Fréttablaðið - 02.03.2019, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 02.03.2019, Blaðsíða 32
Það var nú rey ndar Kári Stefánsson sem átti upprunalegu hug-myndina að því að skoða tóneyra. Hann benti mér á kanadíska grein sem fjallaði um fyrirbæri sem heitir tónblinda en hún einkennist af erfiðleikum við að skynja tón- hæð eða tóna í tónlist,“ segir Rósa Signý Gísladóttir, vísindamaður hjá Íslenskri erfðagreiningu, um tilurð nýrrar rannsóknar sem hún stýrir. Í rannsókninni er verið að skoða erfðaþætti að baki tóneyra og taktvísi og tengsl við ýmsar rask- anir. Rannsóknin samanstendur af prófi þar sem tóneyra og taktvísi einstaklinga eru metin og spurn- ingalista þar sem spurt er um tón- listarástundun, tónlistargetu og lesblindu meðal annars. Tengsl við ýmsar raskanir Rósa, sem er einnig lektor í mál- vísindum við Háskóla Íslands, segir að það séu vísbendingar um að taktblinda haldist í hendur við aðrar taugaþroskaraskanir eins og lesblindu, málþroskaraskanir, talnablindu og mögulega ADHD. Taktblindan einkennist af vanda- málum við að halda takti og skynja takt í tónlist. „Tónblindan virðist aftur á móti vera sértækari og það eru engar vísbendingar um tengsl hennar við þessar raskanir. Það er áhugavert að velta því fyrir sér að í báðum tilfell- um heyrir fólk fullkomlega hljóðið en það er eitthvað sem fer úrskeiðis í hugrænni úrvinnslu á hljóðinu.“ Opnað var fyrir rannsóknina fyrir rúmri viku en fyrst var starfs- mönnum Íslenskrar erfðagreining- ar boðið að taka þátt. „Þetta fór svo að spyrjast mjög hratt út á samfélagsmiðlum. Mót- tökurnar hafa verið frábærar og fram úr okkar björtustu vonum. Samkvæmt nýjustu tölum eru um átta þúsund manns búin að taka þátt,“ segir Rósa. Allir sem eru 18 ára og eldri og eru með rafræn skilríki geta tekið þátt í rannsókninni á heimasíðunni tón- eyra.is. „Við þurfum rosalega fjölbreytt þýði og höfum áhuga á öllu rófinu. Bæði þeim sem eru mögulega með tón- eða taktblindu en líka þeim sem eru kannski með snilligáfu á þessu sviði og allt þar á milli.“ Þeir sem taka prófið fá upplýs- ingar um heildarstigafjölda bæði varðandi tóneyra og taktvísi. Þá fá þátttakendur upplýsingar um hvort niðurstöðurnar geti verið vísbend- ing um tón- eða taktblindu. Rósa segir að telji einhverjir sig mögu- lega glíma við slík vandamál sé um að gera að taka þátt. „Taktprófið er almennt erfiðara og við sjáum það á þessari rann- sókn í Kanada að það eru færri sem fá fullt hús stiga þar heldur en í tón- prófinu. Mögulega getum við síðar birt dreifinguna þannig að fólk geti borið sig saman við aðra.“ Rósa seg- ist gera ráð fyrir að opið verði fyrir rannsóknina á netinu í að minnsta kosti mánuð í viðbót. Áhugi á erfðaþætti tónlistar Rósa segir töluverðan fjölda fólks í heiminum hafa áhuga á að skoða erfðaþætti tónlistar og tónlistar- gáfuna. „Stærsta rannsóknin sem ég hef séð er með eitt þúsund þátttak- endur þannig að við erum búin að margfalda það, en við þurfum líka mjög stórt þýði til að finna eitthvað marktækt. Það eru töluvert margir að skoða tónblinduna sérstak- lega en það hefur aldrei verið gerð erfðarannsókn með þessu móti þar sem við getum skoðað erfðaþætt- ina. Þannig að þetta er einstakt á heimsvísu.“ Varðandi mögulegar niðurstöður svona rannsóknar segir Rósa að það verði mjög áhugavert að skoða hvort erfðaþættir finnist í einhverju geni og þá hvort genið hafi breyst í gegnum tíðina. „Við getum farið að skoða áhrif erfðaþáttanna á tauganetin og heilasvæðin og þannig fræðumst við meira um taugavísindin að baki þessum eiginleikum. Það gefur okkur líka góðar upplýsingar og grundvöll fyrir alls konar þjálfun- arúrræði.