Morgunblaðið - 10.11.2018, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 10.11.2018, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2018 Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is HYUNDAI TUCSONCOMFORT 4WDÁrg. 2018, ekinn 43 Þ.km, bensín, sjálfskiptur. Verð 4.590.000 kr. Raðnúmer 380209 SUZUKI VITARA GLX 4WD nýskr. 05/2018, ekinn 36 Þ.km, bensín, sjálfskiptur. Verð 4.190.000 kr. Raðnúmer 258679 HYUNDAI I30WAGON CLASSIC Árg. 2018, ekinn 22 Þ.km, bensín, 6 gíra. Verð 2.990.000 kr. Raðnúmer 258711 HYUNDAI I30WAGON CLASSIC Árg. 2018, ek. 23 Þ.KM, bensín, 6 gíra. Verð 2.990.000 kr. Raðnúmer 380126 Þú finnur bílinn á bilo.is Auglýstir bílar eru á staðnum SPRENGI TILBOÐ Tökum ALLA* notaða bíla uppí á 550.000 kr. KÍKTU VIÐ FYRIR NÁNARI UPPLÝSINGAR Ath. örfá eintök í boði! *Allir notaðir bílar ganga sem 550.000 kr. upp í. Bílarnir þurfa að vera á númerum og hægt að aka þeim. Aldur, akstur og litur skiptir ekki máli. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Búið er að brjóta og fjarlægja drop- steina og dropstrá úr öllum þekkt- ustu og aðgengilegustu hraunhellum landsins, að sögn Árna B. Stefáns- sonar, augnlæknis og hellakönnuðar. Dropsteinar myndast því hraun- kvika storknar í áföngum. Frum- stæðasti hlutinn storknar fyrst í einhvers konar frauð. Inni í hálf- storknuðu berg- inu er fljótandi þróaðri berg- kvika, sem storknar við lægra hitastig. Kvikan afgasar sig inni í berginu. Gasþrýstingur blæs afgangskvik- unni niður um hellisþakið. Við það myndast dropstráin, blástursstrá hraunsins, í þaki hraunhellanna og hraundropar leka í gegn. Fyrir neð- an stráin hlaðast upp dropsteinar á hellisgólfinu. Þessi fyrirbæri, dropstrá og dropsteinar, myndast meðan hraunið er að kólna og svo ekki meir, ólíkt dropsteinum í kalk- steinshellum sem geta stöðugt end- urnýjast. Árni segir dropsteinsmyndanir hraunhellanna vera viðkvæmustu minjar íslenskrar náttúru. Náttúru- verndarráð friðlýsti dropsteins- myndanir hraunhella í ágúst 1958. Friðlýsingin var svo ítrekuð árið 1974. Þrátt fyrir friðlýsingarnar urðu engin lát á skemmdum, að sögn Árna. Ásókn í hraunhellana hefur vaxið og dropsteinsminjar hverfa undantekningalaust úr opnum og að- gengilegum hellum, sem almenningi og ferðamönnum er kunnugt um. Þrír hraunhellar hafa verið friðlýst náttúruvætti og eru lokaðir al- mennri umferð af verndarástæðum. Nýlega rak lítinn dropstein á fjörur Árna. Hann sagði mann hafa haft samband við Hellarannsókna- félag Íslands (speleo.is). Sá hafði rekist á dropstein á nytjamarkaði og keypt á 200 krónur. Honum var bent á Árna sem formann verndunar- nefndar félagsins og afhenti honum gripinn. Steinninn er á platta með máðri áletrun og hefur verið lakk- aður. Árni fékk Sölva Sveinsson, fyrrverandi skólastjóra, til að lesa úr áletruninni. Hann taldi steininn vera merktan Surtshelli. Sé það rétt var steinninn líklega tekinn fyrir um 100 árum eða meira. Árni segir rúmlega 800 dropsteina hafa verið fjarlægða úr efri hluta Surtshellis, sem er kall- aður Stefánshellir. „Samkvæmt menntaðri ágiskun er búið að brjóta um 15 km af drop- stráum úr lofti Stefánshellis. Dropstrá geta verið frá nokkrum cm og upp í tugi cm á lengd. Lengsta þekkta dropstrá í heiminum mældist 1,65 metra langt í Kalmanshelli. Ég held að það hafi farið í hruni í kring- um árið 2007,“ sagði