Morgunblaðið - 06.12.2018, Page 1

Morgunblaðið - 06.12.2018, Page 1
EINKALEYFASTOFA ÞRÖNGT HEITIGEFITÆKNINNITÆKIFÆRI ernig væri að skreyta heimilið með frönskum lúxus? 10 Unnið í Godo sá að mörg hótel voru að nota kerfi sem voru svo gömul að þau voru ekki einu sinni tengd netinu. 14 Hv samvinnu við Kraftlyftingar hafa síðustu níu ár gefi Erlingsdóttur orku og styrk til að taka verkefni og áskoranir í starfi og leik. VIÐSKIPTA ð Borghildi st á við 10 FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2018 Endurskoðun • Skattur • Ráðgjöf www.grantthornton.is Grant Thornton endurskoðun ehf. er íslenskt aðildarfélag Grant Thornton International Ltd., sem er eitt af fremstu alþjóðlegu samtökum sjálfstæðra endurskoðunar og ráðgjafarfyrirtækja. Grant Thornton endurskoðun ehf. sérhæfir sig í að aðstoða rekstraraðila við að nýta tækifæri til vaxtar og bættrar afkomu með skilvirkri ráðgjöf. Framsýnn hópur starfsmanna, undir stjórn eigenda, sem ávallt eru aðgengilegir viðskiptavinum, nýta þekkingu og reynslu sína til að greina flókin málefni og finna lausnir fyrir viðskiptavini sína, hvort sem það eru einkarekin, skráð félög eða opinberar stofnanir. Yfir 35.000 starfsmenn Grant Thornton fyrirtækja í meira en 100 þjóðlöndum, leggja metnað sinn í að vinna að hag viðskiptavina, samstarfsmanna og samfélagsins sem þeir starfa í. Endurskoðun | Skattur | Ráðgjöf Ernst & Young ehf. Borgartúni 30, 105 Reykjavík ey.is Alþjóðleg þekking - persónuleg þjónusta Fjárþörfin mikil næsta árið Vinna við áreiðanleikakönnun sem gerð var í tengslum við fyrirhuguð kaup Icelandair Group á WOW air, sem runnu út í sandinn fyrir viku síð- an, leiddi í ljós að fjárþörf fyrir- tækisins á komandi misserum er mjög mikil. Þannig mátu sérfræð- ingar stöðuna að félagið þyrfti að öllu óbreyttu á 15 milljarða króna inn- spýtingu á þessu ári og hinu næsta til þess að halda sjó. Mun sú mikla fjár- þörf hafa átt stóran þátt í því að ekk- ert varð af kaupunum. ViðskiptaMogginn bar fyrrnefnda upphæð undir Skúla Mogensen, eig- anda og forstjóra WOW Air. Hann sagði töluna „fjarri lagi,“ en fór ekki nánar út í að skýra hver fjárþörfin væri. Samkvæmt þeim sviðsmyndum sem teiknaðar voru upp í samruna- ferlinu sem rann út í sandinn var gert ráð fyrir því að sjóðstreymi WOW air yrði neikvætt allt næsta ár. Þetta herma heimildir ViðskiptaMoggans. Þegar lagt var af stað í viðræður um þau var fyrst gert ráð fyrir að það yrði jákvætt í júní næstkomandi. Undir lok síðustu viku birti WOW air uppgjör sitt fyrir fyrstu 9 mánuði yfirstandandi árs og nam tap fé- lagisns 33,6 milljónum dollara, jafn- virði um 4,2 milljarða króna. Ekki liggur fyrir á þessum tíma hvernig rekstur félagsins hefur þróast frá lok- um septembermánaðar. Í bréfi sem Skúli Mogensen sendi þann 27. nóv- ember þeim sem þátt tóku í skuldabréfaútboði WOW air í sept- ember, að uppgjör félagsins yfir fjórða ársfjórðung sé merkjanlega verra en búist hafi verið við og að það hafi m.a. verið neikvæð umræða um fjárhagsstöðu félagsins sem spratt upp í tengslum við skuldabréfa- útboðið sem valdið hafi félaginu mikl- um búsifjum.Viðræður standa enn Nokkrum klukkustundum eftir að tilkynnt var um að ekki yrði af kaup- um Icelandair Group á WOW air barst tilkynning frá síðarnefnda fé- laginu um að náðst hefði bráðabirgða- samkomulag við Indigo Partners um að félagið fjárfesti í WOW air. Í svari til ViðskiptaMoggans segir Skúli Mo- gensen að WOW hafi leitað til Indigo Partners fyrir þónokkru síðan en að viðræðurnar hafi hafist „fyrir alvöru fyrir nokkrum vikum síðan“. Í tilkynningu sem barst frá WOW air undir kvöldmat í gær sagði að Bill Franke, forstjóri Indigo Partners hefði ásamt öðrum varið tveimur dög- um hér á landi til að kynna sér WOW air og framtíðartækifæri þess og að báðir aðilar vildu ljúka samningum eins fljótt og auðið væri. „Áður en hægt er að ljúka samn- ingum þurfa að liggja fyrir nið- urstöður varðandi leiðarkerfi WOW air, flugvélaleigusamninga ásamt samningum við skuldabréfaeigendur félagsins.“ Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Harðnandi rekstrarum- hverfi flugfélaga og lítið eiginfjárhlutfall WOW air gerir það að verkum að félagið þarf á miklu lausafé að halda inn í reksturinn. Morgunblaðið/Árni Sæberg Í síðustu viku skilaði WOW air fjórum Airbus-þotum til leigusala sinna. Úrvalsvísitalan EUR/ISK 1.900 1.800 1.700 1.600 1.500 1.400 6.6.‘18 6.6.‘18 5.12.‘18 5.12.‘18 1.732,29 1.640,83 140 135 130 125 120 123,8 139,05 Jakob Jakobsson keypti veitinga- húsið Jómfrúna af föður sínum árið 2015. Það gerði hann í samfloti við Birgi Bieltvedt sem hefur fjárfest mikið á veitingamarkaði um langt skeið. Jakob segir að rekstur Jómfrú- arinnar gangi vel en að hann finni fyr- ir því að aðstæður á veitingamarkaði séu krefjandi um þessar mundir. „Það er nú einfaldlega kennt í hót- el- og veitingaskólanum að þum- alputtareglan sé sú að laun í rekstr- inum eigi að vera 30%, aðföng 30% og annar kostnaður 30% og þá er svig- rúm fyrir 10% hagnað. En núna er staðan held ég víða orðin sú að launin séu á bilinu 45-50% af rekstrartekj- unum.“ Jakob er hins vegar bjart- sýnn á að markaðurinn muni ná jafn- vægi og hann telur að gengisveiking krónunnar nú í haust muni hjálpa þar til, ekki síst þegar kemur að mati ferðamanna á verðlaginu hér á landi. Hlutfall launa orðið mjög hátt Morgunblaðið/Árni Sæberg Jakob hefur tengst Jómfrúnni frá unga aldri en keypti staðinn 2015. Veitingarekstur á Íslandi er strembinn um þessar mundir, ekki síst vegna launakostnaðar. 12 Með gjaldþroti Toys R Us skapaðist tækifæri fyrir aðrar verslanir til að bæta við sig hlutdeild á dýr- mætum markaði. Fylla í stórt gat á leikfangamarkaði 18 Þegar ljóst var að Trump og Xi hefðu slíðrað sverðin, a.m.k. í bili, rauk hlutabréfa- verð lúxusvöru- fyrirtækja upp. LEX: Lúxus nýtur góðs af vopnahléi 19

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.