Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2018, Side 4

Náttúrufræðingurinn - 2018, Side 4
Náttúrufræðingurinn 4 Í mörgum tilvikum geta íslenskir framhaldsskólanemar og kennarar stuðst við fræðsluefni á erlendum tungumálum og það er tiltölulega auðvelt að þýða slíkt efni fyrir þá sem ekki geta nýtt sér það á frummálinu. Erlendar heimildamyndir, textaðar eða talsettar, eru einnig fróð- leiksnáma sem nýtist öllum. Í þessum erlenda fræðslubrunni er þó lítið um efnið sem er hvað mikilvægast að miðla til íslensks almennings, en það er efni um íslenska náttúru og sérstöðu hennar, sem m.a. felst í jarðrænum aðstæðum á flekamótum yfir heitum reiti, vistkerfi lands sem hefur mótast af einangrun frá meginlöndum og vistkerfi hafs á mótum hlýrra og kaldra hafstrauma. Annað umhugsunarefni er að ef miðlun nátt- úrufræða til íslensks almennings fer að mestu fram á erlendum tungumálum má búast við að tungutak fræðanna fjar- lægist almennt mál og íslenskan verði smám saman fátækari að hugtökum um náttúrufræði. Búast má við að þeir sem ekki leggja sig sérstaklega eftir að læra hin erlendu hugtök nái síður að til- einka sér lágmarksskilning á málefnum náttúrufræða. Vegna smæðar samfélagsins hefur íslenskt vísindasamfélag sérstökum skyldum að gegna við að miðla sínum fræðum beint til samfélagsins, ólíkt flestum þeim erlendu vísindahópum sem þeir að öðru leyti kunna að bera sig saman við. Með fræðslu um náttúru- vísindi, og þá sérstaklega á íslensku, er stuðlað að auknu vísindalæsi íslensks almennings gagnvart brýnum málefnum samtímans, svo sem loftslagsbreytingum, mengun og nýtingu náttúruauðlinda. Með almenningi er hér átt við breiðan hóp sem meðal annars nær til barna, framhaldsskólanema, náttúrufræði- kennara, fjölmiðlafólks, fróðleiksfúsra áhugamanna og síðast en ekki síst ým- issa stjórnsýslu- og stjórnmálamanna sem taka ákvarðanir um verkefni og fjár- veitingar. Aukin upplýsing og vísindalæsi þessa fólks skilar sér örugglega til baka þótt það mælist ekki til skamms tíma í alþjóðlegum árangursvísitölum. Það er mikilvægt að vísindasamfé- lagið komi að almenningsfræðslu um náttúrufræði og nýti til þess fjölbreytta miðla. Enn fremur er mikilvægt að stjórnendur geri starfsmönnum kleift að sinna slíkri fræðslu og meti það fram- lag að verðleikum. Náttúrufræðingur- inn er einn þeirra miðla þar sem birtar eru fræðigreinar í bland við almennan fróðleik um náttúrufræði. Leitast er við að gera efninu skil þannig að fræði- menn jafnt sem leikmenn hafi af gagn og gaman án þess að slegið sé af kröfum um gæði og áreiðanleika. Greinar um rann- sóknaniðurstöður og yfirlitsgreinar eru ritrýndar, og ritstjóri og ritstjórn fara yfir annað efni. Allur útgáfukostnaður er borinn uppi til helminga af Hinu ís- lenska náttúrufræðifélagi og Náttúru- minjasafni Íslands auk sjálfboðavinnu ritstjórnar og ritrýna. Allar greinar birt- ast í opnum aðgangi þremur árum eftir útgáfu í tímarita- og textasöfnum Lands- bókasafnsins og fleiri stofnana (leitir.is / gegnir.is – tímarit.is) og strax eftir útgáfu gegn sérstakri flýtigreiðslu. Náttúrufræðingurinn hefur tekið miklum breytingum frá stofnun fyrir 87 árum og hefur þróast í farsælli sam- vinnu við íslenskt náttúrufræðasamfélag. Markmið stofnendanna um alþýðlegt fræðslurit um náttúrufræði hefur þó verið óbreytt frá upphafi. Það er von að- standenda Náttúrufræðingsins að sam- vinna við vísindasamfélagið haldi áfram að dafna og að ritið verði áfram öflugur miðill fróðleiks um náttúrufræði. Droplaug Ólafsdóttir formaður ritstjórnar Náttúrufræðingsins Grunnskólabörn kynna sér veðurfræði. Ljósmynd: Sigurlaug Gunnlaugsdóttir.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.