Morgunblaðið - 28.12.2018, Page 25
MINNINGAR 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 2018
✝ Eyþór Þorláks-son fæddist í
Hafnarfirði 22.
mars 1930. Hann
lést á öldrunar-
lækningadeild K1 á
Landakotsspítala
14. desember 2018.
Eyþór var sonur
hjónanna Maríu
Jónu Jakobsdóttur,
f. 1903, d. 1971, og
Þorláks Guðlaugs-
sonar, f. 1903, d. 1982.
Eyþór lætur eftir sig tvo
syni, Með Ellý á hann Atla
Rafn, f. 1956, maki hans er
Ragnhildur Ragnarsdóttir, f.
esa Bellés, f. í Barselóna 1946.
Eyþór var tvíkvæntur. Fyrri
eiginkona hans var Henný Eldey
(Ellý) Vilhjálmsdóttir, f. 1935, d.
1995, en seinni eiginkona hans
var Sigurbjörg Sveinsdóttir, f.
1941, d. 1978. Systur Eyþórs
voru Sigríður Erla, f. 1928, d.
2005, gift Kjartani Steinólfssyni,
f. 1926, d. 1999, og Katrín, f.
1936, d. 2000.
Eyþór starfaði við tónlist alla
starfsævina, sem gítarleikari, út-
setjari og kennari. Hann kenndi
einkum við Tónlistarskóla
Hafnarfjarðar og Tónmennta-
skólann í Reykjavík. Hann dvaldi
af og til á Spáni allt frá árinu
1953.
Eyþór verður jarðsunginn frá
Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag,
28. desember 2018, klukkan 13.
1955, börn þeirra
eru Dagný, f. 1976,
og Vilhjálmur Mar-
on, f. 1990. Yngri
sonur Eyþórs og
Sigurbjargar er
Sveinn, f. 1964.
Maki hans er Krist-
ín Björg Ólafsdótt-
ir, f. 1964. Dóttir
Sveins og Stein-
varar Gísladóttur, f.
1970, er Sigurbjörg
Telma, f. 1992. Dóttir hennar og
Marteins Guðbergs Þorláks-
sonar, f. 1990, er Lilja María, f.
2018. Eftirlifandi sambýliskona
Eyþórs til 27 ára er María Ter-
Mér er ljúft og skylt að minnast
og kveðja Eyþór Þorláksson, góð-
an vin minn. Hann var kvæntur
systur minni, Sigurbjörgu Sveins-
dóttur, en hún lést 1978 í flugslysi.
Við Eyþór vorum því bundnir fjöl-
skylduböndum, en ég hef einnig
notið einstakrar vináttu hans allt
til þessa dags.
Þegar ég kynntist Eyþóri var
hann nýkominn frá Barcelóna þar
sem hann hafði stundað nám hjá
frægum gítarleikara, Garciano
Tarragó. Ekki var hann ráðinn í
að setjast að á Íslandi, enda fluttu
hann og Sigurbjörg fljótlega til
Spánar, því meðfram náminu
hafði hann haslað sér völl í tón-
listarlífi Barcelóna og Mallorca. Í
þessu landi spænska gítarsins
voru fáir með þá reynslu og kunn-
áttu sem Eyþór hafði í rafgítarleik
og bandarískri djass- og danstón-
list. Næstu árin áttu hann, og
Didda reyndar líka, því góðan feril
á þessum slóðum, einkum á sumr-
in en voru á Íslandi yfir veturinn
og þá kenndi hann klassískan
gítarleik.
