Morgunblaðið - 28.12.2018, Side 19

Morgunblaðið - 28.12.2018, Side 19
BAKSVIÐ Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Tvö lendingarleyfi á Gatwick- flugvelli í Englandi, sem flugfélagið WOW air tilkynnti 20. desember sl. að það hefði selt, og sagði í sömu tilkynningu frá flutningi á þjónustu sinni frá Gatwick til Stansted- flugvallar frá og með 31. mars 2019, gætu verið um 800 milljóna króna virði samtals ef miðað væri við upp- lýsingar úr vefútgáfu breska blaðs- ins Evening Standard frá því í nóv- ember í fyrra. Í grein blaðsins er fjallað um sölu á 22 lendingarleyfum úr þrotabúi breska flugfélagsins Monarch sem varð gjaldþrota haustið 2017 og tal- að um að fyrir leyfin gætu fengist um 60 milljónir punda eða tæpir níu milljarðar íslenskra króna mið- að við gengi dagsins í dag. Wizz keypti 30. nóvember Samkvæmt upplýsingum á vef- síðu alþjóðlegs fyrirtækis sem sér um afgreiðslutíma fyrir fjölda flug- valla, þar á meðal Gatwick-flugvöll, Airport Coordination Limited Ltd. (ACL), keyptu ungverska ofurlág- gjaldaflugfélagið Wizzair og breska lággjaldaflugfélagið Easy Jet fyrr- nefnd lendingarleyfi af WOW air. Salan til Easy Jet fór fram sam- kvæmt upplýsingum frá ACL 5. desember sl. en salan til Wizz air 30. nóvember. Eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu er stærsti eigandi Wizzair, með 15,85% hlut, fjárfest- ingarfélagið Indigo Partners sem samþykkt hefur, með skilyrðum, að fjárfesta fyrir 9,3 milljarða króna í WOW air. Því vekur tímasetning viðskiptanna með leyfin sérstaka athygli, en daginn áður, eða 29. nóvember, var fyrst tilkynnt um mögulega fjárfestingu Indigo í WOW air, í kjölfar þess að við- ræðum WOW air og Icelandair var slitið, en Icelandair hafði áður til- kynnt kaup á WOW air, að upp- fylltum nokkrum skilyrðum. Í ljósi ofangreinds má því álykta sem svo að viðskiptin með lend- ingarleyfin á Gatwick séu hluti af yfirstandandi samningaviðræðum milli Indigo og WOW air. Eins og komið hefur fram í Morgunblaðinu er fjárfesting In- digo í WOW air háð ýmsum skil- málum, eins og niðurstöðu áreiðan- leikakönnunar sem ekki er lokið en engin tímasetning er komin á það hvenær vinnu við hana muni ljúka. Greint hefur verið frá því að WOW air muni skera niður flota sinn á næsta ári úr 20 þotum í 11 og stöðugildum hefur verið fækkað um 350. Eftir uppsagnirnar munu rúmlega þúsund starfa hjá félag- inu. Lendingarleyfi WOW á Gatwick um 800 milljóna virði  Wizz air og Easy Jet keyptu leyfin í lok nóvember og byrjun desember AFP Flug Wizz Air bætir við sig flugferðum frá Gatwick frá og með 31. mars. Flugfélög » Eigandi Indigo, William A. Franke, er jafnframt stjórnar- formaður Wizzair. » WOW air tapaði alls 33,6 milljónum dala á fyrstu níu mánuðum ársins eða tæp- lega fjórum milljörðum króna. » WOW air mun skera niður flota sinn á næsta ári úr 20 þotum í 11 og stöðugildum hefur verið fækkað um 350. FRÉTTIR 19Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 2018 Um leið og við óskum ykkur gleðilegrar hátíðar viljum við þakka fyrir ánægjuleg viðskipti á árinu sem er að líða - Rut og Silja Gleðilega hátíð Ljósmyndir Rutar og Silju Skipholti 31 | 105 Reykjavík | Sími 568 0150 | Opið alla virka daga kl. 10-17 | www.rut.is | Ljósmyndir Rutar og Silju Opnum aftur 3. janúar Nefndarmenn peningastefnu- nefndar Seðlabanka Íslands voru ekki allir sammála um að halda stýrivöxtum óbreyttum við síðustu vaxtaákvarðanatöku að því er fram kemur í fundargerð nefndarinnar. Fjórir nefndarmenn greiddu at- kvæði með tillögu seðlabankastjóra um að halda vöxtum óbreyttum en einn nefndarmaður greiddi atkvæði gegn tillögu hans og vildi hækka vexti um 0,25 prósentur. Helstu rökin fyrir því að halda vöxtum óbreyttum voru þau að lækkun raunvaxta milli funda væri fyrst og fremst tilkomin vegna skammtíma- áhrifa gengislækkunarinnar á verðbólgu- og skammtímaverð- bólguvæntingar. Helstu rökin fyrir hækkun að mati nefndarinnar voru þau að þörf væri á meiri hækkun vaxta en ákveðið var í nóvember í ljósi aukinnar undirliggjandi verð- bólgu og verðbólguvæntinga. Morgunblaðið/Golli Vaxtaákvörðun Einn nefndar- maður vildi hækka stýrivexti. Ekki ein- hugur um stýrivexti

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.