“ Vitað sé að börn og fullorðnir sem eigi erfitt með að klappa í takt við hljóð hafi oft lakari hljóðkerfis- vitund, það er að segja, verri tilfinn- ingu fyrir málhljóðunum. Þessir einstaklingar eigi því í erfiðleikum með lestur. Tónlistarþjálfun getur hjálpað „Svo eru ýmsar rannsóknir sem benda til þess að mögulega geti markviss tónlistarþjálfun gagnast til að bæta taktinn og hjálpað börn- um með lesblindu eða málþroska- raskanir. Ef við finnum einhvern erfðaþátt sem hefur áhrif til dæmis bæði á taktblindu og lesblindu þá erum við komin með góðan grund- völl fyrir slík þjálfunarúrræði.“ Rósa segir að sér f innist ein kenning varðandi lesblindu frekar sannfærandi en hún gengur út á að lesblinda stafi af ónákvæmni í úrvinnslu hljóðs í tímarúmi. „Það er að segja hversu nákvæmlega við vinnum úr hljóðinu. Það getur orsakað að við erum ekki með nógu fullkomna mynd af málhljóðunum. Ef við erum ekki að greina hljóðin nógu hratt og örugglega þá endum við uppi með ófullkominn takt og ófullkomin málhljóð.“ Varðandi tónblinduna sérstak- lega sé það áhugavert að hún virðist tiltölulega sértæk fyrir tónlist. „Hún hefur til dæmis ekki mikil áhrif á skynjun tónhæðar í tungu- málum, en við notum tónfall meðal annars til að geta greint á milli spurningar og fullyrðingar. Það hafa verið gerðar ýmsar rannsóknir á þessu og tónblindan virðist ekki hafa mikil áhrif á skynjun tónfalls í tungumálum né tóna í tungumál- um eins og í mandarín kínversku þar sem hljóð hafa mismunandi Einstök rannsókn á tóneyra og taktvísi Vísindamaðurinn og málvísindakonan Rósa Signý Gísladóttir stýrir stórri rannsókn á vegum Íslenskrar erfðagreiningar þar sem verið er að skoða erfðabreytileika sem hafa áhrif á tóneyra og taktvísi og tengsl þessara eiginleika við ýmsar raskanir eins og les- blindu. Hægt er að taka þátt í rannsókninni á tóneyra.is. 8.000 MANNS HÖFÐU TEKIÐ ÞÁTT Í GÆR, FÖSTUDAG. Hvað er tón- og taktblinda? Tónblinda einkennist af erfiðleikum með að halda lagi og bera kennsl á falskar nótur. Þetta er arfgengt og hrjáir á bilinu 1,5 til 4 prósent einstaklinga. Taktblinda einkennist af erfiðleikum með að halda takti og skynja takt í tónlist. Lítið er vitað um arfgengi og tíðni takt- blindu en vísbendingar eru um að taktblinda geti farið saman með lesblindu, málþroskarösk- un og talnablindu. Upplýsingar af tóneyra.is Rósa segir að sér finnist ein kenning varðandi lesblindu frekar sannfærandi en hún gengur út á að lesblinda stafi af ónákvæmni í úrvinnslu hljóðs í tímarúmi. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR VITAÐ ER AÐ BÖRN OG FULLORÐNIR SEM EIGIA ERFITT MEÐ AÐ KLAPPA Í TAKT VIÐ HLJÓÐ HAFA OFT LAKARI HLJÓÐ- KERFIS VITUND, ÞAÐ ER AÐ SEGJA, VERRI TILFINN- INGU FYRIR MÁLHLJÓÐ- UNUM. ÞESSIR EINSTAKL- INGAR EIGI ÞVÍ Í ERFIÐ- LEIKUM MEÐ LESTUR. Sighvatur Arnmundsson sighvatur@frettabladid.is 2 . M A R S 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R32 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 2 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :5 5 F B 1 2 0 s _ P 1 0 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 8 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 7 7 -E B 8 8 2 2 7 7 -E A 4 C 2 2 7 7 -E 9 1 0 2 2 7 7 -E 7 D 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 1 2 0 s _ 1 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.