Ferill tónlistarmannsins Ey-
þórs Þorlákssonar er einstakur og
fjölbreyttur og áhrif hans á ís-
lenskt tónlistarlíf verða seint of-
metin. Hann var með þeim fyrstu
til að leika á rafgítar með hljóm-
botn úr massífum viði. Þannig
hljóðfæri og magnara lét hann
smíða fyrir sig, og smíðaði reynd-
ar nokkra sjálfur. Útbreiðslu og
vinsældir þess hljóðfæris þarf
ekki að ræða. Hann var einnig
fyrstur manna til að nota rafbassa
í hljómsveit sinni, en Eyþór kom
heim með einn slíkan 1960, og
Trausti Thorberg lék á hann í
hljómsveit Eyþórs. Eyþór aflaði
sér góðrar tónfræðimenntunar
hér heima, m.a. hjá dr. Victor Ur-
bancic. Heimur klassíska gítars-
ins hafði heillað Eyþór ungan og
hann ákvað að læra á Spáni klass-
ískan gítarleik eins og hann gerist
bestur. Hann kenndi þá list svo
hér heima í áratugi. Eigi að síður
lék hann samt ávallt líka á rafgítar
og átti lengi engan jafninga. Ey-
þór fór snemma að útsetja og afl-
aði sér reynslu á því sviði og einn-
ig hafði hann lengi haft áhuga á
nótnaprentun. Hann gaf út tvær
gítarkennslubækur með skrifuð-
um nótum en Eyþór vænti þess að
til kæmi tækni til að setja nótur.
Sá draumur rættist með tilkomu
Mac-tölvunnar og var Eyþór fljót-
ur að nýta sér hana og útsetti og
tölvusetti fjölda tónverka fyrir
gítar og gítarhópa. Í fyrstu ætlaði
Eyþór þessi verk til kennslu en
fljótlega urðu verkefnin viðameiri.
Þegar netið kom til sögunnar varð
allur heimurinn aðnjótandi verk-
anna. Það varð Eyþóri til ómældr-
ar gleði að geta á netinu séð og
heyrt fjölda frábærra gítarleikara
um allan heim flytja útsetningar
hans og frumsamin verk. Eyþór
unni þessu starfi og hafði allt til að
bera að verkin yrðu óaðfinnanleg,
þekkingu á hljómfræði, eiginleik-
um gítarsins og þeirri nótnaskrift
sem hæfði honum
Eyþóri hefur haldið tryggð við
Spán allt frá því hann kom þangað
fyrst 1953, og dvalið þar langdvöl-
um af og til. Mikill er söknuður og
missir sambýliskonu hans til 27
ára Maríu Teresu Bellés. Ég
þakka Eyþóri vini mínum ómælda
vináttu hans alla tíð. Ég á honum
mikið að þakka. Maite, Sveini,
Kristínu og Sigurbjörgu færi ég
mína dýpstu samúð.
Sverrir Sveinsson.
Nýlega tók ég þátt í ráðstefnu
sem haldin var í tónlistarháskól-
anum í Ósló. Þar voru kynntar
nýjustu rannsóknir á áhrifum
þjálfunar og umhverfis á frammi-
stöðu afreksfólks. Eðli málsins
samkvæmt var áherslan á flytj-
endur tónlistar en þó kom síðasti
fyrirlesarinn úr annarri átt: aðal-
þjálfari norska Ólympíulandsliðs-
ins í vetraríþróttum hafði verið
beðinn um að lýsa því hvernig
hann og þjálfarateymi hans færu
að því að koma sínu fólki á verð-
launapall. Í afar áhugaverðum
fyrirlestri sagði hann hverja
íþróttamanneskju hafa sinn eigin
þjálfara, 24/7, og sérstaka athygli
vakti að persónulega sambandið
var þar ekki talið vega minna en
æfingaskipulagið og framkvæmd-
in sjálf. Til að gera langa sögu
stutta sló hann öllum öðrum fyrir-
lesurum við. Eitt sem hann minnt-
ist þó ekki á, og mér lék forvitni á
að vita, var hvað hann segði skjól-
stæðingum sínum að hugsa þegar
komið væri að stóru stundinni,
augnablikin þegar þau standa ein í
rásmarkinu og aðeins nokkrar
sekúndur í að skotið ríði af. Svarið
var stutt og laggott: „Þú ert ekki
einn. Ég er með þér alla leið.“
Eyþór var svona. Alltaf manni
við hlið. Rólegur, jákvæður, hvetj-
andi, hlýr. Öll hans ráð voru
heillaráð og aðeins var um eina átt
að ræða: Áfram.
