Morgunblaðið - 28.12.2018, Page 26
26 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 2018
✝ IngibjörgHólmfríður
Harðardóttir
fæddist á Sauð-
árkróki 21. júní
1951. Hún lést á
Landspítalanum
við Hringbraut 12.
desember 2018.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin
Sólborg Rósa
Valdimarsdóttir, f.
5. janúar 1932, og Hörður
Guðmundsson, f. 23. mars
1928, d. 22. ágúst 1987. Systir
Ingibjargar er Brynja, f. 17.
september 1949, maður henn-
ar er Kristinn Frímann Guð-
jónsson og eiga þau tvo syni.
Ingibjörg giftist Þorsteini
Ingólfssyni íþróttakennara, f.
28. október 1949, hinn 4.
september 1971. Þorsteinn
varð bráðkvaddur á Mallorca
11. ágúst 1974.
Ingibjörg var í sambúð með
Kristmundi Ásmundssyni
lækni, f. 8. nóvember 1949, en
þau slitu samvistum.
við Lundarskóla á Akureyri og
svo var hún sérkennslufulltrúi
á Vestfjörðum í einn vetur og
sérkennari við grunnskólann á
Ísafirði í einn vetur.
Árið 1981 fluttist Ingibjörg
ásamt Kristmundi og dóttur
þeirra til Gautaborgar þar
sem hún hóf nám í sálfræði við
Gautaborgarháskóla. Hún lauk
þaðan meistaraprófi í klínískri
barnasálfræði árið 1987. Sam-
hliða námi sínu í Gautaborg
kenndi hún íslenskum börnum
í borginni á vegum skólayfir-
valda í Gautaborg.
Árið 1987 fluttist hún aftur
til Íslands þar sem hún tók við
starfi forstöðumanns á heimili
sem stofna átti fyrir fjölfötluð
börn við Holtaveg í Reykjavík
þar sem hún starfaði í 5 ár.
Næst lá leið hennar aftur í
Öskjuhlíðarskóla þar sem hún
starfaði sem sérkennari og ár-
ið 1993 byrjaði hún að kenna
þróunarsálfræði við Þroska-
þjálfaskóla Íslands.
Árið 1998 varð hún lektor í
sálfræði við Kennaraháskóla
Íslands, nú menntavísindasvið
Háskóla Íslands, og starfaði
þar til dánardægurs.
Útför Ingibjargar fer fram
frá Grafarvogskirkju í dag,
28. desember 2018, klukkan
11.
Ingibjörg átti
dóttur, Ingu Sól-
borgu, f. 21. ágúst
1980, sambýlis-
maður hennar er
Marteinn Snævarr
Sigurðsson og
þeirra barn er
Hólmfríður Björt,
f. 22. júlí 2018.
Ingibjörg ólst
upp á Sauðárkróki
og lauk landsprófi
frá Gagnfræðaskóla Sauðár-
króks. Þaðan lá leiðin til
Reykjavíkur þar sem að hún
hóf nám við Kennaraskólann
og lauk þaðan kennaraprófi
og stúdentsprófi.
Eftir kennaranámið hóf hún
störf við Höfðaskóla þar sem
hún var kennari og einnig yf-
irkennari og skólastjóri sein-
asta árið. Hún hélt til Danmer-
kur sumarið 1976 þar sem hún
stundaði nám í sérkennslu-
fræðum í eitt ár.
Næstu árin lá leið hennar út
á land hérlendis þar sem hún
kenndi einn vetur í sérdeild
Við minnumst Ingibjargar, eða
Ingu eins og hún var oftast kölluð
í okkar hópi, fyrst og fremst sem
hlýrrar og sterkrar konu. Hún er
því miður horfin á braut alltof
snemma eftir margra ára erfið
veikindi. Þrátt fyrir styttingu
nafnsins lagði Inga oft áherslu á
síðara fornafn sitt, Hólmfríður,
sem eina barnabarn hennar, nú á
fyrsta aldursári, hefur nú erft.
