Morgunblaðið - 28.12.2018, Blaðsíða 29
Ég sá Valgarð fyrst á Akur-
eyri þegar hann leigði hjá
frænku minni Hlíf á Gilsbakka.
Valgarður fékk athygli vegna
þess hve sérstakur hann var,
greindur, sjálfstæður í hugsun og
hegðan.
Valgarður þótti vera hlédræg-
ur og dulur. Óvenjulegt var að
menntaskólanemi þætti svo
áhugaverður hjá vandalausum en
líka að hann ylli húsráðendum
áhyggjum. Vegna þess að Val-
garði fannst MA gamaldags, of
lítil áhersla væri lögð á náttúru-
fræði og heimspekilega yfirsýn
vantaði. Í þessum íhaldssama bæ
var fólk ekki vant gagnrýnni
hugsun. Þar var kominn ekta
Valgarður sem stóð með sjálfum
sér.
Hann var ákveðinn, rökfastur,
viljasterkur og heimspekilega
sinnaður, mikill náttúruunnandi
en eilítið stíflyndur. Það var eitt
af aðalsjarmaeinkennum Val-
garðs hve mikill frumlegur frum-
kvöðull hann var. Valgarður hélt
sínu striki, þrátt fyrir að yfirboð-
urum gæti mislíkað. Mig grunar
að vísindasamfélagið hafi oft ekki
metið Valgarð að verðleikum
vegna þess að hann passaði
gjarnan ekki inn í ákveðinn hugs-
anahátt. Unglingsstelpan ég varð
forvitin um þennan sérstaka
sveitastrák frá Hléskógum og
vildi sjá eintakið Valgarð. Ég fór
því á Gilsbakkann til að sjá undr-
ið. Það urðu viss vonbrigði því
ekkert óvenjulegt kom í ljós,
bara myndarlegur piltur með
óvenjulega fallegt, dökkt og
þykkt hár. Þá óraði mig ekki tólf
ára að ég ætti eftir að kynnast
persónunni Valgarði vel mörgum
árum síðar þegar hann varð mág-
ur minn. Ég hitti Valgarð aftur
ásamt Katrínu hjá tengdafor-
eldrum. Ég var trúlofuð Agli litla
bróður Valgarðs en þeir bræður
voru afar nánir þótt margt gæti
borið á milli þeirra. Sterku
tengslin úr æsku voru alltaf yf-
irsterkari og kom það æ meira í
ljós þegar báðir fullorðnust. Val-
garður og Egill voru afar ólíkir í
útliti en andlega mjög líkir. Bráð-
gáfaðir báðir og sérstaklega
skemmtilegir menn. Valgarður
hafði sérstakan Valgarðshreim
og það var unun að heyra Val-
garðsspekina því hún var ólík
allri annarri speki hjá venjulegu
fólki. Maðurinn var hafsjór af
fróðleik um allt milli himins og
jarðar. Allir sem þekktu til Val-
garðs vita um ást hans á Íslandi
og íslenskri náttúru. Það voru
ekki mikil samskipti milli bræðr-
anna Valgarðs og Egils á náms-
árum erlendis, annar í London og
hinn í Kaupmannahöfn. 68-kyn-
slóðin var í algleymingi þessi árin
og þeir bræður höfðu misjafnar
skoðanir á mörgum málum. Egill
hélt sennilega að Valgarður væri
of íhaldssamur og Valgarður hélt
sennilega að Egill væri of mikill
sósíalisti. Þetta reyndist auðvitað
vera della því þetta voru of víð-
sýnir menn til að trúa á flokka-
pólitík. Þeir urðu meira sammála
um menn og málefni þegar á leið.
