Morgunblaðið - 10.11.2018, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 10.11.2018, Blaðsíða 28
28 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2018 Einar Páll Kjærnested, löggiltur fasteignasali Þverholti 2 // Mosfellsbæ Sími 586 8080 // fastmos.is fastmos@fastmos.is Gerplustræti 31 – 270 Mosfellsbær *Laust strax* Gerplustræti 31-37 – 270 Mosfellsbær *Laust strax* Nýjar glæsilegar íbúðir með bílastæði í bílageymslu í lyftuhúsi í Helgafellshverfi. Fallegt útsýni. Verið er að reisa glæsilegan leik- og grunnskóla í hverfinu, Helgafellsskóla. Íb. 204. 125,4 m2, 5 herb. m/bílastæði í bílageymslu. V. 53,9 m. Íb. 401. 113,1 m2, 4ra herb. bílastæði í bílageymslu. V. 51,9 m. Íb. 403. 120,3 m2, 4ra herb. m/bílastæði í bílageymslu. V. 58,9 m. Nýjar fullbúnar 2ja herbergja íbúðir á 3. hæð með fallegu útsýni í lyftuhúsi. Falleg gólfefni, vandaðar innréttingar, innbyggður kæli- og frystiskápur, innbyggð uppþvottavél og gluggatjöld frá Álnabæ. Íb. 306. 62,5 m2 2ja herb. V. 35,9 m. Íb. 311. 63,1 m2 2ja herb. með bílastæði í bílageymslu. V. 36,9 m. Hringdu og bókaðu skoðun Nýtt - Fullbúið 176,5 m2 raðhús á einni hæð með bílskúr. Gott skipulag. Fallegar innréttingar og gólfefni. Lóð frágengin með hellulögðu bílastæði. V. 72,9 m. Löggiltur fasteignasali Sigurður 899-1987 Ástu-Sólliljugata 16 – 270 Mosfellsbær *Laust strax* Nýtt - Fullbúið 184,1 m2 endaraðhús á einni hæð. Mjög stór timburverönd og fallegt útsýni. Hellulagt bílaplan. Falleg gólfefni og innréttingar. Lóð er frágengin með stórri timburverönd og bílaplan hellulagt. V. 79,9 m. Ástu-Sólliljugata 14 – 270 Mosfellsbær *Laust strax* Ég sá kvikmyndina Kona fer í stríð tvisvar og var stórhrifinn vegna listilegrar gerð- ar hennar. Mér kom því ekki á óvart að hún fengi verðlaun Norð- urlandaráðs, m.a. vegna framúrskarandi kvikmyndatöku, leiks, handrits, leikstjórnar og vandaðrar tækni. Ég tók myndina sem lýsingu á náttúrufasískum öfgum samtímans. Verið væri að gera góð- látlegt grín að fólki sem hefði ánetj- ast æðinu. Stríðskonan var bráð- fyndin þar sem hún æddi um í heilögu stríði gegn einhverju sem hún skildi mest lítið í, hafandi orðið fórnarlamb ofstækisfullrar umræðu sem hefur snúist um haldlítil rök og ódýran hræðsluáróður heimsend- aspámanna. Mér fannst myndin vera gott háð um umhverfisæðibunu- ganginn. Mér kom því ónotalega á óvart að skapendur myndarinnar sjálfir eru í heilögu stríði og fá líklega þessi verðlaun fyrst og fremst vegna þess en ekki vegna þess að þeir eru að bregða upp mynd af ýktum um- ræðum nú um stundir bíógestum til skemmtunar og íhugunar. Eigum við virkilega að dást að þessari snar- gölnu konu í krampakenndri sjálfs- upphafningu, sem ræðst gegn því samfélagi sem fóstrar hana? Ávarpsorð Benedikts Erlings- sonar leikstjóra við verðlaunaaf- hendinguna tóku af allan vafa um að aðstandendur myndarinnar eru ein- stefnumenn, sem eru fyrst og fremst að framleiða áróðursmynd sem ætti að jafna við aðrar hættulegar myndir af sömu sort. Kvikmynd Leni Rie- fenstahl, Triumph des Willens, sem var áróð- ursmynd nasista, fram- leidd 1935, kemur fyrst í hugann. Kannski verða Benedikt og fé- lagar upp með sér að ég líki mynd þeirra við eina frægustu áróð- ursmynd allra tíma en þetta er ekki hugsað sem hrós hjá mér. Satt að segja féll myndin algjörlega í áliti hjá mér þegar ég gerði mér grein fyrir því hvað hún er fávís og marg- þvæld tugga meðalmennskunnar. Myndin ýtti þó við mér, – en með öðrum hætti en áróðursmennirnir ætla, – ekki síst þegar ég hélt áfram að heyra bullandi grunnhyggni í laugardagsþætti Gísla Marteins. All- ir viðmælendur hans tóku undir búralegt yfirlæti Benedikts sem sat þar í upphöfnum véfréttarstíl, – handhafi stóra sannleikans. Fullyrð- ingar um að núna séu síðustu forvöð að bjarga heiminum vegna ofhitn- unar og hamfara henni samfara eru að mínu mati glórulaust bull eftir að hafa heyrt í fjöldanum öllum af merkustu