjá Matís Ólafur J. Proppé forstj. á Þingeyri og í Rvík og alþm. Úr frændgarði Óttars Proppé Ólafur J. Proppé fv. rektor KHÍ Maríanna Elíasdóttir húsfreyja í Hafnarfirði Hrafnkell Á. Proppé svæðisskipulagsstjóri á höfuðborgarsvæðinu Kolbeinn Óttarsson Proppé alþm. Óttar Proppé ritstjóri Þjóðviljans og bæjarstj. á Siglufirði ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 2018 90 ára Steinunn Jóna Bárðardóttir 85 ára Gunnar Albertsson Hjörtur Valdimarsson Pálína Pálsdóttir Sigurður P. Sigurjónsson 80 ára Karl Eiríksson 75 ára Hallgrímur G. Friðfinnsson Úlfar Sveinn Sveinsson 70 ára Jón S. Ingimundarson Júlíus Árnason Kristín Bragadóttir Ragnheiður Njálsdóttir Tómas Gíslason 60 ára Arnór Þórir Sigfússon Auður Leifsdóttir Bogumila Maria Podymska Gréta Kjartansdóttir Guðmundur Kjartansson Hafsteinn Þorgeirsson Hjörtur Már Benediktsson Jón Ingi Björnsson Krystyna Paciejewska Pétur Magnússon Sigríður Finsen Sigríður Kristmanns Sigurlín Óskarsdóttir Snorri Eiríksson Sylwester Wirkijowski Þóra Ólafía Eyjólfsdóttir Þórir Karl Jónasson 50 ára Ásdís Guðmundsdóttir Elín Helga Hauksdóttir Elísabet A. Ingimundard. Freyja Theódórsdóttir Igors Seremets Jakob Björnsson Luciana Daniela Roman Óttarr Ólafur Proppé Ragnar Björn Jósepsson Rannveig Ármannsdóttir Róbert Ásgeirsson Sigríður Lína Gröndal Þuríður Geirsdóttir 40 ára Aðalheiður Reynisdóttir Anna Wioletta Matusiewicz Berit G. Kristjánsdóttir Carmen Lena Ribas Desislava I. Nikolova Elín Ólafsdóttir Eva Rún Þorgeirsdóttir Garðar Ómarsson Geir Ólafur Sveinsson Gunnar Magnús Sch. Thor- steinsson Kári Þórðarson Kjartan Reynir Hauksson Linda Ósk Axelsdóttir Sigfús Valgeir Ómarsson Srichon Raknarong Sverrir Einarsson Vigdís Birna Rósmundsd. 30 ára Alma Ósk Melsteð Auður Ómarsdóttir Birgir Ágúst Björnsson Davíð Gunnlaugsson Guðfinna Ósk Magnúsdóttir Hera Björk Mordal Jakob Daníel Magnússon Kristín Jónsdóttir Marius Rutkauskas Nikolaj Skov Pedersen Óttar Steingrímsson Rafal Witkowski Szymon Karol Landowski Theodóra Rún Baldursd. Vilborg Harðardóttir Þorleifur Hjalti Alfreðsson Til hamingju með daginn 40 ára Gunnar er Reykvík- ingur, með MS í fjármálum fyrirtækja og er sérfræð- ingur hjá Íslandsbanka. Maki: Anna María Guðna- dóttir, f. 1979, hjúkrunarfr. á Heilsugæslu höfuðb. Börn: Gunnar Magnús, f. 2003, Emilía Anna, f. 2005, og Guðný Lára, f. 2012. Foreldrar: Gunnar Sch. Thorsteinsson, f. 1945, og Áslaug Björnsdóttir, f. 1948, bús. í Reykjavík. Gunnar Magnús Sch. Thorsteins. 30 ára Alma er fædd á Ísafirði, en ólst að mestu leyti upp í Reykjavík og býr þar. Hún er tölvunar- fræðingur í tækniþjónustu Íslandsbanka. Systir: Birta Sif, f. 1985, og stjúpsystir er Sandra Matthíasdóttir, f. 1989. Foreldrar: Gunnlaugur Melsteð, f. 1965, búfræð- ingur, og Dagbjört Óskars- dóttir, f. 1965, blóma- skreytir, stjúpmóðir er Hlín Guðjónsdóttir, f. 1963. Alma Ósk Melsteð 40 ára Elín er frá Akranesi en býr í Reykjavík. Hún er félagsfr. með MS í við- skiptafr. og hönnun og er forstöðum. hjá