Morgunblaðið - 28.12.2018, Síða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 2018
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Enn var bættí viðbúnað ígær vegna
eldgossins í
Indónesíu. Talið er
að rúmlega 400
manns hafi látið lífið í flóð-
bylgju sem myndaðist þegar
hluti gígsins í eldfjallinu Anak
Krakatá féll saman undir yfir-
borði sjávar á laugardag. Eld-
fjallið er í miðju sundinu
Sunda, sem liggur á milli
eyjanna Súmötru og Java, og
skall flóðbylgjan á ströndum
þeirra.
Engin viðvörun barst áður en
flóðbylgjan skall á landi. Um
1.500 manns slösuðust og rúm-
lega 150 er saknað. 22 þúsund
manns hafa flúið heimili sín og
hafast við í skýlum. Óttast er að
fleiri gætu hafa látist en nú er
vitað um.
Íbúar á þessum slóðum hafa
verið beðnir um að halda sig
fjarri ströndum vegna þess að
búast megi við annarri flóð-
bylgju.
Þetta er í þriðja skipti á
árinu sem náttúruhamfarir
valda hörmungum í Indónesíu.
Í júlí og ágúst riðu miklir jarð-
skjálftar yfir eyjuna Lombok. Í
september skall flóðalda á Palu
á eyjunni Sulawesi eftir jarð-
skjálfta með þeim afleiðingum
að um 2.200 manns létu lífið.
Anak Krakatá er eyja, sem
myndaðist um 1928 í gígnum,
sem varð til árið 1883 í einu
mesta gosi síðari tíma, í Kraka-
tá. Í því gosi létust að talið er
rúmlega 36 þúsund manns.
Eldfjallið hefur verið mjög
virkt síðan í júní og hefur vakn-
að umræða um það hvort hægt
hefði verið að vara
fólk við flóðbylgj-
unni í tæka tíð.
Talsmaður al-
mannavarna í
Indónesíu sagði að
ekki hefðu verið merki um að
flóðbylgja væri á leiðinni og
kenndi um skemmdarverkum,
tæknilegum vandamálum og
takmörkuðum fjárveitingum til
að kaupa viðvörunarbaujur.
Fyrirvarinn hefði hins vegar
verið mjög lítill. „Tíminn á milli
orsakar og afleiðingar var að-
eins nokkrir tugir mínútna sem
var of stutt til að vara íbúana
við,“ sagði franski eldfjalla-
fræðingurinn Jacques-Marie
Bardintzeff við fréttaveitu
AFP.
Mikið uppbyggingarstarf
bíður eftir flóðbylgjuna um
helgina og verður að vona að
þær verði ekki fleiri.
Indónesía liggur á einum
virkasta stað jarðarinnar þar
sem flekar jarðskorpunnar
mætast. Íslendingar þekkja ná-
vígið við náttúruöflin af eigin
raun þótt ekki sé hægt að bera
jarðhræringar hér saman við
hörmungarnar í Indónesíu.
Þær eru hins vegar áminn-
ingar um þær hættur, sem
fylgja návíginu við eldstöðvar.
Hvað mun gerast verði elds-
umbrot í Öræfajökli eða Kötlu?
Til eru mælar og tæki til að
vakta helstu eldstöðvar og
þekkingin til að nýta þau er fyr-
ir hendi. Þegar eldsumbrot
hefjast getur hver mínúta skipt
sköpum. Því er nauðsynlegt að
nýta búnaðinn og þekkinguna
og óþarfi að spara í þeim
efnum.
2018 hefur verið ár
náttúruhamfara og
hörmunga í Indónesíu}
Mannskæð eldsumbrot
Margt hefurbreyst í Kína
frá dögum menn-
ingarbyltingar-
innar og stökksins
mikla. Kína er orðið
eitt mesta efna-
hagsveldi heims og velmegun
hefur snaraukist í landinu. Eitt
hefur þó ekki breyst. Kommún-
istaflokkurinn er staðráðinn í að
halda völdum og öllu andófi er
mætt af hörku.
Margir hafa fundið fyrir
hrammi kommúnistaflokksins.
Meðal þeirra eru lögmenn, sem
hafa reynt að gæta mannrétt-
inda almennra borgara í réttar-
sölum. Einn þeirra er Wang
Quanzhang. Wang gerði sér far
um að verja andófsmenn og
fórnarlömb eignarnáms. Hann
var einn 200 lögmanna og and-
ófsmanna, sem hurfu þegar
stjórnvöld gripu til aðgerða
gegn gagnrýnendum sínum
2015. Í janúar 2016 var hann
kærður fyrir að grafa undan
ríkisvaldinu með ýmsum hætti,
þar á meðal niður-
rifshugsunum.
Kona hans hafði
hins vegar engar
spurnir af honum
fyrr en í sumar.
Á miðvikudag
kom loks að réttarhöldunum.
Þau voru lokuð og fékk konan
hans ekki einu sinni að vera við-
stödd. Dómur hefur enn ekki
verið kveðinn upp.
