Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2018, Qupperneq 15

Náttúrufræðingurinn - 2018, Qupperneq 15
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 15 var að vetrarlagi og gjóskan varð 3–4 cm að þykkt í Skaftártungu. Hún gæti hafa spillt vetrarbeit og valdið flúor- eitrun. Gjóskufall olli hins vegar meiri skemmdum á afréttum þar sem gjóskan var þykkust á viðkvæmum svæðum ofan 300 m y.s. Í báðum sýslum voru helstu áhrif þessara þriggja Heklugosa skertir nýtingarmöguleikar á afréttum, og miklu meiri í Rangárvallasýslu. Lýsingar annála á fyrstu Heklugos- unum eru vægast sagt knappar.53 Í þrem er nefnd eldsuppkoma í Heklufelli árið 1104 og í einum árið 1106 (sem á þó við 1104). Í tveim annálum er nefndur „sandfallsvetur“ á sama ári eða næsta.57 Í sex annálum er getið elds í Heklufelli árið 1158 og í einum þeirra er gosið dag- sett til 19. janúar en ekki er minnst á sandfall. Í tveim annálanna er talað um hið „mikla myrkur“ 1157. Hafi það stafað af Heklugosinu gæti skýringin verið sú að þar hafi áramótin 1157/1158 verið miðuð við 25. mars.53 Í fimm annálum og tveim biskupasögum er nefndur eldur í Heklufelli árið 1206. Önnur sagnanna er samtímaheimild og er gosið þar dag- sett til 4. desember en ekkert sagt um áhrif. Um Heklugosið 1222 sem hér fær að fljóta með er aðeins nefnt árið og að þetta sé fjórði eldur í Heklufelli.53 Til að fá krassandi lýsingar á ís- lenskum eldgosum og áhrifum þeirra – svolítið í ætt við þær lýsingar sem fréttamenn og fréttamiðlar nútímans temja sér – verður að leita út fyrir land- steinana, eins og gert var í kaflanum um Eldgjárgosið. Herbert munkur dregur hvergi úr í sinni lýsingu sem bæði gæti átt við gosið 1104 og gosið 1158: Norður í heimi er vitað um stóra eyju, sem kölluð er Ísland (hyslandia) og tekið hefur kristna trú. Á henni er fjall nokkurt bratt og geysimikið, sem tekur yfir mikinn hluta landsins, en undir því og í því telja íbúarnir, að sé hið mesta víti. Fjall þetta er allt fullt af hellum og holt að innan, brennur allt og spýr logum, og stendur í sífelldu elds- báli, sem læsir sig um og eyðir fjallið að utan og innan allt niður að rótum 11. mynd. Gjóskulag úr Heklugosi 1206, þykktarás til suðausturs. Gjóskan er ísúr, grá til ólífugrá, nýfallin um 0,4 km3. Hún olli gróðurskemmdum á afréttum austan Heklu. Einnig gjóskulag úr Heklugosi 1222, þykktarás til norðausturs. Gjóskan er ísúr og kolsvört, nýfallin um 0,04 km3. Hún gæti hafa valdið gróðurskemmdum á afréttum norðan Heklu. – The Hekla teph- ra layers erupted in 1206 and 1222. The 1206 tephra is grey to olive grey, the freshly fallen volume on land 0.4 km3. The 1222 tephra is coal black, the volume on land about 0.04 km3. 10. mynd. Gjóskulag úr Heklugosi 1104, hlutinn næst Heklu,54 þykktarás stefnir til norðurs. Gjóskan er súr og gráhvít, nýfallin gjóska á landi 1–1,5 km3. Einnig gjóskulag úr Heklugosi 1158,55 þykktarás stefnir til norðaust- urs. Gjóskan er ekki eins súr og í gosinu 1104 og er grábleik fremur en gráhvít, nýfallin gjóska um 0,33 km3. Hún olli gróðurskemmdum á afrétt- um norðan Heklu. – The Hekla tephra layers erupted in 1104 and 1158. The 1104 tephra is greyish white, the freshly fallen volume on land 1–1.5 km3. The 1158 tephra is greyish pink, the volume on land about 0.33 km3. og jafnvel út fyrir fjallsræturnar. Örugg merki sanna sem sé, að þessi skelfi- legi eldur lifir og æðir ekki aðeins undir rótum fjallsins, heldur einnig undir mararbotni. Hinn nafnfrægi eldketill á Sikiley, sem kallaður er strompur vítis, – en þangað eru dregnar sálir dauðra, fordæmdra manna til brennslu, eins og oft hefur verið sannað, – hann er að því, er menn fullyrða, eins og smá- ofn í samjöfnuði við þetta gífurlega víti. Innan í þessari hræðilegu fjallsgjá er þvílíkur eldsbruni, að margfaldir og tröllauknir eldstólpar rísa hvarvetna upp og ná allt upp í skýin, og þegar þeir hníga niður aftur, rísa ávallt aðrir í staðinn, eins og þegar ofsi æðandi báls þeytir upp eimyrju og gleypir hana á víxl, svo að himinninn virðist standa þarna í björtu báli. Enn fremur sjást standa út úr eldhnöttum þessum björg á stærð við fjöll, sem ofsi elds- ins hefur tætt upp úr innyflum díkisins og þeytt af miklu afli upp í loftið, en af þyngd sinni steypast þau aftur niður í undirdjúpin.46
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.