Fréttablaðið - 02.03.2019, Blaðsíða 88
svaraði amman. Ekki er að efa að
það val hefur orðið gott. Síðan ætl-
aði Anna vitanlega að velja bækur
fyrir sjálfa sig, enda vön að lesa
mikið.
Næst rakst blaðamaður á Fjólu
Höskuldsdóttur sem var með fulla
kerru af bókum. „Ég kaupi nokkuð
af barnabókum fyrir barnabörnin
og reyndar fyrir mig líka því ég þarf
að lesa Fíusól, ég þarf að kynnast
henni og lesa fyrir börnin,“ sagði
hún. Meðal annarra barnabóka sem
Fjóla keypti voru Herramennirnir
skemmtilegu en hún sagðist ætla
að rifja upp gömul kynni við þá.
Þarna var líka Litið inn í líkamann.
„Hún er fyrir börnin af því þeim
finnst svo gaman að skoða og fletta
f lipum,“ sagði Fjóla. Sturlunga var
líka í bunkanum. „Ég þarf að lesa
hana aftur og auk þess á ég hana
ekki,“ sagði hún. Líkt og svo margir
aðrir mætir Fjóla á bókamarkaðinn
ár hvert og hefur gert síðan hún var
krakki. Einmitt þannig á það að
vera.
Fjölmennt var á Bóka-markaði Íslenskra bóka-útgefenda þegar blaða-maður leit þar við í miðri viku. Áhugasamir kaup-endur grúfðu sig yfir
bækur og gengu á milli borða í leit
að lesefni. Ekki er hægt að kvarta
undan úrvalinu og víst að enginn
fer tómhentur heim.
Blaðamaður mætti Þór Magnús-
syni og Maríu Heiðdal með fulla
kerru af bókum en þau voru ein-
mitt nýbúin að borga þegar blaða-
maður sveif á þau. „Við keyptum
bæði barnabækur og fræðibækur.
Ég keypti meira að segja bók um
kommúnismann af því ég veit
svo lítið um hann,“ sagði Þór. „Ég
fór alltaf á Bókamarkaðinn þegar
hann var í Listamannaskálanum og
keypti sitthvað, þar fengust bækur
fyrir krónu, tvær krónur og fimm
krónur. Hérna eru bækur líka á
gjafverði.“
„Ég keypti Pálssögu eftir Ólaf
Jóhann Sigurðsson og svo heklbók
sem ég ætla að gefa dóttur minni,“
sagði María. Í kerrunni voru meðal
annarra góðra bóka Njála og ævi-
saga Hannesar Hafstein eftir Krist-
ján Albertsson og auk þess barna-
bækur fyrir börnin í fjölskyldunni.
Að kynnast óvininum
Ragna Halldórsdóttir var ákveðin
í að kaupa íslensk-ítalska orðabók.
„Einu sinni var ég að læra ítölsku og
fór mikið til Ítalíu þannig að það
er gott að eiga þessa bók.“ Hún var
líka að leita að góðum krimma og
ætlaði að kaupa barnabækur fyrir
barnabörnin. Ragna hefur fyrir
venju að fara á Bókamarkaðinn ár
hvert. „Ég ólst upp við það að fara
á Bókamarkaðinn og á fornbóka-
sölur,“ sagði hún.
Paolo Turchi varð næst á vegi
blaðamanns. „Ég er að kaupa hitt
og þetta sem ég á ekki. Þetta eru
aðallega bækur um trúmál og guð-
leysi,“ sagði hann. Guðfræði Mar-
teins Lúthers og Bókin um Biblíuna
voru þar á meðal. „Ég er mikill trú-
leysingi en eins og allir trúleysingjar
þarf ég að kynnst óvininum,“ sagði
hann. Hann er líka með í kerrunni
Ástarsögur Íslendinga að fornu eftir
Gunnar Karlsson. „Þetta er bók sem
fór fram hjá mér og nú ætla ég að
lesa hana,“ sagði hann.
Stefnumót við Fíusól
Anna Geirsdóttir var mætt með
barnabarn sitt Birki Rafn Geirsson
en hann var mjög önnum kafinn
við að skoða bók sem heitir Litli
slökkviliðsbíllinn og mátti lítið vera
að því að líta upp. Hann er að sögn
ömmu sinnar mikill bílakarl. „Ég er
leikskólakennari og veit að lestur
skiptir gríðarlega miklu máli. Það
hefur mikið uppeldislegt gildi að
lesa góðar bækur fyrir börn,“ sagði
Anna. Hún er spurð hvort Birkir fái
sjálfur að velja sér bækur eða hvort
hún velji fyrir hann. „Hann fékk að
velja þessa en svo ætla ég að velja,“
ÉG KEYPTI MEIRA AÐ
SEGJA BÓK UM KOMMÚN-
ISMANN AF ÞVÍ ÉG VEIT
SVO LÍTIÐ UM HANN.
Markaður
bókanna
Bókaunnendur láta sig ekki vanta á hinn
árlega Bókamarkað sem nú stendur sem
hæst undir stúkunni á Laugardalsvelli.
Bókaunnendur flykkjast vitanlega á bókamarkaðinn
en þar er svo sannarlega hægt að gera reyfarakaup.
Þór og María voru
með fulla kerru
af bókum. Þar var
að finna skáld-
sögur, ævisögur,
fræðibækur og
barnabækur.
Þór man vel eftir
bókamarkað-
inum í Lista-
mannaskálanum
forðum daga.
Fjóla Höskulds-
dóttir hafði
barnabörnin í
huga við inn-
kaupin en hlakk-
aði um leið til að
kynnast Fíusól.
Paolo Turchi
keypti aðallega
bækur um trúmál,
en sjálfur er hann
staðfastur trú-
leysingi.
Birkir Rafn kom með ömmu sinni, henni Önnu, og valdi sér bráðskemmtilega bók um lítinn slökkviliðsbíl. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Ragna Halldórs-
dóttir keypti
íslensk-ítalska
orðabók og
mundi vitaskuld
líka eftir barna-
börnunum sem fá
sínar bækur.
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb@frettabladid.is
2 . M A R S 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R40 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
0
2
-0
3
-2
0
1
9
0
4
:5
5
F
B
1
2
0
s
_
P
0
8
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
8
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
2
7
8
-3
0
A
8
2
2
7
8
-2
F
6
C
2
2
7
8
-2
E
3
0
2
2
7
8
-2
C
F
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
1
2
0
s
_
1
_
3
_
2
0
1
9
C
M
Y
K