Náttúrufræðingurinn - 2018, Side 11
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
11
7. mynd A. Gjóskulagið úr gosi á Eldgjárgossprungu ~939, um 4,5 km3 nýfallið.
Gjóskan er svört basaltgjóska, stundum blásvört þar sem gjóskulagið er þunnt. – A.
The tephra layer erupted in the Eldgjá eruption ~939, about 4,5 km3 as freshly fallen.
The tephra is black to brownish-black basaltic tephra, very thin deposits appearing
bluish-black. (Byggt á/Based on Guðrún Larsen 2000).32
7. mynd B. Eldgjárhraun, hér sýnd í sama mælikvarða
og gjóskulagið. – B. The Eldgjá lava flows shown
in (approximately) same scale as the tephra layer.
(Byggt á/Based on Guðrún Larsen 2000).32
Í jökulhlaupum brýst hlaupvatn ekki
eingöngu fram undan jökulsporðum
heldur einnig út úr eða upp úr jökli og
rennur þá ofan á honum og meðfram
honum, eins og ýmsar lýsingar á síð-
ari tíma Kötluhlaupum bera vitni um
og sjá mátti í Skeiðarárhlaupinu 1996.
Hlaupvatnið sem kom fram úr Ystagili
og Hólsárgili hlýtur að hafa brotist út
úr Sólheimajökli töluvert ofan giljanna
og hefur því runnið ofan á og meðfram
jökli, að minnsta kosti að einhverju
leyti. Á sama hátt getur hlaupvatn hafa
komist í Jökulsárgilið og þaðan um
þvergilið yfir í Þurragil – og stefnt að
Skógum eystri. Hlaupvatn gat því vel
runnið fram úr giljum beggja vegna Sól-
heimajökuls svo til samtímis, og dvínað
og aukist til skiptis meðan rás fyrir
það var að myndast undir jöklinum.
Að hlaupinu loknu hefur vatn frá jökl-
inum líklega runnið um Jökulsárgilið
þar sem Jökulsá rann fram eftir öldum
– stystu leið til sjávar – „úr hverju hún
síðar færði sig enn austar, hvar hún
nú vellur fram úr jöklinum,“ segir Jón
Steingrímsson á 18. öld.31 Um Jökulsár-
gil liggja enn mörkin milli Rangárvalla-
sýslu og Vestur-Skaftafellssýslu.
Eftir gosin í Kötlu og Eyjafjallajökli
um 920 var kyrrt um sinn. Skammt var
þó að bíða stórra tíðinda.
ELDGJÁRGOSIÐ Á 10. ÖLD
Eldgjárgosið á 10. öld (~939) er
stærsta gos Íslandssögunnar og ekkert
eitt gos hefur valdið jafnmiklum um-
hverfisbreytingum frá því land byggð-
ist.31 Vera má að Eldgjárgosið hafi valdið
straumhvörfum í aðflutningi fólks og
landnámi á Íslandi – ef til vill er réttara
að segja að landnámsöld hafi lokið með
Eldgjárgosinu en að Eldgjárgosið hafi
orðið í lok landnámsaldar. Hefðin er að
telja landnámsöld lokið með stofnun
Alþingis 930.
Eldgjárgosið varð á um 75 km langri
en slitróttri gossprungu (7. mynd a og
b) sem náði frá Kötluöskjunni í Mýr-
dalsjökli um þá miklu náttúrusmíð
Eldgjá við Gjátind sem nafn gossins
er dregið af, og þaðan norður fyrir
Stakafell á Síðuafrétti, skammt frá jaðri
Síðujökuls. Segja má að gossprungan
hafi náð jökla á milli og gott betur. Um
fimmtungur gossprungunnar lá undir
Mýrdalsjökli og þar var sprengigos
ríkjandi. Megnið af gjóskunni sem upp
kom í gosinu er þaðan. Á öðrum hlutum
gossprungunnar var flæðigos ríkjandi
og þaðan runnu hraun niður í Álftaver
og þangað sem nú eru Meðalland og
Landbrot. Þar kom þó einnig upp gjóska,
að mestu ættuð úr kvikustrókum. Eld-
gjárgjóskan var áður talin vera þrjú
gjóskulög, K-X, E-1 og K~1.000.32
Eldgjárgosið er tímasett til fyrri hluta
10. aldar með gjóskulögum en ársett í
ískjörnum frá Grænlandi. Nokkur ár ber
á milli í tímasetningum en telja má nán-
ast fullvíst að gosið hafi orðið á fjórða
áratugi 9. aldar. Glerkorn með aðalefna-
samsetningu Kötlukerfisins fundust í
GISP-ískjarnanum í árlagi frá 938±4.33
Stærsti „sýrutoppurinn“ (m.a. brenni-
steinssambönd) í Crete-ískjarnanum úr
Grænlandsjökli síðustu 2.000 árin var
talinn vera frá árinu 934±234 og sam-
ræmda ískjarnatímatalið GICC05 tíma-
setur Eldgjárgosið til 933±1.35 Nýjustu
rannsóknir, þar sem notaðir eru sam-
tímaatburðir eins og 10Be-frávik í ísnum
og 14C-frávik í trjáhringjum, tengsl
milli óvenjustórra sýrutoppa/gjósku-
korna í ísnum og óvenjulega lítils vaxtar
(mjórra) árhringja í trjám í Evrópu,
Norður-Ameríku og Asíu, benda sterk-
lega til að leiðrétta þurfi samræmda
ískjarnatímatalið um 6–7 ár, sem merkir
að Eldgjárgosið hafi orðið á árinu
939.19,20 Niðurstaðan úr GISP-ískjarn-
anum er því nærri lagi33 og sú túlkun
Jóns Steingrímssonar eldklerks að
fornar frásagnir um jökulhlaup á Skóga-
og Sólheimasandi bentu til atburða árið
934 er heldur ekki fjarri lagi.31
Lengd Eldgjárgossins hefur verið
talin allt að 6 ár.2,33 Óvanalega köld
veðrátta í Evrópu og Asíu á tímabilinu