Morgunblaðið - 28.12.2018, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 28.12.2018, Qupperneq 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 2018 UM HÁTÍÐIRNAR OPNUNARTÍMAR E N N E M M / S ÍA / N M 9 0 57 7 Þriðjudagur 1. janúar, nýársdagur Lokað Miðvikudagur 2. janúar 11.00 - 18.00 Skeifan og Skútuvogur 10.00 -20.00 Vínbúðin Dalvegi verður lokuð 2.-11. janúar Föstudagur 28. desember 10.00-20.00 Laugardagur 29. desember 10.00- 19.00 Sunnudagur 30. desember Lokað Mánudagur 31. des.,gamlársdagur 9.00 - 14.00 Vínbúðirnar á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri, Reykjanesbæ og Selfossi Við minnum á að áfengiskaupaaldurinn á Íslandi er 20 ár og biðjum fólk að hafa skilríki meðferðis. Nánari upplýsingar um opnunartíma er að finna á vinbudin.is Efnt verður til atkvæðagreiðslu um framtíð kvótakerfis í mjólkurfram- leiðslu á fyrstu vikum nýs árs. Bændasamtök Íslands annast fram- kvæmd atkvæðagreiðslunnar sem verður rafræn. Allir mjólkurfram- leiðendur í landinu geta tekið þátt, hvort sem þeir eru félagsmenn í samtökum bænda eða ekki. Búvörusamningar sem gerðir voru fyrir tveimur árum gerðu ráð fyrir afnámi greiðslumarks í mjólkurframleiðslu. Þó var sett inn ákvæði í samningana um að efnt yrði til atkvæðagreiðslu í tengslum við endurskoðun búvörusamninga um það hvort kvótakerfið verði afnumið frá og með 1. janúar 2021. Tekið var fram að ef niðurstaðan yrði að af- nema ekki kvótakerfið myndi fram- hald þess byggjast á grunni fyrra kerfis. Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, segir að ekki sé búið að ákveða endanlega hvenær efnt verður til atkvæða- greiðslunnar en það verði væntan- lega á fyrstu vikum nýs árs. Þá sé ekki búið að móta endanlega spurn- inguna sem lögð verður fyrir bændur. Verið er að vinna að sviðsmyndum um það hvernig kerfið verði með og án kvótakerfis og verða þær kynntar áður en gengið verður til atkvæða. helgi@mbl.is Atkvæði greidd um kvótann  Mjólkurframleiðendur landsins ákveða í byrjun nýs árs hvort þeir vilja kvótakerfi áfram eða frjálsa framleiðslu Erlendur ferðamaður sem ók Reykjanesbrautina áleiðis til Kefla- víkur í gærmorgun reyndist vera undir áhrifum áfengis þegar lög- reglan á Suðurnesjum stöðvaði för hans. Maðurinn var á leið í flug, en var handtekinn og færður á lög- reglustöð. Honum var gert að greiða nær 130 þúsund í sekt auk máls- kostnaðar. Þá hafa nokkrir ökumenn verið kærðir fyrir of hraðan akstur á und- anförnum dögum. Sá sem hraðast ók mældist á 159 km hraða þar sem há- markshraði er 90 km á klukku- stund. Annar sem ók á 131 km hraða, einnig þar sem hámarks- hraði er 90 km á klukkustund, var með fjögurra ára barn í bílnum sem var ekki í barnabílstól. Jafn- framt voru fáeinir teknir úr umferð vegna gruns um ölvunar- og/eða fíkniefnaakstur. Ölvaður stöðvaður á Reykjanesbraut Merkja mátti samdrátt í sölu á jóla- bjór miðað við árið í fyrra strax í upphafi desembermánaðar og hélst hann nokkuð stöðugur allt fram að jólum. Alls seldust 607.000 lítrar af jólabjór á tímabilinu frá 15. nóvem- ber til 25. desember í ár, en salan var 672.000 lítrar á sama tímabili í fyrra. Hún dróst því saman um 65.000 lítra eða sem nemur um 9,7%. Sveinn Víkingur Árnason, fram- kvæmdastjóri hjá ÁTVR, sagði í samtali við mbl.is að ástæður sam- dráttarins væru óljósar, en sala dróst einnig saman í nær öllum vín- flokkum milli ára. Kampa- og freyði- vín var þó undanskilið, en sala á þeim tegundum jókst um 22% í desember í ár miðað við í fyrra. teitur@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Jólabjór Nærri 10% samdráttur varð í sölu jólabjórs í ár. Samdráttur í sölu jóla- bjórs í ár  Sala á freyðivíni jókst um 22% Réttur neytenda til að skila vörum í verslanir er mun sterkari ef varan hefur verið keypt á netinu en ef hún er keypt úti í búð. Þetta sagði Breki Karlsson, formað- ur Neytenda- samtakanna, í samtali við mbl.is í gær. Samtökunum höfðu þá þegar borist erindi varðandi skil á vörum vegna jólanna, þrátt fyrir að „skila- tíðin“ væri bara rétt nýhafin, það er sá tími sem neytendur hafa til að skipta og skila gjöfum sem þeir fengu á jólunum. Breki sagði jafnframt að engin heildarlög væru til um mála- flokkinn en hingað til hefur ekki verið talin ástæða til að setja sérstök lög um skilarétt. Hins vegar væru þau til um vörur sem keyptar væru á netinu, og skipti þá engu hvort varan væri sótt eða send heim. „Þá áttu rétt á því að fá inneignarnótu eða endur- greiðslu á upprunalegu verði en ef fólk hefur ekki keypt vöru á netinu fær það oft einungis útsöluverðið til baka.“ teitur@mbl.is Skilaréttur á netinu sterk- ari en í búð Breki Karlsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.