Morgunblaðið - 10.11.2018, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.11.2018, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2018 SVALALOKANIR Svalalokanir frá Glerborg eru nýtískulegar og falla vel að straumum og stefnum nútímahönnunar. Lokunin er auðveld í þrifum þar sem hún opnast inná við. Hægt er að fá brautirnar í hvaða lit sem er. Svalalokun verndar svalirnar fyrir regni, vindi og ryki og eykur hljóðeinangrun og breytir notkun svala í heilsársnotkun. Glerborg Mörkinni 4 108 Reykjavík 565 0000 glerborg@glerborg.is www.glerborg.is 2291árfregalgeps&nupílsrelg,raggulg,relG FÁÐU TILBOÐÞÉR AÐKOSTNAÐAR-LAUSU Nýir for-ystumenn í verkalýðshreyf- ingunni hafa gert lítið úr varnaðar- orðum vegna krafna þeirra gagnvart fyr- irtækjum í land- inu. Þegar bent er á að kröfurnar séu óhóflegar og að fyrirtækin geti alls ekki staðið undir þeim, þá er við- kvæðið það að þetta sé alltaf sagt og sé að engu hafandi.    Samkvæmt því viðhorfi mætti svosem eins tvöfalda kröfurnar. Eða tífalda þær. Hvers vegna ekki, ef útreikningar og staðreyndir skipta engu máli?    Og reyndar er það svo að þegaróskað er eftir útreikningum verkalýðsforystunnar á kröfunum þá er slíkum óskum vísað á bug.    Hingað til hefur þótt betra aðræða mál út frá staðreyndum, en nú hentar það ekki.    Þess vegna er því miður hætt viðað viðbrögð verkalýðsforyst- unnar við könnun Samtaka atvinnu- lífsins, sem Morgunblaðið segir frá í dag, verði á þá lund að einungis sé um hræðsluáróður að ræða.    En það er ekki víst að hinn al-menni launamaður taki slík- um upplýsingum með sama hætti. Og verkalýðsforystan þarf að muna það að hún var kosin með afar lágu hlutfalli félagsmanna.    Það er ekki víst að hinn þöglimeirihluti launamanna leyfi forystunni að kalla atvinnuleysi yfir þjóðina þegar allar aðstæður eru til vaxandi velmegunar. Hinn þögli meiri- hluti launamanna STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Leiði og legsteinn Jóns Magnús- sonar forsætisráðherra í Hólavalla- garði við Suðurgötu verða lagfærð fyrir 100 ára fullveldisafmælið 1. desember. Ríkisstjórnin og skrif- stofa Alþingis kosta framkvæmdina í sameiningu og leggja fram hálfa milljón króna hvor í þessu skyni. Lára Björg Björnsdóttir, blaða- fulltrúi ríkisstjórnarinnar, staðfesti þetta í samtali við Morgunblaðið. Katrín Jakobsdóttir forsætisráð- herra tók málið upp á ríkisstjórnar- fundi í gærmorgun í framhaldi af frétt Morgunblaðsins á miðvikudag- inn um að ásigkomulag legsteinsins og leiðisins væri ekki gott. Áletruð plata á legsteininum með nafni Jóns var fjarlægð fyrir nokkru vegna þess að hún var farin að brotna og legsteinninn sjálfur er laskaður. Jón Magnússon var forsætisráð- herra þegar Ísland öðlaðist fullveldi 1918. Með þessari ákvörðun vilja stjórnvöld heiðra minningu hans. Hefur Minjastofnun verið falið að lagfæra leiðið og legsteininn í sam- starfi við Kirkjugarða Reykjavíkur- prófastsdæma. Í frétt frá forsætis- ráðuneytinu segir að legsteinn Jóns standi við hlið legsteins Péturs biskups Péturssonar og séu þeir um flest nákvæmlega eins. Saman fari þar einhverjir íburðarmestu minnisvarðar í Hólavallagarði. Laga leiði og leg- stein fyrir 1. des.  Ríkisstjórnin tók af skarið í gær Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Leiði Legsteinninn er laskaður eftir að áletruð plata brotnaði af honum. Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is „410 vinnuslys barna og ungmenna ár- ið 2014 eru sláandi og eitt slys í vinnu er einu slysi of mikið. Sem betur fer hefur vinnuvernd fengið aukið vægi hjá atvinnurekendum og allir gera sitt besta í þessum efnum en betur má ef duga skal,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdasjóri SA, sem hvetur fyrirtæki til þess að gera áhættumat um öryggi og heilbrigði á vinnustað. Halldór er ánægður með að vinnuslysum á vinnumarkaði hafi fækkað í heildina eins og fram kom á málstofu Vinnueftirlitsins og umboðs- manns barna í fyrradag. Ábyrgð að ráða ungt fólk „Ég held að það sé gott að upplýsa sveitarfélögin betur um skyldurnar sem felast í því að ráða unga einstak- linga í vinnu,“ segir Aldís Hafsteins- dóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Hún telur að sambandið þurfi að upplýsa sveitarfélögin um skyldur er varðar lögbundið áhættu- mat til þess að tryggja börnum og ung- mennum öryggi og heilbrigði á vinnu- stað og hvetja þau til þess að gera áhættumat fyrir vinnustaði sveitarfé- lagsins. „Það fylgir því ábyrgð að vera með starfsfólk í vinnu og huga þarf sér- staklega að öryggi þegar um börn og ungmenni er að ræða,“ segir Aldís. Vinnuvernd fengið aukið vægi  Sláandi tölur um vinnuslys barna  Sveitarfélögin verði upplýst um áhættumat Ljósmynd/Hafþór Hreiðarsson Vernd Tryggja á öryggi starfsliðs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.