Fréttablaðið - 02.03.2019, Blaðsíða 63
RARIK - Mars 2019:
167x214mm
RARIK ohf • Dvergshöfða 2 • 110 Reykjavík • Sími 528 9000 • www.rarik.is
Rafvirki, mælaumsjón á Höfn í Hornafirði
RARIK ohf auglýsir eftir rafvirkja til starfa á starfsstöð fyrirtækisins á Höfn. Hér er um
fjölbreytt starf að ræða við rekstur dreifikerfis fyrirtækisins. Við hvetjum bæði konur og
karla til að sækja um.
• Umsjón með orkumælum
• Tenging nýrra viðskiptavina
• Samskipti við rafverktaka
• Þjónusta við viðskiptavini
• Gagnaskráning og undirbúningur
verkefna
Helstu verkefni
• Sveinspróf í rafvirkjun
• Öryggisvitund
• Almenn tölvukunnátta
• Drifkraftur og geta til að vinna sjálfstætt
• Hæfni í mannlegum samskiptum
Hæfniskröfur
Nánari upplýsingar veitir Finnur Freyr Magnússon, deildarstjóri rekstrarsviðs á
Austurlandi eða starfsmannastjóri RARIK í síma 528 9000. Umsóknarfrestur er til
18. mars 2019 og skal skila umsóknum með ferilskrá á www.rarik.is/atvinna.
RARIK ohf. er rekið sem opinbert hlutafélag í eigu ríkisins. Hlutverk RARIK er að dreifa
raforku auk þess að afla, dreifa og annast sölu á heitu vatni. Starfsmenn RARIK eru um
200, aðalskrifstofa er í Reykjavík og um 20 starfsstöðvar eru dreifðar vítt og breitt um
landið.
Aðstoðarskólastjóri Laugarnesskóla
Skóla- og frístundasvið
Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir
borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.
Laugarnesskóli er grunnskóli með um 540 nemendur í 1.-6. bekk. Skólinn er Réttindaskóli Unicef og Barnasáttmálinn er lagður
til grundvallar í öllu skólastarfinu. Einkunnarorð skólans lífsgleði, nám, samvinna, kærleikur og ósk eru kjarni skólastefnu
Laugarnesskóla. Kennsluhættir í Laugarnesskóla einkennast af fjölbreytni þar sem skólinn reynir að koma til móts við ólíkar
þarfir og áhuga nemenda. Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem er tilbúinn að taka þátt í að stjórna og leiða faglegt
starf í lýðræðislegu skólaumhverfi.
Staðan er laus frá og með 1. ágúst 2019.
Upplýsingar um starfið gefur Sigríður Heiða Bragadóttir skólastjóri Laugarnesskóla sigridur.heida.bragadottir@rvkskolar.is.
Sími 411 7444
Starfssvið
• Að vera í forystu um mótun og framkvæmd faglegrar
stefnu skólans innan ramma laga og reglugerða og í
samræmi við aðalnámskrá grunnskóla og skólastefnu
Reykjavíkurborgar.
• Að leiða faglega forystu í skólanámskrárvinnu og
skólaþróunarverkefnum.
• Að bera ábyrgð á og stjórna daglegri starfsemi skólans í
samstarfi við skólastóra.
• Að vinna að öflugu samstarfi innan skólasamfélagsins.
• Að stuðla að velferð nemenda í samstarfi við foreldra og
annað fagfólk.
Menntun, reynsla og hæfni
• Kennaramenntun og leyfi til að nota starfsheitið
grunnskólakennari.
• Kennslureynsla í grunnskóla.
• Viðbótarmenntun í stjórnun er æskileg og/eða reynsla af
stjórnunarstörfum á grunnskólastigi.
• Reynsla af faglegri forystu í skólaþróunarverkefnum.
• Metnaður í starfi og áhugi á skólaþróun.
• Þekking, leikni og hæfni í upplýsinga- og tæknimennt
• Lipurð og færni í samskiptum.
• Sjálfstæði í vinnubrögðum.
• Óbilandi trú á réttindum barna og áhugi á að starfa með
þeim og foreldrum þeirra.
Sumarstörf hjá
Ísafjarðarbæ 2019
Íþróttamannvirki Ísafjarðarbæjar -
Sundlaugarverðir og vallarstarfsmaður
Íþróttamannvirki Ísafjarðarbæjar auglýsa eftir sundlau-
garvörðum í sumarstörf við sundlaugarnar á Ísafirði,
Suðureyri, Flateyri og Þingeyri. Jafnframt er auglýst eftir
öflugum starfsmanni á vallarsvæðið á Ísafirði. Æskilegast
er að sundlaugarverðir geti hafið störf í lok maí 2019 eða
eftir nánara samkomulagi. Um er að ræða 100% störf í
vaktavinnu. Vallarstarfsmaður hefur störf 1. maí 2019 eða
eftir nánara samkomulagi. Störfin eru tímabundin til loka
ágústmánaðar.
