Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2018, Side 6

Náttúrufræðingurinn - 2018, Side 6
Náttúrufræðingurinn 6 BÁRÐARBUNGA-VEIÐIVÖTN – VATNAÖLDUGOSIÐ Á 9. ÖLD Fyrsta eldgosið sem líklegt er að landnámsmenn hafi orðið varir við – ef ekki gosið sjálft þá afleiðingar þess – varð á Veiðivatnakerfinu um það leyti sem norrænt landnám er allajafna talið hefjast, um og eftir 870. Þá gaus á um 60 km langri en slitróttri gossprungu sem náði frá smágígum norðan Drekavatns um gjóskugígaröðina Vatnaöldur, sprengigíginn Hnausapoll (Bláhyl), Hrafntinnuhraun, Laufahraun og suður í sprengigígana sem Skyggnishlíðar- vatn á Rangárvallaafrétti er í (2. mynd). Gosið var sprengigos að mestu og á Vatnaölduhluta gossprungunnar kom aðallega upp basaltgjóska vegna hárrar grunnvatnsstöðu, en smáhraun runnu á nokkrum stöðum. Á gosstöðvum við Hrafntinnuhraun kom upp bæði súr gjóska og hraun, og á syðstu gos- stöðvunum við Laufahraun og Skyggn- ishlíðarvatn kom upp basalthraun og dálítið af basaltgjósku. Kvikan sem upp kom á þessum stöðum er óskyld þeirri sem kom upp á Vatnaölduhluta gossprungunnar. Gossprungan lá þvert yfir farveg Tungnaár sem stíflaðist í gos- inu svo til varð skammlíft lón. Gosið er oftast kennt við stærstu gosstöðvarnar, Vatnaöldugígana.8,9 Gjóskulagið sem varð til í gosinu er nefnt landnámslag í daglegu tali vegna þess að ummerki um mannvist byrja að sjást í jarðvegi rétt um sama leyti. Elstu ummerki mannvistar eru oftast rétt ofan landnámslagsins, svo sem við- arkolalög frá því að menn sviðu birki- skóga kringum bæi sína.10 Í Herjólfsdal í Vestmannaeyjum er landnámslagið þó í gráleitu og röskuðu lagi sem hlýtur að teljast mannvistarlag.11,12 Þar hafði verið gengið um utandyra áður en gjóskan féll. Eins var kornrækt hafin í nágrenni Vatnsmýrar í Reykjavík áður en lagið féll13 og vegghleðsla sem fannst við uppgröft í Reykjavík er eldri en landnámslagið.14,15 Hið sama á við um Húshólma í Krýsuvík.16 Vel má vera að þeir sem hlóðu þessa veggi hafi orðið vitni að gjóskufallinu sem myndaði landnámslagið. LANDNÁMSLAGIÐ Landnámslagið er þriðja stærsta gjóskulag sem fallið hefur hér á landi á sögulegum tíma (3. mynd). Einungis gjóskulögin frá Veiðivatnagosi 1477 og Öræfajökulsgosi 1362 eru stærri. Ný- fallið var það um 5,5 km3, þar af basalt- gjóska rúmir 5 km3 og súr gjóska tæpir 0,5 km3. Í upphafi gossins barst gjóska til norðvesturs, bæði súr ljós gjóska úr gígum við Hrafntinnuhraun og dökk basísk gjóska úr Vatnaöldum. Sprengi- gosið varði lengur í Vatnaöldum og barst basaltgjóskan til fleiri átta. Af þessum sökum er landnámslagið tvílitt á Vestur- og Suðurlandi en einlitt annars staðar, til dæmis í Skaftafellssýslum. Basalt- gjóskan er gjarnan grænleit og morandi í tærum brotum úr plagíóklaskristöllum. Gjóskulagið fannst fyrst við fornleifa- 1. tafla. Eldgos á fyrstu öldum byggðar sem ollu gjóskufalli í Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu og skildu eftir sýnileg gjóskulög þar. – Volcanic eruptions during the first centuries of settle- ment that caused tephra fall and left visible tephra layers in the district of Rangárvallasýsla and V-Skaftafellssýsla. 1. mynd. Örnefni og aðstæður. Kortið sýnir suðurhluta Rangárvallasýslu og Vestur-Skaftafells- sýslu (milli Þjórsár og Skeiðarársands) ásamt helstu örnefnum. – Place names, rivers and lakes in the area under consideration. *Óvíst hvort gosin voru í Grímsvatnaöskju eða utan hennar. – Location of eruption sites within the Grímsvötn system unknown. Tímasetningar byggðar á þykknunarhraða jarðvegs eru skáletraðar. – Dates based on soil accumulation rates (SAR) are in italics. Grímsvatnagjóskulög utan Rangárvalla- eða V.-Skaftafellssýslu eru ekki í töflunni. – Grímsvötn tephra layers outside the research area are not included in the table. Bárðarbunga-Veiðivötn Grímsvötn Katla Grímsvötn Katla Eyjafjallajökull Grímsvötn Katla Grímsvötn Grímsvötn Grímsvötn Grímsvötn Hekla Grímsvötn Grímsvötn Hekla Hekla Hekla Vatnaöldur-Hrafntinnuhraun Grímsvötn* Katla Grímsvötn* Katla Skerin Grímsvötn* Eldgjá-Katla Grímsvötn* Grímsvötn* Grímsvötn* Grímsvötn* Hekla Grímsvötn* Grímsvötn* Hekla Hekla Hekla ~ 877 ~ 895 ~ 905 910-915 ~ 920 ~ 920 ~ 935 ~ 939 10. öld / century 10. öld / century 11. öld / century 11. öld / century 1104 12. öld / century 12. öld / century 1158 1206 1222 Eldstöðvakerfi Volcanic system Gosstöðvar Eruption sites Gosár / gosöld Eruption year / century Helstu örnefni, ár, vötn og jöklar

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.