Morgunblaðið - 10.11.2018, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 10.11.2018, Blaðsíða 38
38 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2018 ✝ ÞorsteinnSveinsson fæddist 2. maí 1924 á Góustöðum í Skutulsfirði. Hann lést á Hjúkrunar- heimilinu Dyngju á Egilsstöðum 2. nóvember 2018. Þorsteinn ólst upp á Góustöðum ásamt sex bræðr- um, Guðmundi, Magnúsi, sem lést ungur, Vilhjálmi, Sigurði, Gunnari og Ólafi, sem lifir bræður sína. Foreldrar þeirra voru Sveinn Guðmundsson frá Hafrafelli í Skutulsfirði, útvegsbóndi og netagerðarmaður, og Guðríður Magnúsdóttir húsmóðir frá Sæ- bóli í Aðalvík. skólaárunum stundaði hann sjómennsku, meðal annars síld- veiðar fyrir Norðurlandi á bát- um frá Akranesi, og oftast var hann netamaður. Eftir Samvinnuskólann var hann bókari í ríkisbókhaldinu. Flutti 1947 til Djúpavogs og starfaði sem kennari þar í eitt ár. Þorsteinn varð síðan kaup- félagsstjóri Kaupfélags Beru- fjarðar á Djúpavogi. Hann flutti til Egilsstaða 1967 og gerðist kaupfélagsstjóri Kaup- félags Héraðsbúa og starfaði þar til 1989 er hann lét af störf- um. Árið 1975 keypti hann jörðina Miðhúsasel í Fellum og lagði þar stund á hugðarefni sín; að rækta upp jörðina. Fyrst heyskap og síðar skógrækt, sem ávallt var hans áhugamál. Á Djúpavogsárum sínum stofn- aði hann ásamt fleirum Skógræktarfélag Djúpavogs og hóf það gróðursetningu. Þar er nú útivistarparadís. Útför Þorsteins fer fram frá Egilsstaðakirkju í dag, 10. nóv- ember 2018, klukkan 11. Þorsteinn gekk í hjónaband árið 1947 með Sig- urbjörgu Ástu Magnúsdóttur frá Akranesi, f. 13. ágúst 1926, d. 16. júní 1974. Þau eignuðust fimm börn: Hólmfríði, Svein, Guðríði, Þorbjörgu og Magnús, fyrir átti Þorsteinn dótturina Hildi. Eftirlifandi sambýliskona Þorsteins er Guðlaug Gutt- ormsdóttir frá Ási í Fellum. Þorsteinn stundaði nám við Héraðsskólann á Reykjanesi og einn vetur í Gagnfræðaskóla Ísafjarðar. Sat Samvinnuskól- ann 1944-1946 undir stjórn Jón- asar frá Hriflu. Á samvinnu- Við systkinin viljum minnast Þorsteins föðurbróður okkar í nokkrum orðum. Þeir Góustaðabræður voru alla tíð mjög samrýndir. Eink- um voru pabbi og Þorsteinn nánir og leið varla sá dagur að þeir heyrðu ekki í hvor öðrum þó að þeir byggju lengst af hvor á sínu landshorninu. Báðir gengu þeir í Samvinnuskólann, helguðu samvinnuhreyfingunni krafta sína allan sinn starfs- aldur og studdu Framsóknar- flokkinn í blíðu og stríðu eins og þeir bræður allir. Það var því nóg um að spjalla og minn- umst við þess þegar eitthvað var á seyði í landsmálum eða viðskiptum að pabbi sagði: „Ég verð að hringja í Þorstein.“ Við minnumst ferðalaga á ár- um áður austur á land til Djúpavogs og síðar Egilsstaða með foreldrum okkar. Þá var vel tekið á móti okkur af Þor- steini og fjölskyldu. Einnig eru minnisstæðar ferðirnar á Horn- strandir. Við minnumst einnig ættarmótanna á Góustöðum þar sem þeir bræður nutu þess að vera á æskuslóðum með afkom- endum sínum og fjölskyldum. Þorsteinn var mikill húmor- isti, kunni sögur af samferða- fólki og sagði vel frá. Hann var mjög ljóðelskur, kunni mörg kvæði og vísur og hafði gaman af því að flytja ljóð fyrir gesti