Morgunblaðið - 10.11.2018, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.11.2018, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2018 H a u ku r 0 1 .1 6 Viðskiptatækifæri á www.kontakt.is • Fyrirtæki sem sérhæfir sig í innflutningi, samsetningu og sölu á heimsþekktum og þrautreyndum vörum sem notaðar eru í útbyggingar, svalalokanir, glugga, rennihurðir og fleira. Velta 250 mkr. og mikil verkefni framundan. • Ungt og hratt vaxandi veitingastaður (2 staðir) þar sem áhersla er lögð á hollan skyndibita í hádeginu og á kvöldin. Veltan í ár áætluð 280 mkr. og EBITDA 20 mkr. Miklir möguleikar á að fjölga stöðum undir vörumerkinu sem hlotið hefur góðar viðtökur. • Lítið framleiðslufyrirtæki sem framleiðir sérhæfða vöru fyrir heimili og fyrirtæki. Velta um 40 mkr. nokkuð stöðug. Afkoma jöfn og góð. • Arðsamt fyrirtæki með langa reynslu sem flytur inn og selur véltæknibúnað aðallega tengdum sjávarútvegi, fiskeldi, en einnig öðrum iðnaði. Velta undanfarin ár hefur verið á bilinu 150-200 mkr. og EBITDA 25-40 mkr. • Rótgróið iðnfyrtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu á vörum úr plasti. Ársvelta á bilinu 250-300 mkr. • Ein þekktasta hárvöruheildverslun landsins með mjög þekkt merki fyrir fagaðila. Góð velta og afkoma. • Fyrirtæki sem sérhæfir sig í greiðslulausnum á afmörkuðu en þekktu sviði leitar eftir auknu hlutafé. Spennandi fjárfestingakostur með miklum möguleikum á arðsemi, gangi áætlanir eftir. • Mjög gott fyrirtæki sem sérhæfir sig í lagningu á þakdúk sem það flytur sjálft inn. Veltan á bilinu 150-200 mkr. og afkoman mjög góð. Eigendur tilbúnir að vinna áfram eins og þörf krefur. Guðni Halldórsson lögfræðingur, gudni@kontakt.is Þórarinn Arnar Sævarsson fasteignaráðgjafi, thorarinn@kontakt.is Gunnar Svavarsson viðskiptafræðingur, gunnar@kontakt.is Brynhildur Bergþórsdóttir rekstrarhagfræðingur, brynhildur@kontakt.is Sigurður A. Þóroddsson hæstaréttarlögmaður, sigurdur@kontakt.is Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Þ jóðminjasafn Íslands á að vera sýnilegt í þjóðfélag- inu og endurspegla þróun og viðhorf hvers tíma,“ segir Margrét Hallgríms- dóttir þjóðminjavörður. „Við viljum ná betur en verið hefur til almenn- ings, þannig að safnið í öllum sínum fjölbreytileika verði sjálfsagður við- komustaður þegar fjölskylduna lang- ar til að sjá eða kynnast einhverju áhugaverðu.“ Ný ásýnd Þjóðminjasafns Ís- lands var opinberuð á dögunum. Kynningarefni þess einkennist nú af sterkum rauðum lit og því fylgir skýr tilvísun í þjóðminjar og menningar- arf. Hin nýja mörkun felur í sér fyr- irsagnaletur sem er samansett úr fjórum leturgerðum sem hafa verið notaðar á Íslandi í gegnum aldirnar, svo sem í miðaldahandritun og ýms- um skrautmunum fyrri alda. Þá gildi einn aðgöngumiði sem árskort þegar greitt er fullt aðgöngugjald, kr. 2.000. Það gildir í heilt ár að öllum sýningum og viðburðum safnsins í Þjóðminja- safninu við Suðurgötu og Safnahúsinu á Hverfisgötu frá fullveldisdeginum 1. desember næstkomandi til jafn- lengdar að ári. Koma aftur og aftur „Við höfum stundum sagt að heimsókn á Þjóðminjasafnið sé ferða- lag sem spannar 1.200 ár,“ segir Mar- grét. „Innlit hér einu sinni verður því aldrei nema skemmri skírn af slíkri vegferð, svo yfirgripsmiklar eru sýn- ingarnar hér. Ástæða er til að koma aftur og aftur og til slíks viljum við hvetja með árskorti. Einnig er til- gangurinn að ná betur til lands- manna, enda er hér sögð saga þess fólks sem hér hefur búið frá land- námi.“ Margrét vekur jafnframt athygli á því að mörgu í framsetningu og áherslum safnsins hafi verið breytt í gegnum tíðina í samræmi við breytt viðhorf í samfélaginu. Það má segja að á 19. öldinni, á tímum sjálfstæð- isbarátttunar, hafi þjóðernisviðhorf verið meira áberandi á sýningum og miðlun safnsins – þar sem rauði þráð- urinn var að endurspegla líf og sögu þjóðarinnar. Í dag sé þó ekki síður horft til þess að safnið starfar í al- þjóðlegu umhverfi þar sem mannrétt- inda og fjölhyggju sjái stað og sé það í samræmi við almennar áherslur í safnastarfi víða um heim. Megi þar nefna að á laugardag um næstu helgi verði lagður „regnbogaþráður“ með hinsegin leiðsögn um grunnsýningu Þjóðminjasafnsins. „Þetta