Náttúrufræðingurinn - 2018, Síða 9
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
9
4. mynd. A. Langalón var skammlíft 140 km2 lón sem varð til í Veiðivatnadæld og
farvegi Tungnaár eftir gosið í Vatnaöldum. Gígar og vikurdyngjur stífluðu Tungnaá þar
til vatn fór að renna yfir stífluna og rauf hana. Meira en 1 km3 af vatni flæddi út úr
lóninu. Staðsetning ljósmyndar í B sýnd með svörtum depli. – A. Langalón was a
temporary 140 km2 lake that formed when the tephra craters on the Vatnaöldur fissure
dammed the Tungnaá river. The lake extended along the Tungnaá river bed and into
the Veiðivötn depression. The tephra dam was breached when the water overtopped
and about 1 km3 of water flooded the lava fields along Tungnaá river. Location of the
photograph in B is indicated by a black dot.
4. mynd B. Strandlína Langalóns í austanverðu Tjörvafelli á Landmannaafrétti. Hvít ör
bendir á þrepið í strandlínunni. Það er grafið í skolaðan basaltvikur úr Vatnaöldum, á
því liggur jarðvegur og yngri gjóska, einnig grjót úr hömrunum ofan við. Strandlínan
er í rúmlega 580 m y.s. en kletturinn ofan við nær hæst í 670 m y.s. samkvæmt sömu
kortum. – Shoreline of the Langalón lake (white arrow) at approximately 580 m a.s.l.
on a hillside. The top of the big rock on the hillside is at 670 m a.s.l.
GOS Í KÖTLU OG EYJAFJALLA-
JÖKLI Á LANDNÁMSÖLD
Katla í Mýrdalsjökli lét á sér kræla
minnst tvisvar á landnámsöld. Í litlu
Kötlugosi um eða eftir 900 (~905) barst
gjóska til suðsuðausturs yfir austan-
verðan Mýrdalinn og Mýrdalssand (5.
mynd) sem þá var gróið land, að minnsta
kosti að hluta. Gjóskan er hvergi þykk-
ari en 2 cm þar sem byggð er nú en var
þykkari á Mýrdalssandi. Fyrir landnám
urðu jökulhlaup vegna gosa í Kötlu-
öskjunni bæði um skarð Entujökuls og
Sólheimajökuls niður í Markarfljót og
Jökulsá á Sólheimasandi en ekkert er
vitað um hlaup í þessu fyrsta Kötlugosi
á sögulegum tíma.
KATLA ~920
Síðla landnámsaldar, um eða eftir 920,
kom nokkuð stórt gos í Kötlu. Megin-
þykktarás gjóskunnar lá til vestnorð-
vesturs yfir Suðurlandsundirlendið og
hún barst meðal annars til Reykjavíkur
(5. mynd). Gjóskulagið var upphaflega
kallað K-R en er nú nefnt K~920. Tíma-
setningin er byggð á þykknunarhraða
sets milli gjóskulaga af þekktum aldri.23
Gjóskufallssvæði á landi var um 8.400
km2 og rúmmál nýfallinnar gjósku þar
um 0,27 km3.24 Heildarrúmmálið var
þó mun meira því hluti gjóskunnar féll
í sjó. Gjóskan er hvergi þykkari en 5 cm
þar sem byggð er nú en kann að hafa
verið 10 cm eða meira í Þórsmörk þegar
hún var nýfallin.
Landnáma nefnir tvo landnáms-
menn austan Markarfljóts í Þórsmörk,
Ásbjörn og Steinfinn Reyrketilssyni,25
og þar eru fornar byggðarleifar. Einar
þeirra eru kenndar við Þuríði tengda-
dóttur Ásbjörns sem bendir til að tvær
kynslóðir hið minnsta hafi búið þarna,
en byggð er ekki talin hafa staðið lengi.
Hvort þetta Kötlugos hafði úrslitaáhrif
skal ósagt látið. Vestan Markarfljóts,
við Einhyrningsflatir, eru einnig fornar
byggðarleifar og þar virðist hafa verið
byggð fram yfir Eldgjárgos.26 Eins og
nefnt var í inngangi voru þykk Kötlu-
gjóskulög undir þunnri jarðvegshulu
á þessu svæði og ef hún rofnaði varð
landið ónýtanlegt til búskapar. Líklega
höfðu þessi gömlu Kötlulög meiri áhrif
á líftíma þessarar byggðar en K~920 og
Eldgjárgosið ~939.
Samtímis Kötlugosinu um 920 varð
gos í Eyjafjallajökli, líklega á gossprungu
við Skerin norðvestantil í jöklinum, og
dálítið jökulhlaup niður norðurhlíð
hans niður í Langanes og nágrenni.27,28
JÖKULHLAUP TIL SUÐURS
UNDAN SÓLHEIMAJÖKLI
Jökulhlaup hefur vafalaust einnig
fylgt Kötlugosinu ~920. Ummerki
eftir jökulhlaup í jarðvegi austan Sól-
heimasands, sem sannanlega eru yngri
en landnámslagið því hlaupsetið er
rétt ofan við það, gætu átt við þetta
gos. Það er þó ekki ótvírætt og vel má
vera að hlaupið hafi orðið í næsta gosi
á eftir, Eldgjárgosinu ~939. Hins vegar
eru aðstæður þannig að líklegt má telja
að þetta jökulhlaup sé atburðurinn að