Þegar ég kveð Valgarð mág minn
þakka ég honum fyrir ómetan-
lega hjálp við andlát Egils. Sjálf-
ur lenti Valgarður í áföllum sem
ristu djúpt. Í einstakri bók Val-
garðs, Steinaldarveislunni, segir
hann um erfiðasta áfall lífs hans
„það hverfur aldrei sá harmur,
en þó fer hann með áratugunum í
meiri fjarska“. Ættin hefur misst
mikinn höfðingja og reyndar
þjóðin öll. Innilegar samúðar-
kveðjur til fjölskyldunnar og
allra sem elskuðu Valgarð.
Guðfinna Eydal.
Minning mín um góðan vin.
Römm er sú taug sem tengir
okkur félagana saman. Þegar
hlekkur brestur finnum við öll til.
Síðast þegar ég hitti Valgarð
kom hann með handritið að ævi-
sögu sinni og sýndi mér og sagði
mér sveitasögur úr Eyjafirði þar
sem ættir okkar lágu saman um
Laufás. Við spjölluðum um áhrif
magnesíum á orkugjafann ADP,
um ljóð og listir og lífsins ævin-
týri beggja. Þegar allt var sagt
og farið að halla degi löbbuðum
við upp á Hólatorg heim til hans
og ég heilsaði upp á Katrínu,
sem þá var að búa sig undir
utanlandsferð.
Valgarður var einstakur í
okkar hópi. Blessuð sé minning
hans.
Ég sendi Katrínu og fjöl-
skyldu innilegar samúðar-
kveðjur.
Laufey Vilhjálmsdóttir.
Valgarður Egilsson var eftir-
minnilegur maður, hreinskipt-
inn, hnitmiðaður og oft hnyttinn
í tilsvörum, hugmyndaríkur;
veitull og gestrisinn, og þau hjón
bæði. Valgarður var hraust-
menni og hafði ánægju af að
reyna á sig, vildi ljúka fyrirhug-
aðri göngu á fjallstind þótt veður
hefði versnað, gat átt það til að
taka fyrirvaralaust stutt tilhlaup
og stökkva heljarstökk, þegar og
þar sem slíks var síst von, eða
reyna krafta sína á sverum
rótarhnyðjum sem rekið hafði á
eyðilega strönd. Þar á milli var
ráðist til atlögu við lífsgáturnar.
Það var ekki leiðinlegt að vera í
slíkum félagsskap.
Valgarður valdi sér líf- og
læknisfræði að starfsvettvangi,
helgaði sig rannsóknum. Hann
var þó fremur kunnur þjóð sinni
sem listamaður og listunnandi,
hafsjór fróðleiks um land og
sögu, einkum um þær slóðir þar
sem hann var upp runninn. Svo
fjölbreytt viðfangsefni sundruðu
honum ekki; þvert á móti voru
þau sem ein heild og runnin af
einni rót í persónu hans. Val-
garði var framandi og vanþókn-
anleg sú stefna í vísindum sem
hólfar fyrirbærin niður í skýrt
afmörkuð viðfangsefni, sér-fræði
sem horfa ekki út fyrir sín hólf;
hann tók sem dæmi orð skurð-
læknis sem á að hafa skrifað í
skýrslu: „Aðgerðin heppnaðist
en sjúklingurinn dó.“ Fyrir Val-
garði var sú innsýn í lífið sem
vísindin veita í upphaf þess og
viðgang frá hinu örsmáa til hins
stærsta og flóknasta, órjúfan-
lega tengd persónulegri reynslu
og skilningi, þeirri sýn sem list
og heimspeki birta. Þetta tjáði
hann vel í bók sinni Steinaldar-
veislan, sem kom út árið 2014.
Að formi til er hún endurminn-
ingabók, en um leið hugleiðing,
ekki bara um líf sögupersónunn-
ar heldur lífið almennt. Einn
áhrifamesti þáttur þeirrar bókar
er skýrt ljós sem hún varpar á
þá römmu taug sem bindur
hvern mann upphafi sínu, taug
sem margir leyfa að veðrast og
hyljast ryki, en Valgarður lagði
rækt við. Leið hans varð löng frá
bernsku við nyrsta haf, í ör-
skotsfjarlægð frá hörðu lífi sjó-
sóknara og hákarlaveiðimanna,
út fyrir landsteina og inn í heim
vísinda og lista, en hann lét aldr-
ei fenna í slóðina.
