Morgunblaðið - 10.11.2018, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 10.11.2018, Blaðsíða 37
MINNINGAR 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2018 brand og vottum fjölskyldu hans innilegar samúðarkveðjur. Karl Magnús Kristjánsson. Föðurbróðir minn Guðbrandur Hannesson er nú genginn á vit langfeðra okkar. Brandur fæddist í Hækingsdal og bjó þar alla tíð. Hann var bóndi og sinnti þeim störfum til lífsviðurværis. Hann var eins og hans ætt, frændræk- inn og þótti sveitin sín falleg, ekki síst framsveitin. Þeirri skoðun hans deili ég með honum og lít átt- hagafjötra í bjartara ljósi en kannski margir aðrir. Brandi þótti gott að fara til fjalla, hvort sem það var til smölunar eða til refa- vinnslu. Menn af hans kynslóð þurftu erindi til að sækja fjöll en nutu sín vel þegar þangað var komið og voru hluti af landinu. Brandur var félagsmálamaður af gömlu góðu gerðinni og sinnti mörgum trúnaðarstörfum í sveit- inni. Hann sinnti þeim störfum af alúð og ávallt með hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi. Far- sæll í störfum sínum. Hann lét sína eigin hagsmuni ekki trufla sín störf og var maður sátta. Ungt fólk sem flutti í sveitina átti hauk í horni þar sem Brandur var og vildi hann greiða götu væri þess kostur. Það var gæfa að fá að alast upp í umhverfi stórfjölskyldu þar sem sveitabörnin nutu góðs af um- gengni við fullorðið fólk í leik og starfi. Þar höfðu allir hlutverk og var boðið í nefið hvort sem þeir voru sex ára eða sextugir. Brand- ur frændi minn var stór hluti af þeirri fjölskyldu, ekki síst að afa og pabba gengnum. Við systkinin á Hlíðarási litum á hann alveg eins og pabba okkar og hann reyndist okkur sem slíkur. Brandur var glaður á góðum stundum og söng þá gjarnan eins og engill. Sönghæfileikann hefur því miður ekki borið víða niður í okkur frændum. Hann átti það til að vera nokkuð stríðinn en það er ættarfylgja. Ég kveð góðan félaga og frænda með þessum orðum; himnarnir yfir okkur er hugur þeirra sem eftir okkur muna. Ég votta frændsystkinum mín- um, mökum og börnum þeirra samúð. Óðinn Elísson. Ég hitti margt gott fólk úr Kjósinni að máli þegar ég var að skrifa sögu Ungmennafélagsins Drengs árið 2015. Einn þeirra var Guðbrandur Hannesson í Hæk- ingsdal, sem varð einn minn besti heimildarmaður. Guðbrandur var kjörinn formaður Umf. Drengs 1980 þegar hann var kominn á fimmtugsaldur og meðstjórnend- ur hans voru einni kynslóð yngri. En þarna var Guðbrandur réttur maður á réttum stað því hugurinn var sem hjá ungum manni og hann var alltaf tilbúinn að veita góðum málum lið. Undir hans stjórn var hafist handa við að klæða Félags- garð með stálklæðningu, lögð vatnsveita að húsinu og þinglýs- ingu landsins komið í rétt horf eft- ir 30 ára bið. Guðbrandur var framkvæmdamaður og sýndi áræðni við að ýta þessum málum úr vör en var líka laginn samn- ingamaður og fór fram af mýkt fremur en hörku í öllu sem hann starfaði við. Hann var alltaf boðinn og búinn að aðstoða mig við bókarskrifin og tókst með okkur góð vinátta á þeim tíma. Guðbrandur var glað- legur og rólyndur maður með góða nærveru. Heilsteyptur mað- ur sem vildi leggja sitt af mörkum til að skapa betra mannlíf í sinni heimasveit. Hann var einn þeirra manna sem maður verður ríkari af að kynnast og er mér minnisstæð- ur. Ég flyt aðstandendum hans innilegar samúðarkveðjur. Jón M. Ívarsson. Fallinn er frá góður félagsmað- ur í Veiðifélagi Kjósarhrepps. Guðbrandur í Hækingsdal sat lengi í stjórn veiðifélagsins og var um árabil formaður þess. Hann vann félaginu til heilla og beitti sér ætíð með heildarhagsmuni þess í huga. Honum lét