vísindamönnum heims um þetta efni. Þeir harðneita því að nokkur vandi stafi af koltvísýringi ættuðum úr mannheimi né koltví- sýringi almennt, enda helsta bygg- ingarefni lífsins og í minna magni í andrúmslofti nú en oft áður í sögu jarðar. Sumir kynnu að ætla að svona orðræða sé meinlaus. Telji þægileg- ast að fylgja fjöldasefasýki heimsins því að óneitanlega blása vindarnir helst í þessa átt núna. Benedikt ger- ir því eins og Riefenstahl sem flaut með straumnum og naut góðs af. Eins og mynd Riefenstahl leiddi til aukinna hörmunga mun áróður um- hverfisofstækisins leiða illt af sér nema ljósgeisli almennrar skynsemi geti brotið sér leið í gegnum myrkrið og þöggunina sem andstæð sjón- armið hafa mátt þola. Svona grunnhygginn áróður mun kosta íslenska skattgreiðendur mik- ið og fækka tækifærum til þess að taka á aðkallandi verkefnum vegna aukins kostnaðar af dýrum lausnum þar sem ódýrari lausnir blasa við. Hann mun skila þjóðinni lakari lífs- kjörum og verra mannlífi. Nær væri að snúa af þeirri braut sem stjórn- málamenn hafa kallað yfir okkur með Parísarsamkomulaginu al- ræmda og fyrirsjáanlegra tröllauk- inna umhverfissekta sem þjóna eng- um markmiðum nema að drekra við sjálfbirgingana, sem hafa leitt þetta yfir okkur. Svo ekki sé talað um spreng- hlægilegu ímyndarsölumennskuna með kolefniskvótum. Þetta og ætlun stjórnvalda að fylla upp í mýrar- skurðina út um allt land sem kost- uðu tugi milljarða króna af al- mannafé er svo fráleitt að Orwell og Huxley hefðu aldrei sett það í bækur sínar þó að þeim hefði dottið slík geggjun í hug. Þeir vissu að enginn hefði getað trúað svo ýktri mynd af framtíðinni! Með því að hafna bestu orkugjöf- um hvers tíma er verið að dæma Ís- lendinga til minni velmegunar og leiða yfir vanþróuðu löndin hörm- ungar sem einnig munu hitta okkur fyrir. Þróunarlöndin munu aldrei komust upp úr fátæktinni nema þeim standi til boða hagkvæm orka. Umhverfisofstækið er að dæma þessi lönd til áframhaldandi fátækt- ar. Ódýra orkan og vélaraflið dró okkur upp úr volæðinu á síðustu öld og er ein helsta forsenda velmeg- unar okkar. Mynd Riefenstahl hóf nasismann til skýjanna og ruddi þar með meiri hörmungum braut en ella hefði orð- ið. Gjörð aðstandenda myndarinnar Kona fer í stríð er ekkert betri, – kannski verri. Erfiðara var að fara á móti straumnum í Þýskalandi nas- ismans en á móti sefasýkinni núna. Heimsendabull verðlaunað Eftir Valdimar H. Jóhannesson » Fullyrðingar um að núna séu síðustu forvöð að bjarga heim- inum vegna ofhitnunar og hamfara henni samfara eru að mínu mati glórulaust bull. Valdimar H. Jóhannesson Höfundur er á eftirlaunaaldri. Bílar Það heyrist ítrekað frá ráðamönnum þjóð- arinnar að best sé að samþykkja þriðja orkupakkann eins og hann er, en fást við sæ- strenginn þegar það kemur upp. Það mundi setja EES-samninginn í uppnám að fella pakk- ann núna, segja menn. Sú hugmynd heyrðist frá formanni Sjálf- stæðisflokksins að setja lög sem krefjast samþykkis Alþingis fyrir sæ- streng og láta síðan reyna á þau þeg- ar þar að kemur. Þessar hugmyndir byggjast á vanþekkingu og mér er spurn, hver ber ábyrgð á því að ráða- menn fái allar þær upplýsingar sem þarf til að móta afstöðu í þessu stóra máli. Samþykkt þriðja orkupakkans í núverandi mynd færir vald á stjórn auðlindavinnslu í hendur hins frjálsa markaðar og landsreglarans, sem er óháður innlendum stjórnvöldum. Eft- ir þá gerð getum við ekki komið á auðlindastýringu sem samræmist EES-samningnum og getum heldur ekki fært fram nein rök gegn teng- ingu sæstrengs sem samræmast þeim samningi. Reyndar er sæ- strengurinn IceLink þegar í lögum Evrópusambandsins sem forgangs- verkefni og við yrðum skyldug til að setja hann ásamt nauðsynlegum styrkingum flutningskerfis okkar inn í kerfisáætlun Landsnets og lands- reglarinn væri skyldur og hefði vald til að ganga eftir því. Reglugerð ESB 347/2013 fjallar meðal annars um meðferð svo