Morgunblaðið - 10.11.2018, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 10.11.2018, Blaðsíða 26
26 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2018 Skrifstofu og verslunarhúsnæði á jarðhæð miðsvæðis í Keflavík Reykjanesbæ. Verð kr. 38.500.000. Hafnargata 36, 260 Reykjanesbæ Nánari upplýsingar á skrifstofu s 420 6070 eða eignasala@eignasala.is Danski málfræðingurinn og tungu-málagarpurinn Rasmus KristianRask (1787-1832) skrifaði frægaritgerð um uppruna íslensku ár- ið 1814 á meðan hann dvaldist hér á landi. Ritgerðin nefnist Undersøgelse om det gamle nordiske eller islandske Sprogs Oprindelse og kom út í Kaupmannahöfn 1818, fyrir réttum tvö hundruð árum, þeg- ar höfundurinn var á leið til Austurlanda. Að vonum fékk að Rask gullmedalíu frá Konunglega danska vísindafélaginu fyrir verkið; raunar er ekki getið um neina sam- keppni um verðlaunin. Þótt aðalmarkmið verðlaunaritgerð- arinnar væri að grafast fyrir um uppruna íslensku lagði Rask í raun einnig grunn að indóevrópskri samanburðarmálfræði. Varpað var fram tilgátu um kerfisbundnar samsvaranir milli samhljóða í germönskum og öðrum indóevrópskum málum sem síðar fengu nafnið germanska hljóð- færslan – eða „Grimms-lögmál“ eftir þýska lærdómsmanninum Ja- cob Grimm sem fjallaði um þessi efni í bók árið 1822. Um er að ræða breytingar sem koma t.d. fram í muninum á pater, tres og centum í latínu og faðir, þrír og hundrað í íslensku. Með réttu ætti að kenna lög- málið við Rask þar sem hann setti það fram fyrstur. Ritgerðin er þó ekki að- eins upphafspunktur sam- anburðarmálfræði heldur er hún mun margslungnari. Holger Pedersen (1867-1953), annar mikilvirkur danskur málfræðingur, taldi að snilld Rasks fælist ekki síst í því að hann gerði skýran greinarmun á fræðilegum og hag- nýtum röksemdum í málvísindum. Það var einstakt á þeim tíma. Í fræðilega hlutanum er sett fram rannsóknaráætlun til að tryggja að hægt sé að bera saman það sem er sambærilegt í tungumálum, en hagnýti hlutinn hefur að geyma lýsingu á tilteknum tungumálum út frá markmiði höfundar. Að auki varð Rask fyrstur til að benda á að málfræðilegar sam- svaranir væru vænlegri til að ákvarða skyldleika mála en samsvar- anir í orðaforða. Ástæðan er sú að einstök orð berast auðveldlegar frá einu tungumáli til annars en einingar í málfræðinni, t.d. beyg- ingar orða. Enn fremur birtist hjá honum skilningur á ýmsum grundvallaratriðum í málvísindum sem nú eru almennt viðurkennd. Meðal annars segir hann að málblöndun, t.d. fyrir utanaðkomandi áhrif, leiði til einföldunar í málum, að orðaforða megi skipta í grunn- orðaforða og sérhæfðari orðaforða og að rök séu fyrir því að setja fram almenn – jafnvel algild – lögmál um hljóðbreytingar. Síðast en ekki síst er að nefna stutta en áhugaverða kafla um mál sem ekki teljast til indóevrópsku ættarinnar: finnsku, grænlensku og basknesku, auk „asískra“ mála (t.d. hebresku og arabísku). Þann- ig var Rasmus Rask ekki aðeins frumkvöðull indóevrópskrar sam- anburðarmálfræði heldur líka málvísinda í víðtækari skilningi. Í of- análag standa Íslendingar í sérstakri þakkarskuld við þennan snilling fyrir allt hans mikla starf í þágu íslenskrar tungu og ís- lenskra fræða. Íslenska og upphaf nútímamálvísinda Tungutak Þórhallur Eyþórsson Íslandsvinurinn Rasmus Rask Það er eitthvað mikið að í opinbera kerfinu á Ís-landi og þá gildir einu, hvort um er að ræðaríki eða Reykjavíkurborg. Birtingarmyndirþessa vanda eru margar en þær sjást nær daglega í almennum fréttum af því, sem er að gerast í samfélaginu. Undanfarnar vikur hefur það verið end- urbygging gamals bragga í höfuðborginni, sem hefur náð athygli fólks. Síðustu daga er það umframkostn- aður vegna Listasafnsins á Akureyri. En þetta