Morgunblaðið - 10.11.2018, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 10.11.2018, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2018 ✝ HlynurSnær Árnason fæddist í Reykjavík 11. ágúst 2002. Hann lést á heimili sínu í Fanna- fold 130 í Reykjavík 26. október 2018. Foreldrar hans eru Árni Gunnar Ragnarsson, f. 15.10. 1974, og Guðlaug Rún Gísladóttir, f. 10.3. 1975. Bróðir Hlyns Snæs var Dagur Freyr Árnason, f. 10.8. 2001, sem lést 16.8. 2001. Foreldrar Árna eru Ragnar Ragnarsson, f. 1.3. 1953, og Eygló Sigríður Gunnarsdóttir, f. 24.3. 1950. Þau slitu samvistum. Núverandi eiginkona Ragnars er Lea Oddsdóttir, 27.9. 1955. Dóttir hennar er Sigurlaug Birna Leudóttir, f. 24.11. 1992. Foreldrar Guðlaugar eru Gísli Svavarsson, f. 15.2. 1943, d. 8.9. 2001, og Guðlaug Bjarnadóttir, f. 17.11. 1943. Fyrstu árin bjó Hlynur Snær í Vesturbergi í Breiðholti og var í leikskólanum Vinaminni. Þegar hann var tveggja ára flutti fjöl- skyldan til Sví- þjóðar og bjó í Stokkhólmi í þrjú ár. Við heimkomu var flutt í Graf- arvoginn, þar sem hann bjó til síðasta dags. Hlynur Snær fór í Foldaskóla fyrstu árin, en í 8. bekk flutti hann sig um set og kláraði grunnskólagönguna í Tjarn- arskóla, sem var mikið gæfu- spor. Við lok grunnskólans ákvað Hlynur Snær að fara í Borgarholtsskóla, sem var enn eitt gæfusporið. Útför Hlyns Snæs fer fram frá Lindakirkju í Kópavogi í dag, 10. nóvember 2018, og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku hjartans drengurinn okkar. Við erum ennþá að bíða. Bíða eftir að þú komir heim úr skólanum, með þitt fallega bros og geislandi af gleði. En það er vond tilfinning að upplifa að þú sért far- inn frá okkur og að við foreldr- arnir þurfum að takast á við lífið án ykkar bræðranna. En eitt er víst að við eigum langfallegustu englana. Við vonum og trúum að nú séuð þið bræðurnir, með afa Gísla, að taka upp á einhverju sniðugu og prakkarast eitthvað. Allt frá því við fengum þig í fangið fyrir 16 árum varst þú svo fullkominn, hjartahlýr, góður og snertir svo marga með góðvild þinni og hjálpsemi. Það er okkur styrkur í sorginni að vita til þess hversu mörg hjörtu þú snertir, og ekki bara á yfirborðinu, heldur djúpt niður í rætur. Það er margs að minnast á þinni stuttu ævi því við gerðum svo margt saman. Við tókum hlut- verkið okkar að búa til minningar mjög alvarlega. Minningar sem eru okkur núna ómetanlegur styrkur í sorginni. Hvíl í friði, við munum ávallt sakna þín. Mamma og pabbi. Elsku ömmustrákurinn minn blíði og kærleiksríki, Hlynur Snær, er dáinn. Ég sé hann ekki oftar, fæ ekkert knús eða faðmlag og orðin þín „mér þykir svo mikið vænt um þig, amma mín“ og „get ég ekki hjálpað þér eitthvað“ heyri ég ekki oftar. Svona var Hlynur minn við mig og alla sem honum þótti vænt um. Minningin um þig er ljós sem lifir. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér Og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer Þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Ég bið guð að halda verndar- hendi yfir Gullu Rún og Árna Gunnari og gefa okkur öllum sem elskuðum hann styrk á þessari erfiðu stundu. Þín amma, Guðlaug Bjarnadóttir (Lau Lau). Árið 2001 hringdi sonur minn í mig og óskaði mér til hamingju með að vera orðinn afi. Þetta var 10. ágúst. Því miður auðnaðist mér ekki lengi að vera afi í þetta sinn. Dagur Freyr lifði aðeins í sex daga eftir að hafa fæðst löngu fyrir tímann. Ári síðar, eða 11. ágúst 2002, hringdi sonur minn í mig aftur og tjáði mér að ég væri aftur orðinn afi. Hlynur Snær fæddist líka sem fyrirburi. Hann dafnaði vel og eftir nokkrar vikur á vökudeild var hann kominn heim. Hann var ekki mjög gamall þegar hann kom til fyrst til okkar til Vestmannaeyja, að heimsækja afa, ömmu Leu og Sigurlaugu. Þá varð ekki aftur snúið þar sem hann vildi oft koma út í Eyjarnar. Ég man eftir því að ég kom við í Vesturberginu, einu sinni sem oft- ar, eftir vinnu þá var hann að borða og ég sagði að afi væri að fara í skipið. Þá rétti sá litli upp hendurnar, kyssti afa sinn og knúsaði og hann ætlaði að koma með. Hlynur Snær kom oft til Eyja, annað hvort með flugi eða Herjólfi. Honum þótti skemmti- legast þegar smá ólga var á sjón- um, var aldrei sjóveikur. Hlynur Snær átti við sína erf- iðleika að etja. Hann greindist ungur á einhverfurófinu og gerði það lífið stundum erfitt, lenti með- al annars í einelti í grunnskóla. Honum gekk vel að læra að lesa og var orðinn fluglæs aðeins sex ára gamall. Hann las mikið á þess- um tíma þar á meðal allar Harry Potter-bækurnar áður en hann varð sjö ára. Hann hringdi alltaf í afa sinn og ömmu Lea og las upp einkunnirnar sínar mjög stoltur af árangrinum. Honum þótti skemmtilegast þegar hann var yngri að koma á Þrettándagleðina í Eyjum. Að horfa á alla jólasveinana koma niður úr fjöllunum ásamt tröllun- um og álfunum. Eitt sinn var afi með honum, og var með Valshúfu, og þegar jólasveinarnir gengu framhjá sagði einn: „Er pabbi þinn Valsari?“ Þá greip sá stutti í afa sinn og spurði: „Hvernig veit jólasveinninn að pabbi er Vals- ari?“ Afinn svaraði á þann lund að jólasveinarnir vissu allt. Ekki var það bara Þrettándinn sem dró hann í Eyjarnar heldur þótti hon- um óskaplega gaman á Þjóðhátíð. Svo gaman að það var frekar hann sem dró foreldrana með í Herj- ólfsdal. Þegar Hlynur Snær kom í heimsókn til okkar í Eyjum þá var hann alltaf með ákveðnar óskir um matseðil. Réttirnir sem hann pantaði alltaf voru steiktur fiskur í raspi og bjúgu með hvítri sósu. Honum leið það vel í Eyjum að hann talaði oft um að flytja þang- að þegar hann yrði stór. Þrátt fyr- ir að hafa haldið að hann væri í út- löndum, í eitt af fyrstu skiptunum þegar hann kom í heimsókn. Þá horfði hann á fréttirnar gáttaður og spurði pabba sinn: „Pabbi, er líka íslenska í þessu sjónvarpi?“ Á þessum sextán árum sem við fengum að hafa þig hér hjá okkur er margs að minnast. En vænst þykir okkur um að hafa fengið að „passa“ þig síðastliðinn septem- ber þegar pabbi þinn tók þátt í Berlínarmaraþoninu og mamma þín fór með út sem klappstýra. Þessir dagar okkar saman eru okkur einstaklega kærir nú þegar við lítum til baka. Elsku Hlynur Snær okkar. Við kveðjum þig með ómælanlegum söknuði og harmi í hjarta. Við elskum þig. Ragnar Ragnarsson og Lea Oddsdóttir. Með söknuð í brjósti ég horfi í húmið og hjartað af meðaumkun leitar í rúmið í orðlausri, einmana þrá. Í dimmu er falin hin fáklædda þjáning, svo