Morgunblaðið - 28.12.2018, Síða 27

Morgunblaðið - 28.12.2018, Síða 27
Síðast mætti Inga í Hallgríms- kirkju 29. nóvember, en hópur kennara úr Kennó hefur lengi vanið komur sínar þangað í bænastund, hugleiðslu og súpu. Fyrir ári bauð Inga E-bekkn- um til sín í Grafarvog. Allý kom frá Svíþjóð til að vera með okkur. Inga var, eftir á að hyggja, farin að kveðja. Hún flutti í sumar í íbúð við Sóltún. Þangað bauð hún mörgum í kaffi, og voru það kveðjustundir hennar. Þau sem mættu þangað eru þakklát fyrir það í dag. Og Inga hafði ekki gleymt handavinnunni. Í nýju íbúðinni lagði hún mikla áherslu á að hengja upp fallega handavinnu. Þegar hún varð þess vör að verk- in vöktu athygli gesta hennar, sagði hún sögu þeirra. Þau virt- ust tengjast þáttaskilum í lífi hennar. Við sendum samúðarkveðjur til Ingu Sólar, Marteins og litlu dóttur þeirra, Hólmfríðar Bjartar. Guð blessi minningu okkar yndislegu, hæfileikaríku og hlýju skólasystur! Már Viðar Másson fyrir E-bekkinn. Jólabarnið Ingibjörg Hólm- fríður kvaddi þennan heim í des- ember. Óskin að lifa fyrstu jól nöfnu sinnar rættist ekki. Jólin voru Ingibjörgu mikilvæg, skag- firskar og skandinavískar jóla- hefðir voru hafðar í heiðri og hún varð alltaf óvenjusporlétt á að- ventunni og brosið breiðara. Við Ingibjörg urðum sam- starfskonur árið 1998. Fyrstu ár- in unnum við lítið saman en árið 2006 tók Ingibjörg að sér að stýra rannsókn á framlagi eldri borg- ara til samfélagsins. Með Ingi- björgu vann að rannsókninni Auður Torfadóttir og buðu þær mér að taka þátt í verkefninu. Verkefnið var að mörgu leyti óvenjulegt því að í stað þess að horfa eingöngu á slæma stöðu og þörf eldri borgara fyrir þjónustu var horft á framlag þeirra og styrkleika. Þetta var skemmti- legt samstarf og við ætluðum allt- af að halda áfram að skoða þetta viðfangsefni en þá veikist Ingi- björg. Við tók hörð barátta sem vannst og við tóku góð ár þar sem Ingibjörg naut lífsins eins og hún kunni svo vel. Árið 2016 tókum við upp þráðinn aftur og endur- tókum hluta af upphaflegu rann- sókninni. Við vorum enn að vinna í þessu verkefni þegar Ingibjörg veiktist aftur. Það var seigla í Ingibjörgu og í maí fórum við á ráðstefnu í Ósló og kynntum nið- urstöður. Ingibjörg var veik- burða en bakið var beint og hug- urinn enn við verkin. Það kom ekki til greina að sleppa því að fara og að sjálfsögðu skemmtum við okkur vel því þar sem Ingi- björg var þar var gaman. Rúmri viku áður en Ingibjörg lést áttum við góða stund saman á heimili hennar. Við flettum próf- örk af grein sem við höfðum skrif- að saman og bíður nú birtingar. Ingibjörg var komin í jólaskap og við gæddum okkur á smurbrauði að dönskum hætti og léttum jóla- bjór en snafsinum var sleppt í þetta skiptið. Við settum jóladúk á borðið því nú átti að fara að undirbúa jólahaldið. Mér var ljóst að mín góða vinkona var orðin mikið veik en Ingibjörg var samt ákveðin í að í næstu viku færum við eitthvað út, í það minnsta í bíl- túr. Það hentaði ekki hinni fé- lagslyndu Ingibjörgu að vera föst heima. Hjá Ingibjörgu voru það