Vinnuskóli Ísafjarðarbæjar – Yfirflokkstjóri
Vinnuskóli Ísafjarðarbæjar auglýsir eftir yfirflokkstjóra.
Vinnuskólinn er útiskóli sem í sumar hefur aðsetur í
Fjarðarstræti og Sundhöllinni, Austurvegi 9. Æskilegast er
að viðkomandi geti hafið störf í lok maí 2019 eða eftir nánara
samkomulagi. Um er að ræða 100% starf til þriggja mánaða.
Vinnuskóli Ísafjarðarbæjar - Almennur flokkstjóri
Vinnuskóli Ísafjarðarbæjar er útiskóli þar sem starfið gefur
einstaka möguleika á að njóta útivistar og eiga þátt í að
prýða umhverfið í Ísafjarðarbæ. Óskað er eftir ábyrgðarful-
lum flokkstjórum til starfa á Ísafirði og Þingeyri. Æskilegast
er að viðkomandi geti hafið störf í lok maí 2019 eða eftir
nánara samkomulagi. Um er að ræða 100% störf til þriggja
mánaða.
Starfsmenn í garðyrkjudeild Ísafjarðarbæjar
Þjónustumiðstöð Ísafjarðarbæjar auglýsir eftir starfsmön-
num til sumarstarfa í garðyrkjudeild. Um er að ræða 100%
störf við skemmtilega útivinnu á tímabilinu 14. maí til 16.
ágúst eða eftir nánara samkomulagi.
Þjónustumiðstöð Ísafjarðarbæjar -
Sumarstarfsmenn
Auglýst er eftir sumarstarfsmönnum við hin ýmsu störf hjá
Þjónustumiðstöð Ísafjarðarbæjar (áhaldahúsi). Leitað er
eftir starfsfólki 18 ára og eldra sem hefur áhuga á útivinnu.
Starfstímabil er 14. maí til 16. ágúst og er vinnutími milli kl.
07.20 - 17.00 virka daga, nema til hádegis á föstudögum.
Velferðarsvið Ísafjarðarbæjar - Sumarstarfsmenn
Velferðarsvið Ísafjarðarbæjar óskar eftir sumarstarfsmön-
num í blönduð störf við málefni fatlaðra og aldraðra. Störfin
sem um ræðir eru við stuðnings- og stoðþjónustu (frekari
liðveisla, félagsleg heimaþjónusta), hæfingu, sólarhringsþ-
jónustu og sumarþjónustu við fötluð börn. Um er að ræða
ýmist dag- eða vaktavinnu þar sem starfshlutfall er 40-100%.
Starfstímabil er frá 20. maí til loka ágúst.
Upplýsingamiðstöð – Sumastarfsmenn
Upplýsingamiðstöð Vestfjarða á Ísafirði óskar eftir að ráða
tvo sumarstarfsmenn. Í starfinu felst m.a. að veita gestum
upplýsingamiðstöðvar aðstoð og upplýsingar eftir þörfum,
einkum varðandi Vestfirði en þó einnig um landið í heild.
Um er að ræða fullt starf í júní, júlí og ágúst.
Byggðasafn Vestfjarða – Gæslumaður
Byggðasafn Vestfjarða auglýsir eftir gæslumanni í Turn-
húsið í 100% starf tímabilið frá byrjun maí fram til 1. ágúst
2019. Um er að ræða almenna afgreiðslu og upplýsingave-
itu um sýningar safnins og safnasvæðið, auk ýmiskonar
aðstoðar og þrifa.
Hafnir Ísafjarðarbæjar - Skipstjóri
Hafnir Ísafjarðarbæjar auglýsa laust til umsóknar 100% starf
skipstjóra í sumarafleysingu frá 1. maí til 30. september.
Skipstjóri fer m.a. með stjórn lóðsbáts Ísafjarðarbæjar og
ber almenna ábyrgð í samræmi við skyldur skipstjóra.
Launakjör eru samkvæmt samningum launanefndar sveit-
arfélaga við viðkomandi stéttarfélag. Umsóknarfrestur um
ofangreind störf er til og með 19. mars 2019.
Frekari upplýsingar um störfin má nálgast á vef Ísafjarðar-
bæjar (www.isafjordur.is) undir „Laus störf“. Við hvetjum
konur jafnt sem karla til að sækja um störfin.
- Við þjónum með gleði til gagns -
ÍSAFJARÐARBÆR
0
2
-0
3
-2
0
1
9
0
4
:5
5
F
B
1
2
0
s
_
P
0
7
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
6
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
5
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
5
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
7
8
-6
2
0
8
2
2
7
8
-6
0
C
C
2
2
7
8
-5
F
9
0
2
2
7
8
-5
E
5
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
1
2
0
s
_
1
_
3
_
2
0
1
9
C
M
Y
K