vel að eiga í sam- skiptum við aðra félagsmenn og ekki síður í samskiptum við leigu- taka Laxár í Kjós á hverjum tíma. Guðbrandur var maður lausna. Hann sá og skildi að hagsmunum félagsins á hverjum tíma var best borgið með því að samningar á milli eigenda árinnar og leigutaka væru báðum aðilum til hagsbóta. Guðbrandur vann lengi að fiski- rækt félagsins og um árabil voru klakfiskar í hans umsjá. Hann sá svo um að kreista hrygnur og hænga að hausti. Hrognanna gætti hann svo af kostgæfni og hirti um þangað til þau klöktust út og hægt var að koma seiðunum fyrir í kerjum. Hann gætti þess að koma þessari kunnáttu sinni yfir til næstu kynslóða af fyrirhyggju- semi bóndans. Að leiðarlokum viljum við fé- lagar hans í stjórn Veiðifélags Kjósarhrepps þakka honum fyrir hönd félagsins, samfylgdina og happadrjúg störf hans í þágu þess. Við vottum aðstandendum hans samúð. Fyrir hönd Veiðifélags Kjósar- hrepps, Guðmundur Magnússon formaður. Með Guðbrandi í Hækingsdal er genginn góður drengur. Hon- um fylgdi hlýja í fasi og glettni í augum og yfirvegun. Ég kynntist Guðbrandi fyrst er ég var að feta mín fyrstu spor á vettvangi Ung- mannafélagsins Drengs í Kjós. Þá vorum við ungir og galvaskir krakkar sem vildu hleypa lífi í ungmennafélagið eftir nokkra lá- deyðu. Við vorum ung og óreynd en kappsöm og stundum þannig að kappið var meiri en forsjáin. Þegar valin var ný stjórn fyrir fé- lagið var því leitað til Guðbrandar að leiða þetta unga fólk og leið- beina. Hann var því kjörinn for- maður nýrrar stjórnar, sem var farsælt fyrir okkur unga fólkið og ekki síður félagið. Guðbrandur reyndist afbragðs félagsmálamað- ur og leiðbeinandi og ég er ákaf- lega stoltur af því að vera í þeim hópi sem hóf endurreisn Félags- garðs, sem fólst í nokkrum meg- inatriðum. Það var að koma lóða málum á hreint fyrir húsið, hefja klæðningu á því að utan og end- urnýja að innan ásamt nýrri vatnslögn. Þær raddir eru þagn- aðar í dag sem þá vildu setja ýtu á Félagsgarð, sem er eitt fallegasta félagsheimili landsins í dag. Guð- brandur átti góða samvinnu við föður minn um þessi mál og eiga þeir stóran þátt í endurreisn Fé- lagsgarðs og voru samhentir í for- ystu um það þó að vissulega hafi margir lagt þar hönd á plóg. Þessu voru því miður ekki gerð nægilega góð og rétt skil í nýútkominni sögu Umf. Drengs sem er því mið- ur meiri skáldsaga en heimild, verkum Guðbrands var þar ekki gert nægilega hátt undir höfði. Guðbrandur reyndist sveit sinni vel í þeim fjölmörgu trúnað- arstörfum sem hann gegndi og við Sigrún eiginkona mín áttum við hann gott samstarf þegar hann var orðinn oddviti sveitastjórnar og hún skólastjóri Ásgarðsskóla og minnist hún þess tíma með hlýju. Eiginkona Guðbrandar var Annabella Harðardóttir, sem stóð ávallt þétt við bak bónda síns í öll- um hans störfum. Hún var vel að sér, víðsýn og hafði ríka réttlæt- iskennd og heimili þeirra var okk- ur drengjunum ávallt opið hvort sem var að nóttu eða degi. Anna- bella var meðal fyrstu kvenna til að sitja á búnaðarþingi. Þau áttu stóra fjölskyldu og lífið færði þeim ýmis erfið verk- efni sem þau tókust á við sam- hent og dugandi. Viðmót hlýju og samkenndar einkenndi heimili þeirra. Ég var þeirrar gæfu aðnjótandi að sitja í sóknarnefnd Reynivalla- kirkju ásamt Guðbrandi þegar ráðist var í endurbyggingu og lag- færingu kirkjunnar sem séra Gunnar Kristjánsson sóknar- prestur og Anna Höskuldsdóttir stýrðu að einstakri alúð og natni. Kirkjan er nú sveitaprýði og allt umhverfi hennar. Guðbrandur var afbragðs söng- maður, söng með Stefni, Karlakór Kjalnesinga og kirkjukórnum um árabil. Við sveitungar þeirra