Morgunblaðið - 28.12.2018, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 28.12.2018, Qupperneq 41
MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 2018 NOKIAN stígvélabúðin | Mjóddinni | Reykjavík I Sími 527 1519 | Nokian Stígvélabúðin Opið virka daga kl. 10.00-18.00 Loðfóðruð barnastígvél fyrir veturinn ICQC 2018-20 Kvikmyndin um ofurhetjuna Aquaman, Sjávarmanninn eða Vatnsmanninn, skilaði mestu í miðasölu kvikmyndahúsa lands- ins helgina 21.-23. desember eða um 5,3 milljónum króna. Um 3.900 miðar voru seldir þessa síðustu daga fyrir jól en næstmestu skilaði teiknimyndin um Ralph sem rústar inter- netið, um 1,8 milljónum króna. Mortal Engines féll úr fyrsta sæti í það fjórða og sáu hana um 600 manns en teiknimynd- ina um græna fýlupokann Trölla sáu öllu fleiri, 1.600 manns. Bíóaðsókn helgarinnar Sjávarmaður fengsæll Aquaman Ný Ný Ralph Breaks the Internet 2 4 The Grinch 3 7 Mortal Engines 1 2 Bohemian Rhapsody 5 8 Fantastic Beasts: The Crimes of Grindelwald 4 6 Creed 2 6 4 A Star Is Born (2018) 7 12 Once Upon a Deadpool (2018) 8 2 The Nutcracker and the Four Realms 14 8 Bíólistinn 21.–23. desember 2018 Nr. Var síðast Vikur á listaKvikmynd 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Vígalegur Jason Momoa í hlutverki sjávarhetjunnar Aquaman. Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is „Þannig að þegar hann [Arnór Pálmi Arnarson] lýsti yfir áhuga á því að endurtaka leikinn, með nýju og ekki síður áhugaverðu teymi, þá tókum við því fagnandi og slógum til,“ er haft eftir Skarphéðni Guðmundssyni, dag- skrárstjóra RÚV, í fréttatilkynningu um Áramótaskaupið 2018. Einnig að Skaupið í fyrra undir forystu Arnórs Pálma hafi verið eitt það best heppn- aða frá upphafi. Nýja og áhugaverða fólkið sem dagskrárstjórinn vísar til samanstendur af máttarstólpum í gríni á Íslandi – eins og þar stendur líka – þeim Ilmi Kristjánsdóttur, Jóni Gnarr, Kötlu Margréti Þorgeirs- dóttur og Sveppa auk Katrínar Hall- dóru Sigurðardóttur sem er að stíga sín fyrstu skref í að skrifa grín fyrir sjónvarp. „Framundan er magasár og gleði,“ skrifaði Arnór Pálmi á facebook-síðu sína í október eftir að gert var heyr- umkunnugt að hann myndi leikstýra Áramótaskaupinu, sem þorri lands- manna horfir á og hefur gríðarlega miklar skoðanir á. „Annars skrifar þetta sig víst sjálft,“ skrifaði hann ennfremur. Í kaldhæðni væntanlega. „Ekki ennþá, en kannski klukku- tíma fyrir Skaupið eins og í fyrra,“ svarar hann þegar hann er spurður hvort magasárið hafi látið á sér kræla. „En svona í alvöru talað þá er búið að ganga mjög vel hjá okkur, bæði upptökur og endurvinnsla. Þeg- ar fólk spyr hvort Skaupið í ár sé betra en í fyrra, verð ég þó að viður- kenna að ég ber ekki nokkurt skyn- bragð á það. Við í höfundahópnum og aðrir aðstandendur erum aftur á móti mjög ánægð, stöndum og föllum með okkar verki,“ heldur hann áfram. Kýla upp en ekki niður Má gera grín að öllu í Skaupinu? „Erfið spurning, en stutta svarið er nei. Við settum okkur ákveðnar vinnureglur, til dæmis þá að kýla upp en ekki niður. Áramótaskaupið er spéspegill og fjallar um það sem við sjáum skondið, jafnvel eitthvað sem er að í þjóðfélaginu, og því er Skaupið á vissan hátt rýni til gagns. Við fjöll- um um tíðarandann, skopumst að fréttum, pólitík og pólitíkusum, speglum tíðarandann og veltum fyrir okkur hvernig sé að vera Íslendingur. Grínið og brandararnir eru ekkert út í bláinn, í þeim er alltaf einhver vísun í þjóðarsálina.