sína. Seinna á ferðalögum okk- ar systkina austur á Egilsstaði var komið við hjá Þorsteini og fengum við þá gjarnan að heyra ljóð dagsins. Þorsteinn var ræktarsamur við okkur systk- inin og eftir að pabbi féll frá hélt hann sambandi við okkur. Við vottum Guðlaugu, börnum Þorsteins og fjölskyldum þeirra samúð okkar. Blessuð sé minn- ing Þorsteins Sveinssonar. Ragnheiður, Sigurbjörn og Gísli Gunnarsbörn. Liðnir eru rösklega fimm áratugir frá því að fundum okk- ar Þorsteins Sveinssonar bar fyrst saman. Hann var þá kaup- félagsstjóri hjá Kaupfélagi Berufjarðar á Djúpavogi, en ég starfsmaður Kaupfélags Aust- ur-Skaftfellinga á Höfn í Hornafirði. Hafði ég verið lán- aður austur á Djúpavog til að aðstoða þar örlítið í sambandi við undirbúning ársuppgjörs kaupfélagsins. Næstu ár þar á eftir voru samskipti okkar ekki mikil, en Þorsteinn tók við starfi kaupfélagsstjóra hjá Kaupfélagi Héraðsbúa á Egils- stöðum í júní 1967. Eftir að ég tók við starfi kaupfélagsstjóra hjá Kaupfélagi Austur-Skaftfellinga á Höfn urðu samskiptin mun meiri. Oft í stuttum símtölum að morgni dags þegar spurt var almæltra tíðinda og rætt um landsins gagn og nauðsynjar auk þess sem efst var á baugi í starfi hvors um sig þar og þá. Þorsteinn var ótvíræður for- ingi í hópi kaupfélagsstjóra á Austurlandi á þessum tíma. Við sem yngri vorum bárum fyrir honum virðingu og sóttum til hans ráð í störfum okkar. Í störfum sínum bar hann ekki bara hag fyrirtækisins sem hann stjórnaði fyrir brjósti heldur samfélagsins alls og fólksins sem þar bjó og treysti á kaupfélagið sitt og stjórnend- ur þess. Á þessum árum höfðu kaupfélögin á Austurlandi náið samband og kaupfélagsstjórar hittust á hverju hausti til að bera saman bækur sínar. Í þeim efnum var Þorsteinn öfl- ugur bakhjarl. Með árunum þróaðist vinátta okkar á milli og ófá eru þau skipti sem við Heiðrún ásamt börnum okkar komum við hjá Þorsteini, annaðhvort á Egils- stöðum eða í Miðhúsaseli, þág- um veitingar og gistingu auk þess að eiga saman notalega og skemmtilega stund. Einnig ferðuðumst við saman innanlands og erlendis. Ef til vill er eftirminnilegast þegar við Heiðrún, ásamt þeim Sig- rúnu og Gísla frá Fáskrúðsfirði og Þorsteini og Guðlaugu, fór- um saman til Washington og áttum þar stutta en ánægjulega dvöl. Síðast heimsóttum við Heið- rún hann á hjúkrunarheimilið Dyngju á Egilsstöðum snemma í október síðastliðnum. Þar átt- um við glaða og góða stund saman sem ánægjulegt er að eiga í minningunni um góðan vin. Við minnumst Þorsteins Sveinssonar með virðingu og þakklæti og vottum fjölskyldu hans samúð okkar. Hermann Hansson Heiðrún Þorsteinsdóttir. Mér er í fersku minni þegar fundum okkar Þorsteins Sveinssonar bar saman í fyrsta skipti. Hann kom til Egilsstaða frá Djúpavogi til þess að taka við starfi kaupfélagsstjóra hjá Kaupfélagi Héraðsbúa. Ég var þá nýlega orðinn þar starfs- maður og þetta var upphaf að löngu samstarfi og vináttu. Á þessum tíma var Þorsteinn á besta starfsaldri, hafði verið um árabil á Djúpavogi og stjórnað Kaupfélagi Berufjarð- ar. Það gustaði af honum í starfi hjá Kaupfélagi Héraðs- búa, og þau 20 ár sem hann starfaði hjá félaginu voru