Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2018, Síða 21

Náttúrufræðingurinn - 2018, Síða 21
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 21 INNGANGUR Ígulker (Echinoidea) (1. mynd) teljast til fylkingar skrápdýra (Echinodermata) ásamt sæliljum (Crinoidea), kross- fiskum (Astroidea), slöngustjörnum (Ophiuroidea) og sæbjúgum (Holo- thuroidea). Af þeim um 1.000 tegundum ígulkera sem nú eru þekktar í heiminum eru aðeins um 20 tegundir veiddar í ein- hverjum mæli.6,7 Ígulker eru sjávardýr og finnast frá fjöru niður á meira en 6.000 metra dýpi.8 Það sem einkennir ígulker er skel úr kalki, mynduð úr litlum sexhyrndum plötum, og fimmdeild geislaskipan lík- amans. Mörg ígulker eru nánast hnött- ótt, en sum eru flöt og einnig eru til íg- ulker með tvíhliða samhverfu þó að sjá megi í þeim vísi að fimmdeildri geisla- skipan. Ígulker eru þakin broddum sem geta verið nokkrir sentimetrar að lengd. Þeir nýtast til hreyfingar og til varnar. Hjá sumum ígulkerategundum eru broddarnir eitraðir. Einnig hafa ígulker bitklær, og standa þær á stilkum innan um broddana (2. mynd). Klærnar er dýrið talið nota til að hreinsa burt óhreinindi sem safnast á milli broddanna. Einnig getur ígulkerið notað bitklærnar til varnar og hjá sumum tegundum eru þær eitraðar. Dýrið hefur fimm tvö- faldar raðir sogfóta sem teygja sig út frá skelinni (3. mynd) en eru tengdir við sogæðakerfi sem liggur í fimm röðum innan á skelinni. Á endum sogfótanna eru sogskálar og getur ígulkerið haldið sér fast við botninn með þeim en notar þá einnig til að færa sig úr stað. Við ný- legar rannsóknir á sogfótum ígulkera fundust ljósnæmar frumur sem gera ígulkerunum kleift að bregðast við ljósi.9,10 Lyktarskynið er einnig í sogfót- unum. Hjá mörgum tegundum ígulkera, þar á meðal skollakoppi, fer öndunin fram í gegnum sogfæturna (3. mynd).11 Flest ígulker hafa fimm pör af greinóttum tálknum við munnopið og eru þau tengd sogæðakerfinu.8 Innri líffæraskipan er einnig fimmskipt og geislótt. Tauga- kerfið er mjög einfalt. Ekkert öndunar- eða blóðrásarkerfi er að finna. Ígulker eru einkynja en erfitt er að greina á milli karl- og kvendýra með berum augum. Fyrirferðamesta líffærið eru kynkirtl- arnir. Þeir eru fimm og liggja efst í dýr- inu (4. mynd). Kynkirtlarnir innihalda tvær tegundir frumna, kynfrumur og forðafrumur sem safna forðanæringu og geyma hana, eggjahvítu, sykrum og fitu. Þegar nóg er af fæðu er næringar- forða safnað í forðafrumurnar og getur ígulkerið þá aukið verulega þyngd sína. Þegar lítið er af fæðu er gripið til forðans og dýrin léttast. Þegar líður að hrygningu er næringarforðinn notaður við að þroska kynfrumur. Þar með rýrna forðafrumurnar og þeim fækkar. Þegar kynfrumurnar eru fullþroska losna egg og svil út um kynop. Þau eru fimm, eitt á hverri fimm platna sem liggja hr- inginn í kringum endaþarmsopið ofan á dýrinu. Eftir ytri frjóvgun berast eggin með straumum og þroskast í sviflægar lirfur. Gagnstætt fullorðna dýrinu hafa lirfurnar tvíhliða samhverfu. Þegar til- teknum þroska er náð setjast lirfurnar á botninn og fá lögun fullorðna dýrsins. Eftir botnsetuna stækka dýrin jafnt og þétt þar til þau verða kynþroska og hægir þá á vextinum. Talið er að einstaklingar sumra ígulkerategunda geti orðið yfir 100 ára gamlir.12 Á tegundum sem hafa reglulega, fimmdeilda geislaskipan er munnur undir miðju dýrinu og endaþarmsop ofan á dýrinu fyrir miðju. Munnopið er oftast undir ígulkerum með tvíhliða lögun og endaþarmsopið aftan til, ým- ist ofan eða neðan á dýrinu. Í munni eru fimm sterklegar tennur. Utan um þær er stoðgrind úr beini sem nefnist „ljósker Aristótelesar“ vegna lögunar sinnar (5. mynd). Fæða ígulkera er fjölbreytt. Flestar tegundir ígulkera sem búa á grunnsævi lifa fyrst og fremst á botnþörungum en geta einnig lagt sér til munns botndýr og hræ. Tegundir sem lifa dýpra eru ýmist grotætur eða rándýr.13 Margir afræningjar nýta sér ígulker til matar, aðallega krossfiskar, krabbar og humar, en þau eru einnig fæða fiska, sjófugla og sæotra.14,15 Ritrýnd grein Ígulker hafa verið nýtt til manneldis öldum saman, víða um heim.1,2,3,4 Aðeins hrogn ígulkeranna eru nýtt og þykja þau herramannsmatur. Síðan um miðja síðustu öld hefur langstærsti markaðurinn fyrir hrognin verið í Japan.5 Veiðar annars staðar í heiminum jukust mikið um 1975 þegar verulega tók að halla undan fæti fyrir ígulkerastofnum í Suðaustur-Asíu vegna ofveiði, samhliða auk- inni eftirspurn, sérstaklega í Japan. Helstu veiðiþjóðir á síðustu áratugum hafa verið Sílemenn, Japanar, Bandaríkjamenn, Rússar og Kanadamenn. Eftir mið- jan níunda áratuginn hófust veiðar á ígulkerinu skollakoppi (Strongylocentro- tus droebachiensis) við Atlantshafsströnd Bandaríkjanna og Kanada. Eftir 1990 jukust þær veiðar til muna þegar Japansmarkaður opnaðist fyrir innflutningi á skollakoppi.1 Þá hófust einnig ígulkeraveiðar við Ísland. Hér við land hafa rannsóknir á skollakoppi einkum beinst að nýtingarmöguleikum en auk þess hafa útbreiðsla, kynþroski og hrognafylling verið könnuð á nokkrum stöðum við landið. Í þessari grein verður vikið að ígulkerum almennt og síðan að ígulkerum við Ísland, einkum skollakoppi, líffræði hans og nýtingu. Náttúrufræðingurinn 88 (1–2), bls. 20–28, 2018

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.