Fréttablaðið - 02.03.2019, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 02.03.2019, Blaðsíða 26
Lóa Pind býr í fallegu steinhúsi í Norðurmýr-inni í Reykjavík. Heimili hennar er litríkt og hlý-legt í senn. Hún bjó áður í miðbænum og segist ekki sakna þess. Hún vinnur mikið heima við dag- skrárgerð sína. „Það er óhætt að segja að ég sé ekki skrifstofutýpan. Ég hef þörf fyrir að ná mikilli einbeitingu í því sem ég er að gera og vil ekki láta trufla mig. En auðvitað sakna ég þess oft að hafa í kringum mig góða sam- starfsfélaga,“ segir Lóa sem ákvað á nýju ári að hefja nýjan kafla í lífi sínu og starfa sjálfstætt. Hún stofnaði eigið fyrirtæki utan um dagskrárgerðina Lóa Produc- tions og hefur gert samkomulag við Sýn sem rekur Stöð 2 um framleiðslu á næstu þáttaröð, Hvar er best að búa? Um Íslendinga sem hafa kosið að búa á forvitnilegum stöðum víða um heim. „Þetta er mjög spennandi, ég hef starfað fyrir sama fyrirtækið í fjölda ára og þetta er því mjög mikil breyting á mínum högum. Mér finnst ég einhvern veginn loksins vera orðin fullorðin. Ég er kannski dæmigerður kvenmaður, varkár í fjármálum og fjárhagslegt óöryggi fer ekki vel í mig. En núna, eftir að hafa stjórnað og skrifað um það bil 10 sjónvarpsþáttaraðir, eftir nærri aldarfjórðung í fjölmiðlabrans- anum, finnst mér ég loksins vera tilbúin til að standa á eigin fótum. Ef ég væri strákur, hefði ég kannski stofnað þetta framleiðslufyrirtæki fyrir aldarfjórðungi,“ segir Lóa. Mikilvægt að vanda sig Á sunnudag verður sýndur fyrsti þáttur af fjórum af nýjum þáttum Lóu, Viltu í alvörunni deyja? Í þátt- unum ræðir hún við aðstandendur einstaklinga sem hafa svipt sig lífi. Lóa segir þættina eina þá erfiðustu sem hún hefur unnið. „Það var eðli- lega líka erfitt að fá viðmælendur til að opna sig um eigin geðsjúkdóma í þáttaröðinni „Bara geðveik.“ Það er erfitt að fá fólk til að ræða um þessi persónulegu mál og margir sögðu nei við mig,“ segir Lóa og segist skilja það vel. Hún segir umræðuna hins vegar vera að opnast síðustu ár. „Ég tek eftir því í minni vinnu. Þó að það hafi verið erfitt að fá fólk til að opna sig þá var það auðveldara en áður. Umræðan og kúltúrinn í íslensku samfélagi hefur breyst mikið á fáein- um árum. Hún er opnari en þá er líka mikilvægt að vanda sig,“ segir Lóa. „Það sem er erfiðast er að fólk er að þvinga sig til að ræða þessa hluti í þágu annarra. Það er erfitt að vera í þeirri stöðu að þvinga fram slíkar frásagnir því þetta er það sársauka- fyllsta og versta sem fólk lendir í. Og ég tala nú ekki um ef það er barnið þitt sem gerir þetta, ung manneskja með allt líf sitt fram undan. Fólki finnst að það hefði átt að sjá eitt- hvað, eða heyra eitthvað á viðkom- andi. Fólk getur smám saman lifað með þessu en það var augljóst á þeim sem ég ræddi við að þessi sársauki fer ekki. Fólk situr uppi með hann ævilangt.“ Fólk situr eftir með sársaukann Fjölmiðlafólk er stundum gagnrýnt fyrir að fjalla um geðsjúkdóma og sjálfsvíg. Ertu meðvituð um að fólk er gagnrýnið á umræðuna? „Fyrir mörgum árum þegar ég starfaði á fréttastofunni þá var það nú eiginlega bara þannig að við fjöll- uðum ekki um sjálfsvíg. En það geng- ur ekki upp í dag. Umræðan er svo opin og hún er svo víða, til dæmis á samfélagsmiðlum. Fjölmiðlar hafa því hlutverki að gegna í þeim efnum. Geðlæknar eru eðlilega varkárir og tortryggnir í garð fjölmiðla og það er vegna þess að það hefur verið sýnt fram á smitáhrif þegar fjallað er um sjálfsvíg,“ segir Lóa og segist hafa gætt sín í hvívetna. „Ég geri allt sem ég get til þess að efni þáttanna fari rétt ofan í fólk og Lóa vonast til að þættirnir verði til þess að fólk opni sig um alvarlegan vanda. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Enginn sér eftir því að velja að lifa Við erum alltaf betur sett ef við tölum um hlutina, segir Lóa Pind sem sýnir fyrsta þátt sinn í nýrri þáttaröð um sjálfsvíg á Stöð 2 á sunnudag. Eftir vinnslu þáttanna er hún sannfærð um að það þurfi að huga betur að því að ungt fólk fái tækifæri til að rækta hæfileika sína og finna sér tilgang. Skólakerf- inu þurfi að bylta og fólk þurfi að vera dug- legra við að ræða um tilfinningar og líðan. ber þættina undir geðlækni áður en þeir fara í loftið. Ég las mér mikið til, Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur gefið út sérstakar leiðbeiningar um hvernig á að fjalla um sjálfsvíg og ég fylgi þeirri línu. Ég einblíni á sárs- auka þeirra sem eftir lifa og upphef ekki þá látnu,“ segir Lóa og segir því miður nóg um slíka upphafningu annars staðar. „Það er ekkert smart við það að drepa sig þegar maður er ungur. Það er heill her af fólki sem situr eftir með sársaukann og sektar- kenndina, það getur verið ævilangt ferli að búa við slíkan sársauka,“ segir hún. Tölfræðin breytist lítið Lóa segist einnig hafa lagt áherslu á að hafa þættina ekki dimma og drungalega. „Enda snúast þeir um lífið. Gleðina og kraftinn sem í því býr andspænis dauðanum.