Fréttablaðið - 02.03.2019, Blaðsíða 102
ÞÓ ÞAÐ SÉ JARÐ-
SPRENGJUSVÆÐI AÐ
TALA UM FEGURÐ Á ÞESSUM
TÍMUM ÞÁ STEND ÉG ÓHRÆDD-
UR MEÐ SJÁLFUM MÉR.
Hin smágerða
fegurð hversdagsins
Ég teymi sjálfan mig alltaf í átt að nákvæmninni, segir Þorri. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Þetta fallega olíumálverk er meðal verka á sýningunni í Galleríi Fold.Þorri Hringsson sýnir ný olíumálverk í Gall-eríi Fold, en sýningin er opnuð í dag, laugardag. „Megnið eru spánnýjar my ndir, lang f lest ar
málaðar á þessu ári en nokkrar eru
frá árinu 2018. Myndefnið er allt frá
Aðaldal,“ segir hann.
Myndirnar einkennast af mik-
illi nákvæmni. Þorri er spurður
af hverju hann sé svo nákvæmur.
„Ég veit það ekki,“ segir hann. „Ég
hef reynt að gera myndir sem ein-
kennast af minni nákvæmni en
það gengur ekki. Ég teymi sjálfan
mig alltaf í átt að nákvæmninni en
það hefur líka skilað hlutum sem ég
er mjög ánægður með. Það er eitt-
hvað heillandi við smáatriði sem
gerir það að verkum að ég geri hluti
nákvæmari en þeir þyrftu að vera.“
Spurður hvort hann styðjist við
ljósmyndir segir hann: „Ég mála
ekki eftir ljósmyndum en í undir-
búningsvinnu nýti ég ljósmyndir
þegar ég er að reyna að fanga mynd-
efnið.“
Þorri hefur málað náttúrumyndir
í rúm tuttugu ár. „Þegar ég byrjaði
vissi ég ekkert hvað ég væri að fara
út í. Fólk heldur oft að það sé auð-
veldasti hlutur í heimi að mála
landslagsmyndir, en það er það erf-
iðasta sem ég hef málað, og hef ég þó
prófað alls konar hluti.“
Myndir í höfðinu
Þorri er með vinnustofu í Haga í
Aðaldal en þar fæddist faðir hans,
Hringur Jóhannesson listmálari.
Hann segist reyna að vera þar eins
mikið og mögulegt sé. „Ég er farinn
að þekkja ýmsa staði í Aðaldal mjög
vel. Ég mála oft sömu staðina hvað
eftir annað af því að fyrir mér eru
þeir alltaf nýir. Ég er með ótal mynd-
ir í höfðinu en það er ekki endilega
þannig að ég sé að leita að náttúru-
fyrirbæri til að mála, ég þekki það
þegar það kallast á við myndina í
höfðinu á mér.“
Loftslagsbreytingar valda breyt-
ingum á náttúrunni og spurður
hvort hann hafi séð breytingar á
náttúrunni í Aðaldal segir Þorri:
„Eins og er sé ég ekki neitt í kort-
unum sem mun spilla þeirri nátt-
úru sem ég hef í kringum vinnu-
stofu mína í Haga. Ég sé hins vegar
hraðar breytingar á náttúrunni sem
eru aðallega fólgnar í því að það er
að hlýna, gróðurtímabilið er lengra
og á síðustu 20 árum er að myndast
skógur þar sem áður voru ekki tré.“
Fegurðin í hinu sjónræna
Enginn ætti að geta neitað því að
mikil fegurð er í olíumálverkum
Þorra. Spurður hvort fólk nefni
þessa fegurð oft við hann segir
hann svo vera. „Ég leita í fegurðina.
Útgangspunktur minn í myndlist er
fegurðin í hinu sjónræna. Án þess að
ég geri lítið úr þeim krafti sem dreg-
ur annað fólk að myndlist þá get ég
ekki hafnað því sem dregur mig að
myndlistinni sem er fegurðin. Þó
það sé jarðsprengjusvæði að tala
um fegurð á þessum tímum þá stend
ég óhræddur með sjálfum mér. Ég
viðurkenni samt að til að byrja með
var ég svolítið smeykur við þetta. Ég
sé kollega mína oft dubba upp lands-
lagsmyndir í einhvern konsept-
búning af því þeir eru smeykir um
að fegurðin sé ekki nógu merkileg.
Ég er búinn að vera að mála í rúm
20 ár og er að færast nær þeirri mynd
sem mig langaði til að mála þegar ég
var að byrja. Þetta er ekki hin upp-
hafna rómantíska fegurð Ruskins
og 19. aldar málaranna. Það er hin
smágerða fegurð hversdagsins sem
heillar mig. Þar er hverful birta,
kyrrð og stemning í hinu smáa sem
er svo nálægt. Fólki er svo gjarnt að
sjá það ekki af því það er að horfa á
fjallið sem er vissulega fallegt líka.
Ég er orðinn ósmeykur við að halda
fram fegurðinni sem gildi í sjálfu
sér.“
Þorri Hringsson
sýnir í Galleríi
Fold. Er með ótal
myndir í höfðinu.
Leitar í fegurðina.
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb@frettabladid.is
CoverIceland
fagnar Góu og
komandi vori
með sérstökum
afslætti á
svalalokunum
ef gengið er frá
samningi fyrir
15. mars.
Svalalokun
lengir sumarið og
veitir möguleika
á eigin gróðurhúsi
á svölunum
þínum.
Auðbrekku 10, 2. hæð,
200 Kópavogi
Netfang covericeland@covericeland.is
Sími 7777001
LÍFIÐ ER Á
FRETTABLADID.IS
Líð á frettabladid.is allar um
fólk, menningu, tísku, heilsu
og margt eira.
Ekki missa af neinu, fylgdu
Fréttablaðinu á Facebook
2 . M A R S 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R54 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
MENNING
0
2
-0
3
-2
0
1
9
0
4
:5
5
F
B
1
2
0
s
_
P
1
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
9
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
2
7
7
-F
F
4
8
2
2
7
7
-F
E
0
C
2
2
7
7
-F
C
D
0
2
2
7
7
-F
B
9
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
1
2
0
s
_
1
_
3
_
2
0
1
9
C
M
Y
K