flögrar um hugskotið sorgbitin tjáning því vonin er allt sem ég á. Í örmagna myrkrinu depurð mín dafnar og dagur í hyldjúpri gröf sinni hafnar er stjarna á skuggana skín. Með söknuði blæs ég í brögðóttar glæð- ur svo binst ég þeim tíma sem ferðinni ræður og felur nú fótsporin þín. Og hugurinn minn verður þyngri og þyngri, ég þreifa á kodda með titrandi fingri og ilmur þinn umlykur mig. Og tárin þau setjast á sængina mína, með söknuði þrái ég nærveru þína því sálin mín sér bara þig. (Kristján Hreinsson) Hvíldu í friði, elsku gullmoli Hlynur Snær. Minning þín mun lifa í hjarta mínu að eilífu. Amma Eygló. Eygló S. Gunnarsdóttir. Elsku hjartans Snúður Snærinn minn. Það er ekki oft sem mig skortir orð en núna á ég engin. Þau hurfu einhvern veginn öll þegar ég var látin vita að þú værir farinn frá okkur. Ég man bara að hafa heyrt: „Ég veit ekki hvernig ég á að segja þér þetta.“ Og, ég veit ekkert hvað ég á segja. Ég hef enga hugmynd um hvernig ég á að reyna að byrja að fylla það tómarúm sem að þú skildir eftir þig. Hvort að ég nái því yfir höfuð einhvern tímann. Því meira sem ég hugsa um þennan nýja raunveruleika, án þín, þá beinast hugsanirnar allar að því sem ég átti eftir að segja þér. Eins og hversu ótrúlega þakklát ég er að hafa fengið þig sem frænda, og hér um bil litla bróður, minn í þessi sextán ár sem við áttum saman. Ég get ekki sagt hversu þakklát ég er að hafa fengið að alast upp með þig alltaf mér við hlið. Að ég hafi fengið að sjá þig á hverjum degi í þetta heila ár þegar ég bjó hjá ykkur. Að ég var svona óskaplega heppin að fá að fylgjast með þér þroskast meira með hverjum deginum. Þroskast í þennan unga mann sem þú varst orðinn. Unga manninn með gullfallega sál og ennþá betra hjarta. Og, ég veit hreinlega ekki hvort eða hvenær ég mun hitta annað eins hjarta. Hvort eða hve- nær ég mun hitta aðra eins mann- eskju eins og þig. Og, elsku Hlyn- ur, heiðurinn er allur minn að hafa fengið að þekkja þig og vera partur af lífinu þínu. Við töluðum oft um hvað það er mikilvægt að vera hreinskilinn. Sérstaklega þegar kemur að til- finningunum og hvernig okkur líð- ur. Og, ef að ég á að vera full- komlega hreinskilin þá er það eina sem ég finn fyrir núna ómælan- legur söknuður. Svo mikill sökn- uður að ég veit ekkert hvað ég á að gera við hann. Annað en að hlusta á rólegu útgáfuna af Ég veit það eftir Svölu. Lagið sem við féllum bæði fyrir og elskuðum jafn mikið frá fyrstu hlustun. Og, þar sem ég á engin orð sjálf akkúrat núna þá ætla ég fá hennar lánuð: Tilveran er ekki úthugsað plan, einföld í fyrstu, svo hefst baráttan. Beygjur og sveigjur og kvíði og allskonar rugl, enginn sleppur við það allt saman. En stundum sól. Ó, já. Þú ert mín sól. Hvíldi í friði, elsku gullið mitt. Ég elska þig. Svo mikið. Alltaf. Sigurlaug Birna Leudóttir. Elsku besti Hlynur Snær. Það var mikil gleði þegar þú bættist við í frændsystkinahóp- inn og því erfitt að lýsa sorginni þegar þú kvaddir. Það var alltaf svo mikil gleði og hlýja í kringum þig og því þykir einungis við hæfi að rifja upp nokkrar af þeim mörgum góðum minningum sem við eigum um þig. Það er ekkert sem jafnast á við hlýju knúsin þín sem voru alltaf stútfull af