Morgunblaðið - 10.11.2018, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 10.11.2018, Blaðsíða 49
MENNING 49 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2018 ICQC 2018-20 HLJÓÐMOGGI BÝÐUR GÓÐAN DAG Ítitilljóði nýrrar bókar sinnar,Enn logar jökull, segir ljóð-mælandinn að við séum „lif-andi steingervingar / vaxnir af holdi og beinum / þeirra sem dreifðust / um jörðina á tveggja fóta / göngu, lögðu undir sig víð- áttur / grámosans sem faðmar að sér / hraun og kalda steina, minnist þess / þegar jörðin logaði af kraumandi tilfinningum / og opnaði sárin að sjó / og Selatöngum.“ Ljóðmælandinn hugsar til ver- manna sem „týndust / í höggföstum öld- um, og illa / hlöðnum byrgj- um …“; hann hugsar um mynd þessara horfnu manna „við storknað hraun / og alltumfaðmandi grámosann“, þar sem enn logar jökull, á landi þar sem „jörðin endurtekur sig í ýms- um / tilbrigðum …“ Minningar, sögur og náttúran kallast ítrekað á í þessari áhrifa- og efnismiklu ljóðabók skáldsins, eins og þar sem hugsanir um sjómenn fyrri tíma, í byrgjum hlöðnum úr hraunhellum, kalla á myndir af sköpun þessa lands í eldgosum sem sífellt eru að móta landið og breyta – þar sem jökullinn logar „í þessum / nótt- lausa eldi“ og ösku rigndi yfir byggðir sem breyttust „úr grænum álfhólum í grjótsvartar / minn- ingar …“ Í bókinni er vel á áttunda tug ljóða, í tveimur hlutum: „Land mitt“ og „Við tjaldskör tímans“. Í fyrri hlutanum er sköpunin skáld- inu hugleikin, mótun lands og ræt- ur menningar. Í fyrsta ljóðinu, „Vefstóll tímans“, hyllir ljóðmæl- andinn náttúru landsins á fallegan hátt, hefur „aldrei séð jafn litfögur blóm og í villtri / náttúru þessa kalda lands sem er að rísa / úr Atl- antshafssprungunni miðri“, en það felst þó ógn í framtíðinni, grunur um „grimmilega þjáningu lands sem á stefnumót við skapara sinn / í hvítum eldi deyjandi jökuls“. Í „Land mitt“ hugsar ljóðmæl- andinn til efnahagshrunsins og í því samhengi til skálda sem áður voru „vopnaðir spámenn, / einnig á Íslandi“ en skáldin hafi nú gleymt að minna á hvað það land eigi skilið sem „flytur inn læpuskaps ódyggð- ir“ og ekki sé úr vegi að „minna á þá vellyst og andlegu vesöld sem / hruninu ollu“, en landið, Ísland, hafi þó engan þátt átt í þeim „mannskemmdum / kreppu og ódugnaðs sem við blasir …“ Í mörgum ljóðanna er vísað í sögur, persónur og skáld fyrri tíma; Egill og Gunnhildur drottn- ing koma við sögu, Absalon, Akkil- les, Orfeus, Evrydís og Narkissus. Og Jónas Hallgrímsson hefur löngum verið Matthíasi hugleikinn, í kvæðinu „Myrk“ segir að Jónas hafi ort um tunguna en hún sé nú ekki „lengur í tízku, / arfleifðin í hjarta okkar á í vök að verjast“. Vísað er svo til reynslu ljóðmæl- andans til að hnykkja á þeirri stað- hæfingu; hann hafi dottið á ferða- lagi, fengið höfuðhögg og misst málið um stund, „þannig byltu hef- ur samfélagið fengið“, segir þar, „og ef við náum ekki aftur tökum á tungunni / og arfleifðinni getur áverkinn leitt til óþjóðar“. Skáldið talar þannig iðulega úr sæti þess lífsreynda sem yfirsýnina hefur, varar við, finnur að og bend- ir á, og lesandinn getur ekki annað en tekið undir þær áhyggjur sem birtast í mörgum ljóðanna um stöðu mála. Svo er tíminn sínálæg- ur, eins og í „Þögn dauðans“ þar sem segir: Þögn dauðans er mesta reynsla lífsins, þeir sem reyna að ráða í hana eru eins og grátandi óviti, hann veit ekki af hverju hann grætur. Í seinni hluta bókarinar, „Við tjaldskör tímans“, er hnykkt á sögulegri yfirsýninni með undirtitl- inum „Frá fornöld til fullveldis“. Víða er komið við, vísað til Íslend- ingasagna, persóna úr verkum Shakespeares, Sturlu Þórðarsonar sem er að flétta atburði „inní flókna sögu Njáls“ og Borgesar; og gengið er um ólíkar götur, í Bath sem Pompei. Í „Ógnum jarðar“ vís- ar skáldið til starfs síns hér við blaðið og segir: „Að þurfa ekki að hafa neina skoðun, / það eru helztu forréttindi gamals ritstjóra, / þó eru önnur forréttindi meiri, / að þurfa ekki að lesa hasarfréttir / hvern dag sem guð gefur.