Stuttu eftir að ég lauk fram-
haldsnámi leitaði ég til hans, einu
sinni sem oftar, í þetta sinn til að
spyrja hann hvort hann vissi um
íslensk verk fyrir einleiksgítar.
Fram undan voru tónleikaferðir
erlendis og mig langaði að bjóða
upp á eitthvað óvenjulegt, verk
sem enginn annar hefði á sínum
efnisskrám. Daginn eftir afhenti
hann mér möppu fulla af verkum
sem hann hafði sjálfur samið og
enn höfðu ekki verið flutt. Þarna
var að finna verk sem ég átti síðan
eftir að flytja á tónleikum víða um
heim, um langt árabil. Þau eru fal-
leg, sérlega vel samin fyrir gítar
og oftar en ekki hóf ég tónleikana
með því að flytja eitt þeirra. Þetta
vakti athygli og stundum kom fólk
sérstaklega til að heyra þau.
Það eru krefjandi aðstæður að
bíða baksviðs eftir því að vera
kallaður á svið til að hefja leik fyr-
ir framan sal fullan af ókunnu
fólki. Frammistaðan í upphafi tón-
leika getur skipt sköpum um
framhaldið og þá heildarupplifun
sem áheyrendur verða fyrir. Í
þessu „rásmarki“ hefur alltaf ver-
ið styrkur að geta hugsað til þess
að maður sé ekki einn. Að einhver
sé með manni, alla leið. Mig lang-
ar að þakka Eyþóri þessa sam-
fylgd og votta Mariu Teresu,
Sveini og öllum aðstandendum
hans mína dýpstu samúð.
Pétur Jónasson.
Það kom mér á óvart hversu
fréttirnar frá Svenna um fráfall
Eyþórs föður hans höfðu mikil
áhrif á mig. Eyþór var orðinn
gamall maður og búinn að lifa við-
burðaríka ævi en samt kom yfir
mig mikill söknuður og ég fann
hvað í rauninni mér þótti mikið
vænt um hann.
Hann var mikill örlagavaldur í
mínu lífi og ég veit að það sama
gætu margir sagt. Ég kom til hans
sem óharðnaður unglingur í gít-
arnám og tók hann mér vel frá
fyrstu stundu og leitaðist við að
leiðbeina mér á sinn einstæða
hátt, bæði í náminu og svo áfram
veginn í því sem tók við.
Síðasta árið sem ég var hjá
honum fór námið fram í sal Breið-
holtsskóla þar sem ég svo tók mitt
einleikarapróf. Við hittumst
snemma alla sunnudagsmorgna
þann vetur og fannst honum pass-
legt að miða tímana við að skila
mér í hádegismat hjá tengdafor-
eldrum mínum kl. 12. Eftir vet-
urinn þegar ég ætlaði að greiða
honum fyrir námið kom það ekki
til greina.
Þegar ég fór, að hans ráðum, í
framhaldsnám til Spánar og mér
gekk illa að finna flug sem hentaði
stakk hann upp á því að ég yrði
samferða honum. Hann flygi til
Lúxemborgar og keyrði þaðan
suður til Sant Feliu de Guixols á
Costa Brava. Ég gæti bara ekki
haft mikinn farangur þar sem litli
bíllinn hans yrði fullur af fólki,
systir hans og mágur ásamt syst-
ursyni yrðu með. Og þannig var
það. Ég fór með minnstu tösku
sem ég fann, saumavélatöskuna
hennar mömmu, og gítarinn minn.
Þetta var í rauninni fyrsta utan-
landsferð mín. Og þar með byrjaði
nýtt ævintýri.
Á námsárunum heimsótti hann
okkur Signýju til Alcoy reglulega
og var Svenni þá með honum. Þeir
komu á mótorhjóli og ævinlega
var einhver ævintýraljómi yfir
þeim feðgum. Eins heimsótti ég
þá feðga til Sant Feliu og sátum
við þá tímunum saman á svölun-
um og horfðum á stjörnurnar. Og
sögurnar runnu upp úr Eyþóri um
ótrúleg ferðalög um Evrópu,
spilamennsku með þekktustu
nöfnum tónlistarsögunnar þegar
hann spilaði á klúbbum í Katalón-
íu og einnig ferðalög á milli her-
stöðva í Afríku þar sem hann spil-
aði. Þá voru ekki spennt beltin
heldur voru það fallhlífar sem
voru spenntar á menn ef eitthvað
kæmi nú fyrir í fluginu.