Valgarður var ritfær maður
og drátthagur, og sér þess víða
merki. Listrænir hæfileikar
hans hygg ég þó að hafi fundið
sér bestan farveg í ljóðum og
ljóðrænu. Hér er ekki vettvang-
ur til að fjalla um margvíslega
viðleitni Valgarðs til sköpunar,
en þó vil ég nefna það verk sem
mér þykir vænst um og finnst
hafa náð best að tjá hug hans og
tilfinningar á þann sammann-
lega hátt sem einkennir góða
list. Það er bókin Dúnhárs kvæði
(1988). Hún er helguð minningu
sonarins efnilega sem þau Katr-
ín misstu barnungan. Þar eru
saman komin og hvergi betur
tjáð mörg þau minni sem ganga
gegnum skáldskap Valgarðs,
ekkert er ofsagt, en saman flétt-
ast harmurinn og þakklætið fyr-
ir lífið og undur þess, einnig líf
þeirra sem hafa kvatt.
Við Unnur vottum Katrínu og
öðrum aðstandendum Valgarðs
samúð okkar en samgleðjumst
þeim líka að eiga minningar um
góðan og skemmtilegan dreng.
Vésteinn Ólason.
Læknirinn, vísindamaðurinn,
háskólakennarinn, skáldið, rit-
höfundurinn, teiknarinn, vinur
minn Valgarður Egilsson er lát-
inn. Þar fór fjölhæfur maður og
góður drengur. Leiðir okkar lágu
fyrst saman haustið 1961 en hann
var í hópi dugmikilla norðan-
manna, sem þá hófu nám í lækna-
deild HÍ. Valgarður vakti athygli
okkar skólafélaganna íhugull,
skarpgreindur og fjölhæfur ung-
ur maður, alinn upp í smábæ á
landsbyggðinni með gildismat,
sem var nokkuð ólíkt okkar höf-
uðborgarbarnanna. Með okkur
tókst góð vinátta og nokkur hóp-
ur læknanema las saman fræðin
og ræddi heimsmálin og við
hvöttum hvert annað fyrstu 3-4
árin. Ekki voru þá fjöldatak-
markanir í deildinni heldur kom-
ust allir áfram, sem stóðust próf.
Liðsandinn var því góður og við
glöddumst yfir velgengni hver
annars og það hefur einnig verið
raunin æ síðan.
Við Valgarður völdum okkur
síðan sérgreinar tengdar krabba-
meinun. Hann ákvað að hverfa
inn í heim sameinda- og frumu-
líffræði og leita líffræðilegra-
þátta,sem leyfa hinum óboðnu
gestum að setjast að í líkama
manna, vaxa þar og komast fram
hjá varnarkerfi líkamans og
leggja marga að velli. Þar varð
honum mikið ágengt enda áhug-
inn, einbeitingin og þolinmæðin
til staðar í ríkum mæli og hann
fann sér góða samstarfsmenn.
Ég hef aftur á móti tekizt á við að
meðhöndla fólk, sem greinzt hef-
ur með krabbamein þar sem iðu-
lega þarf að beita þungri og lang-
vinnri meðferð. Á báðum sviðum
hefur náðst mikill árangur, ekki
sízt varðandi skilning á tilurð og
framgangi sjúkdómsins. Þar á
meðal eru erfðir veikleikar, sem
geta leitt til aukinnar hættu á
krabbameinum meðal arfbera.
Þar er framlag Valgarðs mark-
tækt.
Við Valgarður höfðum alla tíð
veruleg samskipti og ætíð fór ég
fróðari af fundi hans. Hann hafði
þann sið að skýra mál sitt með
einföldum pennateikningum,
enda snillingur með pennann,
teiknaði betur en flestir.