“ Lóa ræðir í þáttunum við foreldra, systkini, maka og börn fólks sem hefur svipt sig lífi. „Í hverjum þætti fjalla ég um mál tveggja einstaklinga sem hafa svipt sig lífi og ræði við ást- vini þeirra og ræði einnig í hverjum þætti við Þórgunni Ársælsdóttur geðlækni um ýmsar áleitnar spurn- ingar sem kvikna. Tugir Íslendinga svipta sig lífi á hverju ári. Ég leita svara, hvað getum við gert til að hjálpa fólki sem kýs ekki að lifa? Töl- fræðin breytist lítið þrátt fyrir öflug og betri geðlyf. Miklu fleiri strákar og karlar svipta sig lífi en stúlkur og konur. En fleiri konur gera sjálfsvíg- stilraunir. Það er því augljóst að það er eitthvað í karlgerðinni eða menn- ingu okkar sem gerir það að verkum að þeir eru líklegri til að svipta sig lífi,“ segir Lóa. „En þetta er ráðgáta. Við getum ekki spurt þá sem fóru. En það sem er þó vitað er að karlar eru síður líklegir til að leita sér hjálpar þegar eitthvað bjátar á. Leita sér læknis eða sálfræðiaðstoðar. Þeir virðast einnig líklegri til að einangrast félagslega og vera hvatvísari,“ segir hún. Vandinn hefst í skólakerfinu Lóu er tamt að fjalla um samfélagsleg málefni á jaðrinum. Síðustu ár hefur hún hún gert vandaða þætti um ungt fólk sem á erfitt uppdráttar í skóla- kerfinu, Tossarnir. Og um fólk með geðsjúkdóma, Bara geðveik. Og nú fjallar hún um sjálfsvíg og leitar svara. Hverju hefur þú komist að? „Mér finnst vandinn hefjast í skólakerfinu. Ég er komin hátt á fimmtugsaldurinn og ég og fólkið í kringum mig eigum börn á þrí- tugsaldri sem hefur farið í gegnum skólakerfið. Ég dáist að kennurum og þeirra vinnu en það er mikilvægt að horfast í augu við það að skólakerfið virkar ekki eins og það ætti að gera. Það er hluti af velmegun okkar að geta boðið ungu fólki upp á 10 ára skyldunám og svo framhaldsnám og þaðan liggur leið margra í háskóla- nám. Þú ert orðin rígfullorðin mann- eskja þegar þú ferð að bera ábyrgð. Fyrstu átján ár skólagöngunnar erum við að mata börn. Það gengur ekki upp. Ég veit að við þurfum að minnsta kosti fjölbreyttari valkosti fyrir ungt fólk á framhaldsskólastig- inu,“ segir Lóa og ítrekar að hún hafi að sjálfsögðu ekki réttu svörin við lífsgátunni. Það þekkist líka að fólk svipti sig lífi sem þyki á góðum stað í lífinu og jafnvel að elta drauma sína. Það er talið að um það bil 90% þeirra sem svipta sig lífi séu að glíma við geðræna erfiðleika og þótt við getum vonandi slegið á kvíða og þunglyndi með því að bjóða ungmennum upp á fleiri valkosti í námi, þá erum við ekki að fara að útrýma geðrænum veikindum sem geta leitt til sjálfs- vígs,“ leggur Lóa áherslu á. Hættum að mata ungt fólk „En í það heila held ég að við getum fækkað sálarflækjunum ef við getum hjálpað fólki að finna tilgang. Ef að við hættum að mata ungt fólk og hjálpum því að verða sterkara, seigara og næra ástríðu sína. Ég á sjálf ungling í gagnfræðaskóla sem er bara að þrauka, ef svo má segja,“ segir Lóa og hlær. „Æi, þau eru mörg sem eru með listræna hæfileika ELDRI SONUR MINN MISSTI EINN BESTA VIN SINN ÚR SJÁLFSVÍGI. HANN VAR SJÁLFUR TVÍSTÍGANDI Í LÍFINU OG ÉG VAR MJÖG HRÆDD UM HANN Á ÞVÍ TÍMABILI. Á HVERJU KVÖLDI Í MARGA MÁNUÐI FÓR ÉG INN TIL HANS OG VAR HRÆDD UM HANN. EN ÉG ÞORÐI EKKI AÐ SPYRJA HANN. Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjana@frettabladid.is 2 . M A R S 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R26 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 2 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :5 5 F B 1 2 0 s _ P 0 9 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 9 5 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 7 8 -2 6 C 8 2 2 7 8 -2 5 8 C 2 2 7 8 -2 4 5 0 2 2 7 8 -2 3 1 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 1 2 0 s _ 1 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.