Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2018, Blaðsíða 7

Náttúrufræðingurinn - 2018, Blaðsíða 7
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 7 2. mynd. A. Eystra gosbelti. Sex eldstöðvakerfi þar sem eldgos urðu á fyrstu öldum byggðar eru sýnd í lit. Megineldstöðvar eru merktar með bókstaf: B: Bárðarbunga, G: Grímsvötn, H: Hekla, T: Torfajökull, K: Katla, E: Eyjafjalla- jökull. B. Gosstöðvar í Vatnaöldugosi ~877, gígaraðir og hraun. – A. The Eastern Volca- nic Zone and the six volcanic systems where eruptions occurred during the first centuries of the Norse settlement in Iceland. Central volcanoes are indicated by capital letters. B. The crater rows active in the Vatnaöldur eruption ~877. uppgröft í Þjórsárdal og kallaði Sig- urður Þórarinsson10 það upphaflega VIIa+b því upptök þess voru óþekkt. Gera verður ráð fyrir að sprengigosið hafi staðið í nokkra daga, bæði vegna gjóskumagnsins sem upp kom og vegna þess hve víða gjóskan barst. Tímasetning landnámslagsins er fengin úr tveim ískjörnum úr Græn- landsjökli. Í þeim er nokkur munur á gosárinu, 871±2 ár í GRIP-kjarna17 og 877±4 ár í GISP2-kjarna.18 Nýjustu rannsóknir19,20 benda eindregið til að stórgosið í Eldgjá hafi orðið á árinu 939 í stað 933±1 (sjá síðar), og af þeim sökum verður að gera ráð fyrir að ártalið 877 sé réttara en 871.21 Landnámslagið er hvergi þykkt á láglendi. Í byggð í Rangárvallasýslu er það hvergi þykkara nú en ~4 cm, sem samsvarar 6–7 cm af nýfallinni gjósku (gjóskan hefur þjappast í jarðveginum). Öðru máli gegnir um afrétti, bæði í Rangárvallasýslu og aðliggjandi sýslum, Árnessýslu og Vestur-Skaftafellssýslu, því gosstöðvar þessa mikla gjóskulags eru á afréttum Rangárvallasýslu. Næst gosstöðvunum í Vatnaöldum er gjóskan mjög þykk, líklega um 100 m í barmi stærsta gígsins, og yfir 20 m þykk á allstóru svæði við gígaröðina. Meginþykktarás hins dökka hluta land- námslagsins stefnir til norðvesturs milli Þóristungna og Þórisvatns, yfir Búðar- háls og inn á afrétti Árnessýslu (3. mynd). Minni þykktarásar liggja í suðvestur, suðaustur og til austurs yfir afrétti Vest- ur-Skaftafellssýslu. Í könnunarholum í vikurinn norðan Tungnaár og í gryfjum fyrir sökkla Suðurlínu sunnan og vestan Tungnaár mátti sjá að þunnur jarðvegur og einhver gróðurhula hefur verið á hraununum þar fyrir gosið í Vatna- öldum. Utan hraunanna er sums staðar þykkur jarðvegur undir vikrinum, til dæmis í Irpuveri skammt ofan Hófsvaðs á Tungnaá (4. mynd). Svæðið innan 80 cm jafnþykktarlínu landnámslagsins er enn gróðurlausir vikrar eða jarð- vegsvana að mestu leyti um 1.140 árum eftir gos. Óvíst er að afréttir hafi verið nýttir á sama hátt og síðar meðan landrými var nóg á landnámsöld. Skertir nýt- ingarmöguleikar þeirra voru megináhrif Vatnaöldugossins á landkosti í Rangár- vallasýslu. Á Landmannaafrétti sunnan Tungnaár var gjóskulagið 15 cm eða meira og afréttir norðan Tungnaár voru mjög illa farnir og í raun ónýtir til fram- búðar á stóru svæði. Vatnaöldugjóskan er mjög auðrofin af vindi og vatni vegna þess hve fín- gerð hún er. Mikill hluti gjóskukorn- anna er aska, 2 mm í lengsta þvermál eða smærri. Gjóskan er yfirleitt alveg horfin af hæðarkollum, jafnvel þar sem þykktin skipti metrum. Þykkir gjósku- bunkar liggja sums staðar ennþá utan í hæðum, svo sem á svæðinu milli Þór- isvatns og Hrauneyjalóns. Neðri hluti þeirra er upprunalega gjóskulagið með greinilegri lagskiptingu en efri hlutinn – og oft sá þykkari – er fokgjóska af hæð- unum umhverfis. Enda þótt gjóskan sé hvergi þykk á láglendi og gróður hafi vafalaust getað „bundið“ hana nýfallna hlýtur áhrifa gossins að hafa gætt í nokkur ár á Suðurlandsundirlendi, og jafnvel lengur í uppsveitum. Í jarðvegi ofan á landnámslaginu, til dæmis í Þjórsárdal, eru efri mörk gjóskulagsins óljós og jarðvegurinn ofan við tekur lit af því. Efst á Rangárvöllum má sums staðar sjá fokrendur úr basaltgjóskunni í jarðveginum ofan hennar, dekkstar og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.