er gert í tilefni af 40 ára afmæli Samtakanna 78 til þess að bregða ljósi á hinsegin líf og tilveru í Íslandssögunni. Þetta sýnir hug- myndir um kyn og kynhneigð breyt- ast. Leiðsögn um safnið undir þess- um formerkjum er hluti af því samtali þjóðfélagsins sem við viljum taka þátt í,“ segir þjóðminjavörður. Hátíðarsýningar á næstunni Eftir tvær vikur, 24. nóvember, kl. 14 verða hátíðarsýningar Þjóð- minjasafns Íslands í Bogasal, Mynda- sal og á svonefndum Vegg opnaðar af Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra. Í Bogasal verður sýningin Kirkjur Íslands: Skrúði og áhöld. Straumar og stefn- ur. Á sýningunni er fjallað um kirkju- gripi og hvernig þeir tengjast straumum og stefnum í hinni al- þjóðlegu listasögu. Í Myndasal verð- ur sýningin Kirkjur Íslands: Með augum biskups og safnmanna. Á Vegg verða sýndar myndir Heiðu Helgadóttur ljósmyndara af trúar- lífi í samtíma. Tengist þetta því að nú eru að koma út síðustu bæk- urnar í ritröðinni Kirkjur Ís- lands þar sem segir frá öllum kirkjum landsins, sem margar eru listasafni líkastar. Alls verða bækurnar 32 og eru gefnar út í samvinnu Þjóð- minjasafns Íslands, Minja- stofnunar og Biskupsstofu. Safn og fólk í samtali Morgunblaðið/Sigurður Bogi Þjóðmenning Kirkjur Íslands verða í aðalhlutverki á hátíðarsýningum sem opnaðar verða eftir hálfan mánuð. „Safnið í öllum sínum fjölbreytileika,“ segir Margrét Hallgrímsdóttir, hér við líkan af Skálholtskirkju. Svipur Rauður er grunnliturinn í nýrri ásýnd Þjóðminjasafns Íslands. Fán- ar í þeim lit blöktu fagurlega við safnhúsið við Suðurgötu í Reykjavík í gær. Þjóðminjasafnið verði sýnilegra. Fjölbreytni og ný menning. Veglegar sérsýningar verða opnaðar bráðlega - og regnbogaþráður verður lagður um safnið og grunnsýningu þess. Eliza Reid forsetafrú verður til leiðasagnar um grunnsýningu Þjóðminjasafnsins á morgun, sunnudag, klukkan 14. Yfirskrift frásagnar hennar þar er Fjöl- menning á Fróni. „Í gegnum ald- irnar hefur fólk flust búferlum af ýmsum ástæðum; í leit að betra lífi eða ævintýrum, vegna náttúruhamfara eða átaka. Samskipti við útlönd hafa haft mikil áhrif á þróun samfélags- ins hér á landi og fjölmörg dæmi eru um að útlendingar hafi sest hér að. Stiklað verður á stóru í þessari sögu í leið- sögninni,“ segir í kynningu á leiðsögn Elísu sem er frá Kan- ada. Á 100 ára fullveldisafmæli Ís- lands í ár hefur Þjóðminjasafnið staðið fyrir sérstakri dagskrá á sýningum safnsins á Suður- götu. Valinkunnir einstaklingar, sem þekktir eru fyrir störf sín í þágu samfélagsins, veita leiðsögn og ræða við safngesti um hugðar- efni sín. Í upphafi árs var Katrín Jakobs- dóttir forsætisráð- herra til frásagnar og í desember verður það Lilja Alfreðs- dóttir mennta- málaráð- herra. FJÖLMENNING Í BRENNI- DEPLI Á ÞJÓÐMINJASAFNINU Í leit að ævintýrum Eliza Reid Veitingastaðurinn Moss á Retreat, í Bláa lóninu, er kominn á lista ferðavefjarins Lonely Planet yfir bestu nýju matarupplifunina fyrir ferðamenn árið 2019. Í umfjöllun vefjarins segir að Bláa lónið sé nú þegar vinsæll staður meðal ferðamanna sem sækist eftir því að baða sig upp úr heitu lóninu. Nú hafi hins vegar ann- ar heitur reitur fyrir matarunnendur bæst við á svæðinu með opn- un veitingastaðarins Moss, inn af nýja Re- treat-hótelinu. Frá opn- un staðarins í apríl hafi verið boðið upp á hefðbundinn íslenskan mat og mælir Lonely Planet með því að fólk geri vel við sig með sjö rétta smakkmatseðlinum á tíu sæta borði mat- reiðslumeistarans. Í umfjöllun segir að matarferðamennska verði vinsælli með hverju árinu þar sem fólk leiti uppi hverja matarupplifunina á fætur annarri á spennandi stöð- um. Á lista Lonely Planet yfir bestu nýju matarupplifunina eru staðir út um all- an heim, þar á meðal í Ástralíu, Perú, Taílandi sem og veitingastaðurinn Noma í Kaupmannahöfn, sem hefur opnað aftur eftir endurbætur, en hann hefur verið álitinn einn besti veitingastaður heims. Heitur reitur fyrir matgæðinga er kominn á kortið Moss í Bláa lóninu í Lonely Planet yfir nýja matarupplifun Veitingahús Hér er hátt til lofts og vítt til veggja og fjölmargt gott er á matseðli þessa frábæra staðar. Ljósmynd/Aðsend

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.