Á seinni árum gaf hann út feiki-
lega mikið af námsefni fyrir gítar.
Hans eigin tónsmíðar og útsetn-
ingar sem eru aðgengilegar fyrir
alla án endurgjalds. Maite sýndi
mér ýmis þakkarbréf til Eyþórs
frá meðal annars stríðshrjáðum
svæðum þar sem erfitt er að nálg-
ast nótur. En þar er efnið hans
Eyþórs aðgengilegt öllum sem
hafa aðgang að internetinu og er
það í mörgum tilfellum eini mögu-
leiki fólks til að nálgast gítar-
nótur. Eyþór var auðvitað áber-
andi í tónlistarlífinu hér á landi
upp úr miðri síðustu öld en aðrir
eru betur til þess fallnir að rekja
alla þá sögu. Fyrir mér var hann
fyrst og fremst góður vinur og
mikill lærimeistari.
Fjölskyldu Eyþórs sendum við
Signý okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Páll Eyjólfsson.
Milli tónlistarkennara og nem-
anda myndast sérstakt samband.
Sennilega er það engu öðru kenn-
ara- og nemandasambandi líkt því
í tónlistarnámi er nemandinn einn
með kennara sínum, einu sinni til
tvisvar í viku, hálftíma eða
klukkutíma í senn, árum saman.
Nemandinn nýtur þannig leið-
sagnar fagmennsku og óskiptrar
athygli hennar, þetta eru forrétt-
indi og hefur mótandi áhrif um
alla framtíð. Ég óx úr grasi með
Eyþóri Þorlákssyni sem kenndi
mér á gítar frá því ég var átta ára
til tæplega tvítugs. Það var ekki
síst fyrir hann og hans vegna sem
ég hélt áfram ár eftir ár og lauk að
lokum burtfararprófi á klassískan
gítar, lengst af nemandi hans þó
að ég hafi útskrifast frá Páli Eyj-
ólfssyni. Eyþór varð náinn vinur
okkar sem lærðum lengst hjá hon-
um. Þannig ferðaðist ég með hon-
um nokkrum sinnum til Spánar
þar sem hann aðstoðaði mig ýmist
við gítarkaup í sérhæfðum litlum
gítarbúðum í Madríd eða Barse-
lóna, eða sendi mig á námskeið hjá
erlendum meisturum. Þá gisti ég
stundum hjá þeim feðgum, honum
og Sveini Eyþórssyni, í litlu íbúð-
inni sem þeir áttu í San Feliu de
Guixols í Katalóníu á Spáni. Þar
var Eyþór alveg í essinu sínu, tal-
aði spænsku eins og innfæddur og
þeir feðgar ferðuðust þar um á
mótorhjólum, klæddir leðri frá
toppi til táar, þeystust um strand-
lengjur Spánar eins og norrænir
riddarar á suðrænni grund. Ég
fékk að fara með í einni reisunni,
sat aftan á og varð um og ó þegar
þeir lögðust í beygjurnar á ofsa-
hraða. Eyþór var ævintýramaður
og lífskúnstner, og töffari. Stund-
um kom hann í mótorhjólagallan-
um í tíma í Tónmenntaskólanum;
jæja, sagði hann og tók af sér
hjálminn, þá byrjum við. Hann
hafði einstakt lag á nemendum
sínum, hvetjandi og þolinmóður,
hrósaði manni brosandi í kamp-
inn. Smátt og smátt kviknaði
áhugi út frá áhuga hans, ástríðu
hans fyrir suðrænni tónlist og gít-
arnum, og Spáni. Ég fór seinna í
framhaldsnám til Spánar til kenn-
ara sem Eyþór hafði mælt með og
enn síðar skrifaði ég leikrit sem
fjallaði um samband kennara og
nemanda. Eyþór sagðist stundum
hafa verið spurður hvort hann
kannaðist við eitthvað í verkinu.