stelp- an, einkadóttirin Inga Sól, og mamma sem talað var um af sér- stakri hlýju en á síðustu mánuð- um bættist við sólargeislinn, barnabarnið Hólmfríður Björt. Inga Sól reyndist móður sinni einstaklega vel og Ingibjörg var ákaflega stolt af sinni vel gerðu dóttur. Ég sendi fjölskyldu og vinum Ingibjargar mínar innilegustu samúðarkveðjur. Við í Stakkahlíð söknum Ingibjargar og minnumst hennar með hlýju. Blessuð sé minning Ingibjargar Hólmfríðar Harðardóttur. Amalía Björnsdóttir. Í dag kveðjum við með virð- ingu og þökk Ingibjörgu Hólm- fríði Harðardóttur, góða og kær- leiksríka systur og félaga í Soroptimistaklúbbi Hóla og Fella. Ingibjörg gekk til liðs við klúbbinn árið 1987 en hann hafði þá verðið starfandi í fimm ár. Ingibjörg vann ötullega að mál- efnum klúbbsins, gegndi ábyrgð- arstörfum og var alls staðar og alltaf virkur soroptimisti. Hún hafði kannski ekki hæst en þegar hún mælti var hlustað enda innihaldsríkt það sem hún hafði fram að færa. Ingibjörg deildi með okkur klúbbsystrum sínum reynslu sinni og störfum sem sálfræðingur, sagði okkur frá verkefnum og rannsóknum sem hún stundaði. Sjálf var ég þeirrar gæfu aðnjótandi að keyra með henni á landsfund samtak- anna sem haldinn var á hennar heimslóðum í Skagafirði. Leiðin norður verður alltaf aðeins öðru- vísi eftir þessa ferð en Ingibjörg deildi með okkur samferðakonum sínum skemmtilegum minningum á leiðinni og þegar horft er til Mælifellsins þá minnist ég afreks hennar fyrir ekki svo löngu síðan að ganga á fjallið. Mælifellið var hennar fjall. Ingibjörg spilaði á gítar og söng og var hrókur alls fagnaðar þegar við systur vorum saman komnar á skemmtunum. Í hópinn okkar er höggvið stórt skarð með frá- falli þínu kæra systir, hafðu þökk fyrir samfylgdina. Mig langar að gera að kveðju- orðum okkar systraljóð eftir Guð- rúnu Jóhannsdóttur frá Brautar- holti. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð, hjartans þakkir fyrir liðna tíð, lifðu sæl á ljóssins friðar strönd, leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. Ingu Sól og fjölskyldunni allri sendum við okkur innilegustu samúðarkveðjur. Alma Guðmundsdóttir. Kveðja frá Mennta- vísindasviði HÍ Það er þungbært að þurfa að kveðja samstarfskonu okkar, Ingibjörgu Hólmfríði Harðar- dóttur, lektor. Ingibjörg hóf kennslu við Þroskaþjálfaskólann 1993 og var ráðin lektor við Kennaraháskóla Íslands 1998, sem síðar varð Menntavísinda- svið Háskóla Íslands. Þar starfaði hún til dánardags. Ingibjörg hafði breiða menntun og reynslu sem skipti miklu máli í störfum hennar. Hún kenndi mörgum nemendahópum, meðal annars þroskaþjálfanemum og kennara- nemum. Ingibjörg stundaði einn- ig fjölbreytilegar rannsóknir, má þar nefna framlag hennar til sér- kennslufræða, rannsókna um fjölskyldumál og um ofbeldi gagnvart börnum. Síðustu starfs- árin einbeitti hún sér að rannsókn á framlagi eldri borgara til sam- félagsins. Hún birti um efnið víða, bæði fræðilegar greinar og einnig greinar fyrir almenning. Hún var virk í starfi þrátt fyrir erfið veik- indi og bíður efni birtingar að henni