Fréttablaðið - 02.03.2019, Blaðsíða 28
Fyrirferð RÚV og sam-félagsmiðlar eru stór hluti þess vanda sem einkareknir fjölmiðlar standa frammi fyrir. L i l j a A l f r e ð s d ó t t i r
menntamálaráðherra hefur boðað
aðgerðir til þess að létta undir með
þessum miðlum sem margir róa líf-
róður. Blaðamaður tók þrjá þing-
menn og fyrrverandi blaðamenn
tali, til þess að grennslast fyrir um
álit þeirra á fjölmiðlafrumvarpi
ráðherrans, sem nú liggur í sam-
ráðsgátt stjórnvalda. Þar er gert ráð
fyrir því að einkareknir fjölmiðlar
geti sótt um styrki í formi endur-
greiðslu á allt að 25 prósentum af
rekstrarkostnaði ritstjórnar. Fyrir
styrkveitingunni eru sett skilyrði
svo sem að efni fjölmiðils sé fjöl-
breytt og fyrir allan almenning,
byggist á fréttum, fréttatengdu efni
og samfélags umræðu. 50 milljóna
króna þak verður sett á hámarks-
fjárhæð styrkja .
Hvernig líst ykkur á hugmyndir
Lilju?
Óli Björn: Eigum við ekki að
orða þetta kurteislega? Ég held að
ráðherra geri sér grein fyrir því
að staðan er alvarleg og að það sé
nauðsynlegt að grípa til aðgerða.
En eins og frumvarpið lítur út er
þetta ekki besta leiðin, sennilega
sú versta. Vandinn í þessu öllu er sá
að á meðan menn taka ekki grund-
vallarákvarðanir um að reyna að
jafna samkeppnisstöðu á fjölmiðla-
markaði með því að taka á Ríkisút-
varpinu eru menn að finna ein-
hverjar leiðir, millifærslusjóði sem
er eins óheilbrigt og hægt er.
Ekki í aðdáendaklúbbnum
En Lilja segir á móti að með þessum
hætti séu ýmsar greinar styrktar,
b ó k a ú t g á fa , k v i k m y n d a g e rð,
nýsköpun og svo framvegis?
Óli Björn: Á meðan menn hafa
ekki burði, og þá er ég ekki að tala
um ráðherrann sérstaklega, til þess
að horfast í augu við fyrirferð Rík-
isútvarpsins þá er til lítils að vinna.
Nú er ég ekki í aðdáendaklúbbi
Ríkisútvarpsins og raunar ekki
talsmaður þess að ríkið sé að vasast
í fjölmiðlarekstri yfir höfuð, þó ég
skilji rökin fyrir því. En ef menn
vilja á annað borð að ríkið standi í
fjölmiðlarekstri, reki Ríkisútvarp,
þá skulum við skilgreina það hlut-
verk og umsvifin með þeim hætti
að þau skekki ekki stöðu sjálfstæðra
fjölmiðla.
Þinn flokkur hefur oft haldið utan
um málaf lokkinn, en ekki tekið á
þessu?
Óli Björn: Einhver myndi halda
því fram að í tíð Sjálfstæðisflokks-
ins, eiginlega allt frá því þegar
Ríkisútvarpinu er breytt í opin-
bert hlutafélag og útvarpsgjöld
innleidd, þá hafi fjárhagsleg staða
Ríkisútvarpsins stöðugt verið að
styrkjast. Sé raunar orðin blómleg.
Svo ef menn halda því fram að Sjálf-
stæðisflokkurinn sé sérstakur and-
stæðingur Ríkisútvarpsins þá væri
það sérkennileg aðferð til þess að
sýna það í verki. Ég held að það sé
sanngjarnt að gagnrýna Sjálfstæðis-
f lokkinn fyrir það að hafa ekki
tekist á við það að móta umhverfi
Ríkisútvarpsins, hlutverk þess og
umsvif eins og nauðsynlegt er. Það
verður hins vegar aldrei gert í pólit-
ísku stríði.
Var þetta ekki sæmilega dipló-
matískt? spyr Óli Björn og hlær.
Kolbeinn tekur orðið. „Fólk
getur haft skoðanir á umfangi og
eðli RÚV. Ég er sammála því að við
eigum að skoða hvert á að vera hlut-
verk almannaútvarps. Við erum
ekki að fara að gera neitt einn, tveir
og þrír. Við þurfum hins vegar að
bregðast við þeirri stöðu sem er
meðal almennra fjölmiðla strax.
Í staðinn fyrir að fara að agnúast
út í þessar tillögur, þá finnst mér
að allar aðgerðir í þessu veru, sem
styrkja stöðu þessara miðla, séu
góðar. Það má áreiðanlega gera
breytingar, en við erum að minnsta
kosti komin á þann stað að hér eru
komnar fram tillögur, sem beinlínis
verða til þess að efla fjölmiðla. Það
er frábært. Við höfum öll reynslu
af fjölmiðlum, en við erum að tala
um umhverfi sem við höfum aldr-
ei séð áður. Áskoranir sem kalla á
að við séum tilbúin að skoða allar
leiðir. Óli Björn talar um milli-
færslusjóð, sem er ekkert neikvætt
í mínum huga. Mér finnst gott að
við séum komin á það stig að geta
rætt almennt um stöðu fjölmiðla og
eðli. Umræðan um fjölmiðla síðustu
árin hefur nánast einungis snúist
um RÚV á auglýsingamarkaði og
áfengisauglýsingar.
