Morgunblaðið - 28.12.2018, Page 44

Morgunblaðið - 28.12.2018, Page 44
GLEÐILEGT NÝTTÁR! TAKK FYRIR AÐ TAKA FLUGIÐ MEÐ OKKUR Sendum viðskiptavinum okkar og landsmönnum öllum okkar bestu óskir um farsælt komandi ár með bestu þökkum fyrir stuðninginn á því liðna. WOWAIR.IS WOWAIR@WOWAIR.IS Kammersveitin Elja heldur tónleika í Gamla bíói í kvöld kl. 20. Elju skipa ungir hljóðfæraleikarar og höfðu gengið lengi með þá hugmynd að stofna sveitina þegar loksins varð af því í fyrra. Markmið Elju er að spila fjölbreytta og áhugaverða kammertónlist og leika sér með kammersveitarformið. Gestir sveitarinnar á tónleikunum verða Jónas Ásgeir Ásgeirsson og tón- listarkonan GDRN. Jónas Ásgeir og GDRN gestir á tónleikum Elju FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 362. DAGUR ÁRSINS 2018 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 641 kr. Áskrift 6.960 kr. Helgaráskrift 4.346 kr. PDF á mbl.is 6.173 kr. iPad-áskrift 6.173 kr. Orðspor hafnaboltamannsins Ro- berto Clemente frá Púertóríkó lifir víða þó að hann hafi látist 38 ára gamall fyrir tæplega hálfri öld. Clemente átti langan og glæsilegan feril sem var ekki formlega lokið þegar hann lést á sviplegan hátt við hjálparstörf. Kristján Jónsson fjallar um hann í „Sögustund“ í íþróttablaðinu í dag. 2-3 Harmsaga um hafnaboltastjörnu ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM Tónlistarmaðurinn Jónas Sig heldur tónleika með hljómsveit sinni Ritvélum framtíðarinnar á Græna hattinum á Akureyri í kvöld og annað kvöld kl. 22. Verða flutt ný lög og gömul og þá m.a. af nýútkominni plötu Jónasar, Milda hjartað. Er það fjórða breiðskífa Jónasar og var helsti samstarfsmaður hans við gerð hennar gítarleikarinn Ómar Guðjónsson. Fyrri plötur Jónasar eru Þar sem malbikið svífur mun ég dansa, Allt er eitt- hvað og Þar sem himin ber við haf. Jónas og hljómsveit á Græna hattinum ist í kaup á kálgarði Halldórs Kr. Friðrikssonar, alþingismanns og yfir- kennara, undir húsið,“ eins og stend- ur á alþingisvefnum. „Halldóri voru greiddar 2.500 krónur fyrir lóðina og þótti hátt verð. Er sagt að þetta hafi verið fyrsta lóðin sem seld var í Reykjavík.“ Upphæðin jafngildir um 2,6 milljónum króna framreiknað miðað við breytingar á vísitölu neysluverðs, að sögn sérfræðings. Stefana segir að þetta hafi ekki eingöngu verið kálgarður, þó að frúin hafi ræktað mikið grænmeti. „Þetta var blómagarður Leopoldinu og trjá- garðurinn hennar, en talað hefur ver- ið um að dýr hafi verið kálgarður frú Friðrikson, dýrasti kálgarður lands- ins.“ Hún bætir við að Leopoldina hafi verið mikil myndarkona. Hún hafi séð um veislur og móttökur fyrir er- lent fyrirfólk og verið dugleg við að taka á móti öllum nemendum við Lærða skólann, sem komu utan af landi, hafi leiðbeint þeim, gefið þeim að borða og jafnvel hýst þá. „Þegar hún fór til Kaupmannahafnar til þess að heimsækja son þeirra, Moritz, sem aldrei kom heim, konu hans og börn þeirra tóku allir íslenskir stúd- entar með rós í hendi á móti henni í Nýhöfninni.“ Hjónin eignuðust sjö börn, þrjá syni, sem allir urðu læknar, og fjórar dætur. „Tvær systranna fluttu í Aðal- stræti 9 og voru þar með blómagarð,“ segir Stefana og bætir við að þegar hún hafi komið í bæinn sem barn hafi hún farið í heimsókn til systranna með ömmu sinni og dáðst að garð- inum. „Skrúðgarðurinn þeirra lá að kirkjugarðinum og þar voru þær allt- af að dytta að blómunum á sunnudög- um, auk þess sem þær litu eftir leið- um sem enginn vitjaði.“ Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Fyrirhuguð hótelbygging á Lands- símareitnum við Kirkjustræti í Reykjavík hefur víða mælst illa fyrir. Stefönu Karlsdóttur finnst nóg kom- ið af raski á svæðinu og segir mik- ilvægt að halda sögu þess og íbúanna á lofti. „Þarna bjó merkisfólk, þarna var fyrst seld lóð í Reykjavík og þarna voru fyrst ræktuð tré í borg- inni,“ segir hún. Langalangafi og langalangamma Stefönu, Halldór Kr. Friðriksson, guðfræðingur, málfræðingur, kenn- ari við Lærða skólann, kennslu- bókahöfundur og alþingismaður, og Charlotte Car- oline Leopoldina Friðrikson, fædd Degen, fluttu til landsins 1848, keyptu Kirkju- stræti 12 ári síðar og bjuggu þar alla tíð síðan, en húsið, svokallað líknarhús, er á Árbæjar- safni. „Alltaf var töluð danska á heimilinu því húsbóndinn vildi frekar hlusta á fallega dönsku en lélega ís- lensku,“ rifjar Stefana upp. Stefana, sem átti og rak snyrti- vöruverslun við Laugaveg í 20 ár, segir að Leopoldina hafi verið með „græna fingur“, verið mikil blóma- kona og ræktað garð, þar sem Al- þingishúsið var reist 1880 og 1881. „Hún byrjaði á því að rækta tré á Ís- landi, meðal annars rifstré,“ segir Stefana. „Hún flutti inn fræ til þess að kanna hvort hægt væri að rækta hér tré, en plöntur hennar voru rifn- ar upp, þegar Alþingishúsið var byggt á lóðinni. Georg Schierbeck landlæknir bjó á Uppsalahorninu og hafði líka áhuga á trjárækt. Þau studdu hvort annað og hann stofnaði Garðyrkjufélagið á afmælisdegi hennar 1885.“ Dýrasti kálgarðurinn Eftir að ákveðið var að reisa Al- þingishúsið, þar sem það er, var „ráð- Skrúðgarðurinn fór undir Alþingishúsið  Fyrsta lóðin sem seld var í Reykjavík kostaði 2.500 krónur Ljósmynd/Ljósmyndasafn Reykjavíkur Á fjórða áratug 20. aldar Sauðnaut á Austurvelli og Líknarhúsið í baksýn. Stefana Karlsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.