látinni. Ingibjörg var eftirsóttur sam- starfsmaður og vinsæll kennari. Við minnumst hennar ekki bara fyrir góð störf heldur líka fyrir heiðarleika, trygglyndi, bjartsýni og glaðlega framkomu. Hennar verður sárt saknað. Fyrir hönd Menntavísinda- sviðs þökkum við Ingibjörgu Hólmfríði Harðardóttur farsæl störf og vottum dóttur hennar, dótturdóttur og öðrum aðstand- endum innilega samúð. Kolbrún Þ. Pálsdóttir, forseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, og Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, forseti Deildar menntunar og margbreytileika. MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 2018 ✝ Skúli Gunn-laugsson fæddist í Hallkels- staðahlíð í Kol- beinsstaðahreppi 25. október 1927. Hann lést á Heilbrigðis- stofnun Suður- lands 16. desem- ber 2018. Foreldrar Skúla voru Mar- grét Ólöf Sigurðardóttir, f. á Litla-Kálfalæk í Hraunhreppi 1906, d. 1989, og Gunnlaugur Magnússon, f. í Hallkels- staðahlíð í Kolbeinsstaða- hreppi 1897, d. 1955. Bræður Skúla eru Kristján Sigurður, f. 1929, d. 2002. Magnús, f. 1930, Karl, f. 1931, og Emil, f. 1933. Skúli kvæntist hinn 16. maí árið 1953 Arndísi Sigríði Sig- urðardóttur frá Birtingaholti, f. 21. júlí 1930, d. 10. janúar 2012. Foreldrar Arndísar voru Sigríður Sigurfinns- dóttir, f. í Keflavík 1906, d. 1983, og Sigurður Ágústsson, f. í Birtingaholti 1907, d. 1991. Börn Skúla og Arndísar eru 1) Sigríður, f. 1954, eigin- maður hennar er Bjarni Ás- geirsson, f. 1950. Börn henn- ar og fyrri eiginmanns Ólafur Fjalar, f. 2002, b) Bergey, f. 2004, c) Fjölnir, f. 2010. d) Arnar Frosti, f. 2013. Langafabörnin eru 12. Skúli ólst upp til átta ára aldurs í Hallkelsstaðahlíð en flutti þá með foreldrum sín- um og bræðrum að Miðfelli 1, Hrunamannahreppi. Hann gekk í Barnaskólann á Flúð- um og stundaði nám við Hér- aðsskólann á Laugarvatni veturinn 1946-1947. Þau Skúli og Arndís stofn- uðu nýbýli í Miðfelli 4 árið 1953. Hann vann við skurð- gröft og aðra vélavinnu sam- hliða bústörfum og var for- maður Ræktunarfélags Hrunamanna í tæp tuttugu ár. Einnig var hann formaður Ungmennafélags Hruna- manna um skeið. Skúli var aðalhvatamaður þess að bor- að var fyrir heitu vatni í Mið- fellshverfinu árið 1968 og var formaður hitaveitunnar í tugi ára. Söng lengi með kórum sveitarinnar, allt þar til á allra síðustu árum. Þau hjón- in byggðu sér stórt og veg- legt hús á Miðfelli 4 sem þau fluttu í árið 1964 og bjuggu þar æ síðan. Skúli flutti að dvalarheimilinu á Sólvöllum á Eyrarbakka í lok júlí á þessu ári. Útför Skúla fer fram frá Skálholtskirkju í dag, 28. desember 2018, og hefst at- höfnin klukkan 13. hennar, Her- manns Norðfjörð, eru a) Skúli Þor- steinn Norðfjörð, f. 1976, b) Axel Finnur Norðfjörð, f. 1979, c) Rakel Dögg Norðfjörð, f. 1981. 2) Grétar Gunnlaugur, f. 1957, eiginkona hans er Elísabet Sigurðardóttir, f. 1958. Dætur þeirra eru a) Hanna Björk, f. 1978, b) Sig- ríður, f. 1981, c) Auður, f. 1991. 3) Móeiður, f. 1960, maður hennar er Sigurður Baldvinsson, f. 1949, dóttir þeirra er Arndís Ása, f. 1993. 