snýst ekki bara um kostnað við fram- kvæmdir, heldur líka dagleg samskipti fólksins í land- inu við opinbera kerfið. Á þeim vettvangi upplifa fleiri og fleiri geðþóttaákvarðanir, sem engar skýringar eru gefnar á og engin rök færð fyrir. Tilraunir til að fá skýringar og svör eru of oft árangurslausar vegna þess að embættismennirnir láta einfaldlega ekki ná í sig í síma eða svara ekki tölvupóstum. Og náist í þá eru endalausar tafir á af- greiðslum mála. Ákvarðanatökur virð- ast vera ótrúlega erfiðar í opinbera kerfinu. Hvað ætli valdi þessu? Fyrir nokkr- um áratugum gat skýringin verið mannafæð. Þá voru sum ráðuneyti ótrúlega mannfá, sem gat skýrt seina- gang í ákvarðanatöku eða upplýsingagjöf. Nú er ekki lengur um slíkan vanda að ræða. Frekar má spyrja, hvort ráðuneytin séu of mannmörg og að viðleitni til að finna verkefni fyrir þann mannfjölda leiði af sér óþarf- lega flóknar boðleiðir. Einu sinni var hópur ungra manna í Sjálfstæðis- flokknum, sem vildi „báknið burt“. Reyndin varð að vísu sú, að það virtist frekar vaxa, þegar þeir komust til valda en það er annað mál. Þess hefur hins vegar ekki orðið vart síðustu áratugi að það hafi verið ofarlega á verkefnalista Sjálfstæðisflokksins að vinda ofan af bákninu. Og hvað ætli valdi því? Líkleg skýring á því hvernig hinn almenni borgari upplifir „kerfið“ er sú, að það hafi vaxið sjálfu sér yfir höfuð og fjarlægst mjög það samfélag, sem það á að þjóna. Að embættismannakerfið finni svo mjög til þess „valds“, sem það telur sig hafa en hefur ekki skv. stjórnskipan landsins heldur kjörnir fulltrúar hverju sinni en þeir hafa sennilega „framselt“ með einhverjum hætti til starfsmanna í ráðuneytum, opinberum stofn- unum og opinberum fyrirtækjum án þess í sumum til- vikum að átta sig á því. Fyrir skömmu sótti ég fund, þar sem þingmaður tal- aði á þann veg, að það mátti ætla að hann hefði gleymt því, að löggjafarvaldið er í höndum þingmanna en ekki framkvæmdavaldsins – það væri beðið eftir tillögum framkvæmdavaldsins um löggjöf! Það er því miður gömul reynsla og ný, að ráðherrar, sem koma inn í ráðuneyti og dvelja þar í misjafnlega skamman tíma verða of oft þjónar ráðuneytisins í stað þess að það þjóni þeim sama ráðherra. Þeir sem hafa eingöngu á sinni starfsævi starfað í einkafyrirtækjum verða þess mjög varir í samtölum við þá, sem eingöngu hafa starfað hjá opinberum aðilum að á milli þessara hópa er hyldjúp gjá í viðhorfum og reynslu. Þeir sem hafa starfað eingöngu í opinbera geiranum skilja ekki að stundum er erfitt fyrir einkafyrirtæki að eiga fyrir launum, að stundum þarf að segja upp fólki, þegar illa árar, sem sjaldan gerist í opinbera kerfinu, að endalaus dráttur á ákvarðanatöku getur orðið einka- fyrirtæki svo dýr að það standi ekki undir þeim kostn- aði og að reglulega þarf að skera niður „fituna“, sem allur rekstur safnar utan á sig með einhverjum hætti. Þessi samskiptavandi er ekki of- arlega í huga þeirra sem starfa innan „kerfisins“ en hann er stundum brýnn frá sjónarhóli þeirra, sem þurfa að leita til þess. Fyrir nokkrum mánuðum fékk ég bréf frá ein- staklingi, sem rekur lítið fyrirtæki og rifjaði upp að nokkrum mánuðum eftir hrun hefði Illugi Gunnarsson, síðar ráðherra en þá þingmaður, komið á fund í hverfa- félagi Sjálfstæðisflokksins í höfuðborginni og haft við orð að æskilegt og nauðsynlegt væri að senda teymi, sem kannski mætti kalla „sérsveit“, inn í nokkur hund- ruð stofnanir og fyrirtæki hins opinbera til að hreinsa þar til og hreinsa út óþarfa kostnað. Hér var ekki átt við „hreinsanir“ af því tagi, sem fóru fram í komm- únistaríkjunum í gamla daga, þar sem fólk með óæski- legar skoðanir var hreinsað út heldur hreingerningu af því tagi, sem reglulega fara fram í