Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2018, Qupperneq 11

Náttúrufræðingurinn - 2018, Qupperneq 11
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 11 7. mynd A. Gjóskulagið úr gosi á Eldgjárgossprungu ~939, um 4,5 km3 nýfallið. Gjóskan er svört basaltgjóska, stundum blásvört þar sem gjóskulagið er þunnt. – A. The tephra layer erupted in the Eldgjá eruption ~939, about 4,5 km3 as freshly fallen. The tephra is black to brownish-black basaltic tephra, very thin deposits appearing bluish-black. (Byggt á/Based on Guðrún Larsen 2000).32 7. mynd B. Eldgjárhraun, hér sýnd í sama mælikvarða og gjóskulagið. – B. The Eldgjá lava flows shown in (approximately) same scale as the tephra layer. (Byggt á/Based on Guðrún Larsen 2000).32 Í jökulhlaupum brýst hlaupvatn ekki eingöngu fram undan jökulsporðum heldur einnig út úr eða upp úr jökli og rennur þá ofan á honum og meðfram honum, eins og ýmsar lýsingar á síð- ari tíma Kötluhlaupum bera vitni um og sjá mátti í Skeiðarárhlaupinu 1996. Hlaupvatnið sem kom fram úr Ystagili og Hólsárgili hlýtur að hafa brotist út úr Sólheimajökli töluvert ofan giljanna og hefur því runnið ofan á og meðfram jökli, að minnsta kosti að einhverju leyti. Á sama hátt getur hlaupvatn hafa komist í Jökulsárgilið og þaðan um þvergilið yfir í Þurragil – og stefnt að Skógum eystri. Hlaupvatn gat því vel runnið fram úr giljum beggja vegna Sól- heimajökuls svo til samtímis, og dvínað og aukist til skiptis meðan rás fyrir það var að myndast undir jöklinum. Að hlaupinu loknu hefur vatn frá jökl- inum líklega runnið um Jökulsárgilið þar sem Jökulsá rann fram eftir öldum – stystu leið til sjávar – „úr hverju hún síðar færði sig enn austar, hvar hún nú vellur fram úr jöklinum,“ segir Jón Steingrímsson á 18. öld.31 Um Jökulsár- gil liggja enn mörkin milli Rangárvalla- sýslu og Vestur-Skaftafellssýslu. Eftir gosin í Kötlu og Eyjafjallajökli um 920 var kyrrt um sinn. Skammt var þó að bíða stórra tíðinda. ELDGJÁRGOSIÐ Á 10. ÖLD Eldgjárgosið á 10. öld (~939) er stærsta gos Íslandssögunnar og ekkert eitt gos hefur valdið jafnmiklum um- hverfisbreytingum frá því land byggð- ist.31 Vera má að Eldgjárgosið hafi valdið straumhvörfum í aðflutningi fólks og landnámi á Íslandi – ef til vill er réttara að segja að landnámsöld hafi lokið með Eldgjárgosinu en að Eldgjárgosið hafi orðið í lok landnámsaldar. Hefðin er að telja landnámsöld lokið með stofnun Alþingis 930. Eldgjárgosið varð á um 75 km langri en slitróttri gossprungu (7. mynd a og b) sem náði frá Kötluöskjunni í Mýr- dalsjökli um þá miklu náttúrusmíð Eldgjá við Gjátind sem nafn gossins er dregið af, og þaðan norður fyrir Stakafell á Síðuafrétti, skammt frá jaðri Síðujökuls. Segja má að gossprungan hafi náð jökla á milli og gott betur. Um fimmtungur gossprungunnar lá undir Mýrdalsjökli og þar var sprengigos ríkjandi. Megnið af gjóskunni sem upp kom í gosinu er þaðan. Á öðrum hlutum gossprungunnar var flæðigos ríkjandi og þaðan runnu hraun niður í Álftaver og þangað sem nú eru Meðalland og Landbrot. Þar kom þó einnig upp gjóska, að mestu ættuð úr kvikustrókum. Eld- gjárgjóskan var áður talin vera þrjú gjóskulög, K-X, E-1 og K~1.000.32 Eldgjárgosið er tímasett til fyrri hluta 10. aldar með gjóskulögum en ársett í ískjörnum frá Grænlandi. Nokkur ár ber á milli í tímasetningum en telja má nán- ast fullvíst að gosið hafi orðið á fjórða áratugi 9. aldar. Glerkorn með aðalefna- samsetningu Kötlukerfisins fundust í GISP-ískjarnanum í árlagi frá 938±4.33 Stærsti „sýrutoppurinn“ (m.a. brenni- steinssambönd) í Crete-ískjarnanum úr Grænlandsjökli síðustu 2.000 árin var talinn vera frá árinu 934±234 og sam- ræmda ískjarnatímatalið GICC05 tíma- setur Eldgjárgosið til 933±1.35 Nýjustu rannsóknir, þar sem notaðir eru sam- tímaatburðir eins og 10Be-frávik í ísnum og 14C-frávik í trjáhringjum, tengsl milli óvenjustórra sýrutoppa/gjósku- korna í ísnum og óvenjulega lítils vaxtar (mjórra) árhringja í trjám í Evrópu, Norður-Ameríku og Asíu, benda sterk- lega til að leiðrétta þurfi samræmda ískjarnatímatalið um 6–7 ár, sem merkir að Eldgjárgosið hafi orðið á árinu 939.19,20 Niðurstaðan úr GISP-ískjarn- anum er því nærri lagi33 og sú túlkun Jóns Steingrímssonar eldklerks að fornar frásagnir um jökulhlaup á Skóga- og Sólheimasandi bentu til atburða árið 934 er heldur ekki fjarri lagi.31 Lengd Eldgjárgossins hefur verið talin allt að 6 ár.2,33 Óvanalega köld veðrátta í Evrópu og Asíu á tímabilinu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.