ást. Enginn var skilinn útundan! Þarna skein einlægnin þín í gegn og það fór ekki á milli mála að knúsið kom beint frá hjartanu. Þú varst svo jákvæður og áhugasamur um sögur sem aðrir höfðu að segja þér. Þetta fannst okkur ansi fullorðinslegt hjá þér, elsku litli frændi, sem hugsaðir alltaf um fólkið í kringum þig! Það er margt sem má læra af framkomu þinni við aðra. Það má samt ekki gleyma því hvað þú varst mikill prakkari. Við munum eftir nokkrum veislum þar sem gestirnir fengu næstum áfall því þú fannst hvergi. Svo kom í ljós að þetta var bara feluleikur sem þú tókst af meiri alvöru en allir í kringum þig! Það var frábært að sjá hvað þú varst alltaf sannur sjálfum þér. Þú lést engan halda aftur af þér. Ákveðinn, ljúfur og einstakur á einstaklega skemmtilegan hátt. Þú hugsaðir um heiminn á svo áhugaverðan hátt að maður gat ekki gert annað en að opna augun og lært af þér. Þvílíkur gleðigjafi! Á svona stundu er gott að geta litið til baka og vitað af væntum- þykjunni sem ríkti í kringum þig. Þið fjölskyldan voruð öll svo góð við hvert annað. Þið höfðuð gam- an af því að stríða hvert öðru en voruð á sama tíma sterk og traust heild. Við eigum öll mjög góða foreldra. En við vildum óska þess að foreldrar okkar færu með okk- ur í mánaðar ferðalag til Ástralíu eða útskriftarfögnuð á allra bestu söngleiki og tónleika! Það fór ekki á milli mála að allir elskuðu þig í botn. Þú varst heldur ekki feiminn að tjá ást þína á móti, bæði með orðum og gjörðum. Við erum ekki jafn góð í þessu og þú, en við vildum að þú vissir hvað okkur þykir öllum vænt um þig. Kæri frændi. Minning þín lifir enn og mun svo sannarlega gera það um ókomna tíð. Takk fyrir gleðina, ástina og kærleikann. Við munum alltaf hugsa til þín þegar við klæðumst einhverju appelsínugulu. Þín frændsystkini. Þórdís Stella Þorsteins, Halldóra Þöll Þorsteins, Guðjón Trausti Skúla- son, Rúnar Viktor Guð- jónsson, Trausti Þór Þorsteins, Garðar Elí Jónasson, Hildur María Jónasdóttir, Júlía Sylvía Gunnarsdóttir. Það er þyngra en tárum taki að skrifa minningargrein um hann frænda okkar, Hlyn Snæ, sem nú er horfinn frá okkur svo allt, allt of snemma. Þegar við fjölskyldan minn- umst hans kemur fyrst upp í huga okkar allra hversu hlýr og ljúfur Hlynur Snær var, sífellt að hæla öðrum og hrósa. Hlynur var mikill húmoristi og stríðinn. Ákaflega bókstaflegur og var ekki annað hægt en að hlæja þegar hann sneri út úr því sem maður sagði. Hann var nefnilega mjög orðheppinn og oft afar sniðugur í svörum. Það var alltaf einfalt að velja gjafir fyrir Hlyn, lengst af voru næstum einungis bækur á listan- um en með árunum fóru Harry Potter, sprotar og Pop-kallar að bætast við. Það var alveg magn- að að fylgjast með honum lesa hverja bókina á fætur annarri og hann var ekki hár í loftinu þegar bækur á ensku voru orðnar fyrir valinu. Þær eru ófáar bækurnar sem hafa ratað inn á heimilið okk- ar því hann var sífellt að gefa frændum sínum bækur og dót sem hann var hættur að nota. Þær eru margar minningarnar sem koma upp í hugann þegar litið er til baka eins og þegar við vorum stödd í Vestmannaeyjum fyrir nokkrum árum en Hlynur var þá í heimsókn hjá Ragga og Leu. Krakkarnir eyddu öllum