Það er mjög sárt að hugsa til þess
hve skamman tíma þær fengu til
að njóta samvista. Inga var mjög
náin Ingu Sól einkadóttur sinni
og studdi hana með ráðum og
dáð.
Við tengdumst Ingibjörgu á
ýmsan hátt, í gegnum nám eða
fjölskyldutengsl við fyrrverandi
eiginmann hennar, Þorstein, og
aðrar í gegnum vinnu.
Inga var söngelsk og söng um
tíma í kirkjukór Langholtskirkju,
hún var líka dýravinur. Inga var
svolítið skandinavísk, sem kom
m.a. til af sálfræðinámi hennar í
Gautaborg og vinaböndum í Dan-
mörku og hún ræktaði þau tengsl.
En hún heimsótti einnig fjarlæg-
ari slóðir í tengslum við leik og
starf og dvaldi við háskóla í Sví-
þjóð og „down under“.
Inga hafði mikið baráttuþrek
og sýndi metnað við að halda
áfram starfi sínu. Hún leitaði
margra leiða til að halda heils-
unni eftir að veikindin tóku að
herja á. Ein okkar rifjar upp
dæmi um baráttuþrek hennar:
„Síðustu samskipti okkar Ingu
voru fyrir tæpum tveimur árum
þegar leiðir lágu saman á zumba-
námskeiði, þar sem við skemmt-
um okkur vel. Hún var að safna
kröftum eftir veikindi, augljós-
lega staðráðin í að ná aftur fyrri
styrk. Þannig sé ég Ingu fyrir
mér gáskafulla og hugrakka.“
Inga fékk sérstakar viður-
kenningar frá nemendum sem
góður kennari og leiðbeinandi.
Rannsóknir hennar voru fjöl-
breyttar, en snéru einkum að of-
beldi gegn börnum, að málefnum
aldraðra, heyrnarskertra, ann-
arri sérkennslu og þroskaþjálfa-
námi. Við unnum með Ingu sem
kennarar og nemendur á
Menntavísindasviði HÍ að rann-
sóknum á heimilisofbeldi með
sjónarhorn barna í huga um
nokkurra ára skeið. Inga lék mik-
ilvægt hlutverk í rannsóknarhópi
okkar. Dugnaður hennar, fagleg
þekking og áhugi gerðu að það
var sérstaklega gott að hafa hana
í hópnum. Hún hafði mikið innsæi
og reynslu af klínískri vinnu með
börnum sem var dýrmætt inn-
legg.
Að auki var hún skipulögð og
vinnusöm sem maður óskar öllum
samstarfsmönnum. En lang-
mestu máli skipti að hún var
hjartahlý, bjartsýn og réttsýn.
Henni þótti vænt um hverja
okkar, eins ólíkar og við erum í
þessum hópi, og fór ekki í mann-
greinarálit. Þess vegna og sökum
mannkosta hennar allra erum við
henni þakklátar fyrir samstarfið
og samfylgdina, hún var okkur
dýrmæt vinkona.
Kæra Inga Sól og Hólmfríður
Björt. Við vottum ykkur dýpstu
samúð.
Guðrún, Margrét Ó.,
Margrét S., Nanna Kristín,
Nanna Þóra, Ragnhildur
og Steinunn.
Sumt fólk sem maður hittir á
lífsleiðinni snertir í manni hjart-
að. Inga var þannig manneskja.
Umhyggjusöm, réttsýn, hníf-
skörp, gagnrýnin og skemmtileg.
Þegar ég hóf minn akademíska
feril við Kennaraháskóla Íslands,
þá nýkomin úr námi erlendis,
með lítil börn, rétt fyrir hrun,
fannst mér nýtt líf á Íslandi yfir-
þyrmandi. Þá kynntist ég þessari
konu í vinnunni, henni Ingu, sem
tók mig undir sinn verndarvæng.
Hún hafði óbilandi trú á mér,
endalausan áhuga á börnunum og
gerði erfiða daga skemmtilega.