Guð- brands og Önnubellu í Hækings- dal stöndum í þakkarskuld við þau heiðurshjón, sem voru í senn dug- andi bændur og góðir grannar sem lögðu sitt að mörkum fyrir samfélag sitt og gerðu það betra. Við fjölskyldan að Eyjum II send- um fjölskyldu, ættingjum og vin- um Guðbrands innilegar samúðarkveðjur um leið og við þökkum einstakt samstarf, velvild og hlýju liðinna ára. Guð blessi minningu Guðbrands og Önnu- bellu frá Hækingsdal. Ólafur Magnús Magnússon, Eyjum II, Kjósarhreppi. Í apríl 2015 var haldinn átaka- fundur undir forystu Guðbrandar, þar sem Kjósverjar mótmæltu sameiningu við Mosfellsprestakall til að verja framtíð Reynivalla sem prestsseturs. Guðbrandur taldi það mikinn missi að fá ekki prest að hinu sögufræga prestssetri að Reynivöllum og lagði til að fundin yrði leið til þess að skapa næg verkefni til að halda presti í starfi með búsetu að Reynivöllum. Það var ekta Guðbrandur, finna mála- miðlun, skapa sátt en halda samt sínu. Á þeim fundi tilkynnti Guð- brandur að hann myndi láta af störfum eftir nær 20 ár sem for- maður Reynivallasóknar. Auk þess að vera umsjónarmaður Reynivallakirkjugarðs, kirkju- vörður Reynivallakirkju með til- heyrandi þrifum og viðveru við hinar ýmsu athafnir. Hann var búinn að undirstinga mig að taka við þessu hlutverki sínu, sem væri nú ekki mikið en þyrfti samt að sinna og helst vildi hann að það héldist í Fram-sveit- inni. Ég tók vel í það en fljótlega runnu á mig tvær grímur, þetta er heljar mikið sjálfboðaliðastarf og ekki auðvelt að feta í fótspor Guð- brandar. Hann var vel liðinn innan hóps sóknarnefnda í prófasts- dæminu og ítrekað er komið að orði við mig á fundum hvað við værum dugleg að framkvæma í þessari litlu sókn, a.m.k. í tíð Guð- brandar, svo væri spurning hverju nýja sóknarnefndin myndi nú áorka. Á næsta ári verða 160 ára liðin síðan Reynivallakirkja var vígð og stefnum við ótrauð að því að reisa aðstöðuhús við kirkjugarðinn á því ári og helga það minningu Guðbrandar, þetta hús var lang- þráður draumur hans. Hann hvatti Kjósverja til að vera stoltir af sér og sínu en láta af því að tala aðra niður, enda mikill félagshyggjumaður með ríka til- finningu fyrir samfélagslegri ábyrgð. Blessuð sé minning Guðbrand- ar Hannessonar frá Hækingsdal. F.h. sóknarnefndar Reynivalla- sóknar, Sigríður Klara Árnadóttir. Ég vaknaði eldsnemma um morguninn, rölti út á tún til að sækja geðvondu beljuna Skjöldu og rölta samferða henni upp að bænum hvar Guðbrandur beið okkar til að mjólka hana. Skjalda tók mér ekki vel í fyrstu og átti það til að ýta mér frá sér, stanga mig, en þegar líða tók á sumarið fékk ég stundum að hanga á henni meðan hún rölti með mig upp að bænum. Við urðum að lokum vin- konur. Pönnukökubakstur og fransbrauð með rabarbarasultu, geltandi hundar og uppáþrengj- andi kettir í bland við ofdekraða heimalninga sem jörmuðu frekju- lega, allt það sem prýðir dásam- lega sveit, þetta var Hækingsdal- ur. Enda bjuggu þar yndisleg hjón, Guðbrandur og Annabella, sem elskuðu náttúruna, dýrin og fólkið sitt. Í æsku minni var ég svo lánsöm að geta farið í sveit á sumrin, í þessa sveit hjá þessu góða fólki. Þar var nóg um að vera og þarna lærði maður handverkin. Tína bagga meðan þurrkur hélst og stýra traktor, allar þessar minn- ingar ylja manni um hjartarætur. Ég man eftir Hannesi gamla banka í gluggann til að segja okk- ur Ásu til, þegar hann var ekki ánægður með galsaganginn í okk- ur. Við hlupum skríkjandi í burtu. Móðir mín hafði verið í sveit í Hækingsdal hjá honum Hannesi og þannig kom það til að ég var send til þeirra hjóna. Hjá Brandi og Bellu var alltaf stutt í húmor- inn. Ég tel mig mjög lánsama að hafa átt þetta fólk að. Enn förum við mæðgurnar í heimsókn þegar það eru réttir eða sauðburður. Minningarnar frá Hækingsdal eru fjölmargar og ómetanlegar. Það er því með miklum söknuði að ég kveð þennan yndislega mann sem átti mikinn þátt í að móta mig sem manneskju og sveipa æskuna ljóma. Fyrir það verð ég hjónun- um Guðbrandi og Önnubellu æv- inlega þakklát. Mínar innilegustu samúðar- kveðjur til fjölskyldu og aðstand- enda. Minning um góðan mann lif- ir. Sirrý Hallgrímsdóttir. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, AÐALGEIR AÐDAL JÓNSSON, Ægisgrund 7, Garðabæ, lést fimmtudaginn 1. nóvember. Útför hans fer fram frá Garðakirkju mánudaginn 12. nóvember klukkan 13. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans er bent á Parkinsonssamtökin. Bryndís Þórarinsdóttir Sveinbjörn Aðalgeirsson Vésteinn Aðalgeirsson Kristjana Sigurgeirsdóttir Ingunn Þóra Hallsdóttir Ólafur Ingi Grettisson Þórhalla Rein Aðalgeirsdóttir og barnabörn Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN ÖRVAR SKAGFJÖRÐ, Dunhaga 17, lést á hjúkrunarheimilinu Grund þriðjudaginn 30. október. Útförin fer fram frá Neskirkju þriðjudaginn 20. nóvember klukkan 13. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Grundar fyrir góða umönnun. Guðfinna Alda Skagfjörð Björgvin Gylfi Snorrason Gísli Skagfjörð Karen Lilja Björgvinsdóttir Christian Parisot Guterres Eva Björk Björgvinsdóttir Anders S.R. Ødum Tao Lilja og Soul Lilja Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, INGIBJÖRG BJARNADÓTTIR, Stúlla, Hjallalundi 9f, Akureyri, lést í faðmi ástvina 4. nóvember á líknardeild Landspítalans. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 16. nóvember klukkan 13.30. Freysteinn Gíslason Bjarni Gíslason Sigmar Ingi Gislason Dagmar Heiðdís Jóhannsdóttir makar og barnabörn Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÓLAFUR FINNBOGASON, skipstjóri, Erluási 2, Hafnarfirði, andaðist á LSH Fossvogi 8. nóvember. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði miðvikudaginn 14. nóvember klukkan 13. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Slysavarnafélagið Landsbjörg. Aðalheiður Bergfoss Jón Óli Benediktsson Þórdís Hafrún Ólafsdóttir Gerður Ólafsdóttir Jörgen Heiðar Þormóðsson Finnbogi Ingi Ólafsson Harpa Karlsdóttir Ágústa Þorbjörg Ólafsdóttir Guðmundur Jónasson Georg Ólafsson Unnur Tómasdóttir barnabörn og barnabarnabörn Elskuleg eiginkona mín, móðir, amma og langamma, VIGDÍS KRISTJÁNSDÓTTIR, Ásakoti, Biskupstungum, lést á heimili sínu sunnudaginn 28. október. Útför fór fram í kyrrþey að hennar ósk. Ragnar Bragi Jóhannesson og afkomendur Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, JYTTE INGE ÁRNASON, Hrafnistu, Brúnavegi 13, Reykjavík, lést sunnudaginn 21. október. Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey. Sérstakar þakkir til starfsfólks á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu fyrir góða umönnun. Guðrún Árnadóttir Gísli Grétar Sólonsson Rannveig Árnadóttir Eiríkur Jón Ingólfsson Inga Magdalena Árnadóttir Anna Arndís Árnadóttir Leifur Jónsson og aðrir aðstandendur Ástkær eiginmaður minn og besti vinur, faðir okkar, tengdafaðir, sonur, afi og langafi, JÓN RAFN ANTONSSON, byggingatæknifræðingur, Jakaseli 20, Reykjavík, lést í faðmi fjölskyldunnar miðvikudaginn 7. nóvember. Útförin verður auglýst síðar. Guðrún Clausen Sólveig Andrea Jónsdóttir Hilmir Víglundsson Svava Hróðný Jónsdóttir Stefán Jónsson Guðrún A. Sólveigardóttir Þorbjörn Þór Sigurðarson Svava Jónsdóttir afa- og langafabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.