Flügger. Maki: Hlynur Heimisson, f. 1978, framhaldsskólakenn- ari í Fjölbrautask. Suðurn. Börn: Guðrún Eydís, f. 2000, Hekla Rakel, f. 2004, og Heiður Kristín, f. 2010. Foreldrar: Ólafur Ingimar Jónsson, f. 1957, og Ólína Sigþóra Björnsdóttir, f. 1959. Elín Ólafsdóttir FOSSBERG IÐN A Ð A R V Ö R U R O G V E R K F Æ R I Dugguvogi 6 - 104 Reykjavík - Sími 575 7600 - www.fossberg.is Eitt besta úrval landsins af vönduðum vetrarvettlingum Amaranta Ú. Armesto Jimenez hef- ur varið doktorsritgerð sína í líf- og læknavísindum við Háskóla Íslands. Ritgerðin ber heitið Hlutverk erfða- breytileika í stjórnsvæði MUC5B gens- ins og áhrif hans á lungnatrefjun (Dis- secting the regulatory role for a MUC5B polymorphism involved in Idiopathic Pulmonary Fibrosis). Um- sjónarkennari og leiðbeinandi var Magnús Karl Magnússon, prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands. Lungnatrefjun af óþekktum upp- runa (IPF) er alvarlegur og ólæknandi sjúkdómur. Lifun eftir greiningu er um 3-5 ár og eina læknandi meðferðin er lungnaígræðsla, sem ekki allir þola. IPF greinist oftast seint í sjúkdóms- ferlinu þannig að líkur á læknandi meðferð eru minni. Því er afar mikil- vægt að uppgötva nýja áhættuþætti sjúkdómsins sem hægt er að nota til greiningar fyrr í ferlinu. Nýleg erfða- mengis-tengslagreining á IPF- sjúklingum leiddi í ljós að einbasa- breytileiki (G-T) (rs35705950) í stýri- svæði MUC5B gensins var til staðar í 45% IPF-sjúklinga samanborið við 11% heilbrigðra. Fram til þessa hefur ekki verið ljóst hvernig þessi einbasa- breytileiki hefur áhrif á lungna- þekju. Í þessu verkefni eru sam- eindalíffræðilegar afleiðingar stökk- breytingarinnar á stjórn MUC5B í þekjufrumum lungna útskýrðar. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna fram á aukna tjáningu í viðurvist T- einbasabreytileikans. Þessi tjáning- araukning virðist drifin af tveimur at- burðum; CpG metyleringar-eyja eyði- leggst og nýr bindistaður myndast fyrir hvetjandi umritunarþáttinn C/ EBPß. Ennfremur sýnum við gögn sem tengja T-erfðabreytileika MUC5B við lykilþætti frumuálags, svo sem minnk- aða frumufjölgun, aukna tjáningu á umritunarþættinum C/EBPß og auk- inn fjölda hvatbera. Þetta verkefni hefur varpað nýju ljósi á einbasa- breytileika í IPF og tengt oftjáningu á MUC5B við sjúkdóminn með beinum hætti. Þessar niðurstöður tengja MUC5B þannig beint við IPF og leggja grunn að nýrri sýn á það hvernig þessi einbasabreytileiki tengist tilurð IPF. Amaranta Úrsula Armesto Jiménez er fædd 1989 í Marchena, Sevilla á Spáni. Hún lauk BSc-gráðu í líftækni við Pablo de Olavidade University (UPO) í Sevilla 2012. Ári síðar lauk hún meistaragráðu í þýðingarrannsóknum í lífeindafræði við Háskólann í Cordoba. Amaranta hóf doktorsnám við Háskóla Íslands 2014 og vann að doktorsverkefni sínu við Lífvísindasetur. Amaranta er núna nýdoktor við Smurfit-stofnunina í Trinity College í Dublin. Doktor Amaranta Armesto Jiménez

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.