Morgunblaðið - 28.12.2018, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.12.2018, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 2018 HÁVAÐI SKAÐAR HEYRNINA ...líka flugeldar Verndaðu heyrnina á meðan þú hefur hana Bjóðum fjölbreytt úrval bæði af stöðluðum og sérsmíðuðum heyrnarsíum sem dempa hávaða og hlífa heyrninni án þess að breyta blöndun og tónblæ hljóðsins. VERÐ FRÁ 3.800 KR. Hlíðasmára 19, 2. hæð • 201 Kópavogur • Sími 534 9600 • heyrn.is BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Sólberg ÓF, frystitogari Ramma hf. í Ólafsfirði, er það skip sem kom með mest aflaverðmæti að landi á árinu, en alls fiskaði skipið fyrir um 3.800 milljónir. Ólafur Marteinsson, fram- kvæmdastjóri Ramma, segir að þetta sé góður árangur, en árið hafi þó alls ekki verið hnökralaust. Næstu skip á eftir hvað aflaverð- mæti áhrærir eru frystiskipin Guð- mundur í Nesi RE og Kleifaberg RE og uppsjávarskipið Vilhelm Þor- steinsson EA. Sólbergið kom nýtt til landsins í maí í fyrra frá Tyrklandi og kom skipið í staðinn fyrir Mánaberg og Sigurbjörgu. Árið sem er að kveðja er því fyrsta heila ár skipsins á veið- um og var afli Sólbergsins á árinu 12.450 tonn af óslægðum fiski. Að sögn Ólafs var það ekki fyrr en 2-3 síðustu mánuði ársins að allt var far- ið að virka 100% við veiðarnar. Galli í togvindum „Það var ákveðinn galli í togvind- um skipsins, sem gerði okkur erfitt fyrir að veiða við ákveðin skilyrði,“ segir Ólafur. „Okkur gekk illa að veiða grálúðu og búnaðurinn virkaði ekki sem skyldi þannig að mikill tími fór í þær veiðar.“ Ólafur segir að þrátt fyrir frátafir. hafi útgerð Sólbergsins nokkurn veginn gengið samkvæmt áætlunum Tekjur séu að langmestu leyti í er- lendri mynt og sömu sögu sé að segja um kostnað eins og olíu, veiðarfæri og laun sjómanna eða hlut. Viðmiðið hafi verið að veiða fyrir meira en 30 milljónir evra og það hafi gengið eftir. Sólbergið fór í 11 veiðiferðir á árinu, en nokkur tími fór í lagfær- ingar og eins fór skipið í slipp á árinu, sem ekki hafði verið ráðgert. 35 eru í áhöfn hverju sinni, en tvær áhafnir eru á skipinu. Aflaverðmæti Guðmundar í Nesi, frystitogara Útgerðarfélags Reykja- víkur, var 3.050 milljónir. Alls var afli ársins um 6.800 tonn af slægðum fiski og þar af um 3.400 tonn af grá- lúðu. Verð fyrir hana hefur hækkað jafnt og þétt í erlendri mynt undan- farið, að sögn Runólfs Viðars Guð- mundssonar, framkvæmdastjóra Út- gerðarfélags Reykjavíkur. Síðasti túr sem lauk rétt fyrir jól var einn besti túr ársins. Líklega til Grænlands Í síðasta mánuði var greint frá því að Guðmundur í Nesi hefði verið settur á söluskrá og áhöfn verið sagt upp. Í sumar var Brimnesið selt til Rússlands. Runólfur segir að nú séu allar líkur á að Guðmundur í Nesi verði seldur til grænlenska útgerðar- félagsins Arctic Prime Fisheries, en Útgerðarfélag Reykjavíkur er hlut- hafi í fyrirtækinu. Hann segir að ver- ið sé að skoða kaup á nýju frystiskipi. Enn einu sinni er Kleifabergið, skip Útgerðarfélags Reykjavíkur, á lista yfir skip með mest aflaverð- mæti, en Kleifabergið er 44 ára gam- all flakafrystitogari. Skipið fiskaði fyrir um 2.650 milljónir, samtals 10.500 tonn af slægðum fiski eða yfir 12 þúsund tonn af óslægðum fiski, sem gerir rúmlega