Morgunblaðið - 10.11.2018, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 10.11.2018, Blaðsíða 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2018 ✝ GuðbrandurGrétar Hannes- son fæddist að Hækingsdal í Kjós 28. september 1936. Hann lést 25. október 2018. Guðbrandur var sonur hjónanna Guðrúnar Sígríðar Elísdóttur hús- freyju, f. 1901, d. 1944, og Hannesar Guðbrandssonar bónda í Hæk- ingsdal, f. 1897, d. 1987. Guð- brandur missti móður sína ung- ur en ólst upp á heimili föður síns og systkina. Þau voru Haukur, f. 1921, d. 2013, móðir Hauks var Guðrún Gísladóttir, sem lést 1923. Gunnar Þórir, f. 1929, d. 2012, Birgir, f. 1930, d. 2014, Guðfinna, f. 1932, Guð- björg, f. 1933, Helga, f. 1934, og Elís, f. 1942, d. 1988. Guðbrandur kvæntist Önnu- bellu Harðardóttur árið 1961, f. 10. ágúst 1943, d. 9. júlí 2014. Foreldrar hennar eru Ása Hjálmarsdóttir, f. 1924, og Col- lett Lee Keefer, f. 1923, d. 1944. Uppeldisforeldrar hennar voru Hörður Hjálmarsson og Aðal- björg Jónsdóttir að Hofi á Kjal- f. 1974. 7) Anna Sigríður, f. 1980, maki Sigursteinn Sigurðs- son, f. 1982. Synir þeirra eru Grétar Páll og Dagur Sigurður. Frá blautu barnsbeini vann Guðbrandur ýmis sveitastörf heima fyrir og réðst í vinnu- mennsku að Reynivöllum ungur að árum og síðar að Hvamms- vík. Þannig starfaði hann nær allan sinn starfsaldur sem bóndi, auk ýmissa verkamannastarfa. Hann gegndi fjölmörgum trún- aðarstörfum. Hann sat í stjórn Ungmennafélagsins Drengs og gegndi þar formennsku, stjórn Búnaðarfélags Kjósarhrepps, stjórn Veiðifélags Kjósarhrepps í yfir fjörutíu ár, meðal annars sem formaður. Þá var hann for- maður Héraðsnefndar Kjósar- sýslu, formaður félags sauð- fjárbænda í Gullbringu- og Kjósarsýslu og sat í sveitar- stjórn Kjósarhrepps í tólf ár, þar af sem oddviti í átta. Síðast starfaði hann í sóknarnefnd Reynivallakirkju, þar á meðal sem sóknarnefndarformaður og meðhjálpari allt til ársins 2015. Guðbrandur var einn af stofn- endum samtakanna Sól í Hval- firði sem börðust fyrir nátt- úruvernd á svæðinu. Þá var Guðbrandur ávallt virkur í fé- lagsmálum og söng í hinum ýmsu kórum, t.d. Karlakór Kjal- nesinga og Karlakórnum Stefni. Guðbrandur verður jarðsung- inn frá Reynivallakirkju í dag, 10. nóvember 2018, klukkan 14. arnesi. Guðbrandur og Annabella sett- ust að í Hækingsdal og tóku við búi Hannesar árið 1962. Þau eign- uðust sjö börn. Þau eru 1) Hörður, f. 1961, maki María Benónýsdóttir, f. 1958. Börn þeirra eru a) Benný, maki Kári Steinsson. Börn þeirra eru Aþena Ýr, Hörður, Annabella og Benedikt. b) Einar Hannes, maki Ásdís Hafliðadóttir. Börn þeirra eru Andri Fannar, Arna María og Einar Orri. c) Benóný, unnusta hans er Sigrún Ösp Sigurjóns- dóttir. Börn Andrea Edda og Sigurjón Karl. d) Annabella (lát- in 1994). e) Nökkvi, unnusta hans er Kamilla Tryggvadóttir. 2) Kolbrún, f. 1963, maki Jón Jens Kristjánsson, f. 1963. Synir þeirra eru Bjartmar og Guð- brandur Grétar. Unnusta Guð- brands er Brynja Guðjónsdóttir. 3) Hannes, f. 1964. 4) Bragi, f. 1965. 5) Helgi Aðalsteinn, f. 1967, maki Dóra Sigrún Gunn- arsdóttir, f. 1982. Dóttir þeirra er Una Bella. 