Morgunblaðið - 10.11.2018, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.11.2018, Blaðsíða 1
Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Ný könnun sem Samtök atvinnulífsins hafa gert meðal aðildarfyrirtækja sinna gefur til kynna að þau hafi á síðustu 90 dögum sagt upp 3.100 manns. Þannig svöruðu 600 fyrirtæki könnuninni og þar kemur fram að á fyrrgreindu tímabili hafi fyrirtækin sagt upp 900 starfsmönnum síðasta mánuðinn og 1.100 manns síðustu 90 daga. Séu niðurstöðurnar yfirfærðar á öll aðildarfyrirtækin má gera ráð fyrir að uppsagnirnar hafi verið 2.600 síðasta mánuðinn og 3.100 síðustu þrjá mánuði. Í könnuninni var einnig spurt hversu umfangs- miklar uppsagnir væru í kortunum á komandi 90 skrattann á vegginn. Það er of snemmt að full- yrða hvað er þarna nákvæmlega á ferðinni. Það hefur verið mikil eftirspurn eftir fólki í flestum atvinnugreinum síðustu misseri og metinnflutn- ingur vinnuafls. Þó verð ég að segja að sú mynd sem þarna birtist okkur er nokkuð áhyggjuefni,“ segir Halldór. Hann segir mikilvægt að draga ekki of miklar ályktanir af niðurstöðum könnunarinnar. „Hvort fram undan séu stórar uppsagnahrinur vil ég ekki segja. Sú þróun sem birtist okkur er eitthvað sem enginn vill sjá, hvorki atvinnurekendur né verka- lýðshreyfingin.“ dögum og var myndin áþekk. Þannig kom fram í svörum fyrirtækjanna sem svöruðu að þau gerðu ráð fyrir að segja upp 360 starfsmönnum næsta mánuðinn og að á næstu 90 dögum yrðu uppsagn- irnar 1.000 talsins. Séu niðurstöðurnar yfirfærðar á öll aðildarfyrirtækin má gera ráð fyrir að 2.800 manns muni missa vinnuna á næstu þremur mán- uðum. Niðurstöðurnar eru áhyggjuefni Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmda- stjóri SA, segir áleitnar spurningar kvikna þegar maður skoðar þessa könnun. Erum við hugsan- lega að byrja að sjá viðsnúning í spurn eftir vinnuafli? „Ég vil alls ekki að við förum að mála Uppsagnir í kortunum Morgunblaðið/Eggert  Aðildarfyrirtæki SA búa sig undir þúsundir uppsagna á næstu þremur mán- uðum  Framkvæmdastjóri SA telur líklegt að spurn eftir vinnuafli minnki MMun fleiri uppsagnir »22 Léttir aðopinberasannleik Óbragðaldarinnar 11. NÓVEMBER 2018SUNNUDAGUR Arkitektinnsem fluttiÍtalíu heima lagði Fatounneh á flóttar ákveðið varð gefa hana ínaband meðdri manni 18 Pálmar Ólason hafðimikil áhrif á söng-menningu Íslands 20 14 ár Sa þega a hjó el Gamall karl?Nei, takk! Hvers vegna varðmarkahrókurinnDenis Lawmiður sín þegarhann skoraðisigurmark áOld Traffordvorið 1974?12 L A U G A R D A G U R 1 0. N Ó V E M B E R 2 0 1 8 Stofnað 1913  265. tölublað  106. árgangur  ÞJÓÐMINJA- SAFNIÐ VERÐI SÝNILEGRA VANDAÐ OG ÁHRIFAMIKIÐ LJÓÐASAFN bbbbb 49ÞJÓÐMINJAVÖRÐUR 12  „Ég var fjórtán ára og bara barn. Ég vildi ekki giftast þessum gamla karli enda hefur engin 14 ára stelpa með réttu ráði áhuga á að ganga í hjónaband. Hvað þá með ein- hverjum karli í Noregi.