Valgarður var fagurkeri þegar
kom að listum alls konar, hagyrð-
ingur, góður penni, unni sígildri
tónlist og var fenginn til að stýra
Listahátíð í Reykjavík fyrrum.
Mest unni hann þó landinu okk-
ar, fegurð þess og óútreiknan-
legri náttúru. Hann naut sam-
vista við óbyggðirnar og var
óspar á að fræða samferðamenn
um sögu landsins og staðhætti.
Í einkalífi var Valgarður gæfu-
maður. Hann var í rúma hálfa öld
kvæntur Katrínu Fjeldsted
heilsugæzlulækni, sem lifir mann
sinn. Við Rakel sendum henni og
fjölskyldunni innilegar samúðar-
kveðjur.
Sigurður Björnsson.
Dauðinn gerir ekki boð á und-
an sér og það kom mér því nokk-
uð á óvart þegar móðir mín
hringdi í mig að morgni 17.
desember og sagði mér fráfall
Valla frænda. Valli var ekki svo
gamall, var 78 ára. En síst hefði
hann viljað veslast upp á ein-
hverju dvalarheimilinu, en fékk
friðsæla en snögga ferð yfir
„mörkin“. Hefði ekki viljað hafa
það öðruvísi, að ég tel.
Valgarður móðurbróðir minn
var sérstakur maður og eftir-
minnilegur þeim sem honum
kynntust. Hann var náttúrubarn
og heimspekingur, skáld og rit-
höfundur, lífskúnstner og heims-
maður, fræðimaður og fræðaþul-
ur, aristókrat og sveitamaður, í
senn nútímalegur og framúr-
skarandi vísindamaður á sviði
krabbameinslækninga og á sama
tíma hálfgerður fornmaður í
háttum og hugsun, og gerði
kannski svolítið í því að vera
þannig. Vildi vera eins og forfeð-
ur sínir, sem báru svipmót Eyja-
fjarðarfjallanna í andlitinu, og
þurfti að sofa með þrjá kodda því
hann var svo herðabreiður! Valli
frændi var velgjörðarmaður
minn og vinur. Þau Katrín buðu
mér að dvelja vetrarlangt að
Hólatorgi, mitt fyrsta ár í Há-
skóla Íslands. Löngum stundum
sátum við frændur að skrafi um
landsins gagn og nauðsynjar,
ekki síst Íslendingasögur. Þær
voru í uppáhaldi hjá Valla.
Verndun íslenskrar náttúru var
honum einnig sérstakt hugðar-
efni. Þar hafði hann ákveðnar
skoðanir og hugsunin um þau
efni var ekki alltaf bundin fyrir-
framgefnum formúlum. Hann
spurði mig eitt sinn hvað Herðu-
breið kostaði mikla peninga, 1
milljarð eða 10? Ég hváði við og
fannst þetta furðuleg spurning,
hvernig getur fjall haft eitthvert
verðmæti?
Það er bara þarna, og allir
geta farið um fjöllin frjálsir ferða
sinna. En það sem hann var að
kenna mér með þessu var að land
gæti haft verðmæti sem slíkt, án
þess að það væri nýtt til iðnaðar
eða slíkra hluta. Hvað væru
menn tilbúnir að borga fyrir að
hafa Ísland ósnortið land að ei-
lífu? Svona var hugsun hans
frjáls og óhefðbundin.
Valgarður leitaði mjög á forn-
ar æskuslóðir á síðari árum.
Hann varð öðrum mönnum fróð-
ari um slóðir forfeðranna í Fjörð-
um, Flateyjardal og Látraströnd.
Varð einn eftirsóttasti leiðsögu-
maður þess svæðis og margir
njóta minninga af leiðsögn hans
þaðan.