6) Ása Aðalbjörg, Í dag leggjum við til sinnar hinstu hvílu elskulegan föður minn sem lést 25. október síðast- liðinn eftir stutt en erfið veikindi. Á erfiðum tímamótum sem þess- um er dýrmætt að eiga minning- arnar að, til þess að rifja upp. Því margs er að minnast um þennan yndislega og góða mann sem ég leit upp til. Hann hafði lifað tím- ana tvenna og átt mjög merkilega ævi að mínu mati sem hann rifjaði reglulega upp við eldhúsborðið heima í Hækingsdal og notalegt var að hlusta á. Hann hafði ríka frásagnargáfu og sagði svo skemmtilega frá hinum ýmsu at- burðum í lífi sínu. Oft voru frásagnir hans litaðar miklum húmor og fróðleik um staðhætti fyrri tíma. Þær minn- ingar ylja manni nú um hjartaræt- ur og þær munum við varðveita. Við tvö áttum sannarlega dýr- mætt samband, vorum miklir vin- ir og að mörgu leyti lík í háttum. Rökræddum oft um heimsins mál, og þurftum bæði að hafa síðasta orðið. Ég er þakklát fyrir að hafa fylgt honum síðasta spölinn og verið hjá honum hans hinstu stundir. Þótt erfitt sé að þurfa að kveðja er gott að hugsa til þess og trúa að nú séu þau pabbi og mamma sameinuð á ný. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Takk fyrir allt, elsku pabbi minn. Minning þín verður ljós í lífi okkar. Þín Anna Sigríður Guðbrandsdóttir. Guðbrandur tengdafaðir minn er látinn. Þar með lauk okkar samleið sem þrátt fyrir minn unga aldur varði í tæp tuttugu ár. Fyrstu kynni mín af honum voru í gegnum Önnu Siggu mína en hún þreyttist ekki á því að tala um hann, þessa hetju sem pabbastelp- ur sjá ekki sólina fyrir. Það var því stór dagur þegar ég renndi í hlað að Hækingsdal og gekk í hús í fyrsta skipti, ég kvíðinn eins og lög gera ráð fyrir, en kvíðinn fór strax því á móti mér tóku þessi yndislegu hjón – Bella og Brandur í Hækingsdal. Ég var bara 18 ára og þarna hafði ég fundið nýjar fyr- irmyndir í lífinu. Ég fann frá fyrstu kynnum gagnkvæma vænt- umþykju og hlýju en líka djúp- stæða virðingu. Brandur var mjög duglegur maður og afrekaði mikið á sinni ævi. Áhugi hans á samfélagsmál- um var ódrepandi og alltaf var hann tilbúinn að taka til hendinni fyrir sína sveit og samfélag, hvort sem það var náttúran, sveitin eða mannlífið. Á þessum tíma komst ég að því að Brandur hafði stuðlað að stórum framfaraskrefum í sinni sveit. Hann hafði til dæmis staðið að lagningu vatnsveitu og barist fyrir því að Félagsgarði yrði bjargað frá niðurrifi og með hjálp góðs fólks safnaði hann fé til að hægt væri að fara í endurgerð á húsinu. Niðurstaðan er eitt falleg- asta félagsheimili landsins. Kjós- verjar geta því verið þakklát fyrir handtökin hans Guðbrandar í Hækingsdal og framsýnan huga hans. Síðustu vikurnar fylgdist hann með lagningu nýja vegarins um Kjósarskarð með stolti og maður getur ekki annað en dáðst að þeirri elju hjá manni sem fædd- ist í torfbæ í íslenskri sveit. Brandur átti sinn tryggasta bandamann í Bellu sinni og eins mikla samherja og þau hjón eru vandfundin. Þau voru nú ekki allt- af sammála en aldrei skyggði á þeirra djúpstæðu ást og gagn- kvæmu virðingu. Þrátt fyrir erf- iðleika lífsins stóðu þau alltaf keik og ánægð, og opnuðu heimili sitt fyrir öllum sem þangað komu. Þeim leið best með húsið fullt af óþekkum krökkum og hvert rúm skipað. Það var þeirra ríkidæmi og verður þeirra arfleið. Þegar Bella féll frá árið 2014 var djúpt skarð hoggið í tilveruna. Brandur hafði misst mest af okkur öllum og það er huggun núna að þau séu sameinuð á einhverjum öðrum stað. Því kýs ég að trúa. Þegar Anna Sigga var lítil sagði Brandur oft við hana að hún ætti að ná sér í mann sem kynni að smala. Það reyndi á það fyrsta haustið í Kjósinni og það að ég kynni til verka í þeim efnum treysti böndin til