Fréttablaðið - 02.03.2019, Blaðsíða 54
Bakarí / Kaffihús
Starfskraftur óskast til afgreiðslustarfa í bakarí
frá kl. 7:00 -15:00 virka daga.
Íslensku kunnátta skilyrði og
ekki yngri enn 20 ára.
Uppl. sendist á : sveinsbakari@sveinsbakari.is
Ertu nærandi?
Við leitum að jákvæðum einstaklingi í mötuneyti okkar að Stuðlahálsi sem
hefur ánægju af því að gefa svöngu fólki hollan og góðan mat að borða.
STARFSMAÐUR Í MÖTUNEYTI
Helstu verkefni og ábyrgð
• Aðstoð við undirbúning
hádegisverðar og kaffitíma
• Áfyllingar og afgreiðsla
• Uppvask og frágangur
Í fjarveru matreiðslumanns
• Matreiðsla á hádegisverði
• Yfirumsjón með morgun- og
síðdegiskaffi
• Umsjón með mat- og veisluföngum
fyrir fundi og uppákomur
Hæfniskröfur
• Reynsla af sambærilegu
eða tilheyrandi menntun
• Áhugi á heilsueflandi matargerð
• Snyrtimennska áskilin
• Góð framkoma og lipurð
í samskiptum
Viðkomandi þarf að geta leyst matreiðslumann af, meðal annars í sumarfríum
og leitum við að einstaklingi sem er menntaður matráður eða hefur reynslu af
eldamennsku fyrir stóran hóp.
Starfshlutfall er 100%.
Umsóknarfrestur er til og með 18. mars nk. Umsóknir óskast fylltar út á vinbudin.is
Nánari upplýsingar veitir: Thelma Kristín Snorradóttir – starf@vinbudin.is, 560 7700
ÁTVR rekur 51 Vínbúð um allt land. Stefna ÁTVR er að vera eitt af fremstu
þjónustufyrirtækjum landsins og fyrirmynd á sviði samfélagsábyrgðar. Lögð
er áhersla á að vinnustaðurinn sé öruggur, heilsueflandi og skemmtilegur
þar sem samskipti einkennast af lipurð, þekkingu og ábyrgð.
Gildi ÁTVR eru LIPURÐ – ÞEKKING – ÁBYRGÐ.
Ráðningar í stöður hjá fyrirtækinu taka mið af
þessum gildum.
LAUS TIL UMSÓKNAR
STAÐA SKÓLASTJÓRA
REYKHÓLASKÓLA
Reykhólahreppur auglýsir stöðu skólastjóra
Reykhólaskóla lausa til umsóknar. Skólinn er
samrekinn leik-, grunn- og tónlistarskóli undir einu
þaki. Í skólanum eru um 60 nemendur. Reykhólar
er sveitarfélag með um 270 íbúa og þar af býr um
helmingur þeirra á þéttbýlinu á Reykhólum. Á
Reykhólum er að finna margvíslega þjónustu.
Starfssvið:
• Að veita skólanum faglega forystu á sviði kennslu og þróu-
nar í skólastarfi
• Að leiða samstarf nemenda, starfsmanna, heimila og skóla-
samfélagsins í heild
• Að stýra og bera ábyrgð á rekstri skólans og daglegri
starfsemi
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Leyfisbréf leik- og/eða grunnskólakennara
• Kennslureynsla í grunnskóla er skilyrði
• Framhaldsmenntun á sviði stjórnunar og uppeldis- og menn-
tunarfræða er kostur
• Reynsla af störfum á sviði stjórnunar, rekstrar og þróunar-
starfi er kostur
• Hæfni í mannlegum samskiptum
• Metnaður, hugmyndaauðgi, skipulagshæfni og leiðtogahæ-
fileikar
Leitað er að einstaklingi sem hefur skýra framtíðarsýn í
skólamálum, er skapandi og metnaðarfullur. Staðan er laus
frá 1. júní 2019. Launakjör eru samkvæmt samningi Sambands
íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands.
Umsókn skal fylgja greinargott yfirlit um nám og störf (feril-
skrá), leyfisbréf til kennslu, kynningarbréf og meðmæli. Öllum
umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur
verið tekin. Við hvetjum bæði konur og karla til að sækja um
starfið.
Upplýsingar um starfið veitir Tryggvi Harðarson, sveitarstjóri
Reykhólahrepps, í síma 430-3200 eða í gegnum netfangið
sveitarstjori@reykholar.is
Umsóknarfrestur er til og með 24. mars 2019.