“ Þótt Arnór Pálmi segist lítið vera gefinn fyrir þemu í skemmtiþætti eins og Skaupinu, viðurkennir hann að í því sé rauður þráður, sem óvart hafi orðið til eftir því sem handrits- skrifunum vatt fram. Meira gefur hann ekki upp, áhorfendur munu átta sig í fyllingu tímams, eins og hann segir. Jón Gnarr hefur þegar ljóstrað upp að þegar Klausturmálið komst í há- mæli í lok nóvember hafi handritshöf- undateymið efnt til krísufundar. Enda ekki aðeins borðleggjandi at- burður til að hneykslast og býsnast yfir heldur líka ómissandi í skopannál eins og Áramótaskaupið. Snarlega brugðist við Arnóri Pálma leið ekki sérstaklega vel kvöldið sem hann las um skandal- inn. Hann og teymið urðu að bregðast við með snöfurmannlegum hætti. „Þetta var í rauninni martröð, en okkur tókst að búa til rými og skjóta inn atriði. Sumir sögðu að svona uppákoma væri algjör guðsgjöf fyrir okkur, en því fer víðs fjarri. Bæði er Skaupið unnið á miklum hraða á stuttum tíma og þegar eitthvað svona gerist, sem gengur fram af þjóðinni, er virkilega vandmeðfarið að snúa því upp í grín og glens.“ Hvernig til hefur tekist verður lagt í dóm hennar í 53. skipti á gamlárs- kvöld. Efalítið verða menn ekki á eitt sáttir, innan handritshópsins var ekki einu sinni eining um hvað var fyndið eða hreint ekkert fyndið. „Stundum komu dagar þegar maður fór smá pirraður heim því manni fannst hinir ekki skilja snilldina, sem maður var að bera á borð,“ segir Arnór Pálmi og upplýsir jafnframt að uppröðun atrið- anna sé lykilatriði. Grínið er ekkert út í bláinn  Verður Áramótaskaupið í ár betra en í fyrra?  Arnór Pálmi Arnarson leik- stýrir annað árið í röð  Klausturmálið martröð sem setti strik í reikninginn Höfundar Áramótaskaupsins F.v. Arnór Pálmi Arnarson leikstjóri, Sveppi, Jón Gnarr, Katrín Halldóra Sigurðar- dóttir, Ilmur Kristjánsdóttir og Katla Margrét Þorgeirsdóttir á krísufundi vegna Klausturmálsins í lok nóvember. Hljómsveitin Hatari heldur sína síð- ustu tónleika í kvöld kl. 21 á Húrra. Hatari hefur notið mikilla vinsælda allt frá stofnun og þykir með bestu og líflegustu tónleikasveitum lands- ins. „Hljómsveitarmeðlimum tókst ekki að knésetja kapítalið á til- settum tíma og því munum við reyna að knésetja það innan veggja heimilisins héðan í frá,“ segir Matt- hías Tryggvi Haraldsson, einn liðs- manna Hatara, spurður að því hvernig standi á því að hljómsveitin sé að leggja upp laupana. Félagið Svikamylla ehf. á hljómsveitina og allt sem henni tilheyrir og segir á Facebook að tilgangur félagsins sé niðurrifsstarfsemi á síðkapítalism- anum, að eiga og reka fasteignir, miðla íslenskum og erlendum dómsdagskveðskap, margmiðlun, útgáfa, að stunda innflutning og önnur verslunarviðskipti svo og lánastarfsemi. Á Sónar Matthías Tryggvi Haraldsson. Endalok Hatara „All I Want for Christmas“, 24 ára gamall jóla- smellur Mariuh Carey, sló streymismet á Spotify á að- fangadagskvöld. Engu lagi hefur verið streymt eins oft í sögu veitunnar, 10,8 milljón sinnum, hvorki meira né minna. Jólalag slær met Mariah Carey

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.