Náttúrufræðingurinn - 2018, Síða 5
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
5
Ritrýnd grein
Eldgos á suðurhálendi
á fyrstu öldum byggðar
– áhrif í Rangárvalla-
og V-Skaftafellssýslum
Guðrún Larsen
INNGANGUR
Innan sýslumarka Rangárvallasýslu
og Vestur-Skaftafellssýslu (1. mynd)
liggur afkastamesta eldvirka svæði Ís-
lands eftir ísöld, hvort heldur litið er
til tíðni og stærðar gosa eða framleiðni
á tímaeiningu.1,2 Það nær frá Bárðar-
bungu og Grímsvötnum í norðri til Vest-
mannaeyja í suðri. Heitið Eystra gos-
belti (2. mynd) er gjarnan notað um allt
svæðið en því er einnig skipt í Austur-
gosbelti og Suðurlandsgosbelti.3 Nyrðri
hlutinn, Austurgosbeltið, er fráreksbelti
Gosbeltið sem nær frá Bárðarbungu og Grímsvötnum í Vatnajökli suður í
Vestmannaeyjar er virkasta eldgosasvæði landsins eftir ísöld, hvort sem horft
er til fjölda eldgosa eða magns gosefna. Það liggur að mestu innan marka
tveggja sýslna, Rangárvallasýslu og Vestur-Skaftafellssýslu. Allt að 20 eldgos
urðu þar á fyrstu þrem öldum byggðar á Íslandi, stór og smá, en fátt segir af
þeim og áhrifum þeirra í íslenskum heimildum. Stórt gos, að mestu basískt
sprengigos, varð árið 877 eða þar um bil. Gosefnin voru um 5,5 km3 af gjósku
sem náði til meira en helmings landsins og nokkur hraun á um 60 km langri
gossprungu kenndri við Vatnaöldur og Hrafntinnuhraun. Um 920 varð eldgos
í Kötlu í Mýrdalsjökli með gjóskufalli yfir Suðurlandsundirlendið og smágos
í Eyjafjallajökli um svipað leyti. Báðum gosunum fylgdu jökulhlaup. Kringum
árið 939 kom upp eldgos á um 75 km langri gossprungu, kennt við Eldgjá
á Skaftártunguafrétti. Gosið var bæði sprengigos og flæðigos og myndaði
meira en 4,5 km3 af gjósku og um 18 km3 af hrauni sem runnu að hluta ofan í
byggð. Skömmu síðar urðu jarðskjálftar á Suðurlandsbrotabeltinu. Allt að tíu
Grímsvatnagos skildu eftir gjóskulög á þeim tíma sem hér er um rætt, frá um
870 til fyrsta hluta 13. aldar. Hekla tók við sér árið 1104 með stærsta sprengi-
gosi sínu á sögulegum tíma og öðru minna 1158. Íslenskar lýsingar á þessum
eldgosum og áhrifum þeirra eru stuttar þegar til eru, ein til fjórar setningar,
með einni undantekningu. Segja má að ýtarlegustu – en nokkuð ýktar – lýs-
ingar á gosum frá þessum tíma og áhrifum þeirra hafi varðveist erlendis.
(þ.e. flekamörk með gliðnun) og einnig
framsækið gosbelti sem er að fikra sig
til suðvesturs inn í Suðurlandsgosbeltið
þar sem fráreks gætir lítt eða ekki.3–5
Á fráreksbeltinu kemur þóleítísk
bergkvika upp í eldgosum og þar eru tvö
eldstöðvakerfi, kennd við Bárðarbungu-
Veiðivötn og Grímsvötn (2. mynd,
Þórðarhyrna þar talin með Gríms-
vötnum). Alkalískari bergkvika úr svo-
kallaðri millibergröð er ríkjandi þar sem
frárek er lítið eða ekkert og þar eru sex
eldstöðvakerfi, kennd við Heklu, Torfa-
jökul, Kötlu, Eyjafjallajökul, Tindfjalla-
jökul og Vestmannaeyjar.3,6,7 Í öllum
eldstöðvakerfunum nema tveim þeim
síðastnefndu urðu eitt eða fleiri eldgos
á þrem fyrstu öldum eftir norrænt land-
nám á Íslandi.
Íslenskar heimildir eru þöglar eða
fáorðar um eldgos og áhrif þeirra
fram undir 1200 (öll ártöl hér e.Kr.) en
veigamiklar upplýsingar geymast þó
í örstuttum lýsingum. Á landnámsöld
eða þar um bil, frá um 870 til um 940,
urðu að minnsta kosti átta eldgos og
þrjú þeirra höfðu áhrif, mismikil þó, á
landkosti á Suðurlandi, með gjósku-
falli, hraunrennsli og jökulhlaupum.
Mest voru áhrifin þar sem nú heita
Vestur-Skaftafellssýsla og Rangárvalla-
sýsla (1. mynd). Hér verður fjallað um
þessi þrjú gos, Vatnaöldugos frá ~877,
Kötlugos frá ~920 og Eldgjárgos frá
~939. Jafnframt verður minnst stuttlega
á önnur eldgos á fyrstu þrem öldum
byggðar, þar á meðal fyrstu Heklugosin
(1. tafla). Hekla var til friðs fyrstu 230
árin en tók svo rækilega við sér með
stórgosi árið 1104. Einnig eimdi eftir af
áhrifum gosa sem urðu skömmu fyrir
landnám þótt þunn jarðvegshula hefði
myndast yfir gjóskulög og hlaupset.
Jarðvegur á slíkum svæðum þoldi illa
ágang manna og húsdýra, en sú saga
verður ekki sögð hér.
Náttúrufræðingurinn 88 (1–2), bls. 5–18, 2018