4) Svanhildur, f. 1963, sonur hennar og Andrei Neacsu er Ragnar Mar, f. 1999. 5) Her- dís, f. 1970. Börn hennar og fyrrverandi eiginmanns, Stef- áns Stefánssonar, f. 1966, eru a) Birgitta, f. 1994, b) Ingi, f. 2000, dóttir Stefáns er c) Rósa, f. 1990. 6) Hildigunnur, f. 1972, eiginmaður hennar er Pálmi Pálsson, f. 1970. Börn þeirra eru a) Páll, f. 1993, b) Pétur, f. 1996, c) Agnes, f. 2001, d) Eydís, f. 2005. 7) Kristjana, f. 1975, eiginmaður hennar er Freyr Ólafsson, f. 1974. Börn þeirra eru a) Kveðja Loks ert þú liðinn land er nú tekið, höfninni náð bak við helsins flóð. Höggvið er rjóður, hnigin til jarðar sú eik, sem lengst og styrkast stóð. Táp var þitt eðli, trúr til góðs þinn vilji, stofnsettur varst þú á sterkri rót. Um þig og að þér öfl og straumar sóttu, sem brotsjór félli fjalls við rót. Orka þér entist aldur tveggja manna að vinna stórt og vinna rétt. Vitur og vinsæll varstu til heiðurs í þinni byggð og þinni stétt. Höfðingi héraðs, hátt þín minning standi ávaxtist hjá oss þitt ævistarf. Þjóðrækni, manndáð, þol og dyggð í raunum þitt dæmi gefi oss í arð. (Einar Ben.) Við minnumst föður okkar með kærleika og þakklæti fyrir allt. Hann var kletturinn í lífi okkar, alltaf til staðar og vinur í raun. Saddur lífdaga kvaddi hann, sáttur við guð og menn, og heldur á vit nýrra ævintýra. Blessuð sé minning hans. Sigríður, Grétar, Móeiður, Svanhildur, Herdís, Hildigunnur og Kristjana Skúlabörn. Komdu sæll, sagði Skúli, rétti fram vinnubarða lúkuna og bauð mér í bæinn. Hugsaði væntanlega með sér, enn einn afglapinn á eftir dætrum mínum. Ég var að hitta tilvon- andi tengdaforeldra mína í fyrsta skiptið, þéttvaxinn tittur með hring í eyranu og örugg- lega ekki karlmennið sem alla foreldra dreymir um að dætur sínar beri heim. En Skúli og Dísa tóku vel á móti mér og buðu mig velkom- inn í ríki sitt í Miðfelli 4 en þar stofnuðu þau bú sitt árið 1953 og byggðu upp frá grunni öll útihús ásamt stóru og reisulegu húsi yfir fjölskyldu sína. Búið hjá þeim var alla tíð til fyrirmyndar í einu og öllu og mætti nota rekstrarsögu þess sem kennslugagn í skólum við- skipta og búrekstrar. Snyrti- mennska og aðhaldssemi ein- kenndi reksturinn og meðferð tækja og búnaðar eftirtektar- verð eins og Skúla einum var lagið. Skúli var formfastur og þenkjandi maður sem kláraði öll verkefni sem hann tók að sér, var frumkvöðull með leiðtoga- hæfileika, harðduglegur og fylginn sér. Gegndi formennsku ýmissa félaga og var þátttak- andi í félagsstörfum alla tíð. Við gamli ræddum alla heima og geima, pólitík, landbúnaðinn, byggingarframkvæmdir, jarð- fræði, landafræði, fjármálin, verkfræði og vísindi, álfa, huldufólk, og líf eftir dauðann. Auðvitað ekki alltaf sammála og útilokað að snúa hans skoðun- um, sama hvaða rökum var beitt. Fussaði samt yfir því að ég væri ekki sammála honum um fyrri líf, líf eftir dauðann og álfa í klettum Miðfellsfjalls. Sagði mig bara óþroskaða sál sem myndi skilja þetta síðar. Vona bara að það sé rétt hjá honum. Það var sama hvað var rætt, aldrei var komið að tómum kofanum hjá Skúla og raun merkilegt hvað hann