Gagnkvæm væntumþykja og
virðing myndaðist fljótt á milli
okkar og úr varð sennilega svo-
lítið óviðbúinn vinskapur kvenna
sem voru á margan hátt svo
ólíkar.
Það fór ekki fram hjá neinum
sem kynntist Ingu hversu sér-
stakt samband þær mæðgur, hún
og Inga Sól, áttu. Inga var óend-
anlega stolt af dóttur sinni.
Gleðin gat því ekki verið innilegri
þegar þriðja kynslóð kvenna,
Hólmfríður Björt, bættist við
hópinn. Inga skilur eftir sig mik-
inn fjársjóð í þeim mæðgum.
Elsku Inga Sól, ég votta þér og
fjölskyldu þinni mína dýpstu
samúð. Ég veit hversu mikill
missir þinn er, en samband ykkar
mæðgna og allt við þig ber Ingu
svo innilega gott vitni. Ég var
heppin að hafa Ingu í lífi mínu og
kveð hana full af sársauka og
væntumþykju. Hvíl í friði, vin-
kona.
Steinunn Gestsdóttir.
Tilvera okkar er undarlegt
ferðalag. Við höfum farið saman
yfir mörg höf, séð margar þjóðir
og lagt að baki fjöll við okkar
hæfi, við höfum saman fundið
styrkinn, getuna og lífskraftinn
sem gerir ferðina mögulega. Við
höfum svo sannarlega notið
ferðarinnar, teygað af lífsins bik-
ar á göngu, hjóli eða við gnægta-
borð á framandi slóðum. Svo allt í
einu er einn ferðafélagi okkar,
göngusystir og vinur til fjölda
ára, komin á leiðarenda. Allt í
einu er það nú ekki ef satt skal
segja. Hún Inga okkar hefur
lengi barist við veikindi, átt
stundum slæma daga en oft góða
en hún tók mótlæti með æðru-
leysi og styrk, birtist brosandi á
ný og hélt áfram að ganga með
okkur þar sem frá var horfið,
kannski ekki alveg eins þolgóð,
ekki eins fótviss en sami viljinn
og gleðin yfir að geta á ný verið
með hópnum og átt félagsskapinn
að bakhjarli, haldið enn á ný á
brattann með félögum.
Fyrir nokkrum árum vorum
við í Skagafirði, heimaslóðum
Ingu. Þá gengum við meðal ann-
ars á Mælifell í blíðskaparveðri
og glæsilegu útsýni. Og auðvitað
hreif andinn okkur á háfjallatindi.
Okkur er minnisstætt hve Inga
naut ferðarinnar, gekk með
Borghildi sem er frænka hennar
og saman ræddu þær norðlensk
málefni og norðlensk sveit opin
fyrir augum þeirra í norðlenskri
sumarblíðunni. Við ætluðum líka
á Tindastól í sömu ferð með leið-
sögn Ingu en þá var þokan komin
og ekkert varð af þeirri ferð. Við
höfum nú tilefni til að ljúka ferð-
inni þegar þar að kemur.
Inga fór síðustu ferðina með
okkur í sumar, við vorum í
Grindavík, gengum m.a. í Eld-
vörpin og þaðan í Tyrkjabyrgin.
Inga var stolt og ánægð að kom-
ast þessa leið og geta tekið fullan
þátt í samveru okkar þá daga sem
ferðin stóð. Við vitum það núna að
þetta reyndust síðustu kvöldmál-
tíðir okkar með Ingu, við hlógum
öll hátt og skáluðum en nú er ann-
ar veruleiki.
Gönguhópur er merkilegt
fyrirbæri, því merkilegri sem
hann verður eldri, aldur þátttak-
enda skiptir ekki öllu máli,
kannski hættir maður að ganga
en er samt í gönguhópi, göngur
eru undarlegt ferðalag. Líf þeirra
sem saman ganga verður ein-
hvern veginn samofið, samheldn-
in og vináttan verður öllum fjöll-
um meiri. Inga var trygglynd
kona, henni fannst gott að vera
þátttakandi í gönguhóp sem hafði
fast skipulag, eitthvað sem mátti
treysta á að væri til staðar, mætti
ganga að vísu.