“ Þetta segir Fatou Sanneh, átján ára gömul stúlka frá Gambíu, sem nú býr á Ítalíu, í samtali við Sunnu- dagsblað Morgunblaðsins. Eftir að móðir Sanneh samþykkti ráðahaginn lagði stúlkan á flótta og er þakklát fyrir að vera á lífi því það er ekki sjálfgefið þegar fólk er á flótta í Afríku. Sérstaklega ekki eftir að komið er til Líbýu. Alls var Sanneh á flótta í 18 mánuði. Vildi ekki giftast gömlum karli í Noregi Morgunblaðið/Guðrún Hálfdánardóttir Lífsreynd Fatou Sanneh þurfti að flýja heimaland sitt 14 ára gömul.  Búið er að brjóta og fjar- lægja dropsteina og dropstrá úr öllum þekktustu og aðgengileg- ustu hraun- hellum landsins, að sögn Árna B. Stefánssonar, augnlæknis og hellakönnuðar. Dropsteinsmyndanir eru við- kvæmustu minjar íslenskrar nátt- úru og þarfnast verndar. Nýlega var dropsteinn seldur á nytjamark- aði á 200 krónur. »18 Dropsteinn til sölu Dropsteinn Fékkst á nytjamarkaði. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Miðað við þróun heimsmarkaðs- verðs á olíu og gengisþróun ætti að vera svigrúm til að lækka útsöluverð á bensíni um 10-11 krónur. Þetta kemur fram í útreikningum Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) fyrir Morgunblaðið. Runólfur Ólafsson, framkvæmda- stjóri FÍB, segir útsöluverðið lítið hafa breyst í mánuð. Það sé greini- legt að ekkert olíufélaganna nýti tækifærið til að lækka verðið. Þvert á móti dansi þau á sömu línu. Það vitni um fákeppni á markaði. Algengt útsöluverð á bensínlítra var um 231 króna í gær. Dregur úr verðbólguþrýstingi Jón Bjarki Bentsson, aðal- hagfræðingur Íslandsbanka, segir lækkun olíuverðs geta dregið úr verðbólguþrýstingi á Íslandi. Hag- stofan muni í næstu viku taka olíu- verðið inn í verðbólgumælingu sína. Spurður hvort þetta og hægari hækkun fasteignaverðs geti vegið þungt í verðbólgumælingum segir hann veikingu krónu vega þyngra. Áhrifin af veikingunni eigi eftir að koma fram í verðlagi. Krónan hafi enda veikst um 10% í haust. »10 Morgunblaðið/Kristinn Eldsneyti Olíufatið er að lækka. Svigrúm til lægra olíuverðs  FÍB vísar til lægra heimsmarkaðsverðs  Vegna for- gangsréttar- ákvæðis í samn- ingum við Icelandair gætu félagsmenn í Félagi íslenskra atvinnuflug- manna (FÍA) átt forgang á flug í flugvélum WOW air. Með því yrðu flugmenn lággjaldaflugfélagsins á sama kjarasamningi og flugmenn Icelandair. Flugmenn WOW air eru nú í sérstöku stéttarfélagi. Bogi Nils Bogason, starfandi forstjóri Icelandair Group, kveðst aðspurður ekki getað tjáð sig um kjaramál. Sem kunnugt er stend- ur til að sameina félögin. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er vandséð hvernig yfir- taka Icelandair Group á WOW air á að geta gengið upp ef flugmenn lággjaldafélagsins eiga að njóta sömu starfskjara og flugmenn Icelandair. Nýtingin á flug- mönnum WOW air hafi verið tölu- vert betri. Það leiði af samningi FÍA við Icelandair að hann hefði aftrað Icelandair Group frá því að stofna lággjaldafélag með öðrum launa- kjörum en móðurfélagið. »22 Gætu átt forgang á flugvélar WOW air 2.600 starfsmönnum sagt upp síðustu 30 daga hjá fyrirtækjum innan SA 3.100 starfsmönnum sagt upp síðustu 90 daga hjá fyrirtækjum innan SA 2.800 starfsmenn sem fyrirtæki áforma að segja upp á næstu 90 dögum UPPSAGNIR HJÁ FYRIRTÆKJUM »

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.