Morgunblaðið - 10.11.2018, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 10.11.2018, Blaðsíða 42
42 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2018 Ásdís Þórhallsdóttir, sérfræðingur sýninga hjá ListasafniReykjavíkur, á 50 ára afmæli í dag. Það er alltaf nóg um aðvera á þessum tíma ársins í hinum þremur söfnum Listasafns- ins, Kjarvalsstöðum, Hafnarhúsinu og Ásmundarsal, því venjan er að setja upp nýjar sýningar á haustin. „Við erum á sjö vikum búin að opna sjö sýningar í söfnunum, meðal annars sérstaklega fallega sýningu Haraldar Jónssonar á Kjarvals- stöðum. Í dag verður opnuð síðasta sýningin í haust en það er fjórða „innrásin“ í Ásmundarsal. Þá kemur ungur listamaður inn á safnið og sýnir verk sem hafa tengingu við verk Ásmundar Sveinssonar.“ Sú sem verður með fjórðu innrásina er Margrét Helga Sesseljudóttir. Ásdís er leikstjóri að mennt og vann í leikhúsunum í tæp 20 ár en er búin að vinna hjá Listasafni Reykjavíkur síðustu fimm árin. „Öll leik- húsvinnan nýtist í vinnunni á safninu og vinnutíminn er betri og það er ljómandi skemmtilegt að starfa á þessum vettvangi ekki síður en í leikhúsinu. Þó að leikhúsið sé margslungið þá er vinnan á safninu opnari og tengist mannlífinu á annan hátt.“ Þegar Ásdís er ekki í vinnunni þá sinnir hún fjölskyldunni og svo hefur hún gaman af því að smíða og hefur verið að gera pall í garð- inum sínum. Eiginkona Ásdísar er Þóra Björk Smith, sérfræðingur hjá Nasdaq, og börnin þeirra eru Elísabet Gunnarsdóttir 26 ára, Sigþór Elías 11 ára og Þórhallur Valtýr 6 ára að verða 7. Í tilefni afmælisins ætlar Ásdís að skála með fólkinu sínu á Kjarvals- stöðum eftir lokun á safninu. Vetur Ásdís ásamt sonum sínum og móður, Elísabetu Þorsteinsdóttur, sem verður 75 ára 19. nóvember næstkomandi. Sjö nýjar listasýn- ingar á sjö vikum Ásdís Þórhallsdóttir er fimmtug í dag Ó lafur Ólafsson fæddist 11. nóvember 1928 í Brautarholti á Kjalar- nesi og ólst þar upp. Ólafur varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1948 og lauk kandídatsprófi í lækn- isfræði frá HÍ árið 1957. Hann stund- aði framhaldsnám í læknisfræði í Sví- þjóð, Danmörku, Englandi og var viðurkenndur sérfræðingur í lyflækn- ingum, hjartasjúkdómum, farsóttum og í embættislækningum. Ólafur starfaði sem deildarlæknir við Karolinska sjukhuset í Stokk- hólmi 1961, aðstoðarlæknir á Land- spítalanum í Reykjavík 1962-1964, aukakennari við læknadeild HÍ 1963- 1964 og stundaði rannsóknir í Eskil- stuna og Uppsala 1964-1965. Hann var við störf við National Heart Ho- spital í London 1965-1966, aðstoðar- yfirlæknir við Karolinska sjukhuset 1965-1967 og yfirlæknir Rann- sóknastöðvar Hjartaverndar 1967- 1972. Ólafur var landlæknir Íslands 1972-1998, settur berklayfirlæknir 1972-1982 og lektor í félagslækn- ingum 1977. „Til að forðast leiðindi í vinnunni leysti ég af sem heilsu- gæslulæknir í 15 héruðum um styttri tíma 1971-1991.“ Ólafur var yfirlækn- ir við Huddinge-háskólasjúkrahúsið í Svíþjóð um skeið 1975, 1978 og 1981, ráðgjafi við Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunina í Kaupmannahöfn 1984-1985, læknir Sjúkrahótels RKÍ 1999 og læknir Byrgisins og við geð- deild Landspítalans um tíma 2001. Ólafur sat í mörgum nefndum og ráðum, m.a. í almannavarnaráði og fastafulltrúi Íslands á fundum WHO í Genf 1973-1998. Hann var formaður læknaráðs 1972-1998 og stöðu- nefndar 1974-1998, formaður stjórnar Hjúkrunarskóla Íslands 1974-1986, formaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni 1999-2003 og formaður félags eldri borgara 2003- 2005. Greinar eftir Ólaf hafa birst í fjölda innlendra og erlendra læknarita, blaða og tímarita, fjölmörgum ritum Hjartaverndar um niðurstöður far- aldsfræðilegra rannsókna og fylgirit- um með skýrslum um heilbrigðismál. Ólafur sat í ritnefnd International Jo- urnal of Traffic Medicine 1978-1990 og Scandinavian Journal of Social Medicine 1982-1990. Bókin Ólafur landlæknir, endurminningar, skráð af Vilhelm G. Kristinssyni, kom út 1999. Ólafur var sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu 1984 og gullmerki International Traffic Med- icine 1984, gullorðu Umferðarráðs 1997 og stórriddarakrossi hinnar ís- lensku fálkaorðu 1998. Heiðurs- doktor við læknadeild HÍ 1998. Heið- ursverðlaun úr Verðlaunasjóði Ásu Guðmundsdóttur Wright 1998. Heið- ursfélagi í Læknafélagi Íslands 1998. Heiðursfélagi Beinverndar 2001. Heiðursfélagi í Norsk Trafikk Sel- skap. Félagi í American Public Health Association og í sænska læknagildinu frá 1970. „Ég reyni að halda mér hressum Ólafur Ólafsson, fyrrverandi landlæknir – 90 ára Hjónin Ólafur og Inga Lill stödd uppi á Snæfellsjökli rétt fyrir aldamótin. „Við vorum dugleg að fara í göngur og ferðuðumst mikið um landið. Ég held ég hafi farið sjö sinnum hringinn um landið.“ Farsæll í sínum störf- um fyrir land og þjóð Akranes Eirún Signý Ragnarsdóttir fæddist 14. febrúar 2018. Hún vó 3.820 g og var 51,5 cm að lengd. Foreldrar eru Stefanía Rún Sig- urðardóttir og Ragnar Ágúst Einarsson. Nýr borgari Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.