Morgunblaðið - 10.11.2018, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.11.2018, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2018 Útbýtt hefur verið á Alþingi svari Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráð- herra við fyrirspurn Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata, um atkvæðagreiðslu utan kjörfund- ar. Taldi ráðherra ekki unnt að svara spurningu þingmannsins. Fyrirspurnin var svohljóðandi: „Í hvaða tilvikum í kosningum til Alþingis, forsetakosningum og sveitarstjórnarkosningum frá 2009 hafa kjósendur þurft að fara út fyrir sveitarfélag sitt á kjörstað til að greiða atkvæði utan kjörfundar, sbr. 1. mgr. 58. gr. laga nr. 24/2000? Hve langt þurftu kjósendur að fara í framangreindum tilvikum til að greiða atkvæði utan kjörfundar? Óskað er eftir upplýsingum um vegalengdir í kílómetrum.“ Í löngu svari ráðherra er lýst ferli atkvæðagreiðslu utan kjörfundar. M.a. er bent á að í lögum sé ekki gert ráð fyrir að kosning utan kjör- fundar verði í hverju og einu sveit- arfélagi. Bent er á í svarinu að í einu sveit- arfélagi geti t.d. verið margir byggðarkjarnar auk dreifbýlis eða engir byggðarkjarnar og aðeins bú- seta í sveitum. Engin tök séu á að afla upplýsinga um vegalengdir sem kjósendur sem búsettir eru í sveit- um þurfa að fara til þess að kjósa ut- an kjörfundar, enda vegalengdirnar afar misjafnar eftir því hvort miðað sé við þann bæ sem lengst er frá byggðarkjarna sem kosið er í eða næst honum. „Með vísun til framangreinds tel- ur ráðuneytið ekki unnt að svara spurningunni um það hve langt kjósendur hafa þurft að fara í þeim tilvikum sem þeir hafa ekki getað greitt atkvæði utan kjörfundar í sveitarfélagi sínu,“ segir að lokum í svari ráðherra. sisi@mbl.is. Ekki var unnt að svara þingmanni Morgunblaðið/Heiddi Kosning Löng biðröð við kjörklefa.  Björn spurði um akstur á kjörstað Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Vörurnar frá tetesept fást í öllum helstu apótekum og heilsuvöruverslunum EKKI láta haustið ná þér Fjölmenni sótti styrktartónleika, sem Lionsklúbburinn Fjörgyn í Grafarvogi í Reykjavík stóð fyrir á fimmtudagskvöld í Grafarvogs- kirkju til styrktar Barna- og ung- lingageðdeild Landspítalans, BUGL. Er þetta í sextánda skipti sem Fjörgyn heldur styrktartónleika fyrir BUGL. Samkvæmt upplýs- ingum frá klúbbnum hefur hann samtals styrkt BUGL um 45 millj- ónir króna á þessum tíma og rekur tvo bíla fyrir deildina. Meðal þeirra listamanna sem komu fram á tónleikunum voru Ragnar Bjarnason, Helgi Björnsson, Sigríður Thorlacius, Sigurður Guð- mundsson, Guðrún Gunnarsdóttir og Sigríður Beinteinsdóttir. Morgunblaðið/Ómar BUGL Hús Barna- og unglingageð- deildar Landspítala við Dalbraut. Hafa styrkt BUGL um 45 milljónir Guðni Einarsson gudni@mbl.is Ljóst er að sæstrengur til raforku- flutninga á milli Íslands og Stóra- Bretlands (Ice Link) er kominn á verkefnalista Evrópusambandsins (ESB) með blessun og samþykki ís- lenskra stjórnvalda, að mati Friðriks Daníelssonar, ritstjóra heimasíðu Frjáls lands (frjalstland.is). „Í athugasemd vegna ummæla formanns Sambands garðyrkju- bænda sem birtist á heimasíðu at- vinnuvega- og nýsköpunarráðuneyt- isins 1. nóvember stendur að engar millilandatengingar fari á verkefna- lista ESB, sem er kallaður PCI eða Projects of Common Interest, nema með samþykki viðkomandi stjórn- valda. Nú er þetta verkefni komið á listann og þá hlýtur ráðuneytið að vera búið að samþykkja þetta,“ sagði Friðrik. Tengill á skýrslu ACER (sam- starfsstofnunar eftirlitsaðila á orku- markaði ESB) um uppbyggingu og millitengingu orkukerfa ESB og EES er birtur á heimasíðu Frjáls lands. Skýrslan var gefin út 7. júlí 2017. PCI-listinn hvað varðar raf- orku er í 5. viðauka. Þar er verkefni 1.13 tenging milli Íslands og Stóra- Bretlands (nú þekkt sem „Ice Link“) að því er segir í töflunni. Að fram- gangi verkefnisins vinna Landsnet, Landsvirkjun og National Grid Int- erconnector Holdings Ltd. Staða verkefnisins er sögð vera „í athug- un“. Þess er vænst að sæstrengurinn verði tekinn í notkun árið 2027. Fram kemur á bloggsíðu Frjáls lands að nýjasti PCI-listi fram- kvæmdastjórnar ESB hafi verið gef- inn út í apríl á þessu ári. Fram- kvæmdastjórnin gefur slíka lista út annað hvert ár. Friðrik sagði að búið væri að setja sæstrengsverkefnið Ice Link á næsta stig eða á svonefnd- an Union-lista (Annex VII við reglu- gerð 347/2013) sem þýddi að verk- efnið væri komið í forgang hjá ESB. „Mér varð bylt við þegar ég sá að þetta verkefni var komið á Union- listann. Á hann er búið velja þau PCI-verkefni sem fá forgang. Svo virðist sem Ice Link-verkefnið sé á því stigi,“ sagði Friðrik. Heimild: Verkefnalisti ESB í orkumálum, PCI, Project of Common Interests Fyrirhuguð verkefni í orkumálum í Evrópu Háspennu- lína/strengur Gasleiðsla Olíuleiðsla Ice-Link Fyrirhugaður sæstrengur milli Íslands og Bretlandseyja Ice Link-strengurinn er á lista ESB  Fer ekki á listann nema með sam- þykki stjórnvalda, segir ráðuneytið Borgarráð hefur veitt VR vilyrði fyrir lóð ásamt byggingarrétti fyrir 36 íbúðir í Úlfarsárdal. Félaginu verður heimilt að byggja tvö fjöl- býlishús á byggingarreitnum sem er við Skyggnisbraut, Gæfutjörn og Silfratjörn, samtals 3.225 fermetrar að stærð. VR hefur lýst yfir áhuga á að standa fyrir uppbyggingu leiguhús- næðis fyrir félagsmenn sína og und- irbúið málið. Fram hefur komið að félagið er reiðubúið til að standa að fjármögnun slíks verkefnis, meðal annars með fé úr félagssjóði sínum. Vilyrði fyrir lóðinni gildir í sex mán- uði og er bundið því skilyrði að VR stofni leigufélag sem rekið verður án hagnaðarsjónarmiða með það að markmiði að tryggja húsnæðis- öryggi og hagkvæma leigu. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Úlfarsárdalur VR hyggst byggja tvö fjölbýlishús fyrir leigufélag sitt. VR fær lóð í Úlfarsárdal

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.