Þá brosti hann alltaf ísmeygilega
og jánkaði að eitt og annað kann-
aðist hann kannski við í verkinu.
Ég á honum ótal margt að þakka
og stutt minningargrein gerir
engan veginn skil þeim stóra per-
sónuleika sem hann hafði að
geyma, þeim gjafmilda og ein-
staka manni sem vílaði ekki fyrir
sér að hafa ungan nemanda sinn
með sér í eftirdragi í sínu eigin fríi
á Spáni, sumar eftir sumar.
Fjölmargir nemendur hans,
sem nú eru atvinnugítarleikarar
og kennarar í hans anda, og þau
fjölmörgu verk sem hann samdi
og útsetti fyrir gítar, bera Eyþóri
Þorlákssyni fagurt vitni og munu
halda minningu hans og starfi lif-
andi um ókomna tíð.
Elsku Maite, Svenni, og fjöl-
skyldur, innilegar samúðarkveðj-
ur til ykkar allra.
Hrafnhildur Hagalín.
Ég vil með nokkrum orðum
kveðja vin minn, Eyþór Þorláks-
son, og þakka honum vináttu og
stuðning við mig í áratugi.
Þótt kveðjuorðin séu fátækleg
og þakkarorðin lítils megnug þá
vil ég koma þeim á blað, þó að ekki
væri til annars en að lesendur
verði þeirrar skoðunar minnar
áskynja að það að eiga vináttu göf-
ugs manns langa ævi er hin mesta
gæfa.
Það varð okkur einnig gleði-
auki að konu minni, Dóru Sigfús-
dóttur, og Sigurbjörgu konu Ey-
þórs varð strax ákaflega vel til
vina og áttum við Dóra mín marg-
ar ánægjustundir með þeim
hjónum.
Við Eyþór vorum málkunnugir
og höfðum báðir leikið fyrir dansi í
Mjólkurstöðinni. Ég hafði leikið á
rythmagítar.
Árið 1957 hafði ég nýlega heyrt
og séð klassískan gítarleik á tón-
leikum í Tjarnarbíói og ákvað þá
að þessa list vildi ég læra og til-
einka mér. Eyþór var nýkominn
frá Spáni þegar ég hitti hann á
götu og spurði hann hreint út
hvort hann vildi kenna mér.
Hann tók mér vel. Þessi stund
var upphafið að áratuga samvinnu
okkar við að koma mér til nokkurs
þroska í gítartónlist, en samhliða
því þróaðist með okkur sú vinátta
sem ég vék að í upphafi þessa
greinarkorns.
Eyþór var frábær og þolin-
móður kennari en kröfuharður.
Stöðug hvatning hans varð seinna
til þess að ég settist á skólabekk
og lauk tónlistarskólaprófi með
hann sem aðalkennara. Það hefði
aldrei getað gerst án hans stöð-
ugu hjálpar og hvatningar.
– Blessuð sé minning Eyþórs
Þorlákssonar.
Trausti Thorberg.
Eyþór Þorláksson
✝ EymundurKristjánsson
fæddist 12. október
1945 á Syðri--
Brekkum, Langa-
nesi. Hann lést á
Heilbrigðisstofnun
Þingeyinga 18. des-
ember 2018.
Eymundur var
yngsti sonur hjón-
anna Kristjáns
Halldórssonar og
Sólveigar Indriðadóttur.
Systkini hans eru Indriði, fædd-
ur 23. febrúar 1940, Dýrleif,
fædd 20. október 1941, og Krist-
ín, fædd 29. október 1943.
