Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2018, Blaðsíða 10

Náttúrufræðingurinn - 2018, Blaðsíða 10
Náttúrufræðingurinn 10 5. mynd. Gjóskulög úr Kötlugosum ~905 og ~920. Gjóskan er kolsvört basaltgjóska. Eldra gjóskulagið barst til suðausturs en það yngra til vesturs. – Tephra layers from the Katla eruptions of ~905 and ~920. The tephra is coalblack basaltic tephra. 6. mynd. Hlaupfarvegir á Skógasandi og Sólheimasandi eftir jökulhlaup sem kom niður með og undan Sólheimajökli á 10. öld, annaðhvort í Kötlugosi ~920 eða í Eldgjárgosi ~939. Brún lína sýnir jaðar Sólheimajökuls á 10. öld.29 Gilin sitt hvorum megin við Sólheimajökul beindu vatninu út á sandana framan við Skóga og Ytri Sólheima. Þess ber að geta að farvegirnir eru nú horfnir undir lúpínubreiður. – Courses of jökulhlaups following either the Katla eruption ~920 or the Eldgjá eruption ~939. The 10th century position of Sólheimajökull is indicated by brown line.29 The water broke up through the Sólheimajökull glacier and flowed alongside it into gullies on each side of Sólheimajökull and onto the Skógasandur (left) and Sólheimasandur (right) outwash plains. (Byggt á/adapted from Guðrún Larsen 1978).30 Vegetation now covers most of the area. baki sögninni um viðureign Loðmundar í Sólheimum og Þrasa í Skógum eystri. Í Hauksbók Landnámu segir svo: Þá bjó Þrasi í Skógum og var illt í byggð þeira Loðmundar. Þrasi sá um morgin vatnahlaup mikit ofan, en þau vǫtn veitti hann með fjǫlkynngi sinni austr fyrir Sólheima. Þræll Loðmundar sá ok kvað falla sjó norðan yfir landið. Loðmundur var þá sjónlauss ok mælti við þrælinn: „Fœrðu mér í keri litlu þat, er þú kallar sjó vera.“ Hann gerði svá. Loðmundur sagði: „Ekki þykki mér þetta sjór vera. Fylgðu mér til vatsins og stikk stafsbrodd mínum í vatnit.“ Hann gerði svá. Hringur var í stafnum; Loðmundur helt á stafnum ok beit í hringinn. Því næst fellu öll vǫtnin vestr fyrir Skóga. Síðan veitti hvárr þeira vǫtnin frá sér, þar til er þeir fundusk við gljúfr nǫkkur ok sættust á þat, at áin skyldi falla þar til sjóvar, sem skemmst er. Í þeim vatnagangi varð Sólheimasandr; þar er fjórðungamót ok Jǫkulsá á miðjum sandi.25 Orðalagið „austr fyrir Sólheima“ hlýtur að þýða hér: til austurs fyrir framan Sólheima; og sama gildir þá um Skóga. Kortið á 6. mynd sýnir aðstæður á Skóga- og Sólheimasandi í stórum dráttum. Sólheimajökull náði mun lengra fram á landnámsöld.29 Stóra set- keilan á Skógasandi er frá miðri áttundu öld samkvæmt geislakolsgreiningum30 og því frá því fyrir landnám, en hefur augljóslega komið fram úr giljum vestan Sólheimajökuls, Þurragili og Jökulsár- gili, þegar jökuljaðarinn lá enn framar. Milli þeirra er grunnt þvergil og er botn þess mörgum metrum (10–15?) yfir botni Jökulsárgils þannig að þar rann vatn ekki á milli nema í stórflóðum eða jökulhlaupum. Greinilegt er að einhvern tímann seinna hefur vatns- flóð komist í Þurragil og grafið farveg í setkeiluna – sem sveigir í átt að Eystri Skógum. Niður frá austanverðum Sól- heimajökli liggja tvö gil, Hólsárgil og Ystagil. Um þau hefur farið hlaup sem skolaði gjóskuríku seti upp í brekkur í Sólheimanesi austan við Sólheimasand nokkru eftir að landnámslagið féll (Andrew Dugmore & Guðrún Larsen, óbirt gögn).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.