Við kveðjum Ingu með sökn-
uði. Dóttur hennar, Ingu Sól, og
lítilli dótturdóttur sendum við
okkar innilegustu samúðarkveðj-
ur sem og móður, systur og öðr-
um í fjölskyldu hennar. Inga naut
þeirrar gæfu og gleði að eignast
litla nöfnu í dótturdóttur sinni
fyrr á þessu ári. Í gönguhópi
verða sumir nánari en aðrir, við
göngufélagarnir þökkum þeim
Ósk og Dröfn fyrir umhyggjuna í
garð Ingu, hafi þær þökk okkar
fyrir hlýhug og kærleika í verki.
Fyrir hönd gönguhópsins
Áfram nú,
Eiríkur Páll Eiríksson,
Guðmundur B.
Kristmundsson.
Góður vinur, mæt kona, Ingi-
björg Harðardóttir hefur kvatt
okkur. Mér verður eins og fólk
hefur áður talað um þegar sorgin
heimsækir okkur að það verður
erfitt að tala um það sem í hug-
anum býr. Söknuðurinn mildast
við minningarnar af samskiptun-
um við Ingibjörgu sem aldrei bar
skugga á. Við kynntumst fyrir
aldarfjórðungi og áttum mikið og
gott samstarf. Ingibjörg kenndi
að minni beiðni sálfræði við
Þroskaþjálfaskólann, fyrst
þroskasálfræði og síðar setti hún
saman námsefni um fullorðinsár-
in og elliárin.
Allt var þetta gert eins og best
verður á kosið. Þannig var fag-
maðurinn Ingibjörg.
En svo átti ég líka trausta vin-
áttu hennar. Við vorum aldrei
mikið í húsum hvor annarrar en
við töluðum þeim mun oftar sam-
an með hjálp símans og fórum um
víðan völl. Minningarnar um
þessi samtöl eru mér dýrmætar.
Við vorum að tala um það í einu
af síðustu samtölum okkar að ef
til vill gætum við farið saman í
sumar út í náttúruna, sest í grænt
grasið og spjallað, deilt hugsun-
um okkar og óskum. Ekki verður
af þeirri ferð en þegar við hitt-
umst næst vona ég að það verði á
Iðavöllum, þar sem grængresið
bærist í golunni undir hlýrri sól
og þar er engin kvöl, hvorki veik-
indi né sorg.
Í þökk fel ég kæra vinkonu
mína þeim guði er hefur sólina
skapað.
Bryndís Víglundsdóttir.
Við fæddumst öll sama árið og
gengum í barna- og gagnfræða-
skólann á Sauðárkróki og vorum
vinir og félagar. Svo leið tíminn
og fólk fór í ýmsar áttir. Inga fór
snemma af Króknum og í Kenn-
araskólann þar sem hún hitti
hann Steina sinn, sem féll allt of
snemma frá.
Við vissum alltaf hvert af öðru
þó að ekki væri um náin sam-
skipti að ræða. En fyrir um það
bil tíu árum var ákveðið að hóa
saman fermingarhópnum og
fljótlega varð til sex manna hópur
sem hittist mánaðarlega og úr
varð sterkt vinasamband. Það
voru alltaf pælingar hvar við ætt-
um að hittast í það og það skiptið
og þetta varð að föstum punkti
sem okkur fannst ómissandi. Það
var ómetanlegt að rifja upp gaml-
ar minningar og skapa nýjar í
þessum samhenta hópi. Mikið var
skrafað og hlegið og öll möguleg
og ómöguleg mál krufin til mergj-
ar. Inga talaði mikið um litlu
nöfnu sína sem fæddist í sumar.
Hún var alger sólargeisli í
hennar lífi. Því miður fengu þær
ekki meiri tíma saman. Við erum
þess fullviss að minningu Ingu
verður haldið á lofti við þá litlu
þannig að hún fái vitneskju um
hvað amma hennar var frábær í
alla staði. Síðasta skiptið sem við
hittumst höfðum við orð á hvað
það væri yndislegt að hafa náð
svona vel saman aftur og hvað
þetta væri þéttur og góður hópur.
