Morgunblaðið - 10.11.2018, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 10.11.2018, Blaðsíða 52
Sýningin Innrás IV eftir Margréti Helgu Sesseljudóttur verður opnuð í Listasafni Reykjavíkur – Ásmundarsafni við Sigtún í dag kl. 16. Meðal þess sem Margrét nýtir í list sinni er fundið efni en einnig notast hún við sjálfa sig til þess að skapa skúlptúra og upplifanir. Sýn- ingarstjóri er Sigurður Trausti Traustason. Innrás Margrétar Helgu í Ásmundarsafni LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 314. DAGUR ÁRSINS 2018 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í lausasölu 1.108 kr. Áskrift 6.960 kr. Helgaráskrift 4.346 kr. PDF á mbl.is 6.173 kr. iPad-áskrift 6.173 kr. Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Skagamaðurinn ungi Arnór Sig- urðsson er í fyrsta skipti í A- landsliðshópi karla í knattspyrnu en Erik Hamrén valdi í gær 25 leik- menn fyrir leikina gegn Belgíu og Katar sem fram fara dagana 15. og 19. nóvember. Fimm leikmenn eru forfallaðir vegna meiðsla og þá er Ragnar Sigurðsson í leikbanni. Egg- ert Gunnþór Jónsson gæti leikið sinn fyrsta landsleik í sex ár. » 1 Arnór í landsliðinu í fyrsta skipti Bergljót Arnalds syngur einsöng með Hörpukórnum og hljómsveit á tónleikum í Selfosskirkju á morgun kl. 16 undir stjórn Guðmundar Eiríkssonar píanóleikara. Frumflutt verður lagið Fiðrildavængir sem Bergljót samdi fyrir Guðrúnu Laxdal, dóttur Jóns Laxdal tónskálds og El- ínar konu hans, en Guðrún var amma söngkonunnar. Einnig mun Hörpukórinn frum- flytja útsetningu kórstjórans á lag- inu „Speak Softly Love“ úr Godfather sem á íslensku nefn- ist „Mæltu hljótt“. Jafnframt syngur Bergljót nokkur ein- söngslög á frönsku. Bergljót og Hörpu- kórinn í Selfosskirkju ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Ég mun halda áfram að búa til kok- teila á meðan mér finnst það skemmtilegt. Ég held áfram á með- an ég er hamingjusöm,“ segir Þór- hildur Kristín Lárentsínusdóttir sem sigraði í kokteilakeppninni Brennivín Tikitail 2018 sem haldin var á miðvikudagskvöld. Þórhildur er 22 ára og hefur starfað sem bar- þjónn meðfram námi síðustu fjögur ár. Hún er nú á fyrsta ári í lögfræði við Háskóla Íslands. Áður stundaði hún nám í Kvikmyndaskóla Íslands. Brennivín í stað romms Kokteilakeppni þar sem íslenskt brennivín er í aðalhlutverki er haldin á hverju ári. Að þessu sinni fór hún fram á Miami Cocktail Bar á Hverf- isgötu 33. Þema keppninnar nú voru svokallaðir Tiki-kokteilar en gerð var krafa um að brennivín skyldi vera í forgrunni bragðs og lyktar af drykknum. „Tiki-þemað kemur frá Kyrrahaf- inu en það voru Kanar sem bjuggu til þessa menningu á fjórða áratug síðustu aldar. Venjulega eru Tiki- kokteilar gerðir með rommi en þetta var íslenska aðferðin að Tiki,“ segir Þórhildur, sem er barþjónn á Tapas- barnum. „Ég bað fólkið í salnum að fara með mér aftur til Íslands árið 1933. Ég notaði íslenskt hráefni sem þá var til í kokteilinn; brennivín sem ég lét liggja í eik, mysu en í þá daga var ekki hægt að fá lime, rabarbara- þykkni, berjalíkjör sem við bjuggum til sjálf – berin komu í stað ferskra ávaxta – og rauðvín frá Torres. Hérna fékkst auðvitað spænskt rauðvín eftir að banninu var aflétt þegar Spánverjar hótuðu að hætta að kaupa af okkur fisk og Torres var fyrsta vínið sem var flutt inn. Þenn- an kokteil bar ég fram á eldgosi sem ég bjó til sjálf,“ segir Þórhildur. Fer til New Orleans Ellefu keppendur tóku þátt í kok- teilakeppninni á miðvikudag eftir að dómnefnd valdi úr hópi umsækj- enda. Dæmt var eftir bragði, lykt, heildarhugmynd og útliti kokteilsins ásamt fagmennsku, framreiðslu og framsetningu keppenda. Þá þreyttu keppendur skriflegt próf þar sem reyndi á þekkingu þeirra á brenni- víni og sögu þess. Fyrir sigurinn hlýtur Þórhildur að launum ferð á Tales of The Cocktails í New Orleans, eina virtustu kokteil- hátíð heims. Í dómnefnd sátu Joe Spiegel, stofnandi Brennivín Am- erica, Hlynur Árnason, þróunar- stjóri brennivíns hjá Ölgerðinni, og Kári Sigurðsson, sigurvegari keppn- innar árið 2015. Ljósmynd/Einar Ingi Sigmundsson Sigurvegari Þórhildur Kristín Lárentsínusdóttir sló í gegn á Miami Cocktail Bar. Þemað var Ísland árið 1933. Notaði rabarbara og mysu í sigurkokteilinn  Þórhildur Kristín sigraði í kokteilakeppni brennivíns

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.