muna! Þannig var Brandur, bóndi fram í fingur- góma og dýravinur eftir því. Hann var einn af þeim sem hæna að sér allar skepnur og meira að segja þegar hann heimsótti okkur elti litli kettlingurinn okkar hann á röndum og klifraði upp á öxlina á honum til að taka sinn blund. Mér er sérstaklega minnis- stætt þegar Anna Sigga útskrif- aðist sem stúdent að Brandur hélt ræðu, og sagði í gríni að nú væri hans hlutverki sem uppalanda lokið, og ég væri formlega tekinn við. Þarna fannst mér sýnt mikið traust og ég vona svo innilega að ég standi undir því og að mér hafi tekist að gera Brand stoltan, því ég er svo sannarlega stoltur af honum. Sigursteinn Sigurðsson. Elsku afi í sveitinni. Okkur systkinum langar að segja nokkur orð um þig á þessum degi þegar við kveðjum þig í síð- asta sinn. Að alast upp við það að hafa aðgengi að eins frábæri sveit og Hækingsdalur er, er ómetan- legt. Eftirvænting eftir smala- mennsku, sauðburði, að fá að fara á hestbak eða í traktorinn var allt- af mikil. Þó að það viðurkennist að Nökkvi og Einar Hannes hafi fengið meiri sveitargen en við hin, þá nutum við og njótum enn stundanna í Hækingsdal í botn. Því hefur verið haldið fram að fal- legri sveit sé ekki til, en það hefur okkur verið kennt frá því að við munum eftir okkur. Núna fá börn- in okkar líka að upplifa sveitina og við erum byrjuð að kenna þeim það sama. Elsku afi, þú varst hlýr og góð- ur, þú varst þolinmóður og það var aldrei neitt mál hjá þér. Gaman var að fá að snúast í kringum þig þegar þú varst að gefa, smala eða að huga að búskapnum, þú sagðir kannski ekki mikið á meðan á því stóð, en gekkst í öll verk. Við hermdum svo eftir og reyndum að gera sömu hluti og þú. Það var alltaf gott að koma til þín og ömmu í hlýja eldhúsið ykkar í Hækingsdal. Við eigum eftir að sakna þess og ykkar en við trúum því líka að þið séuð einhvers stað- ar saman að karpa um pólitík eða önnur samfélagsmál. Við eigum margar góðar minningar um þig, elsku afi. Minningar sem við mun- um ætíð geyma í hjarta okkar. Megir þú hvíla í friði. Benný, Einar, Benóný og Nökkvi Harðarbörn. Ég minnist kynna við Guð- brand í Hækingsdal frá því ég man eftir mér. Guðbrandur var í miklu uppáhaldi hjá foreldrum mínum á Reynivöllum. Vann hann við ýmis störf á bænum og var síð- ar um tíma mjólkurbílstjóri þar sem faðir minn var formaður Flutningafélags Kjósverja. Grét- ar náfrændi minn kvæntist Guð- björgu systur hans og síðar kvæntist ég Helgu frænku hans. Allt tvinnaðist saman. Þegar ég bjó hjá Guðbjörgu og Grétari í nokkur ár á Seltjarnarnesinu urðu kynnin mikil enda voru samskipt- in tíð. Heimili þeirra var eins kon- ar fjölskyldumiðstöð. Þar bjó einnig um nokkurn tíma yngsti bróðirinn Elís. Allt stuðlaði þetta að góðum kynnum og einstökum samskiptum. Samskipti við Guð- brand og systkini hans hafa því ávallt verið mikil. Öll voru og eru mikið heiðursfólk sem gæfa var að þekkja og hafa samskipti við. Guðbrandur tók yfir bú föður síns Hannesar, Hækingsdal. Hann sinnti vel málefnum bænda- samfélagsins í nánu samstarfi við sína góðu konu, Önnubellu, sem varð fyrsti fulltrúi kvenna í sam- tökum bænda. Sambúð þeirra var einstaklega góð og farsæl og gott að heimsækja þau. Móttökur voru alltaf góðar. Öll fjölskyldan var ákaflega samstillt og nutu börnin alúðar og ástar foreldra sinna. Samskipti mín við Guðbrand urðu allmikil er hann var formað- ur sóknarnefndar Reynivalla- sóknar. Á