“ Ljóð- mælandinn nýtur þess að vera nú frjáls „undan fjötrandi skoðunum“ en „eitt, aðeins eitt / er vandamál jarðarinnar // mannkynið“. Þessi nýja bók Matthíasar er ekki jafn mótuð af trega og söknuði og síðustu ljóðabækur hans á und- an, Vegur minn til þín (2009) og Við landamæri (2015), bækur sem voru ekki síður áhrifamiklar en þetta nýja safn. En hér er engu að síður oft bjartara yfir, meiri kerskni á stundum, þótt dauðinn sé engu að síður nálægur í mörgum ljóðunum og aðalviðfangsefni þeirra margra. Í ljóðinu „Niðurstaða“ seg- ir að við „förum að endingu ann- aðhvort til / eilífs lífs eða flöktsins við þil“. Og í „Herra Dauði“, einu ljóðanna sem ort eru í bundnu máli, talar ljóðmælandinn um þann eld dauðans sem verði kveðja sín og þar birtist einnig sá söknuður sem lesendur ljóðanna í þessari bók og þeim síðustu finna svo vel fyrir. Síðasta erindið er svona: Það sé þá ei svo erfið þraut að deyja og aldrei finna nýjan dag við brún. Og aldrei heyra oftar nokkurn segja ég elska þig og vita það er hún. Hryggjarstykkið í seinni hluta bókarinnar er „Í kjölfar víkinga“, ljóð í 10 erindum, 23 blaðsíður, en það fjallar um landkönnuði, þá sem hafa uppgötvað nýjar heimsálfur, og færist sjónarhornið síðan að föð- urafa skáldsins og nafna, norskum bændasyni sem kvæntist unnustu sinni á Íslandi. Það er falleg ljóð- ræn hugleiðing um forfeðurna og afann sem sagt er að „hafi verið öðlingur, en það merkir // göfug- lyndur, örlyndur maður // og á vel við ást hans og kærleika. // Þetta orð er eins og ljós sem blikar / við minningu hans í ormsvörtu myrkri / gleymskunnar“. Enn logar jökull var í farteskinu í mánaðarlangri dvöl rýnis í fjar- lægu landi og veitti bæði innblástur og gleði; ég hef gripið niður í bók- ina víða, lesið ýmist langa kafla eða stök ljóð og þau hafa talað til mín á margvíslegan hátt, vakið hug- myndir, kennt sitthvað og bent á annað. Vald Matthíasar á ljóðmál- inu er bæði áhrifamikið og áreynslulaust, hann leikur sér með formin sem hann gjörþekkir; er stundum glettinn, jafnvel pirraður, en oftar íhugull og vitur. Vísað er til afar fjölbreytilegra sagna og heima, og náttúrumyndirnar eru áhrifamiklar og fagrar. Rómuð stíl- einkenni skáldsins njóta sín hér vel, eins og einkennandi mynda- smíðin: spor hrafna á leiði í snjó eru eins og þjóðsöguleg áminning um sporlausan dauða, grenitré vex af jörðinni eins og nálföst hugsun guðs, ort er um grjótsáran fögnuð himins og jarðar, tómkalt myrkur, vængþreyttan skugga og þegar af- inn dó voru augun „brestandi bláís- skán á þiðnandi / miðbæjartjörn“. Enn logar jökull er vandað og áhrifamikið ljóðasafn lífsreynds og víðlesins skálds sem hrífur lesand- ann með sér í ferðalag aftur í aldir sem út í náttúruna. Og rétt eins og biðukollurnar sem stóðu innan um fíflana í einu ljóðinu minnir Matt- hías okkur líka á fallegan hátt á hverfulleikann. Úr álfhólum í grjótsvartar minningar Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Skáldið „Enn logar jökull er vandað og áhrifamikið ljóðasafn lífsreynds og víðlesins skálds sem hrífur lesandann með sér í ferðalag aftur í aldir sem út í náttúruna,“ skrifar rýnir um nýja ljóðabók Matthíasar Johannesen. Ljóð Enn logar jökull bbbbb Eftir Matthías Johannessen. Sæmundur, 2018. Kilja, 169 bls. EINAR FALUR INGÓLFSSON BÆKUR Vinafélag Söngskóla Sigurðar Demetz heldur tónleika í Há- teigskirkju á morgun, sunnudag, kl. 16. Þar koma fram söngvarar sem ýmist hafa verið nemendur skól- ans eða kenna við hann. Þetta eru þau Auður Gunnarsdóttir, Ásta Marý Stefánsdóttir, Guð- mundur Karl Eiríksson, Gunnar Björn Jónsson, Hildigunnur Ein- arsdóttir og Kristinn Sigmunds- son. „Jóhann Sigurðarson leikari kynnir atriðin og tekur lagið fyr- ir gesti, en hann er gamall nem- andi Demma, eins og Sigurður Demetz var gjarnan kallaður,“ segir í tilkynningu. Meðleikari verður Aladár Ráczs. Vinafélagið býður öllum fé- lögum sínum ókeypis á tón- leikana en hægt verður að ganga í félagið á staðnum ellegar kaupa sér miða sem verða seldir við inn- ganginn. Bassi Kristinn Sigmundsson. Vinafélag býður til tónleika á morgun Á ferð nefnist sýning sem opnuð verður í Harbinger í dag kl. 18. Um er að ræða síðustu sýninguna í sýningaröð sem nefnist „Við endimörk al- varleikans“. Þar „eltast þau Auður Lóa Guðnadóttir, Loji Höskuldsson og Sara Gillies við veruleikann í ólíkum miðlum. Öll eiga þau sér afar persónulega rödd í efnislegri tjáningu, en þó eiga þau það sameiginlegt að vinna verk sín í jafnvægi á milli þess fíngerða og þess grófa, og að láta efnið ráða för er þau beina sjónum að fyrirbrigðum í nærumhverfi sínu,“ segir í tilkynningu. Þar kemur fram að viðfangsefni sýningaraðarinnar sé leikur í víðum skilningi, og þáttur hans og vægi í sköpunarferlinu. Sýningarstjórar eru Halla Hannesdóttir og Steinunn Önnudóttir. Sýn- ingin stendur til 1. desember. Á ferð opnuð í Harbinger í dag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.