þúsund tonn á mánuði. Uppsjávarskipið Vilhelm Þor- steinsson EA fiskaði fyrir rúmlega 2,5 milljarða á árinu, en alls var afl- inn hátt í 50 þúsund tonn af loðnu, makríl, kolmunna og síld. Þetta mikla aflaskip hefur verið selt til Rússlands og á að afhenda það í næsta mánuði. Samið hefur verið um smíði á nýju uppsjávarskipi við Karstensens- skipasmíðastöðina í Skagen í Dan- mörku, en það skip verður ekki frystiskip eins og Vilhelm er. Skipið á að afhenda Samherja um mitt sum- ar 2020, en þangað til verður Mar- grét EA notuð til uppsjávarveiða, að sögn Kristjáns Vilhelmssonar, fram- kvæmdastjóra útgerðarsviðs Sam- herja. Gjöfult ár til sjávarins Þeir sem rætt var við í gær sögðu að heilt yfir hefði árið verið gjöfult til sjávarins. Margir hefðu toppað sig frá fyrri árum, en eins og áður ráða aflaheimildir og útgerðarmynstur miklu um hvað menn geta fiskað. Fiskaði fyrir hátt í 4 milljarða  Sólbergið með 12.450 tonn af fiski upp úr sjó á árinu  Aflaverðmæti Guðmundar í Nesi yfir þrír millj- arðar  Grálúðan gaf vel  Kleifaberg og Vilhelm Þorsteinsson meðal þeirra hæstu eins og venjulega Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson Stefnumót Frystiskipið Sólberg ÓF, fjær, og ísfisktogarinn Kaldbakur EA mætast á Eyjafirði í fyrravetur. Smíði skipanna lauk í Tyrklandi 2017. Níu laxar sem virðast komnir úr eldi og hafa veiðst í íslenskum ám hafa verið upprunagreindir og komu þeir allir frá tveimur kvíastæðum, annars vegar úr Laugardal í Tálknafirði og hins vegar frá Hringsdal Arnarfirði. Þannig er lax sem veiddist í Vatns- dalsá talinn kominn úr eldi í Laugar- dal og lax sem fékkst í Eyjafjarðará er talinn vera úr eldi við Hringsdal. Frá þessu er greint á heimasíðu Hafrannsóknastofnunar, sem hefur í samvinnu við MAST og Matís unnið að upprunagreiningunni. Notuð er svokölluð arfgerðagreining og eru 14 erfðamörk greind og borin sama við erfðamörk þeirra hænga sem notaðir voru við framleiðslu seiða 2015. Óvissa með lax úr Breiðdalsá Á heimasíðu stofnunarinnar segir meðal annars: „Alls virðast hafa veiðst 12 eldisfiskar, þar af hafa 11 verið greindir en einn er enn í mæl- ingu. Af þeim 11 sem hafa verið greindir er hægt að rekja níu með vissu, en eitt sýni þarf að endur- keyra með nýju erfðarsýni til að fá afgerandi staðfestingu. Einn fisk, sem veiddist í Breiðdalsá, þarf að skoða frekar og er hugsanlegt að hann hafi komið annars staðar frá. Þeir níu fiskar sem hefur verið hægt að rekja komu allir frá tveimur kvía- stæðum, annars vegar úr Laugardal í Tálknafirði og hins vegar frá Hringsdal, Arnarfirði. Tilkynnt hafa verið þrjú atvik sem stemma við þessar staðsetn- ingar. Arnarlax tilkynnti atvik/strok í Hringsdal í Arnarfirði þann 21. febrúar sl. og tvö atvik í Laugardal í Tálknafirði, annað í febrúar og hitt í júlí á þessu ári. Svo virðist sem allir fiskarnir hafa komið úr tilkynntum strokum.“ Strokulax talinn úr eldi í Hringsdal Upprunagreining strokulaxa Heimild: Hafrannsóknastofnun Veiðistaður Strokstaður Laugardalsá Hringsdalur Arnarfirði Eyjafjarðará Mjólká Fífustaðará Fífustaðará Selá í Ísafirði Laugardalur Tálknafirði Staðarhólsá/Hvolsá Vatnsdalsá Staðará Breiðdalsá Óvíst Mjólká Endurein-angra DNA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.