starfstíma hans var lok- ið glæsilegri endurgerð kirkjunnar og allt umhverfi kirkj- unnar og kirkjugarðsins var í fyr- irmyndar endurgerð og umhirðu. Þá áttaði ég mig á því að hann lét verkin tala. Þegar við horfum á og heimsækjum Reynivallakirkju og sjáum umhverfið er ástæða til að hugsa til Guðbrandar. Vissulega var hann ekki einn á ferð. Með honum voru aðrir í sóknarnefnd og sóknarpresturinn. Hann var leiðtoginn. Það fór ekki á milli mála í mínum huga. Guðbrandur var kosinn í hreppsnefnd 1986 og var oddviti árin 1990 til 1998. Hann hafði frumkvæði að breyttum vinnu- brögðum varðandi utanumhald um fjármál hreppsins. Kom upp skrifstofu hreppsins í Félagsgarði fékk fagfólk til að halda utan um fjármálin og pappírsmálin. Vissi hvað hann kunni best. Halda utan um verkin, forgangsmálin, í góðu samstarfi við sveitungana. Ég varð fljótlega sannfærður um að þar var réttur maður á réttum stað. Þegar hann var sáttur við þau verk sem hann hafði komið í framkvæmd mat hann sjálfur að rétt væri að hætta og fá verkefnin í hendur öðrum. Fyrir hönd hreppsnefndar vil ég þakka Guðbrandi Hannessyni góð störf fyrir Kjósarhrepp. Það fór ekki fram hjá mér og Helgu konu minni hvað Guð- brandur og Annabella kona hans áttu góða sambúð síðustu árin þegar heilsa Önnubellu var orðin slök. Einstakt var að heimsækja og spjalla við þau þar sem þau sátu saman við eldhúsborðið. Annabella hafði ákveðnar skoðan- ir og Guðbrandur hlustaði og tók þátt í samræðunum brosmildur og góðlegur. Það var mikill missir hjá Guðbrandi þegar Annabella lést. Að leiðarlokum þökkum við Helga einstök samskipti við Guð- Guðbrandur Grétar Hannesson ✝ GuðbjörgBergþóra Árnadóttir, ætíð kölluð Didda, fæddist á Norð- firði 17. apríl 1928. Hún lést á hjúkrunarheim- ilinu Bergi, Bol- ungarvík, 3. nóv- ember 2018. Foreldrar hennar voru hjón- in Jónína Sesselja Guðmunds- dóttir húsfreyja, f. í Sigmund- arhúsum við Eskifjörð 3.3. 1895, d. í Reykjavík 16.6. 1973, og Árni Pétursson húsa- og skipa- smíðameistari, f. á Högnastaða- stekk við Reyðarfjörð 30.6. 1893, d. í Reykjavík 9.9. 1972. Didda var ein fjögurra systkina, hin voru: Anna Brynhildur, f. á Mjóeyri við Eskifjörð 18.9. 1925, d. 25.4. 2015, Margrét Cecilia, f. á Norðfirði 12.12. 1926, d. 7.5. 2007, og Pétur Jón, f. 20.8. 1930, d. 13.8. 2010. Didda giftist Guðmundi Jósep Sigurðssyni járnsmíðameistara, alheiður Jóhanna, Hrafnhildur Ólöf, Sigurður Már og Gunnar Már. 6) Einar Valur, f. 1958, sambýlisk. Linda Kristín Ernu- dóttir. Börn Einars og fv. eig- inkonu, Guðríðar Áskelsdóttur, eru Valdís María, Arnar Ingi og Hildur Ása. 7) Bergþóra f. 1961, d. 2014, eignaðist þrjú börn. Þau eru Guðbjörg Þóra og Gautur Ingimar sem hjónin Kristín Karlsdóttir og Ingimar Hall- dórsson ættleiddu og Einar Val- ur með fv. eiginmanni, Ásgeiri Gunnarssyni. Einnig átti Didda 23 barnabörn. Didda fluttist frá Neskaup- stað sjö ára til Keflavíkur og síð- ar Innri-Njarðvíkur. Árið 1948, eftir nám við Kvennaskólann í Reykjavík, fluttist hún vestur á Ísafjörð. Ásamt húsmóður- störfum sinnti Didda sauma- skap, og sérhæfði hún sig seinna í kjólahönnun. Upp úr 1966 vann hún einnig ýmis skrif- stofu-, verslunar- og umönnun- arstörf. Didda fluttist suður til Reykjavíkur 1991. Árið 2005 fluttist hún aftur á Ísafjörð og bjó á Hlíf I. Síðastliðin tvö ár bjó Didda á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík. Didda verður jarðsungin frá Ísafjarðarkirkju í dag, 10. nóv- ember 2018, og hefst athöfnin klukkan 14. f. 1924 í Hnífsdal, d. 1992, og áttu þau sjö börn saman sem hér verða talin upp í ald- ursröð. 