Það er ekki alltaf sólskin í
Fjörðum. Sólin skein ekki heldur
alltaf í lífi Valla frænda. Hörm-
ung reið yfir er Bragi bróðir hans
lést í flugslysi á Öxnadalsheiði.
Það varð Valgarði mikið áfall.
Enn knúði sorgin dyra er þau
Katrín misstu son sinn, Einar
Véstein, barnungan árið 1979.
Slík áföll hafa varanleg áhrif, og
mér fannst ég stundum merkja
það á Valgarði, að lífið hefði mátt
fara mýkri höndum um við-
kvæma sál. En áfallahjálp var
sjálfsagt engin til á þessum tím-
um, og Hléskógamenn bera til-
finningar sínar lítið á torg.
Við fjölskyldan á Selási 12 á
Egilsstöðum vottum fjölskyld-
unni að Hólatorgi innilega samúð
vegna fráfalls Valla frænda. Ég
er þakklátur fyrir að hafa kynnst
Valla og óska honum góðrar ferð-
ar um græna Flateyjardali og
Fjörður eilífðarinnar. Guð blessi
minningu Valla frænda.
Þórður Mar Þorsteinsson.
Við þær sorgarfréttir að Val-
garður Egilsson sé horfinn okkur
skólafélögunum hvarflar hugur-
inn norður í Menntaskólann á
Akureyri haustið 1958 þegar
hann, sem nýr nemandi í skól-
anum, bættist í hópinn okkar.
Hann var ekki einungis óvenju-
vel á sig kominn líkamlega, og
setti Íslandsmet í sundi um vet-
urinn, en hann var líka óvanalega
frjór og skapandi í hugsun og
forvitinn um lífið og tilveruna, en
hann fór sínar eigin leiðir í orðum
og athöfnum. Því má segja um
hann eins og stóð í kvæði sem við
lásum í menntaskóla: „Hann batt
eigi bagga sína sömu hnútum og
samferðamenn.“ Hann var mikill
íslenskumaður, og ég man eftir
því þegar íslenskukennarinn var
að láta okkur tæta sundur ljóðið
Fáka Einars Benediktssonar í
setningahluta. Þá var nú lítið eft-
ir af ljóðrænni andagift kvæðis-
ins og þetta ofbauð fegurðar-
skyni Valgarðs, sem sagði
stundarhátt: „Mikil andskotans
vitleysa er þetta.“ Kennarinn
sagði ekkert en roðnaði, lokaði
bókinni og gekk út. Það hefði
enginn nema Valgarður getað
leyft sér þetta.
Við áttum margar góðar
stundir saman í menntaskóla og
háskóla, og á þessum tíma var sí-
leitandi hugur hans að mótast
fyrir þau verkefni, sem síðar
biðu.
Eins og vænta mátti fyrir jafn
fjölhæfan einstakling átti Val-
garður dálítið erfitt með að velja
sér lífsstarf enda fór það svo að
hann skipti starfsævi sinni milli
lista og vísinda og gerði hvoru
tveggja góð skil. Í frítíma sínum
tileinkaði hann sögu þjóðarinnar
og náttúru landsins drjúgan
skerf. Leiðir skildi þegar við fór-
um til útlanda í sérnám. Ég hitti
hann sem snöggvast fyrir utan
Hressingarskálann daginn áður
en ég fór til Svíþjóðar og spurði
hann hvað hann ætlaði að gera.
„Ætli ég fari ekki til London
og reyni að tangera cancerinn,“
sagði hann, og það gerði hann svo
sannarlega. Ég fletti upp í Web
of science og þar er hann skráður
fyrir 66 greinum, sem flestar
fjalla um rannsóknir á krabba-
meini, og það er vitnað til hans
5.630 sinnum. Mér þykir þó
vænna um listamanninn og rit-
höfundinn Valgarð, enda kynnt-
ist ég honum betur á þessum
mótunarárum okkar. Fyrir hönd
skólasystkina hans í mennta-
skóla og háskóla kveð ég hann
með söknuði og trega og sendi
Katrínu og fjölskyldunni innileg-
ar samúðarkveðjur.
