Náttúrufræðingurinn - 2018, Qupperneq 8
Náttúrufræðingurinn
8
efnismestar neðst en dofna og þynnast
upp á við. Þær hverfa þó áður en næsta
gjóskulag fellur, nefnilega Eldgjár-
gjóskan á 10. öld.
Þess stóra goss er hvergi getið, hvorki
með beinum orðum né í minni af því
tagi sem sögnin um vatnagang á Sól-
heimasandi í tíð Loðmundar og Þrasa
er dæmi um (sjá síðar). Vitnin voru
líklega fá og fjarri vettvangi. Nokkurra
millimetra þykkt „ryklag“ á túnum land-
námsbæjarins í Reykjavík, sem hvarf
fljótlega ofan í grasrótina, var ekki efni í
sögu. En skuggsýnt hefur orðið í Reykja-
vík meðan gjóskufallið varði.
LANGALÓN
Afleiðingar af Vatnaöldugosinu voru
ekki eingöngu gjóskufall og hraun-
rennsli. Gossprungan lá þvert yfir farveg
Tungnaár sem stíflaðist tímabundið þar
sem gígveggir og þykkir gjóskubunkar
hlóðust upp í farveginum og beggja
vegna hans.8 Hvort Tungnaá var jökulá
á þessum tíma skal ósagt látið. Bak við
3. mynd. Landnámslag frá því ~877, um 5,5 km3 nýfallið. Aðeins suðurhluti gjóskulagsins er
sýndur hér. Gjóskan sem kom upp í gígum Hrafntinnuhrauns (H) er súr og gulhvít í jarðvegi, hér
sýnd í rauðgulum lit. Gjóskan sem kom upp í Vatnaöldugígunum er basísk, grágræn á lit með
miklu af tærum kristalbrotum, hér sýnd í grænum lit. Dálítil basaltgjóska sem kom upp í gos-
stöðvum við Skyggnishlíðarvatn er ekki sýnd (S). – The Settlement tephra layer ~877, southern
part. The yellow-white silicic part that was erupted from the Hrafntinnuhraun (H) site is shown
in yellowish colour. The greyish-green, crystal-rich, basaltic tephra from the Vatnaöldur crater
rows is shown in green. Basaltic tephra from Skyggnishlíðarvatn craters (S) is not shown here.
Isopachs are in centimeters.
stífluna myndaðist skammlíft lón í far-
vegi Tungnaár og inn eftir dældinni þar
sem Veiðivötn eru nú (4. mynd). Strand-
línur lónsins, með skoluðum Vatnaöldu-
vikri og/eða brimþrepi í gjóskubunkana,
sjást enn á nokkrum stöðum þótt víðast
hafi ummerkin horfið undir gosefni úr
yngra gosi, Veiðivatnagosinu ~1477. Hér
er nafngift Guðmundar Kjartanssonar,22
Langalón, höfð um þetta lón en strand-
línurnar sem hann lýsti eiga, að minnsta
kosti sumar, við yngra og minna lón sem
myndaðist eftir gosið ~1477.
Gjóskustíflan rofnaði þegar vatn
fór að renna yfir hana og lónið tæmd-
ist. Hversu hratt þetta gerðist er ekki
ljóst en ólíklegt er að rennsli hafi orðið
meira en 10.000 m3/sek. Farvegir og
vikurrastir sýna að hlaupvatn breiddist
út yfir hraunið vestan Tungnaár. Hluti
þess fór um og meðfram Tungnaá niður
að Sigöldu. Krókslón, fornt stöðuvatn
í dældinni þar sem Sigöldulón er nú,
ræstist fram í flóðum tengdum Vatna-
öldugosinu. Sigöldugljúfur varð til í
núverandi mynd og Krókslón tæmdist
í kjölfarið. Í könnunargryfjum vegna
virkjunarframkvæmda við Sigöldu
sást að stórgerða flóðsetið framan við
gljúfurkjaftinn, með meira en tveggja
metra löngum stuðlum, liggur ofan á
loftfallinni Vatnaöldugjósku. Reyndar
er nú lítið eftir af grjótinu því mikið af
því var nýtt í virkjunarframkvæmd-
unum. Vatnsborinn Vatnaölduvikur var
í lónsstæði Hrauneyjafossvirkjunar, en
lengra var flóðsetið ekki rakið.
Engin augljós merki eru um stórflóð
niðri í byggð. Flóðið fyllti ekki gljúfur
Þjórsár milli Tröllkonuhlaups og Þjófa-
foss, og hæsta vatnsborð hefur ekki náð
8–9 metra upp fyrir venjulegt árborð því
ekkert vatnsborið efni eða rask er í jarð-
vegi ofan á landnámslaginu í þeirri hæð.
Linsur af vatnsnúinni gjósku í jarð-
vegi rétt ofan landnámslagsins í bakka
Þjórsár við Skarfaneslæk gætu verið
menjar um tæmingu lónanna, en lengra
verður ekki komist að sinni.