1) Guð- mundur Sigurður, f. 1949, sambýlisk. Ingrid Annika Hill Bracken, börn Guð- mundar og fv. sam- býlisk. Guðrúnar Jónu Svavarsdóttur eru Hallvarður Jóhannes, Elísabet Lára og Guð- björg Svava. 2) Pétur, f. 1950, kvæntur Jóhönnu Halldóru Ás- geirsdóttur, börn þeirra eru Þuríður, Þór og Þröstur. 3) Árni, f. 1954, d. 2007, eignaðist tvo syni, þá Örvar Árdal með Hólmfríði Lúðvíksdóttur og Örn með fv. sambýlisk. Sigríði Ingu Sverrisdóttur. 4) Jónína Sess- elja, f. 1955, börn hennar og fv. sambýlism., Jóhannesar Laxdal Baldvinssonar, eru Martha Elena, Ásdís og Jóhannes Helgi. 5) Ólafur Már, f. 1957, börn hans og fv. eiginkonu, Sigríðar Jón- ínu Valdimarsdóttur, eru Að- Elsku amma mín, Didda amma og langamma strákanna minna. Nú ertu komin til elsku barna þinna Árna og Beggu, sem taka án efa vel á móti þér. Þú varst hörkudugleg kona og ég er ekki frá því að ég fái það frá þér, sem og ákveðnina og þrjóskuna. Við systkinin vorum mikið hjá þér sem börn á Ísafirði í litla húsinu þínu, svo passaðir þú mig og önn- ur börn meðan foreldrar okkar fóru til vinnu, varst „dagamma“ okkar allra. Ég man hvað mér og Arnari bróður fannst æðislegt að koma í heimsókn til þín á Grett- isgötuna í Reykjavík, alveg niður í bæ. Löbbuðum sjálf í sjoppuna, fórum í sund og gátum leikið endalaust með dótið sem þú áttir. Stundum sátum við að skoða myndirnar frá ferðalögunum þín- um og þú ljómaðir að segja sög- urnar. Þegar þú fluttir svo aftur vestur var Hildur systir dugleg að kíkja til þín og þið áttuð góðar stundir saman að púsla og elda pulsur. Það var líka alltaf þvílíka veislan þegar við komum í heim- sókn, þú byrjaðir á því að afsaka þig og segjast ekki eiga neitt fyr- ir okkur en áður en við gátum svarað að það væri nú allt í lagi var borðstofuborðið orðið fullt af kræsingum. Pönnukökur og dísu- draumur, það klikkaði ekki. Þú og Ívar náðuð mjög vel saman og voru umræðuefnin í kaffi á Hlíf af ýmsum toga, fjölskyldan, Ísfirð- ingar, sjónvarpsefni gærdagsins, íþróttir og allt milli himins og jarðar. Þú varst yndisleg amma og snillingur í höndunum, Ívar trúði mér ekki þegar ég sýndi honum teppið sem þú prjónaðir fyrir Viktor Inga langömmu- barnið þitt að þetta væri hand- prjónað, svo vel gert var það. Viktor Ingi ljómaði allur þegar hann vissi að við værum að fara til langömmu Diddu því eins og þegar við systkinin vorum lítil þá gat hann unað sér í sama dótinu og við lékum okkur með. Hann vissi líka að hann fengi eitthvað gott, Kinder-egg, súkkulaði eða jafnvel sykurmola í reddingum og fékk að leika sér með göngu- grindina sem þú varst mjög stolt af. Ég er svo glöð að Viktor Ingi hafi fengið að kynnast þér og Adam Orri hafi hitt þig í sumar. Þú varst alltaf svo góð við lang- ömmubörnin þín. Ekki var lífið alltaf auðvelt hjá þér en þú stóðst alltaf upp með þvílíkum krafti og hélst áfram. Það þarf sterka manneskju í það og mun ég alltaf hugsa til þín með aðdáun og virðingu. Það verður skrítið að fara vestur og engin heimsókn til þín í Bolungarvík en þess í stað verð ég dugleg að hugsa um góðu stundirnar og rifja upp minningar. Ég kveð þig með hlýju í hjarta, hvíl í friði elsku amma mín. Valdís María Einarsdóttir. Guðbjörg Berg- þóra Árnadóttir Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.