Kona Eymundar er Lilja
Skarphéðinsdóttir, fædd 23. júní
1950. Þau gengu í hjónaband 15.
nóvember 1969. Börn þeirra
eru: Kristján, fæddur 1. febrúar
1969, Ásta Eir, fædd 18. júlí
1973, og Skarphéðinn, fæddur 6.
mars 1979. Sambýliskona Krist-
jáns er Marian Knudsvik og
börn þeirra eru Freyr og Frida
Sofie, en fyrir átti Kristján dæt-
urnar Lilju Rún, Helgu Björgu
og Kaja, öll búsett í Noregi.
Eiginmaður Ástu
Eirar er Hrafn
Karlsson og synir
þeirra eru
Eymundur Ernir,
Arngrímur Hugi og
Patrekur Nói, einn-
ig öll búsett í Nor-
egi. Sambýliskona
Skarphéðins var
Helga Dögg Aðal-
steinsdóttir og syn-
ir þeirra eru Sæþór
Orri og Baldur Freyr, en fyrir
átti Skarphéðinn dótturina
Lilju. Skarphéðinn lést 16. maí
2013.
Eymundur lærði bifvélavirkj-
un og vélstjórn en starfaði
lengst af sem vörubílstjóri og
ökukennari á Húsavík. Síðustu
ár starfsævinnar var hann véla-
vörður á skipum Eimskipa. Ey-
mundur greindist með alzheim-
er-sjúkdóm aðeins rúmlega sex-
tugur að aldri og lést á Heil-
brigðisstofnun Þingeyinga 18.
desember 2018.
Útför hans fer fram frá Húsa-
víkurkirkju í dag, 28. desember
2018, klukkan 14.
Eymundur frændi lést aðfara-
nótt 18. desember eftir langa og
harða baráttu við illvígan sjúk-
dóm. Við munum hann sem ung-
an og snaggaralegan strák á
Syðri-Brekkum, sem birtist eitt
sumarið þeysandi á skellinöðru
sem ekki var algengt þar um
sveitir. Það var stutt í Syðri-
Brekkur frá Sætúni þar sem for-
eldrar okkar bjuggu fyrst og
Hallgilsstöðum þar sem þau
bjuggu síðar og mikill samgang-
ur og samvinna á milli bæjanna.
Á Syðri-Brekkum var vinum að
fagna og þangað lá oft leiðin og
alltaf tók Sólveig, móðir þeirra
Syðri-Brekknasystkina, okkur
jafn vel.
Ekki mun hugur Eymundar
hafa staðið til búskapar og frá
Syðri-Brekkum lá leið hans fyrst
til Akureyrar þar sem hann lærði
bifvélavirkjun. Eymundur og
Lilja kona hans stofnuðu heimili
á Húsavík þar sem þau bjuggu
síðan og þangað var alltaf gott að
koma. Það var mikið áfall að
frétta að Eymundur hefði greinst
með alzheimer-sjúkdóminn fyrir
allmörgum árum. Hvílík raun það
hefur verið fyrir fjölskyldu hans
veit enginn nema sá sem í hefur
komist.
Við sendum Lilju, börnum
þeirra, barnabörnum og öðrum
aðstandendum okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Jörgen Þór, Halldóra, Mar-
grét, Arnþrúður, Þorsteinn,
Stefanía, Daníel og Guð-
mundur Halldórsbörn.
Eymundur
Kristjánsson
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
AÐALBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR
frá Reykholti, Fáskrúðsfirði,
lést á hjúkrunarheimilinu Eir miðvikudaginn
26. desember. Jarðarförin fer fram frá
Grafarvogskirkju miðvikudaginn 2. janúar klukkan 13.
Anna G. Þorsteinsdóttir Ólafur Kristinsson
Sigurður Þorsteinsson Sæunn Þorvaldsdóttir
Þórólfur Þorsteinsson Ólrikka Sveinsdóttir
Jóhanna Rósa Þorsteinsdóttir
Oddný J. Þorsteinsdóttir Ellert Ingi Harðarson
barnabörn, langömmubörn og langalangömmubörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og
amma,
LILJA ARADÓTTIR,
Víkurbraut 32,
Höfn í Hornafirði,
lést laugardaginn 22. desember á
Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Hornafirði.
Börn, tengdabörn,
barnabörn og fjölskyldur