Inga var á þeim tíma orðin mjög
veik og máttfarin en ákveðin í að
mæta og naut þess jafnvel og við
hin.
Við, sem eftir erum úr hópn-
um, munum halda áfram að hitt-
ast reglulega og þykjumst þess
fullviss að þú verðir með okkur í
anda, elsku Inga. Þín verður sárt
saknað, kæra vinkona.
Við sjáumst aftur þótt síðar
verði, tökum þá upp þráðinn þar
sem frá var horfið og þá mátt þú
velja staðinn sem við hittumst á.
Blessuð sé minning þín.
Við sendum okkar innilegustu
samúðarkveðjur til Ingu Sólar,
Sólborgar, Brynju og fjölskyldna
þeirra.
Ásta, Marta, Jón G, Sigurður
og Sigþrúður.
Í dag kveð ég kæra vinkonu og
samstarfskonu til margra ára,
Ingibjörgu Hólmfríði eða Ingu
eins og hún var kölluð. Við kynnt-
umst þegar Fósturskóli Íslands
og Þroskaþjálfaskóli Íslands
sameinuðust Kennaraháskóla Ís-
lands 1998 en við hófum þá störf
við Kennaraháskólann.
Við störfuðum saman að und-
irbúningi norrænnar ráðstefnu
NFPF eða Nordisk Förening för
Pedagogisk Forskning árið 2004.
Þetta var í fyrsta sinn sem þessi
ráðstefna var haldin á Íslandi og
allir vildu koma til Íslands. Und-
irbúningurinn var mikill og
skemmtilegur, þarna nutu hæfi-
leikar Ingu sín vel. Hún var mjög
skipulögð, ákveðin og ráðagóð.
Hún átti sérstaklega gott með að
umgangast fólk en umfram allt
var hún mjög skemmtileg, glöð
og jákvæð.
Eftir þetta unnum við oft sam-
an að kennslu. Það var alltaf gam-
an og við vorum sammála um að
ganga hreint til verks og flækja
ekki málin. Hún var mjög góður
kennari, náði vel til nemenda
sinna og stundaði rannsóknir af
kappi.
Inga var sérstaklega glæsileg,
falleg og með mikla útgeislun.
Áhugamálin voru mörg, útivist,
tónlist bókmenntir og myndlist
svo eitthvað sé nefnt. Hún var
mjög vinamörg og bar mikla um-
hyggju fyrir þeim öllum. Ég tel
að öllum hafi þótt gott að leita til
Ingu, hún var það sem ég kalla
vitur kona.
Við Haukur, maðurinn minn,
vorum svo heppin að vera sam-
tímis henni á Spáni í tvígang og
þá var glatt á hjalla, borðaður
góður matur og spjallað um alla
heima og geima. Inga átti eina
dóttur, Ingu Sól, sem var sólar-
geislinn í lífi hennar og var sam-
band þeirra mæðgna mjög fal-
legt.
Fyrir allmörgum árum hófst
barátta Ingu við illvígt mein sem
að lokum hafði betur. Inga var
hreint og beint ótrúlega sterk í
þessari baráttu. Þarna komu allir
hennar mannkostir fram, já-
kvæðnin, bjartsýnin og glaðlynd-
ið. Meðferðirnar voru vissulega
erfiðar en um leið og henni leið
betur var hún farin í fjallgöngu,
vann sína vinnu og gerði ekki
mikið úr því sem hún hafði gengið
í gegnum. Hún fékk mörg góð ár
á milli og þeirra naut hún til fulls.
Hún sagði oft við mig: „Gyða, lífið
er núna og ég ætla að njóta þess.“
Mér er minnisstætt þegar hún
sagði mér að hún væri að verða
amma. Hún ljómaði af gleði og
það var stolt amma sem sýndi
mér fyrstu myndirnar af Hólm-
fríði Björt.
