Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2018, Blaðsíða 6

Náttúrufræðingurinn - 2018, Blaðsíða 6
Náttúrufræðingurinn 6 BÁRÐARBUNGA-VEIÐIVÖTN – VATNAÖLDUGOSIÐ Á 9. ÖLD Fyrsta eldgosið sem líklegt er að landnámsmenn hafi orðið varir við – ef ekki gosið sjálft þá afleiðingar þess – varð á Veiðivatnakerfinu um það leyti sem norrænt landnám er allajafna talið hefjast, um og eftir 870. Þá gaus á um 60 km langri en slitróttri gossprungu sem náði frá smágígum norðan Drekavatns um gjóskugígaröðina Vatnaöldur, sprengigíginn Hnausapoll (Bláhyl), Hrafntinnuhraun, Laufahraun og suður í sprengigígana sem Skyggnishlíðar- vatn á Rangárvallaafrétti er í (2. mynd). Gosið var sprengigos að mestu og á Vatnaölduhluta gossprungunnar kom aðallega upp basaltgjóska vegna hárrar grunnvatnsstöðu, en smáhraun runnu á nokkrum stöðum. Á gosstöðvum við Hrafntinnuhraun kom upp bæði súr gjóska og hraun, og á syðstu gos- stöðvunum við Laufahraun og Skyggn- ishlíðarvatn kom upp basalthraun og dálítið af basaltgjósku. Kvikan sem upp kom á þessum stöðum er óskyld þeirri sem kom upp á Vatnaölduhluta gossprungunnar. Gossprungan lá þvert yfir farveg Tungnaár sem stíflaðist í gos- inu svo til varð skammlíft lón. Gosið er oftast kennt við stærstu gosstöðvarnar, Vatnaöldugígana.8,9 Gjóskulagið sem varð til í gosinu er nefnt landnámslag í daglegu tali vegna þess að ummerki um mannvist byrja að sjást í jarðvegi rétt um sama leyti. Elstu ummerki mannvistar eru oftast rétt ofan landnámslagsins, svo sem við- arkolalög frá því að menn sviðu birki- skóga kringum bæi sína.10 Í Herjólfsdal í Vestmannaeyjum er landnámslagið þó í gráleitu og röskuðu lagi sem hlýtur að teljast mannvistarlag.11,12 Þar hafði verið gengið um utandyra áður en gjóskan féll. Eins var kornrækt hafin í nágrenni Vatnsmýrar í Reykjavík áður en lagið féll13 og vegghleðsla sem fannst við uppgröft í Reykjavík er eldri en landnámslagið.14,15 Hið sama á við um Húshólma í Krýsuvík.16 Vel má vera að þeir sem hlóðu þessa veggi hafi orðið vitni að gjóskufallinu sem myndaði landnámslagið. LANDNÁMSLAGIÐ Landnámslagið er þriðja stærsta gjóskulag sem fallið hefur hér á landi á sögulegum tíma (3. mynd). Einungis gjóskulögin frá Veiðivatnagosi 1477 og Öræfajökulsgosi 1362 eru stærri. Ný- fallið var það um 5,5 km3, þar af basalt- gjóska rúmir 5 km3 og súr gjóska tæpir 0,5 km3. Í upphafi gossins barst gjóska til norðvesturs, bæði súr ljós gjóska úr gígum við Hrafntinnuhraun og dökk basísk gjóska úr Vatnaöldum. Sprengi- gosið varði lengur í Vatnaöldum og barst basaltgjóskan til fleiri átta. Af þessum sökum er landnámslagið tvílitt á Vestur- og Suðurlandi en einlitt annars staðar, til dæmis í Skaftafellssýslum. Basalt- gjóskan er gjarnan grænleit og morandi í tærum brotum úr plagíóklaskristöllum. Gjóskulagið fannst fyrst við fornleifa- 1. tafla. Eldgos á fyrstu öldum byggðar sem ollu gjóskufalli í Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu og skildu eftir sýnileg gjóskulög þar. – Volcanic eruptions during the first centuries of settle- ment that caused tephra fall and left visible tephra layers in the district of Rangárvallasýsla and V-Skaftafellssýsla. 1. mynd. Örnefni og aðstæður. Kortið sýnir suðurhluta Rangárvallasýslu og Vestur-Skaftafells- sýslu (milli Þjórsár og Skeiðarársands) ásamt helstu örnefnum. – Place names, rivers and lakes in the area under consideration. *Óvíst hvort gosin voru í Grímsvatnaöskju eða utan hennar. – Location of eruption sites within the Grímsvötn system unknown. Tímasetningar byggðar á þykknunarhraða jarðvegs eru skáletraðar. – Dates based on soil accumulation rates (SAR) are in italics. Grímsvatnagjóskulög utan Rangárvalla- eða V.-Skaftafellssýslu eru ekki í töflunni. – Grímsvötn tephra layers outside the research area are not included in the table. Bárðarbunga-Veiðivötn Grímsvötn Katla Grímsvötn Katla Eyjafjallajökull Grímsvötn Katla Grímsvötn Grímsvötn Grímsvötn Grímsvötn Hekla Grímsvötn Grímsvötn Hekla Hekla Hekla Vatnaöldur-Hrafntinnuhraun Grímsvötn* Katla Grímsvötn* Katla Skerin Grímsvötn* Eldgjá-Katla Grímsvötn* Grímsvötn* Grímsvötn* Grímsvötn* Hekla Grímsvötn* Grímsvötn* Hekla Hekla Hekla ~ 877 ~ 895 ~ 905 910-915 ~ 920 ~ 920 ~ 935 ~ 939 10. öld / century 10. öld / century 11. öld / century 11. öld / century 1104 12. öld / century 12. öld / century 1158 1206 1222 Eldstöðvakerfi Volcanic system Gosstöðvar Eruption sites Gosár / gosöld Eruption year / century Helstu örnefni, ár, vötn og jöklar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.