deginum í að taka upp stuttmynd og höfðu gaman af. Þetta reyndist svo vera hin fínasta afþreying. Það læddist bros yfir Stefán og Davíð þegar við rifjuðum upp þennan dag og eins spilakvöldið þar sem Hlynur fór á kostum. Svo einlægur í svör- um að sannleikurinn um hin ýmsu leyndarmál vall upp úr honum, það var mikið hlegið það kvöld. Það er svo erfitt að hugsa til þess að þú sért ekki lengur með okkur. Við söknum þín mikið og þú verður ávallt í huga okkar. Við munum hlýja okkur við minning- arnar sem við eigum um þig, þær eru dýrmætar. Er sárasta sorg okkur mætir Og söknuður huga vorn grætir Þá líður sem leiftur úr skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum (HJH) Hvíl í friði, elsku frændi. Bjarni, Bylgja, Stefán Ingi, Davíð Þór og Arnar Freyr. Síðustu vikurnar hefur verið gott að ylja sér við góðar minn- ingar og er hlýtt faðmlag elsku Hlyns okkar klárlega mjög ofar- lega þar á blaði. Hlynur Snær var hjartahlýtt sjarmatröll, sem stimplaði sig sterkt inn í hjörtu okkar þegar við sáum hann fyrst – agnarlítinn og að því er virtist svo brothættan að við þorðum varla að anda. Það átti svo heldur betur eftir að togna úr honum og var gaman að fylgjast með honum þroskast, dafna og auðvitað að ná langþráðu takmarki sínu að vaxa okkur öllum vel yfir höfuð! Hlynur Snær var stoltur ein- hverfur og ekki mikið fyrir marg- menni. Oft þótti honum samkom- ur stórfjölskyldunnar full hávaðasamar og dró sig þá gjarn- an í hlé þangað sem færri voru og áreitið minna. Hann var stríðinn húmoristi og fannst fátt skemmti- legra en að gera grín að pabba sín- um og mömmu, en átti stundum erfitt með að skilja glens annarra og spurði þá gjarnan hreint út hvort við værum að meina það sem við segðum, eða hvort þetta væri kaldhæðni. Hann las mikið þegar hann var yngri og þótti þá gott að liggja yfir þykkum doð- röntum eins og Harry Potter, eða verkum eins og Biblíunni af því hann vildi kynna sér þessa bók sem hann hafði oft heyrt talað um. Hlynur var óspar á falleg orð eða hrós til þeirra sem hann fannst eiga þau skilið og skipti þar engu hvort viðtakendur væru hans nán- ustu eða fólk á förnum vegi, enda fannst honum mikilvægt að fólk vissi að honum þætti þau t.d. hafa fallegt bros eða væru með falleg augu. Samband fjölskyldunnar í Fannafoldinni er einstakt og Hlynur var umvafinn ást og kær- leik frá fyrstu tíð. Árni Gunnar og Gulla tóku virkan þátt í áhugamál- um sonarins, sýndu endalausan stuðning í verki og vöktu yfir vel- ferð hans. Að burðast með þykka húfu sem var dreift við rásmark heilt maraþon í steikjandi hita bara af því að hún var í uppáhalds- litnum hans Hlyns, eða vera tilbú- in til að „liggja á hvolfi“ allar vik- urnar á meðgöngudeildinni ef þyrfti, var svo sjálfsagt að ekki þurfti að ræða það neitt frekar. Tíminn var vel nýttur og hafsjór af góðum minningum safnað í stóra fjársjóðskistu sem gott er að sökkva sér í núna. Draumaferðin til Ástralíu, þar sem dýravinurinn Hlynur var í essinu sínu með pöndum og kóalabjörnum, eða út- skriftarferðin til London þar sem söngleikjanördinn fékk að njóta sín, voru ævintýri frá upphafi til enda. Það er óendanlega sárt að horfa á eftir kærum frænda í blóma lífsins. Því