Aðförin gegn þeim, sem tóku
upp hanskann fyrir mannrétt-
indi í kínverskum réttarsölum,
var ætluð til að skapa ótta og
ugg og vera öðrum víti til varn-
aðar.
Aðstandendur þeirra, sem
eru handteknir, eru iðulega
beittir þrýstingi til að láta af
andófi og halda að sér höndum.
Láti aðstandendur vera að fara í
fjölmiðla eða nota félagsmiðla
fá andófsmennirnir vægari refs-
ingu.
Aðferðir kínverska komm-
únistaflokksins hafa breyst, en
eðlið ekki.
Aðferðir kínverska
kommúnistaflokks-
ins hafa breyst, en
eðlið ekki}
Andóf kæft í Kína
É
g læt hugann reika til þess tíma
þegar hefðir og hátíðleiki
jólanna var annar en í dag.
Þrátt fyrir að mér sem barni í
þá daga þætti nóg um hvernig
tilverunni var nánast snúið á hvolf í undirbún-
ingi jólanna þá var enginn tími skemmtilegri
og meira spennandi.
Í minningunni skipar jólasveinninn stóran
sess. Að setja skóinn í gluggann á kvöldin var
svo æsandi að svefninn lét stundum bíða eftir
sér. Ein mandarína frá jóla var kærkomin,
enda voru þær einungis á boðstólum almúg-
ans til hátíðabrigða. Ósjaldan lagðist ég á
koddann harðákveðin í að góma Sveinka þeg-
ar hann kæmi í heimsókn. Það þarf víst ekki
að segja hvernig það tókst til.
Hefðin í minni fjölskyldu var að hittast og borða öll
saman í litlu stofunni heima hjá ömmu og afa á að-
fangadagskvöld. Við krakkarnir fengum öll einhvern
glaðning. Oftast eitthvað heimatilbúið og nytsamlegt,
stundum bók eða spil. Það veraldlega vék fyrir kærleika
og samheldni fjölskyldunnar. Við fórum snemma heim
og öll beint í háttinn. Það var algerlega bannað að lesa
eða spila þetta kvöld og á jóladag líka. Ég upplifði hátíð-
leika sem umvafði mig allt um kring.
Þetta var sannkallaður tími Vetrar konungs, fann-
fergið svo öflugt að stundum þurftu bæjarbúar að hjálp-
ast að við að moka hver annan út. Sérstaklega man ég
einnar hæðar raðhúsaíbúðirnar við Aðalgötu á Ólafsfirði
sem stundum fóru gjörsamlega á kaf. Urðu
að einum risastórum snjóskafli þar sem vandi
gat verið að finna innganginn til að frelsa
íbúana. Venjur og hátíðleiki jólanna úr
bernsku minni er ekki það eina sem er að
breytast. Nú gerist það að við fáum rauð jól
nánast úti um allt land. Það er orðið langt síð-
an að hringja þurfti í nágranna til að biðja um
aðstoð við að moka frá útihurð. Margir taka
þessari breytingu veðurguðanna fagnandi.
En ég sakna hamagangsins og stórhríðar-
innar í kringum jólin. Fannst svo notalegt að
kúra inni í hlýjunni á meðan veðurofsinn geis-
aði fyrir utan gluggann minn og skaflarnir
hlóðust upp. Það var partur af stemningunni
að dúða sig síðan í öll útifötin sín svo varla
sást í neitt nema blánefið. Fara út að kafa og búa til snjó-
hús.
Allt er breytingum háð
Nú safnast fjölskyldan saman hjá mér á aðfangadag.
Við njótum samverunnar af öllu hjarta. Hátíðin er okkar
þrátt fyrir að margt hafi breyst frá því ég var lítil. Nú er
talið sjálfsagt að spila og lesa fram á nótt. Mamma og
pabbi eru orðin gömul og amma og afi farin í Sólarlandið
sem bíður okkar allra. Þannig týnist tíminn.
Guð gefi ykkur öllum gleðilega jólahátíð og gæfuríkt
komandi ár.
Inga Sæland
Pistill
Jólahugvekja
Höfundur er formaður Flokks fólksins.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
FRÉTTASKÝRING
Veronika S. Magnúsdóttir
veronika@mbl.is
Einelti er vandamál á ís-lenskum vinnustöðum ogfleiri tilkynningar berastfrá starfsmönnum hins
opinbera heldur en þeim sem starfa
í einkageiranum, ef marka má
niðurstöður nýbirtrar rannsóknar
sem framkvæmd var á vegum
Vinnueftirlitsins. Þar voru eineltis-
mál sem borist hafa til eftirlitsins
frá árunum 2004-2015 tekin saman
og þau flokkuð eftir því hvort þau
bárust úr einkageiranum eða frá
hinu opinbera.
Niðurstöður gáfu enn fremur
til kynna að þegar þolendur lögðu
fram kvörtun til eftirlitsins vegna
eineltis höfðu
málin oft við-
gengist í langan
tíma, þolendur
beðið heilsufars-
tjón vegna þeirra
og upplifað að
ekkert hefði ver-
ið aðhafst í mál-
um þeirra en í
allmörgum til-
fellum voru þol-
endur reknir í
kjölfar kvartana.