var vel að sér á mörgum sviðum og hafði áhuga á mörgu. Hann var að mínu mati sjálfmenntaður verk- og jarðfræðingur, hafði ótrúlegan skilning og vit á verklegum framkvæmdum, vél- um og vélbúnaði, völundur á járn og tré og hafði mikla þekk- ingu á jarðfræði landsins okkar. Hann var fræðimaður og sagði sjálfur í seinni tíð að hann hefði nú aldrei verið mikill skepnumaður þó svo að hann hefði unað sér ágætlega sem bóndi um áratuga skeið, færi sennilega menntaveginn væri hann ungur maður í dag. Skúli og Dísa áttu gott og langt líf saman, voru samhent í því sem þau tóku sér fyrir hendur, ræktuðu garð sinn vel og komu sjö börnum til manns og út af þeim hjónum er nú til stór og samrýnd fjölskylda sem fer stækkandi. Þau tóku alla tíð mikinn þátt í lífi barna sinna og afkomenda og stóðu þétt við bakið á sínu fólki í einu og öllu. Æviskeiði Skúla tengdaföður míns má líkja við gamalt ævintýri, með prinsessu frá næsta bæ, höll undir fjallinu og meira að segja með sjö dvergum sem ólust upp í höllinni þeirra. En öll góð ævintýri enda vel og Skúli skilur við þessa veröld sáttur og saddur lífdaga. Geng- ur til móts við prinsessuna sína á næsta tilverustigi einhvers staðar í himinhvolfunum. Ég þakka Skúla fyrir þá að- stoð og stuðning sem hann veitti okkur Hildigunni við fyrstu skrefin inn í lífið saman, fyrir vinskap og velvilja alla tíð og kveð hann með virðingu. Pálmi Pálsson. Skúli Gunnlaugsson Elsku maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, HALLDÓR GUÐMUNDSSON, lést á heimili sínu miðvikudaginn 19. desember. Jarðarförin fer fram frá Neskirkju föstudaginn 4. janúar klukkan 13. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast Halldórs er bent á Krabbameinsfélagið. Anna Björnsdóttir Kristinn Ágúst Halldórsson Bentína Pálsdóttir Arnaldur Halldórsson Gyða Björg Olgeirsdóttir Gunnar Kristinsson Orri og Daði Arnaldssynir Elsku amma okkar, langamma og fyrrum tengdamóðir, INGIBJÖRG GUÐLAUGSDÓTTIR, Langholtsvegi 151, lést á hjúkrunarheimilinu Mörk 23. desember. Jarðarför verður auglýst síðar. Ólafur Kjartansson Ingibjörg Stefánsdóttir Víðir Finnbogason Ólafur Thorarensen Ingi Þór Thorarensen Ingveldur Jóna Gunnarsd. og barnabarnabörn Okkar elskulegi, EYÞÓR ÞORLÁKSSON gítarleikari, Fögruhlíð1, Hafnarfirði, sem lést á Landakotsspítala föstudaginn 14. desember, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag, föstudaginn 28. desember, klukkan 13. María Teresa Belles Sveinn Eyþórsson Kristín Björg Ólafsdóttir Atli Eyþórsson Ragnhildur Ragnarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓHANN WAAGE trésmíðameistari, lést föstudaginn 21. desember á heimili sínu í Brákarhlíð, Borgarnesi. Hann verður jarðsunginn frá Borgarneskirkju fimmtudaginn 3. janúar klukkan 14. Guðrún B. Björnsdóttir, Gígja Jensína Waage Hrafnhildur Waage Ólafur Waage Gunnþórunn B. Gísladóttir Kári Waage Brynja Waage Ragnar H. Jónsson Rúnar Viktorsson Kristín Guðjónsdóttir Guðmundur Ingi Waage Birna G. Ólafsdóttir Ingólfur Waage afa- og langafabörn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.