Umsóknum skal skilað til sveitarstjóra Reykhólahrepps á
netfangið sveitarstjori@reykholar.is
Samtök fjármálafyrirtækja
leita að lögfræðingi
Í starfinu felst fjölbreytt samstarf við aðildarfélög SFF svo sem vegna innleiðingar EES-gerða á
fjármálamarkaði, gerð umsagna um þingmál og stjórnvaldsfyrirmæli og samskipti við eftirlits-
og stjórnsýslustofnanir fyrir hönd aðildarfélaga. Í starfinu felst einnig þátttaka í undirbúningi
stefnumótunar samtakanna í ýmsum málum og aðkoma að alþjóðlegu samstarfi.
Menntunar- og hæfnikröfur:
▶ Embættis- eða meistarapróf í lögfræði.
▶ Hæfni til að koma frá sér efni í ræðu og riti, bæði á ís-
lensku og ensku. Þekking á Norðurlandamáli er kostur.
▶ Sveigjanleiki, sjálfstæði og frumkvæði í vinnubrögðum.
▶ Nákvæmni, vandvirkni og metnaður.
▶ Þekking á lagaumhverfi fjármálafyrirtækja, þ.m.t.
vátryggingafélaga, er kostur.
▶ Þekking á samkeppnisrétti er kostur.
▶ Starfsreynsla úr fjármálafyrirtæki þ.m.t. vátrygginga-
félagi, stjórnsýslu eða á öðrum vettvangi sem nýtist í
starfi er kostur.
▶ Framhaldsnám sem nýtist í starfi er kostur.
Upplýsingar veitir Jóna Björk Guðnadóttir, yfir-
lögfræðingur SFF, í síma 591 0400.
Umsóknir berist á skrifstofu SFF í Húsi atvinnu-
lífsins, Borgartúni 35, 105 Reykjavík eða í tölvu-
pósti á jona@sff.is.
Umsóknarfrestur er til 15. mars nk.
SFF eru heildarsamtök fjármálafyrirtækja á Íslandi. Aðildarfélög samtakanna eru 27 talsins. Tilgangur og meginverkefni samtakanna er að vera málsvari fjármálafyrirtækja og stuðla
að því að starfskilyrði þeirra séu samkeppnishæf. SFF eru málsvari aðildarfélaga samtakanna gagnvart stjórnvöldum, eftirlitsstofnunum, almenningi og atvinnulífi og aðstoða þau við
að byggja upp heilbrigt og traust fjármálakerfi. SFF eiga aðild að bæði Evrópsku bankasamtökunum (EBF) og Samtökum evrópskra tryggingarfélaga (IE). Hjá SFF starfa sex starfsmenn
sem búa yfir margvíslegri sérfræðiþekkingu.
SAMTÖK FJÁRMÁLAFYRIRTÆKJA
SKÓLALIÐI
Fjölbrautaskólinn í Garðabæ auglýsir eftir skólaliða sem m.a.
annast daglega hreinsun í skólanum og þrif á skólabrú og
hefur eftirlit með umgengni nemenda í skólanum.
Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Starfshlutfall er
100% og laun eru samkvæmt stofnanasamningi FG við SFR.
Leitað er að traustum og ábyggilegum starfsmanni sem
hefur góða samskiptahæfni, er stundvís, sýnir frumkvæði í
starfi og sjálfstæði í vinnubrögðum.
Jákvætt viðhorf, góð samskiptahæfni og áhugi á að starfa á
öflugum vinnustað eru atriði sem horft er til við ráðningu í starfið.
Umsóknum skal skilað til Kristins Þorsteinssonar skóla-
meistara, kristinn@fg.is, eða Snjólaugar Bjarnadóttur
aðstoðarskólameistara, snjolaugb@fg.is, sem einnig gefa
nánari upplýsingar.
Upplýsingar um skólann má finna á heimasíðu hans: www.fg.is
12 ATVINNUAUGLÝSINGAR 2 . M A R S 2 0 1 9 L AU G A R DAG U R
0
2
-0
3
-2
0
1
9
0
4
:5
5
F
B
1
2
0
s
_
P
0
6
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
6
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
5
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
5
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
7
8
-7
A
B
8
2
2
7
8
-7
9
7
C
2
2
7
8
-7
8
4
0
2
2
7
8
-7
7
0
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
B
F
B
1
2
0
s
_
1
_
3
_
2
0
1
9
C
M
Y
K