Árni. Hann telur að brottnám dropstráa og dropsteina hafi yfirleitt verið óskipulagt. Fólk heillist af umhverfi hellanna og fyllist óviðráðanlegri löngun til að taka með sér minja- gripi, oftast gegn betri vitund. Nokkur hundruð dropsteinar eru ekki lengi að hverfa þegar hver hóp- urinn á fætur öðrum heimsækir hell- ana. Fegurstu steinarnir hverfa fyrst. Skipulögð brot í Víðgelmi Árni sagði dropsteina hafa verið skipulega fjarlægða úr Víðgelmi á 7. áratug síðustu aldar. „Kristján Sæ- mundsson jarðfræðingur var þá við jarðfræðirannsóknir í Borgarfirði ásamt þýskum kollega. Þeir notuðu rigningardaga til að mæla stóru hell- ana, Víðgelmi, Surtshelli og Stef- ánshelli. Einn daginn rákust þeir á tvo kassa fulla af dropsteinum fjögur til fimm hundruð metrum innan við innganginn í Víðgelmi. Þeir tóku kassana og eru dropsteinarnir nú í minni vörslu. Ég hef gert afsteypur af steinunum og get því endur- skreytt hella. Ég setti til dæmis upp 37 dropsteina í Vatnshelli á Snæ- fellsnesi,“ sagði Árni. „Rúmlega tvö þúsund dropsteinar hafa sannanlega verið brotnir og fjarlægðir úr hellun- um, samkvæmt rannsóknum okkar Gunnhildar Stefánsdóttur, eigin- konu minnar. Ellefu hundruð drop- steinar úr Víðgelmi á árabilinu 1909- 1974, mest á 6. og 7. áratugnum. Við vitum þetta af sögunni. Ég var í sveit í Kalmanstungu á 6. áratugnum. Þá var talað um það í fullri alvöru að ekki væri flókið að loka Víðgelmi til að koma í veg fyrir stuld á drop- steinum sem þá færðist mjög í vöxt.“ Árni kom fyrst í Víðgelmi árið 1959 og þá voru þar miklu fleiri drop- steinar en þegar hann kom þangað aftur árið 1991. Fólk skili dropsteinum Árni kvaðst ekki hafa séð drop- steina auglýsta til sölu fyrr en í fyrra þegar illa farinn dropsteinn var aug- lýstur á bland.is á 123.000 krónur. Félagi í Hellarannsóknafélaginu kærði þetta til lögreglunnar á Akur- eyri. Árni sagði að svo virtist sem málið hefði týnst í kerfinu. Fróðlegt væri að fá botn í þetta mál af því að dropsteinar eru friðlýstir samkvæmt lögum. Draumur Árna er að dropsteinum sem teknir hafa verið úr hellum verði safnað saman. Þeir verði síðan settir upp í sýningarhelli eða við verndaðar aðstæður þar sem fólk geti skoðað þessar fágætu gersemar og saga þeirra sögð. „Eina leiðin til að gera dropsteinshella sýnilega er að girða myndanirnar af og hleypa ekki fólki inn nema í fylgd leiðsögu- manna sem bæði kunna á hellinn og kunna að fylgjast með fólki. Rann- sóknir hafa sýnt að allt sem hægt er að fjarlægja hverfur í innan við þriggja metra fjarlægð frá göngu- stígum, jafnvel í vöktuðum og leið- sögðum sýningarhellum.“ Árni hvetur þá sem hafa drop- steina eða dropstrá undir höndum að skila þeim til Náttúrufræðistofnunar Íslands eða til hans (abstef@- simnet.is) gegn nafnleynd. Gersemar horfnar úr hellunum  Dropsteinar og dropstrá eru viðkvæmustu minjar íslenskrar náttúru  Dropsteinsmyndanir fjarlægðar úr þekktustu hraunhellunum  Fólk er hvatt til að skila dropsteinum og dropstráum Dropstrá og dropsteinar Myndin er úr lítt röskuðum hraunhelli sem er í mikilli hættu, að sögn Árna. Nauðsynlegt er að vernda slík náttúrufyrirbæri. Ljósmynd/Árni B. Stefánsson Morgunblaðið/Hari Dropsteinn Steinninn úr Surtshelli var seldur á nytjamarkaði á 200 kr. Hann hefur verið lakkaður. Árni B. Stefánsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.