einkafyrirtækjum til þess að skera niður kostnað, bæði stóran og smáan. Þetta hefur verið góð hugmynd hjá Illuga og kannski sú hugsun, sem lá að baki hagræðingarnefndinni, sem sett var upp í tíð ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks 2013. En líklega áttu ráðherranir í þeirri ríkisstjórn þátt í því að minna varð úr störfum þess hóps en efni stóðu til vegna þess að þeir hafi ein- faldlega gengið í lið með embættismönnum og þvælst fyrir. Það er tímabært að endurvekja þessa hugmynd Ill- uga Gunnarssonar og nú af meiri staðfestu en áður. Uppstokkun af þessu tagi í opinbera kerfinu er löngu tímabær. Og það sem meira er: hún getur átt þátt í að skapa þá þjóðarsátt í samfélaginu, sem fólki er smátt og smátt að verða ljóst að er brýnasta verkefni þeirrar ríkisstjórnar, sem nú situr. Og vegna þeirrar pólitísku breiddar, sem hún byggist á er hún vel í stakk búinn til þess. Það er heilsusamlegt fyrir opinbera kerfið að kynnast þeim viðhorfum og vandamálum, sem við er að fást í einkarekstri. Uppstokkun í opinbera kerfinu er tímabær Verkefni fyrir eins konar „sérsveit“? Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Ásunnudag eru hundrað ár liðinfrá því að fulltrúar Þýskalands, Frakklands og Bretlands undirrituðu samning um vopnahlé í Compiègne- skógi í Norður-Frakklandi. Norður- álfuófriðnum mikla, sem staðið hafði frá hausti 1914, var lokið eftir óskap- legar mannfórnir. Áður en stríðið skall á, hafði verið friður í álfunni í heila öld. Menn gátu ferðast án vega- bréfa um álfuna þvera og endilanga nema til Rússaveldis og Tyrkjaveldis. Ríkisvaldið virtist þá vera lítið annað en vingjarnlegur lögregluþjónn á næsta götuhorni. Allt þetta breyttist í ófriðnum. Mannkynið virtist heillum horfið. „Mér blæddi inn,“ sagði ung- ur, íslenskur rithöfundur, sem getið hafði sér orð í Danmörku, Gunnar Gunnarsson. Segja má, að til séu tvær hug- myndir um söguna. Hún sé eins og drukkin könguló, sem flækist milli þráða í neti sínu, eða eins og járn- brautarlest, sem renni á teinum frá einum stað á annan. Fyrri hug- myndin virðist eiga vel við um Norðurálfuófriðinn mikla. Hann var stórslys, alls ekki óhjákvæmilegur. Kveikjan að honum var, að 28. júní 1914 myrtu serbneskir þjóðern- issinnar ríkisarfa Austurríkis og konu hans í Sarajevo, sennilega að und- irlagi serbnesku leyniþjónustunnar. Banatilræðið hefði ekki þurft að tak- ast. Margt hefði getað komið í veg fyrir það. Vissulega þráðu Frakkar hefnd eftir ósigur sinn fyrir Þjóðverjum 1871 og stukku á fyrsta tækifærið. Ef til vill voru Rússar líka svo skuld- bundnir Serbum, að þeir urðu að lið- sinna þeim, þegar Austurríki og bandamenn þess vildu hefna morðs- ins á ríkisarfanum. En hvers vegna í ósköpunum fór Stóra-Bretland í stríðið? Það voru reginmistök. Ef ein- hver svarar því til, að Bretar hafi ver- ið skuldbundnir Belgíu (sem Þjóð- verjar réðust á í sókn sinni til Frakklands), þá má benda á, að Bret- ar voru líka skuldbundnir Póllandi 1939 og sögðu Ráðstjórnarríkjunum þó ekki stríð á hendur, þegar Rauði herinn réðst inn í Pólland 17. sept- ember. Hefðu Bretar ekki farið í stríðið 1914, þá hefðu miðveldin, Austurríki og bandamenn þess, ekki verið lengi að sigra Frakka og Rússa. Stríðið hefði orðið stutt. Þess í stað var það ekki til lykta leitt, fyrr en Bandaríkjamenn gerðu sömu mistök og Bretar á undan þeim og fóru í stríðið. Afleiðingarnar urðu alræði kommúnista og nasista í Rússlandi og Þýskalandi. Vorið 1940 voru aðeins sex lýðræðisríki eftir í Norðurálfunni, Stóra-Bretland, Írland, Ísland, Sví- þjóð, Finnland og Sviss, og áttu undir högg að sækja. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð 11. nóvember 1918

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.