tími mikillar uppbyggingar til sjávar og sveita. Á þessum tíma var útgerð og fiskvinnsla efld, byggt yfir mjólkurvinnsluna og byggð upp ný aðstaða fyrir verslunina og félagssvæðið stækkað, svo nokkuð sé nefnt. Þorsteinn veitti þessum um- svifum trausta forystu. Hann einbeitti sér að málefnum fé- lagsins og starfi samvinnu- hreyfingarinnar á landsvísu, og gerði sér far um að halda góðu sambandi við starfsfólk og við- skiptavini. Ekki voru þessi fyrstu ár samt áfallalaus í hans persónulega lífi, því hann missti konuna sína, Ástu Magnúsdótt- ur, langt fyrir aldur fram. Þetta var mikið áfall sem hann tókst á við af miklum hetjuskap. Þor- steinn var mikill útivistarmaður og ferðalög á fjöllum vetur og sumar voru hans líf og yndi. Þáttur í þessu var að hann festi kaup á jörðinni Miðhúsaseli, við rætur Fellaheiðar, og byggði hana upp af krafti eins og hans var von og vísa. Eftir að hann hætti störfum sem kaupfélags- stjóri réðst hann í skógrækt og stundaði heyskap og flutti heyið til Færeyja. Framsóknarflokkurinn átti traustan stuðningsmann þar sem Þorsteinn var og er sér- stök ástæða fyrir mig til þess að þakka fyrir það. Þegar ég fór í stjórnmál stóð hann eins og klettur við bakið á manni og það munaði um þann stuðning. Einnig lét hann til sín taka í sveitarstjórnarmálum í Fella- hreppi á sinni tíð. Eftir að Þorsteinn lét af störfum sem kaupfélagsstjóri byggði hann sér hús á Egils- stöðum á hinum mikla útsýn- isstað sem kallaður er á hæð- inni. Hann var þá kominn í sambúð með Guðlaugu Gutt- ormsdóttur, og bjuggu þau þar meðan heilsa hans entist. Ég kom á þetta fallega heimili, eft- ir að húsbóndinn var farinn að hægja á sér. Þá varð ég var við þátt í hans persónuleika sem ég þekkti ekki áður, en það var uppáhald hans á ljóðum. Hann hafði það fyrir sið að velja ljóð dagsins og las það gjarnan fyrir gesti sem bar að garði. Þegar heilsan bilaði var Þor- steinn á hjúkrunarheimilinu Dyngju á Egilsstöðum. Síðustu samfundir okkar hjóna við hann voru síðastliðið sumar. Þá voru líkamlegir kraftar að mestu þrotnir. Nú eru leiðarlok langrar ævi manns sem með ævistarfi sínu markaði djúp spor. Þá viljum við Margrét kona mín þakka fyrir allt, gömlu góðu árin og gott samstarf og vináttu. Fjöl- skyldunni hans vottum við okk- ar dýpstu samúð. Jón Kristjánsson. Fyrstu kynni mín af Þor- steini Sveinssyni voru sem ung- lingur í sumarvinnu í frystihúsi á Borgarfirði (eystra). Þangað kom kaupfélagsstjórinn oft í heimsókn og sýndi lifandi áhuga á allri starfseminni. Þarna var KHB nýbúið að taka yfir starfsemi Kaupfélags Borg- arfjarðar eystra og nokkur óvissa í hugum Borgfirðinga yf- ir því hvernig okkur reiddi af undir nýjum og nokkuð fjar- lægum húsbónda yfir verslun- armálum og helsta vinnustaðn- um í hreppnum. Þessi óvissa hvarf þó, því að einlægur áhugi kaupfélagsstjór- ans á verslunar- og atvinnu- málum Borgfirðinga varð brátt öllum ljós. Borgfirðingar minn- ast Þorsteins áreiðanlega með þakklæti. Hvað mig snerti fór ég eig- inlega beint úr frystihúsinu í embætti sóknarprests á Egils- stöðum (Vallanesprestakall), þar sem við tóku samskipti við Þorstein sem formann sóknar- nefndar