Davíð Gíslason læknir.
Okkur systrum er það bæði
ljúft og skylt að kveðja frænda
okkar og vin með nokkrum orð-
um. Valgarður var um margt sér-
stakur maður, nokkuð forn í hátt-
um og einstakur hugsjónamaður.
Okkur þótti vænt um þennan
frænda okkar og litum upp til
hans.
Ein af fyrstu minningunum er
þegar hann sem unglingur var
fenginn til að passa okkur heima
á Lómatjörn þegar foreldrar
okkar þurftu að bregða sér frá.
Valgerður, sameiginleg amma
okkar, hefur líklega einnig
brugðið sér af bæ. Valgarður
settist við borðstofuborðið og fór
að teikna. Þetta voru ekkert ann-
að en töfrar sem birtust á blaðinu
að okkar mati. Við höfðum aldrei
séð neitt þessu líkt. Þar með
hafði Valli frændi hlotið ákveðinn
sess í hjörtum okkar.
Árin liðu og samskipti voru
minni um tíma enda Valgarður í
námi og að sinna starfi sínu sem
læknir. En síðan gerðist það að
Valgarður fór að sýna fæðingar-
sveit sinni og ekki síst óbyggð-
unum á Gjögraskaga meiri og
meiri áhuga. Hann var betur að
sér um sögu og örnefni þar um
slóðir en nokkur annar. Hann var
afar vinsæll leiðsögumaður í
Fjörðum og á Flateyjardal og nú
í sumar sem leið fór hann með
eldri borgara af höfuðborgar-
svæðinu um þetta svæði, sem
reyndist síðasta ferðin. En þó svo
að hans njóti ekki lengur við þá
var hann duglegur að miðla
þekkingu sinni til þeirra sem
yngri eru. Hjálpsemi hans á því
sviði verður seint þökkuð.
Í bók sinni Steinaldarveislunni
segir Valgarður frá lífinu í sveit-
inni okkar fyrr og síðar. Það var
tekið eftir því hversu mjúkum
höndum hann fór um sveitung-
ana. Það besta var alltaf dregið
fram. Hann hafði skemmtilegt
skopskyn og segir m.a. um ömmu
okkar og afa á Lómatjörn að
Guðmundur hafi ráðið þegar þau
hjónin voru sammála. Skemmti-
lega að orði komist.
Langskólanám Valgarðs
breytti engu um það að hann
hafði mikið dálæti á störfum til
sjávar og sveita. Hann sagði ein-
hverju sinni þegar hann hafði
verið ferjaður á bát út í Þöngla-
bakka og meðferðis voru
strákpollar sem kunnu vel til
verka að verkvitið væri svo fal-
legt.
Minningin um merkan mann
mun lifa.
Við vottum fjölskyldu Val-
garðs dýpstu samúð.
Sigríður, Valgerður og
Guðný Sverrisdætur.
Það var að kvöldi dags á Ab-
ingdon Road í Suður-London fyr-
ir aldarfjórðungi, Vilmundur, ég
og strákarnir okkar vorum inni í
stofu og áttum ekki von á nein-
um. Þá var allt í einu bankað létt
á gluggann ég var sú sem stóð
upp og dró gardínuna aðeins frá
og leit varlega út í myrkrið. Sé ég
ekki andlit Valgarðs rétt fyrir ut-
an, hann hafði verið að koma úr
flugi frá Íslandi og datt í hug að
„droppa“ við. Ég hugsa að mér
hafi hálfbrugðið því þetta er mér
mjög minnisstætt. Það var ætíð
notalegt að fá Valgarð í heim-
sókn, hann og Villi voru miklir
vinir, á kafi í vísindum og höfðu
mikið að tala um og ekki bara vís-
indi sem betur fer. Á þessum
tíma var ég með ákveðið skúlp-
túrverkefni í gangi og sýndi hann
því mikinn áhuga og skilning
bæði með orðum og teikningum,
en skissubók Valgarðs var alltaf
innan seilingar og svörtu túss-
pennarnir. Hann var góður við
strákana okkar, Davíð, Guðna og
Ragnar Óla, spjallaði mikið og í
einni af ferðum Valgarðs til okk-
ar í Norbury kom Vésteinn sonur
hans með honum. Man ég eftir
honum og okkar strákum við
borðstofuborðið, fjórir drengja-
kollar að grúfa sig yfir þétt teikn-
aða skissubók Vésteins. Hann
var að sýna þeim teiknimynda-
sögu sem hann var að vinna við.