fögnum við öll- um góðu minningunum, samveru- stundunum, faðmlögunum og fal- legu orðunum og keppumst við að senda snillingnum okkar allra kærustu hugsanir og strauma. Við þökkum fyrir samfylgdina, elsku Hlynur Snær. Minning ykkar bræðra lifir alltaf! Elsku Árni Gunnar og Gulla, Eygló, Raggi, Lea, Guðlaug, Sig- urlaug Birna og Tinni. Megi allar góðar vættir halda utan um ykkur og styðja um ókomna tíð. Erla, Eygló og Gunnar Traustabörn. Það tók ekki langan tíma fyrir Hlyn að vinna sér stað í hjarta okkar allra hér í Reynigrundinni. Hlynur og Karólína kynntust í Tjarnarskóla og það hefur verið mjög gefandi að fylgjast með vin- áttu þeirra mótast, dafna og þroskast. En einhver ólýsanleg tengsl voru þeirra á milli. Ein- lægni, hreinskilni, forvitni, þraut- seigja og gleði eru meðal þess sem kemur upp í hugann þegar við hugsum til elsku Hlyns, sem við munum sakna alveg svakalega mikið. Það leið varla sá dagur sem við heyrðum ekki í honum, feng- um í heimsókn eða Karólína varði í Fannafoldinni. Það er sárt að vita til þess að við munum ekki fá að njóta fleiri samverustunda með honum en svo margar skemmti- legar minningar koma upp í hug- ann um ljúfan dreng sem kveður allt of allt of fljótt. Við kveðjum Hlyn með söknuði og þakklæti fyrir þann tíma sem við fengum. Elsku Gulla og Árni, við sam- hryggjumst ykkur innilega og sendum ykkur og fjölskyldum ykkar samúðarkveðjur. Jóna, Stefán, Soffía, Karólína og Kristín Birna. Hlynur Snær var í miklum met- um á okkar heimili. Í hvert skipti sem við hittumst mætti okkur op- inn faðmur, hlýja og húmor. Hans er sárt saknað. Hann fæddist fyrir tímann og þá var alls ekki öruggt að hann myndi lifa. Hann var hinsvegar á öðru máli og fljótlega óx hann upp í þann sterka einstakling sem við kveðjum í dag. Hann var kannski ekki sá líkamlega sterkasti enda þurfti hann að bera með sér ákveðnar afleiðingar þess að hafa fæðst of snemma. Styrkur hans var á andlegu hliðinni og því til viðbótar hafði hann mikinn styrk af foreldrum sínum sem voru til mikillar fyrirmyndar í sínu hlut- verki. Hlynur Snær var skarpgreind- ur og sá hlutina oft í allt öðru ljósi en við hin. Húmorinn var hárbeitt- ur og skemmtilega ögrandi. App- elsínugult var lengi vel eini litur- inn sem skipti máli og Liverpool var ekki alltaf besta liðið, hvað svo sem pabbi og afi sögðu. Veislur og aðrir mannfagnaðir voru ekki skemmtun, nema þegar safnast var saman til að spila D&D eða aðra skemmtilega leiki. Megir þú hvíla í friði, elsku frændi, við hlið bróður þíns. Ynd- islegar minningar munu lifa um ókomna tíð. Örn og Herdís. Sárt er að missa vini fyrir fullt og allt. Einkanlega þá ungu sem eiga framtíð fyrir sér. Okkur sem erum komin á efri ár fannst dýr- mætt að eiga slíkan vin sem hóf framhaldsskólagöngu nú í haust; fullorðinslegan strák með blik í auga og látlausa framkomu en sterka nærveru. Hlynur Snær var nágranni okkar í Grafarvogi. Allra fyrst sem forvitið barn, svo íhugull og elskulegur stráklingur sem sýndi okkur sérstæða umhyggju. Og allt í einu breyttist hann hratt, eins og verða vill, í bráðþroska ungling með persónuleika sem einkennd- Hlynur Snær Árnason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.