Úrlausn eineltismála tók yfir 3
ár, í flestum tilkynntum málum, en
athygli vekur að mál innan einka-
geirans höfðu almennt varað skem-
ur þegar kvörtun var lögð fram,
heldur en í opinbera geiranum.
Ásta Snorradóttir, lektor við
félagsráðgjafasvið hjá Háskóla Ís-
lands, vann að rannsókninni ásamt
Kristni Tómassyni, yfirlækni hjá
Vinnueftirlitinu. Hún segir muninn
á eineltismálum hjá einkageiranum
og hinu opinbera liggja að hluta til í
ólíku starfsöryggi. Þá sé algengara
að þolendum sem starfa hjá einka-
aðilum sé vikið frá störfum eða þeir
hætti sjálfir. Eftir að kvörtun var
lögð fram til Vinnueftirlitsins var
staða þolanda oftast óbreytt en þol-
anda var sagt upp í 38,1% tilvika í
einkageiranum en aðeins í 11,4%
tilvika í opinbera geiranum.
„Meira starfsöryggi er í opin-
bera geiranum heldur en einkageir-
anum en einnig hafa rannsóknir
sýnt að einelti er oft algengara hjá
hinu opinbera. Það gæti skýrst af
því að fólk er annaðhvort látið fara í
einkageiranum eða það lætur sjálft
af störfum,“ segir Ásta.
Vinnueftirlitinu barst 121
kvörtun vegna eineltis á vinnustöð-
um á árunum 2004-2015, en 72
þeirra bárust frá starfsfólki er
starfaði hjá hinu opinbera. Flestir
þolendur í þeim hópi störfuðu sem
sérfræðingar eða þjónustu,- umönn-
unar- og verslunarfólk en flestir
þolendur eineltis á einkareknum
vinnustöðum voru ósérhæft starfs-
fólk og þjónustu-, umönnunar- og
verslunarfólk.
Yfirmenn voru tilgreindir ger-
endur í yfirgnæfandi meirihluta ein-
eltismálanna eða í 59% tilvika en í
80,2% tilvika komu yfirmenn við
sögu sem gerendur, annaðhvort
einir eða þá ásamt samstarfsfélaga
eða undirmanni. Í skýrslunni kem-
ur fram að rannsóknir sýni að ein-
elti valdi þolendum vanlíðan og
jafnvel heilsutjóni. Þá getur það
haft áhrif á starfsanda viðkomandi
vinnustaðar til hins verra, dregið úr
framleiðni og leitt til aukinnar
starfsmannaveltu. Því gæti kostn-
aður fyrirtækis vegna eineltis verið
talsverður.
Skilgreiningar á einelti geta
verið margvíslegar en eiga sér þó
sama kjarnann: einelti á vinnustað
einkennist af því að starfsmaður,
einn eða fleiri, upplifir eða verður
fyrir síendurtekinni, kerfisbundinni
og viðvarandi neikvæðri hegðun eða
athöfn af hendi annars einstaklings
eða einstaklinga.
Vinnueftirlitið hefur eftirlits-
skyldu gagnvart vinnustöðum í
heild og ber því skylda til að líta til
vinnuaðstæðna sem varða starfsfólk
og bregðast við kvörtunum frá
starfsfólki. Ásta segir að áhersla sé
nú lögð á þennan málaflokk í aukn-
um mæli, ekki síst í kjölfar me too-
byltingarinnar.
Mun fleiri eineltismál
hjá hinu opinbera
Í kvörtunum vegna eineltis á vinnustöðum, sem komu á borð Vinnueft-
irlitsins, greina þolendur einnig frá líðan og heilsu í kjölfar eineltisins.
Þar var bæði greint frá versnandi andlegri heilsu og einnig versnandi
líkamlegri heilsu. Í 22,3% tilvika fór þolandinn í langt veikindaleyfi í
tengslum við eineltið.
Kristinn Tómasson, yfirlæknir hjá Vinnueftirlitinu, segir það sláandi
hve mikilli vanlíðan þolendur lýstu í kvörtunum yfir einelti á vinnustað til
eftirlitsins. Hann segir niðurstöðurnar gefa til kynna að afar brýnt sé að
hlúa að geðvernd og heilsuvernd fyrir fólk sem verður fyrir ótilhlýðilegri
háttsemi á vinnustöðum og annars staðar. Samhliða gæti þá einnig fylgt
líkamlegt heilsutjón vegna streitu sem eineltið veldur.
Versnandi andleg heilsa
SÁLRÆNT TJÓN
Eineltismál hjá hinu opinbera og í einkageira
Fjöldi og lengd mála sem voru tilkynnt til Vinnueftirlitsins 2004-2015
30
25
20
15
10
5
0
Hjá hinu opinbera Hjá einkageira
< 6 mán. 6 mán. –1 ár 1–2 ár 2–3 ár 3 ár og meira Kemur ekki fram
4
6
5
10
5
5
11
6
15
19
22
13
121 mál alls, 79 hjá
hinu opinbera og
42 hjá einkageira
Ásta
Snorradóttir