Viðskiptamódel á fallandi fæti
Það er verið að ræða stöðu sjálf-
stæðra miðla og RÚV tekur allt
súrefnið. Er það birtingarmynd
vandans?
Kolbeinn: Við erum búin að búa
til þá stöðu að hafa búið til öfluga
auglýsingasöludeild í skjóli ríkisins.
Ég átta mig á því. Ég velti því fyrir
mér, fyrst hún er þarna, væri leið að
hluti af þeirra tekjum færi til hinna
miðlanna? Ég hins vegar efast um
það sem maður heyrir suma segja,
að ef RÚV hyrfi af auglýsingamark-
aði þá sé hægt að deila þeim tekjum
niður á hina miðlana. Ég held að
margir auglýsi á RÚV af því að það
er RÚV.
Hanna Katrín: Viðskiptamódel
hefðbundinna miðla hefur verið á
fallandi fæti, allt frá því að fyrstu
vefmiðlarnir komu og síðan eru
tveir áratugir. Stór ástæða er sam-
félagsmiðlarnir, auglýsingatekjur
eru að dreifast, fara úr landi. Fólk er
að fara sem neytendur á fjölmiðla-
umfjöllun úr landi. Allt landslagið
er á f leygiferð. Ég er sannfærð um
að stjórnvöld séu ekki besti aðilinn
til að vera forspá um það hvernig
fjölmiðlamarkaðurinn mun þró-
ast. Þannig finnst mér þetta röng
leið, að stjórnvöld setji skilyrði
fyrir styrkjum sem við vitum ekki
hvernig þroskast eða hvort standist
tímans tönn.
Ég hef farið í gegnum umsagn-
irnar. Það eru margar athuga-
semdir sem miðast vitaskuld af
hagsmunum þess miðils sem á í
hlut og þeir eru mismunandi. Ég
vil hafa það þannig. Ég hef ekki
enn séð neitt í spilunum sem segir,
það er best að fjölmiðlar séu inni í
þessum eða hinum rammanum,
líkt og frumvarpið gerir ráð fyrir.
Ég trúi því að það sé ekki hægt að
fara inn í umræðu um fjölmiðla-
markað án þess að ræða RÚV. Vita-
skuld er markaðurinn best til þess
fallinn að finna út úr því hvernig
markaðurinn þróast, en það er erfitt
þegar það er stofnun inni á auglýs-
ingamarkaði, með sitt forskot, að
keppa við einkamiðla í ójöfnum
leik um tekjur. Það er ekki hægt að
taka þessa umræðu með RÚV út
fyrir sviga.
Fátækari flóra
Óli Björn: Við erum að reyna að búa
til jarðveg sem tryggir fjölbreytta
flóru fjölmiðla. Eins og frumvarpið
lítur út, virkar það í hina áttina. Það
mun verða fátækari f lóra, vegna
þess að það skekkir samkeppnis-
stöðu einkareknu fjölmiðlanna.
Ef við teljum nauðsynlegt að ríkið
komi að þessu, þá vil ég að við horf-
um til skattkerfisins. Ég hef nefnt að
fella niður tryggingargjald af miðl-
Ekki náð takti eftir
að fyrsta fréttin fór „viral“
Blaðamennska er sjúkdómur, segir Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokks. Óli
Björn, Kolbeinn Proppé, VG og Hanna Katrín Friðriksson, Viðreisn, eru öll fyrrverandi
blaðamenn. Sammála um að ef ekkert verði gert muni fækka í flóru sjálfstæðra fjölmiðla.
Óli Björn stofnaði Viðskiptablaðið árið 1994 og ritstýrði. Hanna Katrín vann í rúman áratug á Morgunblaðinu, Kolbeinn starfaði um árabil á Fréttablaðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
ÉG HELD AÐ ÞAÐ SÉ SANN-
GJARNT AÐ GAGNRÝNA
SJÁLFSTÆÐISFLOKKINN
FYRIR AÐ HAFA EKKI TEK-
IST Á VIÐ AÐ MÓTA UM-
HVERFI RÍKISÚTVARPSINS
Óli Björn Kárason
Ólöf
Skaftadóttir
olof@frettabladid.is
2 . M A R S 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R28 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
0
2
-0
3
-2
0
1
9
0
4
:5
5
F
B
1
2
0
s
_
P
1
0
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
9
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
7
8
-1
3
0
8
2
2
7
8
-1
1
C
C
2
2
7
8
-1
0
9
0
2
2
7
8
-0
F
5
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
1
2
0
s
_
1
_
3
_
2
0
1
9
C
M
Y
K