nefndra PCI (Projects of Common Interest) verkefna. PCI-verkefni eru framkvæmdir í tengineti Evrópu sem kerfisstjórar hinna ýmsu svæða gera tillögu um og séu þær dæmdar álit- legar fara þær inn á sérstaka skrá, PCI-lista sem ACER heldur utan um. Hinn íslenski kerfisstjóri, Lands- net hefur þegar gert slíka tillögu um sæstreng til Bretlands og hann er á listanum. Síðan skal framkvæmda- stjórn ESB hafa umboð til að setja verkefni af þessum lista á Sam- bandslista (Union list) og þar með eru öll ríkin skyldug til að setja það verkefni inn í eigin kerfisáætlun með hámarks forgang. Sæstrengurinn er búinn að vera á Sambandslistanum síðan 2015. Bretar eru því skuld- bundnir til að hafa hann í sinni kerf- isáætlun og við verðum það líka um leið og við höfum samþykkt reglu- gerð 347/2013, en hún er viðbót við þriðja orkupakkann. Ríki geta neitað að hafa verkefni á sínu landi inni á PCI-listanum og verða þá samkvæmt reglugerð 347/ 2013 að rökstyðja þá neitun. Eftir að við höfum samþykkt þriðja orku- pakkann höfum við hins vegar engin rök sem standast EES-samninginn, fordæmi í úrskurðum eftirlitsnefnd- arinnar ESA eða dómafordæmi EFTA-dómstólsins. Gagnaðili í máli sem kynni að rísa út af slíkri neitun yrði framkvæmdastjórn ESB, sem væri þá að bregðast við upplýsingum frá breska landsreglaranum. Bret- lands megin virðist und- irbúningur miðast við að einkaaðili leggi streng- inn. Slíkur aðili getur kært neitun Alþingis um heimild til ESA og EFTA-dómstólsins og mundi að öllum líkum vinna það mál. Okkar eigin landsreglari væri skyldugur samkvæmt ákvæðum tilskipunar 72/2009 til að styðja lagningu sæstrengs. Þegar stjórnvöld búa við vaxandi vantraust þjóðarinnar eins og í þessu máli bætir það ekki stöðu þeirra að segja bara: við höfum engar skuld- bindingar undirgengist varðandi sæ- streng aðrar en þær sem eru löngu gerðar og reglugerð 347 er ekki enn hluti af orkupakkanum. Miðað við rök stjórnvalda í málinu munu þau ekki vísa þeirri reglugerð frá. Það er fráleit hugsun að við verð- um í eitthvað betri stöðu eða að það mundi setja EES-samninginn í minna uppnám ef við höfnum sæ- streng eftir innleiðingu þriðja orku- pakkans. Staðan yrði þvert á móti verri. Orkuauðlind okkar er takmörkuð auðlind og hana ber að umgangast sem slíka og tryggja endingu hennar. Þegar við metum þá áhættuþætti sem þarf að varast þurfum við að horfa allt frá nokkrum mánuðum fram í tímann upp í 30 eða 40 ár eða lengur. Sérstaklega þarf að skoða áhrif nýtingar á jarðvarmaauðlindina til lengri tíma, en upplýsingar þar um eru af skornum skammti. Það dugar ekki að skilja afkomendur okkar eftir fátækari af orku en við erum í dag. Auðlindastýring felst í því að tak- marka af varúðarástæðum orku sem tekin er úr auðlindinni hliðstætt því sem gert er með auðlindir sjávar. Slík takmörkun kemur fram sem magntakmörkun á afhendingu raf- magns og það stenst ekki EES- samninginn. Alþingi er í þröngri stöðu í þessu máli. Fyrir framtíðarkynslóðir Ís- lands er þetta stærra mál en EES- samningurinn. Í samþykkt þriðja orkupakkans felst verulegt afsal valds frá kjörnum stjórnvöldum til annarra aðila og á endanum til þeirra sem samræma munu streymi orku eftir leiðum tenginets Evrópu. Eftir slíkt valdaafsal munu þeir aðilar í framtíðinni stjórna útflutningi orku frá Íslandi og þar með auðlinda- vinnslu hér eftir markaðsreglum ESB. Besta leiðin út úr þessu fyrir Alþingi og sú leið sem setur EES- samninginn síst í uppnám er að túlka þetta valdaafsal sem brot á stjórn- arskrá og fella orkupakkann í núver- andi mynd. Að ýta vanda orku- pakkans á undan sér eykur vandann Eftir Elías Elíasson Elías Elíasson » Það dugar ekki að skilja afkomendur okkar eftir fátækari af orku en við erum í dag. Höfundur er sérfræðingur í orkumálum. eliasbe@simnet.is ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS HVAR ER NÆSTA VERKSTÆÐI?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.