Elsku Inga, vinátta þín var
mér ákaflega dýrmæt. Takk fyrir
allt. Hvíl þú í friði.
Elsku Inga Sól, Marteinn og
Hólmfríður Björt ég sendi ykkur
mínar innilegustu samúðarkveðj-
ur og megi góður guð styrkja
ykkur.
Gyða Jóhannsdóttir.
Í Kennó áttuðum við okkur á
því að meirihluti nemenda var ut-
an af landi. Dr. Broddi kunni að
höfða til duglegra unglinga það-
an, og þannig urðu til kennarar
sem rekið hafa barnaskólann
síðan. Inga var frá Sauðárkróki,
þar sem móðurfólk hennar býr
ennþá. Konurnar í fjölskyldunni
voru henni fyrirmyndir hvað
handavinnu varðaði og því valdi
hún handavinnudeild. Eftir tvö ár
ákvað hún þó að færa sig yfir í al-
menna deild svo hún stæði í lokin
uppi með almennt kennarapróf.
Hún og Erla mættu galvaskar í
E-bekkinn haustið sem við hófum
nám í þriðja bekk. Við útskrifuð-
umst síðan vorið 1972. Ég og við
erum þakklát fyrir E-bekkinn
okkar. Það er gott að tilheyra
þeim hópi.
Inga var duglegur námsmaður
og gjöfular voru stundirnar með
henni við að kryfja námsefni og
ræða. Hún var glaðlynd og trygg,
hafði sterka nærveru, og strax á
þessum aldri – við vorum innan
við tvítugt – orðin fullorðin og
ábyrg í hugsun og framgöngu.
Fyrir þennan tíma með Ingu er-
um við þakklát.
Ingu fannst gott að koma í
Skagafjörðinn. Starf hennar gaf
henni kost á að annast um tíma
námskeið í sálfræði við Háskól-
ann á Hólum og hafði hún þá góða
ástæðu til að heimsækja ættingja
sína þar. Við Margrét urðum vitni
að því hvernig birti yfir Ingu fyrir
norðan.
Við sem umgengumst Ingu
daglega urðum stundum forviða á
þeim styrk sem hún bjó yfir. Hún
kvartaði ekki, heldur reyndi hún,
af fremsta megni, að lifa lífinu lif-
andi. Magga var með henni við
flutning Jólaoratoríunnar 24.
nóvember, en Inga var elsk að
tónlist. Hún söng á sínum tíma
með Kennaraskólakórnum undir
stjórn Jóns Ásgeirssonar, og síð-
ar með Kór Langholtskirkju, en
fyrir þann kór hafði hún opið hús
heima hjá sér fyrir séræfingar og
skemmtilegheit alt-raddarinnar.
Ingibjörg Hólm-
fríður Harðardóttir
Ástkær móðir okkar og frænka,
SVEINBJÖRG PÉTURSDÓTTIR,
Eiðsvallagötu 36, Akureyri,
lést á hjúkrunarheimilinu Lögmannshlíð
aðfaranótt fimmtudagsins 13. desember.
Útför hennar verður gerð frá Akureyrarkirkju
föstudaginn 4. janúar klukkan 13.30.
Kristján Pétur Sigurðsson
Birgir Sigurðsson
Þórður Harðarson
Eva Ösp Þórðardóttir
Ástkær móðir okkar og tengdamóðir,
ANNA PÁLA GUÐMUNDSDÓTTIR,
lést á Dvalarheimili aldraðra á Sauðárkróki
að morgni 24. desember.
Útförin auglýst síðar.
Leifur Ragnarsson
Páll Ragnarsson Margrét Steingrímsdóttir
Árni Ragnarsson Ásdís Hermannsdóttir
Hólmfríður Ragnarsdóttir
Ólöf Ragnarsdóttir Pétur Heimisson
Örn Ragnarsson Margrét Aðalsteinsdóttir
Úlfar Ragnarsson Auðbjörg Friðgeirsdóttir