Egilsstaðasóknar. Þeirri formennsku gegndi hann frá 1976-1985. Mér er minn- isstætt traust hans í minn garð og viðleitni til að styðja mig í starfi. Þorsteinn gaf sér tíma til að sækja kirkju reglulega og vera hvetjandi í safnaðarstarf- inu. Sérstaklega minnisstæð er mér virðing hans fyrir kirkj- unni og áhersla hans á að varð- veita helgi kirkjuhússins. Eða að byggja upp þessa virðingu í allri umgengni um þá næstum nýja kirkju, þá fyrstu í þessu unga þéttbýli, en hún var vígð árið 1974. Þorstein kveð ég með virð- ingu og þakklæti fyrir löng og góð kynni og votta aðstandend- um samúð mína. Vigfús Ingvar Ingvarsson. Þorsteinn Sveinsson Útfararþjónusta & lögfræðiþjónusta Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram- kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. Emilía Jónsdóttir, félagsráðgjafi Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Vesturhlíð 2 Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna Elsku bróðir okkar, mágur, frændi og vinur, KARL ÞÓRHALLI HARALDSSON, Breiðabólstað, Ölfusi, sem lést 28. október, verður jarðsunginn frá Neskirkju mánudaginn 12. nóvember klukkan 13. Fyrir hönd aðstandenda, Hallfríður Ólöf Haraldsdóttir Pétur Ottósson Hugheilar þakkir fyrir samúð og hlýhug vegna andláts PÉTURS SIGURÐSSONAR, fv. forseta Alþýðusambands Vestfjarða. Hjördís Hjartardóttir Sigurður Pétursson Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Edda Pétursdóttir Bergsteinn Baldursson og afabörn Hjartans þakkir fyrir hlýhug og samúð vegna andláts elsku móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HALLDÓRU GUÐMUNDSDÓTTUR frá Raufarhöfn, Lyngholti 6, Akureyri. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á Reynihlíð fyrir góða umönnun. Guðmundur Bárðarson Steingerður Steinarsdóttir Jóhanna Bárðardóttir Guðni Þóroddsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, FJÓLA GUÐBJARNADÓTTIR, lést á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Höfða á Akranesi mánudaginn 29. október. Útför hennar fór fram frá Akraneskirkju þriðjudaginn 6. nóvember. Innilegustu þakkir til allra þeirra er auðsýndu okkur samúð og hlýhug. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Höfða fyrir góða umönnun, hlýhug og virðingu. Bjarni Jóhannesson Ingiríður Jóhannesdóttir Björn Gunnarsson Guðjón Jóhannesson Anna Sigurjónsdóttir Jóhanna F. Jóhannesdóttir Ari Jóhannesson barnabörn og barnabarnabörn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, EDDA KAABER, Reynimel 76, Reykjavík, lést fimmtudaginn 8. nóvember á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund. Útför hennar fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 13. nóvember klukkan 15. Helga Guðnadóttir Helgi Jensson Garðar Ás Guðnason Kristín G. Guðnadóttir barnabörn og langömmubörn Elsku fallegi drengurinn okkar, bróðir, vinur, afa- og ömmustrákur, EGILL DAÐI ÓLAFSSON, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju mánudaginn 12. nóvember klukkan 13. Ólafur Vigfússon María Anna Clausen Andri Ólafsson Sigurlaug Jónsdóttir Vigfús Ólafsson Sif Sigþórsdóttir Marsibil Tómasdóttir Vigfús Ólafsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.