Önnur minning nær aldamót-
um er mér ofarlega í huga, þá
höfðum við flutt en bjuggum á
svipuðum slóðum, þetta var rað-
hús með mjóum löngum bak-
garði. Í garðinum var pallur, með
alls konar plöntum í pottum og
heilmikill gróður dreifður um
garðinn. Einnig var þar gróður-
hús, neðar var upphækkuð tjörn,
þá kanínubúr og enn neðar við
bakhliðið var pallur og garðskáli.
Þannig að í gegnum garðinn var
ekki bein og greið leið hvorki til
að sjá né ganga og til að hefta út-
sýnið enn frekar var tausnúra.
Valgarður var í heimsókn, það
var sumar, sól og áliðið morguns
og snúrurnar hjá mér voru þakt-
ar sængurfatnaði sem blakti í
golunni. Ég ætlaði að bjóða Val-
garði upp á kaffi en gat ekki
fundið hann innandyra, svo ég
fór út að leita. Ég fann hann allra
neðst í garðinum hulinn blakt-
andi tauinu á snúrunni, hann sat
þar með bók á hné og var að
skrifa.
Ég minnist Valgarðs með
hlýju, hann var einstakur og góð-
ur drengur.
Kæra Katrín og fjölskylda,
innilegar samúðarkveðjur.
Guðrún Nielsen.
Fjölmennur hópur göngufólks
er ferðbúinn á upphafsstað
göngu á Siglufirði. Göngufólk í
tilheyrandi goretex, flís og skel
með stafi og bakpoka eins og
vera ber í fjögurra daga göngu
þar sem ferðast er um óbyggðir
með allt á bakinu. Einn göngu-
maður sker sig þó úr hópnum.
Hann er í síðum frakka, í skyrtu
og með bindi og í svörtum og
hvítum Puma-íþróttaskóm og
með tveggja metra broddstaf í
hönd. Það er fararstjórinn sjálf-
ur, Valgarður Egilsson. Þrjár
mínútur í brottför hvísla ég að
Valgarði: „Viltu ekki fara að hafa
þig til?“ Valgarður horfir á mig
hissa og hvíslar á móti: „Ég er
tilbúinn.“ Og það var hann svo
sannarlega. Þessi fatnaður var
staðalbúnaður hjá Valgarði og
einhvern tímann sagði hann okk-
ur ferðafélögunum að hann léti
Siglfirðinga aldrei sjá sig bind-
islausan. Og klukkan tíu hófst
ferðin. Valgarður steig fram og
hóf sína leiðsögn. Fjögurra daga
leiksýning var hafin þar sem Val-
garður var í senn leikstjóri,
hljóðmaður, ljósameistari og ein-
leikari og spilaði á náttúruna,
söguna, búsetuna þannig að þátt-
takendur hurfu áratugi og aldir
aftur í tímann og allt umhverfið
lifnaði við í yfirburða snjallri leið-
sögn Valgarðs. Þarna var Val-
garður á heimavelli, náttúrubarn
frá æskuárum sínum með sterk-
ar rætur á Höfðaströndina og út í
SJÁ SÍÐU 30
MINNINGAR 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 2018